Morgunblaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 Tilkynnt hefur verið hvaða fjórir listamenn eru tilnefndir til Deutsche Börse-ljósmyndaverð- launanna árið 2013, einhverra virt- ustu verðlauna sem veitt eru ár- lega fyrir verk í ljósmyndamiðlinum. Tilnefnt er fyrir tiltekin verkefni, bók eða sýningu, sem sett hafa verið fram á árinu sem er að líða. Suðurafr- ísku samstarfsmennirnir Adam Broomberg & Oliver Chanarin eru tilnefndir fyrir bókina War Primer 2, Bretinn Mishka Henner fyrir sýninguna No Man’s Land, landi hans Chris Killip fyrir sýninguna What Happened Great Britain 1970-1990, og hin spænska Cristina De Middel fyrir bókina The Afronauts. Verk hinna tilnefndu verða sýnd í Photographers’ Gallery í London áður en tilkynnt er hver hlýtur verðlaunin og verðlaunaféð, sem nemur um sex milljónum króna. Tilnefndur Úr verki Killips „What Happened, Great Britain 1970-90.“ Tilnefnd fyrir ljósmyndir Söngkonan Ragnheiður Gröndal ásamt hljómsveit leikur í Múlanum í Norræna húsinu í kvöld. Á efnis- skránni eru sígræn djasslög úr ýmsum áttum sem Ragnheiður hef- ur sungið og þróað í sínum flutningi frá unga aldri. „Á leiðinni er daðr- að við hinar ýmsu stefnur og strauma eins og popp, þjóðlaga- og heimstónlist, blús og jafnvel rev- íutónlist,“ segir m.a. í tilkynningu. Hljómsveit kvöldsins skipa þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Þórður Högnason á bassa og Birgir Baldursson á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er 1.500 króna aðgangseyrir, en 1.000 kr. fyrir nemendur. Djass Ragnheiður Gröndal kemur fram ásamt hljómsveit. Ragnheiður í Múlanum Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Jólamyndir, í huga þess sem hér skrifar, eiga að vera ævintýralegar, með fallegum boðskap og höfða til breiðs aldurshóps. Eflaust eru marg- ir ósammála þeirri skoðun, Die Hard var t.a.m. frumsýnd á jólum og er hún jafnan talin til jólamynda, þó að blóð- ug sé og ofbeldisfull. Þó fallast allir í faðma að lokum og það er vissulega í anda jólanna. En höldum okkur við þær ævintýralegu fyrir alla fjölskyld- una. Nokkrar slíkar verða frum- sýndar fyrir og á jólum og verða hér reifaðar. Sýningar á teiknimyndinni Niko 2 eru þegar hafnar. Niko 2 segir af hreindýrskálfi sem lendir í ýmsum ævintýrum en í fyrstu myndinni hélt hann að hann væri eitt af hreindýrum jólasveinsins. Hann gat því miður ekki flogið eins og þau en fann lausn á því vandamáli. Börnin hafa gaman af krúttlegum hreindýrum. Life of Pi verður frumsýnd 21. des- ember og bíða eflaust margir spennt- ir eftir henni. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Yanns Mar- tels. Í myndinni rekur indverski blaðamaðurinn Piscine ævintýralega ævisögu sína. Þegar hann var dreng- ur ákváðu foreldrar hans að flytja til Kanada og hefja þar nýtt líf. Þau áttu dýragarð og fluttu dýrin með sér á skipi en skipið sökk og menn og dýr um borð létu lífið. Piscine náði hins vegar að komast í björgunarbát ásamt órangútanapa, hýenu, sebra- hesti og tígrisdýrinu Richard Parker. Segir myndin m.a. af samskiptum Piscine við dýrin og hvernig honum tekst að lifa af samvistir við tígris- dýrið. Leikstjórinn er ekki af verri endanum, Ang Lee, sá hinn sami og gerði Brokeback Mountain og Crouching Tiger, Hidden Dragon. Hobbitinn, eða Hobbit: An Unexpec- ted Journey, verður frumsýnd annan í jólum. Söguna af Hobbitanum þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum um ævintýri en hún er byggð á sam- nefndri skáldsögu J.R.R. Tolkiens og er forsaga Hringadróttinssögu sama höfundar. Í Hobbitanum segir af æv- intýrum hobbitans Bilbós Bagga en galdramaðurinn Gandálfur knýr einn dag dyra með þrettán dvergum og gjörbreytir lífi hans. Við tekur mikill leiðangur, leit að fjársjóði sem óg- urlegur dreki að nafni Smeyginn stal frá dvergunum fyrir löngu. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en Pet- er Jackson, sá hinn sami og gerði þrí- leikinn upp úr Hringadróttinssögu og í aðalhlutverkum eru Andy Serkis, Ian McKellen, Martin Freeman og Richard Armitage. Aðdáendur Tolki- ens verða varla sviknir. Rise of the Guardians verður frum- sýnd 7. desember, teiknimynd frá Dreamworks fyrirtækinu. Í henni segir af því er illa innrættur andi, Ótti, ætlar sér að gera árás á Jörðina og koma hinir sk. Verndarar henni til bjargar. Í þeim hópi eru jólasveinn- inn, tannálfurinn, páskakanínan og Jack Frost, eða Jökull Frosta sem er bandarískum börnum kunnugri en ís- lenskum. Ein íslensk mynd verður frumsýnd á nýju ári, 1. janúar, XL eftir leikstjór- ann Martein Þórsson. Í henni fer Ólafur Darri Ólafsson með hlutverk drykkfellds þingmanns með allt niður um sig. Ekki svo jólalegt en hver veit nema jólalegan boðskap verði að finna í henni líkt og Die Hard hér forðum. Jólamyndirnar 2012  Hobbitinn og Life of Pi eru meðal jólamynda í ár  Ævintýri fyrir alla fjöl- skylduna, bæði leiknar myndir og teiknaðar  Íslensk mynd frumsýnd 1. janúar Verndarar Úr Rise of the Guardians, teiknimynd sem er ein jólamynda bíóhúsanna í ár. Forsagan Úr Hobbitanum, sívinsælli sögu Tolkiens. Bilbo Baggins með nokkrum dvergum. Lífsbarátta Úr Life of Pi, maður og tígrisdýr þurfa að læra að lifa í sátt. Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Sérsmíðaðar innréttingar Hjá GKS færð þú faglega ráðgjöf er varðar sérsmíði á innréttingum. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.