Morgunblaðið - 28.11.2012, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 28.11.2012, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 Olíumálverk af Heklu frá árinu 1906, eftir Þórarin B. Þorláksson, var slegið hæstbjóðanda á listmunaupp- boði Gallerís Foldar á mánudags- kvöldið á tvær milljónir króna. Við verð við hamarshögg leggst upp- boðsgjald og höfundarréttargjald, samtals rúmlega tuttugu prósent, þannig að fullt verð verksins var hátt í tvær og hálf milljón króna, sem var við efri mörk matsverðs þess. Meðal annarra dýrra verka sem seldust á uppboðinu má nefna málverk Jóhannesar Kjarvals af systkinum, 35 x 47 cm, sem seldist vel yfir matsverðinu, sem var 1 til 1,2 milljónir en verkið var slegið hæstbjóðanda á 1,7 milljónir, auk gjalda. Þá seldist stórt abstrakverk eftir Þorvald Skúlason frá 1956 á 1,6 milljónir og verk eftir Gunnlaug Blöndal sem sýnir dreng borða morgungraut á 1,15 milljónir; tvö ol- íumálverk eftir Jóhann Briem voru seld, á 1,25 milljónir og 950 þúsund krónur. Athygli vakti hve ákaft var boðið í fallega en frekar litla mynd Stefáns „Stórvals“ Jónssonar af Herðubreið. Var hún slegin hæstbjóðanda á 290 þúsund, samtals rúmlega 360 þús- und kr., sem er með því hærra sem heyrst hefur um fjallaverk Stórvals á uppboði en hinsvegar hafa myndir hans af hestum og hrútum selst á talsvert hærra verði á markaði. Vel lukkað styrktaruppboð Á sunnudagskvöld var haldið á Hótel Borg uppboð á ljósmyndum til styrktar Ingólfi Júlíussyni ljós- myndara sem glímir við bráðahvít- blæði. Jóhann Ágúst Hansen hjá Galleríi Fold annaðist uppboðið og segir hann öll verkin, sem ljósmynd- arar gáfu auk málverks eftir Tolla, hafa selst, fyrir samtals um 2,3 millj- ónir króna. „Verkin fóru flest á viðunandi verði, um 20 til 40 þúsund krónur. Dýrasta myndin var slegin á 120 þúsund, en hún sýnir Bjarna Bene- diktsson og Steingrím J. Sigfússon í sjómanni,“ segir Jóhann. efi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Slegið Tryggvi P. Friðriksson slær hæstbjóðanda verkið Systur eftir Kjar- val á 1,7 milljónir króna, auk gjalda. Var það næsta hæsta verð sem fékkst. Verk Þórarins B. dýrast á uppboði  Tekist á um Herðubreið Stórvals Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Meira fjör er undirtitill á öðru bindinu af Skagfirskum skemmtisög- um sem nýverið kom út. Í bókinni er að finna 237 gamansögur af Skag- firðingum, gestum þeirra og góð- kunningjum sem blaðamaðurinn Björn Jóhann Björnsson hefur tekið saman. Hann tók einnig saman fyrra bindið af Skagfirskum skemmtisög- um sem út kom í fyrra og innihélt ríf- lega 200 gamansögur. En hvernig kom það til að þú fórst að safna þessum sögum upphaflega? „Guðjón Ingi Eiríksson hjá Bóka- útgáfunni Hólum hafði samband við mig, en hann hafði í nokkur ár reynt að fá einhvern til verksins. Eftir smá umhugsun ákvað ég að slá til og sé ekkert eftir því, þetta hefur verið skemmtilegt og maður hefur kynnst mörgu góðu og að sjálfsögðu bráð- fyndnu fólki.“ Sagnamenn á ýmsum aldri Hvernig safnar þú sögunum? „Ég hef leitað fanga í ýmsum skriflegum heimildum en ekki hvað síst munnlegum frásögnum frá Skagfirðingum. Sagnamenn eru á öllum aldri og koma úr ýmsum áttum og flestum hreppum Skagafjarðar, bæði burtfluttir og heimamenn. Þar er af nægu að taka, margir sem kunna sögur og segja vel frá. Þeirra er ekki getið sérstaklega í heim- ildaskrá en kunnugir geta í mörgum tilvikum lesið á milli línanna. Sögu- menn eru yfirleitt fúsari til frásagnar vitandi það að þeirra sé ekki getið sem heimildarmanna. Ég gæti þess að alls velsæmis sé gætt þannig að sögurnar særi engan, markmiðið er fyrst og fremst að geta skemmt fólki og halda um leið sögunum til haga. Þær mega ekki glatast.“ Nú er þetta önnur bókin með skagfirskum skemmtisögum. Mega lesendur eiga von á fleiri bókum? „Já, fyrra bindið kom út fyrir síð- ustu jól og var almennt vel tekið, eig- inlega betur en ég átti von á. Ég á all- nokkrar sögur í handraðanum og veit um miklu fleiri þarna úti, einnig eru nokkrir sagnamenn sem mér hefur ekki tekist enn að hitta á. Það er alltaf að bætast á listann, þannig að í stöðunni er ekki ólíklegt að þriðja bindið líti dagsins ljós. Eru trí- lógíur ekki vinsælar í dag?“ Hvað er svona skemmtilegt við Skagfirðinga? „Það eru til gamansögur í hverju héraði og ég læt öðrum eftir að dæma hvort Skagfirðingar séu skemmtilegir eða eitthvað fyndnari en aðrir. Þeir hafa að minnsta kosti húmor fyrir sjálfum sér, taka sig ekkert alltof hátíðlega og hafa gam- an af því að segja sögur, ekki síst af nágrannanum. Sagnahefðin er rík í Skagafirðinum og mikið verið gefið út þar af bókum gegnum tíðina. Svæðið hefur alið af sér marga snjalla fræðimenn, rithöfunda og ljóðskáld og í gamansögunum getur verið stutt á milli skáldskapar og raunveruleikans, þó að sögurnar séu að sjálfsögðu allar dagsannar.“ „Þeir hafa húmor fyrir sjálfum sér“  Fleiri gamansögur af Skagfirðingum og gestum þeirra Morgunblaðið/Styrmir Kári Satt „Í gamansögum getur verið stutt á milli skáldskapar og raunveruleik- ans, þó að sögurnar séu að sjálfsögðu allar dagsannar,“ segir Björn Jóhann.  Í einni kórferð karlakórsins Heimis milli landshluta var komið við í ónefndri vegasjoppu og fengið sér að borða. Spurði Pétur á Hjaltastöðum þá hvað væri á matseðlinum. „Ég er með snitsel,“ svaraði matseljan. Pét- ur hugsaði sig um og sagði: „Nú, já, ég hef fengið bæði útsel og landsel, en aldrei smakkað snitsel áður!“  Á Hólahátíð um árið var mættur fjöldi presta og kirkjan yfirfull af fólki víða að af Norðurlandi. Einn af prestunum, líkast til úr Skagafirði, segir þá við annan: ,,Fátt er hér af guðsbörnum – flestir Akureyringar.“ „Fátt er hér af guðsbörnum“ TVÆR SÖGUR ÚR BÓKINNI SKAGFIRSKAR SKEMMTISÖGUR 2 MBL 14 14 LOKAMYNDIN Í EINNI STÆRSTU KVIKMYNDASERÍU ALLRA TÍMA Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D MEÐ ENSKU TALI/ÍSL TEXTA  -VARIETY  -HOLLYWOOD REPORTER BOXOFFICE MAGAZINE 12 80/100 VARIETY 80/100 „„SKILAR ÞVÍ SEM ÓÞREYJUFULLIR AÐDÁENDUR VORU AÐ BÍÐA EFTIR.“ THE HOLLYWOOD REPORTER BOXOFFICE MAGAZINE L -FBL -FRÉTTATÍMINN 12 7  ROGER EBERT CHICAGO SUN-TIMES 16 BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM EKKI FYRIR VIÐKVÆMA “ALVÖRU HROLLVEKJA” EGILSHÖLL L L 14 12 712 ÁLFABAKKA VIP VIP 16 16 16 14 L L L POSSESSION KL. 5:50 - 8 - 10:10 POSSESSION LUXUS VIP KL. 10:30 TWILIGHT: BREAKING DAWN 2 KL. 5:30 - 8 - 10:30 TWILIGHT : BREAKING DAWN 2 VIP KL. 5:30 - 8 WRECK IT RALPH ÍSL.TALI KL. 5:50 WRECK IT RALPH ENS.TALI KL. 8 - 10:10 ARGO KL. 5:30 - 8 - 10:30 HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 END OF WATCH KL. 10:10 12 16 L L AKUREYRI 14 THE POSSESSION KL. 8 - 10:20 WRECK-IT RALPH ÍSL.TALI3D KL. 6 TWILIGHT: BREAKING DAWN 2 KL. 8 ARGO KL. 10:20 BRAVE HIN HUGRAKKA ÍSL.TALI KL. 6 KEFLAVÍK 7 L 16 16 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI 12 12 12 POSSESSION KL. 8 - 11 TWILIGHT KL. 5:30 - 8 - 10:30 SKYFALL KL. 5 - 8 - 10:10 WRECK IT RALPH ÍSL.TALI KL. 5:5H0 TWILIGHT BREAKING KL. 10:20 THE POSSESSION KL. 8 - 10 HERE COMES THE BOOM KL. 8 TWILIGHT: BREAKING DAWN PART 2 KL. 5:30 - 8 - 10:30 HERE COMES BOOM 5:40 - 8 - 10:20 ARGO KL. 8 - 10:30 CLOUD ATLAS KL. 8 WRECK-IT RALPH ÍSL3D KL. 5:30 WRECK-IT RALPH ENSTALKL. 5:50 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum EINSTAKT - hillulyftari sem getur líka unnið úti ▪ Rafdrifnir brettatjakkar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigeta ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.