Morgunblaðið - 06.12.2012, Page 4
BAKSVIÐ
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Stærsta einkabankanum í Afganistan
var bjargað frá hruni fyrir rúmum
tveimur árum. Í liðinni viku kom út
skýrsla þar sem fram kemur hvað
gerðist í bankanum og það er ekki fög-
ur lesning. Samkvæmt henni náði lítill
hópur stjórnenda og hluthafa und-
irtökum í Kabúl-banka og þeir mok-
uðu úr sjóðum hans í eigin vasa.
Björgun Kabúl-banka kostaði 5-6%
af landsframleiðslu Afganistans og er
þetta því eitt umfangsmesta hrun
banka, sem um getur, miðað við stærð
hagkerfis viðkomandi lands. Í skýrsl-
unni kemur fram að hópurinn notaði
innlán bankans til að veita sjálfum sér
og félögum sínum lán undir fölskum
nöfnum og með fölsuðum skjölum.
Ljóst er að miklu fé var komið úr
landi. Í skýrslunni kemur fram að
flugmönnum flugfélagsins Pamir Air-
ways voru greiddir 320 þúsund doll-
arar, sem þykir einstaklega „grun-
samlegt þar sem Kabúl-banki er
grunaður um að hafa notað Kabúl-
flugvöll til peningaþvættis“. Hermt er
að peningarnir hafi verið faldir í mat-
arbökkum.
Þegar bankinn varð gjaldþrota kom
í ljós að 90% útistandandi lána eða 861
milljón dollara (107 milljarðar króna)
höfðu farið til 12 einstaklinga og fyr-
irtækja þeirra.
Skýrsluna gerði óháð eftirlitsnefnd
að undirlagi Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins og tók Eva Joly þátt í rannsókn-
inni að baki henni.
Áfall fyrir fjármálastarfsemi í Kabúl
Hneykslið vegna Kabúl-banka er áfall
fyrir fjármálastarfsemi í landinu. „Ka-
búl-banki var stofnun, sem naut
trausts, og milljónir Afgana reiddu sig
á til að taka við launum þeirra og halda
utan um sparnað,“ segir í skýrslunni.
„Hrun bankans leiddi til víðtækrar
skelfingar og borgaralegs glundroða til
skamms tíma, en afleiðingarnar til
lengri tíma eru jafnvel enn skaðlegri.“
Til þess er tekið að hagvöxtur og þró-
un fjármálalífs haldist í hendur og fjár-
málakreppa sé dragbítur bæði á fram-
leiðni og velferð almennings.
Kostnaðurinn lendi á ríkinu, sem hafi
fyrir vikið minna á milli handanna til
að halda uppi mikilvægri þjónustu. Þá
hafi málið skaðað trúna á fjár-
málakerfið, sem var veikt fyrir.
Þetta mál ber því hins vegar ekki
aðeins vitni hversu veikt fjár-
málakerfið í Afganistan er. Það er
einnig áfellisdómur á alþjóðlegt fjár-
málakerfi og eftirlit með veikburða
efnhagslífi í stríðshrjáðu landi þar
sem glæpamönnum tekst að koma
undan fé að vild án þess að gripið sé í
taumana fyrr en allt er komið í
kaldakol.
Klíka í Kabúl-banka sópaði til
sín sparifé milljóna Afgana
AFP
Stórkostlegt hrun Helstu hluthafar og stjórnendur Kabúl-banka hreinsuðu út innstæður almennings og komu und-
an. Peningarnir fóru í fasteignir í Dúbaí og til tólf landa að auki, þ. á m. Bretlands, Kína, Sviss og Bandaríkjanna.
Björgun stærsta einkabanka Afganistans kostaði 5-6% af landsframleiðslu Drógu sér 900 milljónir dollara
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2012
4 VIÐSKIPTI
Í nóvember sl.
lækkaði raun-
gengi íslensku
krónunnar um
1,3% frá fyrri
mánuði á mæli-
kvarða hlutfalls-
legs verðlags. Er
þetta þriðji mán-
uðurinn í röð
sem þróunin á
raungengi krónunnar er í þessa átt
og hefur það lækkað um 7,0% frá
því í ágúst sl. Síðustu þrjá mánuði
má rekja þessa lækkun á raungengi
krónunnar að öllu leyti til lækk-
unar á nafngengi krónunnar, sam-
kvæmt Morgunkorni Greiningar Ís-
landsbanka.
Krónan hefur
lækkað um 7%
Þorsteinn Ásgrímsson
Helgi Vífill Júlíusson
„Ég hef ekki miklar áhyggjur af
lágu fjárfestingahlutfalli á næstu
tveimur árum,“ segir Lars Chris-
tensen, forstöðumaður hjá grein-
ingardeild Danske Bank, í samtali
við mbl.is. „Það sem ég legg þó
áherslu á er að óvissan um fjár-
magnshöftin hefur áhrif til langs
tíma á erlenda fjárfestingu. Ég tel
það gott fyrir efnahaginn að aflétta
þeim eins hratt og mögulegt er til
að tryggja fjárfestingu.“
Hann kynnti nýja greiningu
bankans á íslensku efnahagslífi á
fundi VÍB, eignastýringarþjónustu
Íslandsbanka. Þetta er þriðja
greiningin sem Danske Bank vinn-
ur um íslenskt efnahagslíf, sú
fyrsta kom út árið 2006 og önnur
árið 2011. Fyrsta skýrslan var
svartsýn á þróun efnahagsmála hér
og var harðlega gagnrýnd af mörg-
um Íslendingum. Christensen var
heldur bjartsýnni í fyrra.
„Ég er nokkuð bjartsýnn núna
þó við spáum ekki miklum hag-
vexti, en hann er þó hærri en hjá
flestum öðrum ríkjum, eins og
Danmörku sem er í stöðnun,“ sagði
Christensen á kynningarfundinum.
Í nýju greiningunni kemur
fram að versnandi efnahagsástand
í viðskiptalöndum Íslands í Evrópu
hefur haft áhrif á efnahagsbata
landsins. Þrátt fyrir það muni hag-
vöxtur hér á landi vera yfir með-
allagi næstu árin. Danske Bank
gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði í
kringum 2,2 til 2,9% á næstu þrem-
ur árum.
Atvinnuþátttaka,
ekki atvinnuleysi
Nokkur munur er á stöðu atvinnu-
leysis nú og því sem var spáð þegar
Daninn kom í fyrra. Christensen
sagði þá að Íslendingar mættu búa
sig undir að venjast háu atvinnu-
leysisstigi, í kringum 8 til 9%. Í dag
er atvinnuleysi í kringum 5%.
Hann segir að þetta megi að miklu
leyti skýra með því að margt fólk
hafi farið af íslenska vinnumark-
aðinum, fólk hafi ýmist flutt af
landi brott eða hætt þátttöku á
vinnumarkaði. „Það er nauðsynlegt
að horfa á atvinnuþátttöku frekar
en atvinnuleysi,“ segir hann. Að-
spurður hvort hann sjái fram á
breytingar á þessu sviði telur hann
að fljótlega muni Íslendingar hætta
að sjá svona mikinn brottflutning.
Aftur á móti vill hann ekkert segja
til um hvort umskipti verði og
brottfluttir fari aftur að flytja til
Íslands. Í greiningunni kemur
fram að einkaneysla muni fara
minnkandi. Hún aukist í kringum
3,8% á þessu ári en aukningin verði
undir 3% á næstu árum. Þá er gert
ráð fyrir að fjárfesting verði í 8 til
9% á þessu og næsta ári. Verðbólga
haldi áfram að vera yfir viðmiðum
Seðlabankans en gert er ráð fyrir
að verðbólguþrýstingur fari minnk-
andi. Greiningin spáir 3,7% verð-
bólgu á næsta ári, 3,1% árið 2013
og 2,6% árið 2014.
Höftin slæm
Christensen segir að fjármagns-
höftin muni hafa mjög neikvæð
langtímaáhrif á fjárfestingar hér á
landi og best sé að aflétta þeim
eins hratt og mögulegt er. Spurður
um það ferli sem sé í gangi núna
varðandi afnámið segir hann að
stjórnvöld einblíni of mikið á nei-
kvæðu hliðarnar. „Ég hef trú á því
að bæði ríkisstjórnin og Seðlabank-
inn vilji losa sig við höftin, en rík-
isstjórnin og Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn hugsa aðeins um
neikvæðar hliðar afnámsins, í stað
þess að horfa á langtímahag lands-
ins.“
Hann talaði einnig fyrir nánari
aðgerðaáætlun um afnámið, en tók
jafnframt fram að hann teldi slíkt
vera pólitíska ákvörðun frekar en á
ábyrgð Seðlabankans.
Aflétta höftum til að efla fjárfestingu
Lars Christensen, yfirmaður greiningardeildar Danske Bank, skrifaði greiningu árið 2006 þar sem hann var svartsýnn á íslenska efnahags-
lífið „Ég er nokkuð bjartsýnn núna þó við spáum ekki miklum hagvexti“ Efnahagsástand í Evrópu hefur haft áhrif á efnahagsbata landsins
Morgunblaðið/Styrmir Kári
VÍB-fundur Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank.
Danske Bank
» Danske Bank gerir ráð
fyrir að hagvöxtur verði í kring-
um 2,2 til 2,9% á næstu þrem-
ur árum.
»Einkaneysla fer minnkandi
- hún eykst um 3,8% á þessu
ári en innan við 3% á næstu
árum.
» Fjárfesting verði í 8 til 9%
á þessu og næsta ári. Og verð-
bólgan 3,7% á næsta ári, 3,1%
árið 2013 og 2,6% árið 2014.
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Agnes
Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.//
,00.1
+,2.2/
,+.324
,,.+11
+3.324
+5-.,/
+.2+2+
+4+.3
+/5.04
+,-.4/
,0+.+4
+,2.45
,+.4,5
,,.,-,
+3.4+-
+5-./-
+.2+42
+4,.51
+/5.22
,,-.-203
+,2.,/
,0+./3
+,/.5
,+.431
,,.501
+3.4/4
+52.0,
+.2,54
+4,.4-
+/-.0+
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um
fasteignir við sýslumannsembættin
á höfuðborgarsvæðinu í nóvember
2012 var 563. Heildarvelta nam
19,6 milljörðum króna og með-
alupphæð á hvern kaupsamning
var 34,7 milljónir króna. Viðskipti
með eignir í fjölbýli námu 11,2
milljörðum, viðskipti með eignir í
sérbýli 4,9 milljörðum og viðskipti
með aðrar eignir 3,5 milljörðum
króna. Kaupsamningum fjölgar um
2% milli nóvember og október og
velta eykst um 19,3%.
Veltuaukning
var 19,3%
Hrun Kabúl-banka hefur teygt sig
inn í pólitíkina í Afganistan. Bróðir
Hamids Karzais, forseta Afganist-
ans, og bróðir Mohammads Qa-
sims Fahims varaforseta voru báð-
ir meðal eigenda bankans, þótt
ekki séu þeir meðal þeirra 22
manna, sem ákærðir hafa verið
fyrir svik. Karzai er ekki nefndur á
nafn í skýrslunni, en þar segir að
bankinn hafi „að hermt er látið
milljónir dollara í kosningabaráttu
að minnsta kosti eins forseta-
frambjóðanda“.
Fyrrverandi formaður stjórnar
bankans sagði í vitnaleiðslu að
bankinn hefði borgað 20 milljónir
dollara í kosningasjóði Karzais.
Það mun hafa verið þegar Karzai
sóttist eftir endurkjöri 2009.
Karzai kveðst ekki hafa vitað af
þessu en málið verði rannsakað.
Fékk milljónir í kosningasjóði
SKAÐAR ÍMYND HAMIDS KARZAIS, FORSETA AFGANISTANS