Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
Yfir 10 milljónir
farþega ferð-
uðust með vögn-
um Strætó bs. á
síðasta ári.
Þetta er nið-
urstaða farþega-
talningar hjá
Strætó. Að sögn
fyrirtækisins fjölgaði farþegum
umtalsvert sl. haust og í október fór
farþegafjöldinn í fyrsta sinn yfir 1
milljón farþega á mánuði, sem er
11.91% fjölgun á milli ára.
Í tilkynningu frá Strætó segir, að
aukin þjónusta eigi stóran þátt í
þessari miklu fjölgun farþega en
þjónustan hafi verið efld á anna-
tíma, auk þess sem þjónustutíminn
hefur verið lengdur á kvöldin og á
laugardögum.
10 milljónir farþega
hjá Strætó 2012
Lyfjafyrirtækið Actavis verður til
umfjöllunar í öðru erindi
fyrirlestraraðar Háskóla Íslands,
Fyrirtæki verður til, í Hátíðarsal
skólans í dag klukkan 12.
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir,
forstjóri Actavis á Íslandi, mun
fara yfir sögu fyrirtækisins í máli
og myndum.
Fram kemur í tilkynningu, að
saga Actavis á Íslandi nái allt aft-
ur til ársins 1956 þegar Pharmaco
var stofnað. Hefur fyrirtækið
framleitt lyf í um hálfa öld hér á
landi. Actavis sameinaðist nýverið
bandaríska lyfjafyrirtækinu Wat-
son Pharmaceuticals. Sameinaða
fyrirtækið starfar undir nafninu
Actavis og er þriðja stærsta sam-
heitalyfjafyrirtæki í heimi með
starfsemi í 60 löndum í fimm
heimsálfum.
Actavis Rannsóknarstofa lyfjafyrirtækisins.
Fjallað um sögu
Actavis í fyrirlestri
Morgunblaðið/Sigurgeir S
STUTT
Fjallað verður um ólíka nálgun
kristinna kirkna að ýmsum efnum á
fjórum fræðslufundum á næstunni.
Sá fyrsti verður í Suðurhlíð-
arskóla, Suðurhlíð 36, í kvöld
klukkan 18-21. Á fundinum munu
fulltrúar Þjóðkirkjunnar og Að-
ventkirkjunnar fjalla um skírnina.
Það er Starfs- og leikmannaskóli
Þjóðkirkjunnar í samstarfi við
Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga
á Íslandi sem stendur fyrir þessum
fræðslufundum
Ólík nálgun kirkna
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sautjánda árið í röð hopuðu íslenskir
jöklar á síðasta ári. Oddur Sigurðs-
son, jöklasérfræðingur á Veðurstof-
unni, segir þessa þróun með miklum
ólíkindum. Öll árin hafi meðalhiti árs-
ins verið meiri en á viðmiðunartíma-
bili áranna frá
1961-1990. Sumir
jöklanna hafi gef-
ið meira eftir en
aðrir og nokkrir
þeirra séu við það
að hverfa eða að
hætta að falla
undir skilgrein-
inguna jökull.
Oddur segir að
samhengi í ýms-
um þáttum náttúrunnar komi af-
skaplega skýrt fram í mælingum á
hreyfingu jökulsporða. „Þannig er
það alveg skýrt að hitastigið skýrir
að langmestu leyti breytingar á
stærð jöklanna,“ segir Oddur. „Úr-
koma hefur að minnsta kosti hingað
til sáralítið um það að segja, enda
hefur úrkoman ekki breyst nálægt
því eins mikið og hitastigið á síðustu
áratugum. Varðandi hitastigið sjáum
við til dæmis að á hafísárunum í
kringum 1970 hættu jöklarnir nánast
allir að skreppa saman og margir
gengu verulega fram næsta ald-
arfjórðung.“
Með bitastæðari gagna-
grunnum um jökla
Sporðamælingar Jöklarannsókna-
félagsins eru drjúgur þáttur í mæl-
ingum á jöklunum. Verkefnið nær til
allra stærri jökla landsins og margra
þeirra minni einnig á alls um 40 stöð-
um. Fylgst er með breytingum á legu
jökulsporða, hvort þeir hopa eða
ganga fram. Upphaf mælinganna var
árið 1930 þegar Jón Eyþórsson, einn
helsti frumkvöðull jöklarannsókna á
Íslandi, kom fyrir merkjum við Sól-
heimajökul og fékk heimamenn til að
fylgjast með breytingum. Sama ár
voru nokkrir sporðar í Austur-
Skaftafellssýslu mældir í fyrsta sinn.
Oddur hefur haft umsjón með
þessu verkefni síðustu 27 ár. Hann
segir að flestar mælingar síðasta árs
hafi skilað sér og greinilega hafi þró-
un síðustu ára haldið áfram í fyrra.
Mælingarnar eru unnar í sjálfboða-
vinnu og á einfaldan hátt hefur verið
aflað traustra niðurstaðna í yfir 80 ár.
„Til er orðinn merkur gagnagrunnur,
sem er kannski með bitastæðari
gagnagrunnum um jökla í heiminum,
liggur mér við að segja,“ segir Oddur.
„Vissulega láta sumir jöklar meira
á sjá en aðrir og þeir styttast yfirleitt
í hlutfalli við lengd sína og þeir
lengstu styttast örast. Þannig hafa
Breiðamerkurjökull og Skeiðarárjök-
ull minnkað einna mest, af því að þeir
eru einfaldlega lengstu jöklarnir.“
Íslenskir jöklar þynnast nú um
einn metra á ári að meðaltali, sem
segir að 100 metra þykkur jökull
myndi hverfa á einni öld. Ýmsir þætt-
ir hafa áhrif á hversu hratt þeir þynn-
ast og hopa og þar vegur hæð yfir
sjávarmáli þungt.
Sumir jöklar eru undir snælínu
„Þorri íslenskra jökla nær talsvert
hátt upp, en á um eða innan við tíu af
þessum stóru og meðalstóru jöklum
getur snælínan farið upp fyrir efsta
hluta jökulsins,“ segir Oddur. „Þeir
jöklar hafa minnkað hlutfallslega
meira en þeir jöklar sem ná vel upp
fyrir snælínu. Svo dæmi séu tekin þá
nær Eyjafjallajökull svo langt upp
fyrir snælínu að hann hefur ekki
minnkað nándar eins hratt eins og
Ok. Sá jökull er orðinn svo þunnur að
hann er við það að hætta að vera jök-
ull, ef það hefur ekki þegar gerst.
Munur á snjó og jökli er að jökull er
sá snjómassi, sem er orðinn svo
þykkur að hann hnígur undan eigin
fargi.“
Fleiri jöklar eru við það að hætta
að falla undir skilgreiningu um hvað
er jökull. Oddur nefnir tvo jökla aust-
an Vatnajökuls; Þrándarjökul, upp af
Hamarsfirði og Geithellnadal, og
Hofsjökul eystri, upp af Víðidal í
Lóni og Hofsdal í Álftafirði. Sömu
sögu er að segja um Torfajökul og
nágranna hans Kaldaklofsjökul.
„Mörgum finnst áberandi hversu
mikið Snæfellsjökull hefur látið á sjá,
enda sést hann vel frá höfuðborginni.
Í því tilviki er fólk þó fyrst og fremst
að tala um snjó, sem verður eðlilega
einnig fyrir barðinu á hlýnandi veð-
urfari. Breytingar sem við mælum til
dæmis á Snæfellsjökli eru upp á
nokkra metra, jafnvel örfáa tugi
metra. Slíkar breytingar á sjálfum
jöklinum sjást hins vegar ekki frá
láglendi eða úr borginni, maður þarf
að vera á staðnum til að nema slíkar
breytingar.“
Sumir teljast tæpast jöklar lengur
Þróunin heldur áfram og jöklarnir hopuðu sautjánda árið í röð Hitastig skýrir að mestu breytingar
á stærð jökla Traustar niðurstöður hafa fengist með mælingum á sporðum jöklanna í yfir 80 ár
Morgunblaðið/Frikki
Oddur Sigurðsson
Svínafellsjökull Jöklarnir hafa hopað á síðustu árum og sumir hafa þynnst svo mikið að þeir eru við það að hverfa.
Svarið við spurningu dagsins
tilbúnar í pottinn heima
Verð 1.600 kr/ltr
eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
Hvað þarftu mikið?
Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann
Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér.
Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út á milli súpudiska
Mikill áhugi er um þessar mundir meðal vísindamanna á jöklarann-
sóknum og þróun jökla, að sögn Odds Sigurðssonar. Hann nefnir að ný-
verið var haldin alþjóðleg ráðstefna í Háskóla Íslands til heiðurs Helga
Björnssyni, jöklafræðingi. Þá séu ýmis verkefni í gangi og fundahöld, sem
opinberir aðilar, háskólasamfélagið, stofnanir, félög og einstaklingar
komi að. Jöklarnir sjálfir séu til umræðu, útbreiðsla þeirra og hlýnun
loftslags, eldvirkni undir jöklum og ekki síst miðlun upplýsinga á að-
gengilegan hátt fyrir samfélagið.
Áhugi á jöklarannsóknum
ÝMIS VERKEFNI Í GANGI MEÐAL VÍSINDAMANNA