Morgunblaðið - 05.12.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.12.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2012 Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is H ann er ærslafullur hvolpur sem er fær um hinar ýmsu hundakúnstir og á sér bæli hjá Styrkt- arfélagi lamaðra og fatlaðra. Hann heitir Hvati og er hugarsmíð Evu Þengilsdóttur. Fyrir fjórum árum síðan fékk Eva teiknarann Kára Gunnarsson til liðs við sig til að gefa Hvata útlit. Það varð úr og Hvati lifnaði við á blaði og varð síðan að handbrúðu sem seld var í Hag- kaupum til styrktar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Brúðan seldist upp um tíma en er nú aftur fáanleg. Í gegnum vinnu sína hjá Styrkt- arfélaginu og móðurhlutverkið hefur Eva fundið hjá sér þörf að koma á markað efni sem ýtir und- ir hreyfingu barna. Hún hefur nú samið bók um hvolpinn Hvata og vini hans, Gerðu eins og ég, en með þeirri bók hvetur hún börnin til að hreyfa sig um leið og bókin er lesin. „Mig langaði að skrifa ævintýri um Hvata sem leyfði við lestur að barnið stæði upp og hreyfði sig og hreinlega hoppaði og skoppaði. Æfingarnar eru frá mér komnar en ég fékk Æf- ingastöðina og Áslaugu Guðmunds- dóttur yfirsjúkraþjálfara þar á bæ til að fara yfir þær og leggja blessun sína yfir. Það skipti mig miklu máli að vinna bókina með fagaðilum sem ég tel vera þá fremstu á sínu sviði.“ Hvati varð til í kvöldsögu Hvati varð ekki til á einni nóttu heldur þróaðist hann upp úr kvöld- sögum sem Eva sagði börnunum sín- um. „Krakkarnir mínir báðu mig oft Fluttist úr kvöldsögum í bók Eva Þengilsdóttir vill með nýútkominni bók sinni Gerðu eins og ég – Hvati og dýr- in hvetja leikskólabörn til hreyfingar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hvatning Eva Þengilsdóttir vill hvetja leikskólabörn til að hreyfa sig meira. Á aðventunni fer marga að klæja í puttana og langa til að föndra eitt- hvað fallegt. Kannski eitthvað kósí fyrir heimilið eða þá fallegan hlut í jólapakkann. Vefsíðan mommy- bydaycrafterbynight.com er tilvalin til að sækja sér innblástur fyrir svona nokkuð. Þar bloggar hin bandaríska Ashley sem töfrar fram ýmiskonar föndur á meðan börnin hennar sofa. Nýjasta nýtt á síðunni hennar Ashley er fallegt jóla- bútasaumsteppi sem hún útskýrir fyrir lesendum sínum skref fyrir skref hvernig eigi að búa til. Á vef- síðunni sýnir Ashleylíka hvernig hægt er að búa til tösku úr fallegu efni fyrir bleyjur og annað slíkt sem fylgir litlum ungum. Skemmti- leg og persónuleg gjöf handa verð- andi foreldrum. Á vefsíðunni mommybydaycrafterbynight.com er að finna margar góðar hugmyndir sem tilvalið er að framkvæma nú í skammdeginu. Vefsíðan www.mommybydaycrafterbynight.com Morgunblaðið/Árni Sæberg Bútasaumsteppi Persónuleg gjöf sem gera má úr efnisafgöngum æskunnar. Heimatilbúnar gjafahugmyndir Syng barnahjörð kallast jólatónleikar sem haldnir verða í Bústaðakirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið 5. desem- ber kl. 20.00. Á tónleikunum mun Kór Bústaðakirkju undir stjórn Jón- asar Þóris syngja ásamt Kammerkór unglinga og Barnakór Bústaðakirkju. Kórarnir eru undir stjórn Svövu Krist- ínar Ingólfsdóttur en einsöngvarar úr kór eru: Anna Sigga Helgadóttir, Edda Austmann, Gréta Hergils, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson, Rósalind Gísladóttir, Svan- ur Valgeirsson, Svava Kristín Ingólfs- dóttir og Sæberg Sigurðsson. Á efnisskránni eru þekkt jólalög frá ýmsum löndum, lög helguð heilagri guðsmóður af nýútkomnum diski Grétu Hergils, jólagospel í anda Ma- halia Jackson og fleira. Miðaverð er 2.500 kr. og fer miðasala fram í Bú- staðakirkju og hjá kórfélögum. Endilega… …hlýðið á Syng barnahjörð Morgunblaðið/Kristinn Bústaðakirkja Jólatónleikar í kvöld. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.