Morgunblaðið - 06.12.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.2012, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2012 VIÐSKIPTABLAÐ Kröfuhafar óttast lagabreytingar sem gætu verið í farvatninu. Tilbúnir að slá af kröfum sínum 6-7 Annasamasti tími ársins hjá dýrasnyrti- stofunni Dekurdýrum Snyrtir og fínir jólahundar 10 Eigendur og stjórn- endur Kabúl-banka tóku sér 900 milljónir dollara. Eigendurnir rændu bankann 4 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Bandarískir eigendur Íslenskrar erfðagrein- ingar hafa komið með meira en 5,5 milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans það sem af er ári til að fjármagna innlendan rekstur og fjárfestingar fyrirtækisins. Í upphafi síðasta mánaðar samþykkti stjórn ÍE að gefa út tæplega 413 milljóna króna skuldabréf til að fjármagna rekstur fé- lagsins. Skuldabréfið, sem ber enga vexti og höfuðstólinn á að greiða í heilu lagi tíu árum síðar, var selt til bandarískra fjárfesta sem keyptu fyrirtækið 2010 eftir að móðurfélagið DeCode fór í greiðslustöðvun. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem hluthafar ÍE nýta sér fjárfestingaleið Seðla- bankans. Frá því var greint í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í septembermánuði síðast- liðnum að þeir hefðu fjármagnað 5,1 milljarðs skuldabréfaútgáfu ÍE með sama hætti í febr- úar á þessu ári. Fjárfestingaleið Seðlabankans gengur út á að fjárfestar komi með gjaldeyri til landsins og skipti honum fyrir krónur og fjárfesti hér til lengri tíma. Gulrótin fyrir fjármagnseig- endur er að þeir fá 20% afslátt af krónunum. Fram kom í Viðskiptablaðinu í síðustu viku að rekstrarfé ÍE væri að ganga til þurrð- ar. Var í því sambandi vísað til ársreiknings ÍE fyrir árið 2011 þar sem segir að félagið hafi tryggt rekstrarfé fram á fyrsta fjórðung næsta árs. Eigið fé ÍE var neikvætt um sex milljarða í árslok 2011, en Kári Stefánsson hefur látið hafa það eftir sér í fjölmiðlum að skuld við hluthafa skýri þá neikvæðu eiginfjárstöðu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Morgunblaðið, en á honum mátti skilja að tíðinda væri líklega að vænta af félag- inu í næstu viku. Íslensk erfðagreining fer aftur fjárfestingaleiðina  Gaf út 413 milljóna króna skuldabréf í síðasta mánuði  Erlendir eigendur ÍE komið með meira en 5,5 milljarða á árinu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fjármögnun Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. Félagið hefur sótt sér 5,5 milljarða á árinu. Hagsmunirnir sem eru í húfi fyrir alla ís- lensku þjóðina í núinu og framtíðinni eru slíkir, þegar horft er til þeirra eigna sem er- lendu vogunarsjóðirnir, hrægammarnir sem eru stærstu eigendur Arion banka og Ís- landsbanka, reyna nú að knýja út úr Seðla- banka í evrum, að lífsnauðsynlegt er að menn standi í lappirnar – bæði í Seðlabank- anum og ekki síður þeir 63 sem karpa gjarn- an við Austurvöll. Þetta kemur skýrt fram í fréttaskýringu Harðar Ægissonar, hér í miðopnu Við- skiptablaðs Morgunblaðsins, í dag. Ýmsar fróðlegar upplýsingar koma fram í fréttaskýringu Harðar, svo sem þær að er- lendu kröfuhafarnir eru orðnir verulega áhyggjufullir yfir því að væntur ofsagróði þeirra verði kannski ekki svo mikill þegar upp verður staðið og þeir því reiðubúnir til þess að slá verulega af sínum ýtrustu kröf- um. Jafnframt koma fram upplýsingar í þá veru að hugmyndum um fulla hörku í viðræðum við erlendu kröfuhafana hefur vaxið fylgi innan Seðlabankans undanfarnar vikur. Nú reynir á samstöðu Alþingis og Seðlabanka. Skoðun Samráð og samstaða Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Oft var þörf en nú er nauðsyn á víð- tækri samstöðu Sími 511 1234 • www.gudjono.is Hraði! Skilvirkni! Sveigjanleiki! 1 2 -2 0 7 4 - H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.