Morgunblaðið - 28.11.2012, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
Sýning á úrvali verka Errós frá fyrri hluta ferils hans
stendur nú yfir á Bryggen, menningarmiðstöðinni
Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Í ítarlegri umfjöllun
um sýninguna í dagblaðinu Politiken segir að Erró sé
einn hinna stóru alþjóðlegu myndlistarmanna Norður-
landanna og að þetta fyrsta tímabil ferils hans sé ekki
síst merkilegt og frumlegt á annars löngum og mik-
ilvirkum ferli.
Rýnirinn segir verkin glæsileg í ofhlæði sínu, og
einnig afar skemmtileg skoðunar, en finnur helst að því
að sýningin hefði átt að vera sett upp í stærra safni.
Fjallar um ofhlæði nútímalífs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Erró Sýning á verkum hans vekur athygli í Kaupmannahöfn.
Tónleikaröðin „Jólin allsstaðar“
hefst í Ólafsvíkurkirkju í kvöld, með
tónleikum klukkan 21. Flytjendur
munu á næstu dögum færa sig frá
einum bæ til annars og koma alls
fram í nítján kirkjum í þessari viða-
miklu tónleikaröð. Þeir lofa ljúfum
tónleikum þar sem mestmegnis
verða flutt gamalkunnug jólalög.
Söngvararnir Regína Ósk, Guð-
rún Árný, Guðrún Gunnars og Jógv-
an verða í fararbroddi flytjenda,
ásamt fjórum hljóðfæraleikurum, og
svo bætist í hópinn barnakór frá
hverjum stað þar sem sungið er.
Hópurinn ferðast saman allan hring-
inn á sannkallaðri jólarútu, hann
vonast til að koma með jólin með sér
og markmiðið er að glens, gleði og
hátíðleiki fari saman í stund fyrir
alla fjölskylduna.
Diskur með jólalögunum
Í tilefni af tónleikaröðinni gefur
hópurinn út geisladiskinn „Jólin alls-
staðar“, með flestum lögunum sem
þau flytja, og kemur hann út í dag.
Næstu tónleikar hópsins eru í
Tálknafjarðarkirkju á morgun,
fimmtudag klukkan 21, miðnæt-
urtónleikar eru á föstudagskvöldið í
Stykkishólmskirkju og svo eru tón-
leikar í Grindavíkurkirkju klukkan
15 á laugardag, í Keflavíkurkirkju
klukkan 20 þá um kvöldið, og á
sunnudagskvöld klukkan 21 verða
tónleikar í Landakirkju í Vest-
mannaeyjum.
Lokatónleikar hópsins verða í
Grafarvogskirkju 20. desember.
Halda jólatónleika
í nítján kirkjum
Barnakórar syngja alls staðar með
Jólastemning Meðal flytjenda eru
nokkrir landskunnir söngvarar.
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur
tónlist úr Star Wars-myndunum á
tónleikum í Hörpu í kvöld og ann-
að kvöld kl. 19.30. Í tilkynningu
frá hljómsveitinni kemur fram að
John Williams sé einn þekktasti og
farsælasti tónsmiður í sögu Banda-
ríkjanna. Hann hafi t.a.m. verið
tilnefndur til Óskarsverðlaunanna
alls fjörutíu sinnum og hreppt þau
í fimm skipti.
Stjórnandi á tónleikunum er Lu-
cas Richman en hann hefur stjórn-
að hljómsveitum víða um heim,
m.a. Fílharmóníusveitum New
York-borgar, Los Angeles og í
Fíladelfíu. Richman hefur unnið
með mörgum kvikmynda-
tónskáldum og árið 2010 bauð
John Williams honum að stjórna
tónlistinni við Stjörnustríðsmynd-
irnar á þriggja mánaða löngu tón-
leikaferðalagi. Miðasala er á sin-
fonia.is og harpa.is
Kvikmyndatónlist Ekki er víst hvort Richman stjórnandi skipti tónsprot-
anum út fyrir geislasverð, eins og beitt er í Stjörnustríðskvikmyndunum.
Stjörnustríð hjá Sinfó
Fornbókabúðin Bókin efnir
þessa dagana til uppboðs á
vefnum www.uppbod.is í sam-
starfi við Gallerí Fold. Boðnar
eru upp 148 bækur og lýkur
uppboðinu 2. desember.
Ýmis forvitnileg rit eru boð-
in upp. Til að mynda er ágætt
úrval ljóðabóka, þar á meðal
fyrsta bók Steinunnar Sigurð-
ardóttur, nokkrar af fágætari
ljóðabókum Dags Sigurð-
arsonar og Nei eftir Ara Jós-
epsson. Gott úrval listaverka-
bóka er á uppboðinu, bækur
Þorvalds Thoroddsen og bæk-
ur Benedikts Gröndal. Þá eru
boðin upp rit frá gömlu ís-
lensku prentstöðunum, Hólum,
Leirárgörðum og Viðey. Bæk-
urnar verða til sýnis í verslun
Bókarinnar ehf. Klapparstíg 25-27, dagana 28. nóv-
ember - 1. desember
Fjölbreytilegt úrval fágætra
rita á bókauppboði
Ferðabók Mynd úr
Ferðabók Hookers frá
1809 sem boðin er upp.
Lífið er litríkt
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla á Íslandi
Útsölustaðir:
Verslanir Húsasmiðjunnar,
Verslanir ELKO, Byggt og Búið,
Verslanir Ormsson, BYKO Akureyri,
Þristur, Hljómsýn, Geisli, Skipavík,
Kaupfélag Skagfirðinga og Johann Rönning.
J. A. Ó. - MBL
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
ÍSLENSKT TAL
NÁNAR Á MIÐI.IS
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 8 - 10.40 12
HERE COMES THE BOOM KL. 5.40 - 8 - 10.20 7
NIKO 2 KL. 4 - 6 L
PITCH PERFECT KL. 5.30 - 8 12
HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 3.30 7
SKYFALL KL. 5 - 8 - 10.30 12
SKYFALL LÚXUS KL. 5 - 8 12
TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 3.30 L
SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 6 - 8 - 10.40 12
SNABBA CASH 2 KL. 8 - 10.15 16
CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 9 16
SKYFALL KL. 9 12
DJÚPIÐ KL. 5.50 10
THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10
HERE COMES THE BOOM KL. 8 7
SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.50 - 8 12
SNABBA CASH 2 KL. 10.15 16
PITCH PERFECT KL. 5.50 12
SKYFALL KL. 10 12
–ROLLING STONE
-T.V. SÉÐ OG HEYRT
VIKAN
91% FRESH
ROTTENTOMATOES
8.2 IMDB
THE TWILIGHT SAGA - PART 2 Sýndkl.10:25
SILVER LININGS PLAYBOOK Sýndkl.8-10:25
NIKO 2: BRÆÐURNIR FLJÚGANDI Sýndkl.6
SKYFALL Sýndkl.10
PITCH PERFECT Sýndkl.5:50-8
WRECK-IT RALPH 3D Sýndkl.5:40
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
8,2
- IMDB
91% FRESH
- Rottentomatoes 80/100
,,Skilar því sem
óþreyjufullir aðdáendur voru
að bíða eftir.”
The Hollywood reporter
Boxoffice Magazine
80/100
Variety
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
12
12
12
12
L
L
,,Sú besta í allri seríunni”
T.V - Kvikmyndir.is
,,Fyrsta flokks 007”
J.A.Ó - MBL
,,Þrælspennandi og skemmtileg
frá upphafi til enda”
H.V.A - FBL
Þ.Þ - FBL