Morgunblaðið - 06.12.2012, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2012
8 VIÐSKIPTI
„Jólasalan fer ágætlega af stað. Nóg var að
gera um helgina og greinilegt að margir
vilja tryggja sér jólagjafirnar tímanlega
frekar en að bíða fram á síðustu stundu,“
segir Frank M. Michelsen, framkvæmda-
stjóri Michelsen úrsmiða á Laugavegi.
„Hingað koma líka margir sem eiga erfitt
með að finna réttu gjöfina. Vandað arm-
bandsúr hittir alltaf í mark hjá makanum.
Svo er líka öruggt að veðja t.d. á fallegu
skartlínurnar frá Georg Jensen sem við selj-
um hér í búðinni.
Þrátt fyrir að efnahagslífið sé ekki upp á
sitt besta er salan góð á dýrum svissneskum
gæðaúrum. „Rolex-úrin hreyfast töluvert og
ekki orðið neinn samdráttur mælt í seldum
stykkjum. Þó hefur átt sér stað tilfærsla frá
allra dýrustu úrunum og höfum við að svo
stöddu hætt að hafa dýrari gerðir af Rolex
úrum á lager, enda hefur gull hækkað mjög
mikið í verði síðustu ár.“
Um þessar mundir arkar Vilborg Arna
Gissurardóttir ein síns liðs á suðurpólinn
með íslenskt „ofurúr“ um úlnliðinn í boði
Michelsen úrsmiða. „Við vorum langt komn-
ir með hönnun og prófun á nýju úri gerðu
til að þola erfiðar íslenskar aðstæður. Í
ágúst gaf Vilborg sig fram við okkur í leit
að rétta úrinu fyrir ferðina á suðurpólinn og
eftir sólarhring af hringingum hingað og
þangað til Sviss og vandlegri skoðun á eig-
inleikum úrsins ákváðum við að taka áskor-
un Vilborgar og létum útbúa sérstaka pólf-
araútgáfu af úrinu.“
Hefð hefur skapast fyrir því að framleið-
endur vönduðustu úra og ævintýramenn
vinni saman með þessum hætti allt frá því
þeir Edmund Hillary og Tenzing Norgay
klifu Everest með Rolex-úr á hendinni.
Frank bendir á að venjuleg úr þoli ekki þau
átök og öfgar í hita og kulda sem fylgja
svaðilförum af þessum toga. „Eins og gefur
að skilja er úrið mikið öryggistæki í svona
ferðum og þarf að vera hægt að stóla á að
það sýni réttan tíma. Rafhlöðuúr duga ekki
við svona aðstæður og þarf að nota úr með
hefðbundnu gangverki,“ útskýrir Frank.
„Ekki aðeins þarf gangverkið að vera mjög
vandað heldur þarf t.d að huga að smurn-
ingu úrsins. Venjulegar olíur þykkna í ofsa-
kulda svo að hægir á úrinu og þarf að sér
velja olíur í úr af þessu tagi.“ ai@mbl.is
Svipmynd Frank M. Michelsen
Með íslenskt ofur-
úr á suðurpólinn
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Átök Frank við hliðina á nýju sterkbyggðu úrunum. Suðurpólsúrið hennar Vilborgar Örnu er
sérútgáfa sem meðal annars notast við sérvalda olíu sem þykknar ekki í ofsakulda.
UNICEF á Íslandi og lyfjafyrirtækið Alvogen
hafa undirritað samstarfssamning sem tryggir
UNICEF 30 milljónir króna á fjögurra ára tíma-
bili. Í tilefni þess að dagur rauða nefsins er á
morgun brá starfsfólk Alvogen á leik og skartaði
rauðu nefi við undirritun samningsins. Fram-
kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Stefán Ingi
Stefánsson segir í fréttatilkynningu:
„Stuðningur Alvogen mun gera UNICEF
kleift að hafa áhrif á líf þúsunda barna. Við mun-
um geta gefið þeim tækifæri sem þau annars
hefðu ekki fengið.“
Vinnustaður UNICEF og Alvogen
Í fyrri grein var
fjallað um mik-
ilvægi þess að lög-
gjöf endurspegli
forgangsröðun
verkefna sem
rúmast innan fjár-
laga og kröfuna til
ráðuneyta um
trausta, opna og
vandaða stjórn-
sýslu.For-
stöðumaðurinn er í miðri hringiðunni
og skapar liðsheildina sem hefur
hæfni, getu og vilja til að leysa verk-
efnin betur í dag en í gær. Seinni 4
lyklarnir eru:
Stefnan, gildin og framtíðarsýn er
skýr. Starfsmenn taka virkan þátt.
Lifandi stefna um mannauð, þjón-
ustu, öryggi o.fl. Gildin virk. Hlut-
verkið vel skilgreint, hver eru for-
gangsverkefnin og hvert er stefnt til
framtíðar og hvernig.
Auðlindir rétt samsettar. Mann-
auðurinn er dýrmætasta „eignin“.
Með símenntun, samvinnu og þekk-
ingarmiðlun er auðurinn aukinn. Með
virkum samskiptum við viðskiptavini
og hagsmunaaðila er verkefnum for-
gangsraðað. Rétt samsetning á hæfni
og tækni nýtt til að veita betri þjón-
ustu.
Nýsköpun og endurbætur. Skapa
þarf umbótamenningu og samvinnu
innan stofnana og milli stofnana/
ráðuneyta. Þar er stöðug leit að þekk-
ingu, betri ferlum og nýrri tækni beitt
til að leysa verkefnin á hagkvæmari
hátt í dag en í gær.
Opin, gagnsæ stjórnsýsla – gagn-
virk samskipti við borgarana.
Tryggja gott aðgengi að samræmdum
upplýsingum um: meginverkefni,
hvað kosta þau, hverjir vinna að þeim,
hvað segja viðskiptavinir um þjón-
ustuna og starfsmenn um stöðuna.
Lögð er áhersla á að allar stofnanir
birti samræmdar upplýsingar um
meginverkefni, kostnað og árangur.
Samspil allra lyklanna þarf að vera
stöðugt og leiða til betri forgangsröð-
unar verkefna. Traust, opin og skil-
virk stjórnsýsla eykur lífsgæði og
samkeppnishæfni Íslands.
Höfundur er ráðgjafi, viðskiptafræð-
ingur, MS í stjórnun- og stefnumótun.
Stjórnarmaður í Stjórnvísi.
Pistill frá Stjórnvísi
Árangur í
ríkisrekstri
Þorvaldur Ingi
Jónsson
www.stjornvisi.is
A World of Service
Við erum í hádegismat
Við bjóðum upp á hollan og
góðan hádegisverð alla virka
daga fyrir fjölbreyttan hóp
viðskiptavina.
Þrjá daga vikunnar
bjóðum við að auki upp á
grænmetisrétt – til að
mæta þörfum sem flestra.
Skoðaðu matarmálin hjá
þér og vertu í samband við
veitingasvið ISS.
www.iss.is - sími 5 800 600.
”Ég eldaði fyrir
890 manns í
hádeginu”
Mér finnst frábært að
elda venjulegan heimilismat
og heyra ”takk fyrir góðan mat”