Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is A ngela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að naumur ósigur flokks hennar í kosningunum í Neðra-Saxlandi á sunnudag hefði verið „sársauka- fullur“ og bætti við að kristilegir demókratar ættu ærið verk fyrir höndum ætluðu þeir að tryggja sér áframhaldandi völd þegar kosið verð- ur á landsvísu í september. Samsteypustjórn kristilegra demókrata (CDU) og frjálsra demó- krata (FDP) misstu meirihluta sinn eftir að hafa verið við völd í sam- bandslandinu í áratug. Mjórra gat þó ekki verið á munum því aðeins vant- aði eitt sæti til að flokkarnir héldu meirihluta. Kristilegir demókratar fengu 36% atkvæða í kosningunum, 6,5 pró- sentustigum minna en í kosningunum 2008. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að frjálsir demókratar myndu jafnvel ekki komast yfir 5% þröskuld- inn og því þurrkast út á sam- bandsþinginu í Neðra-Saxlandi, en þegar talið hafði verið upp úr kjör- kössunum reyndist fylgi flokksins 9,9%. Sósíaldemókratar (SPD) fengu 32,6% atkvæða, aðeins 2,3 prósentu- stigum meira en fyrir fimm árum. Mest bættu hins vegar Græningjar við sig, 5,7 prósentustigum, og fengu 13,7% fylgi. Fylgi FDP var það mesta í Neðra-Saxlandi frá stríðslokum. Vel- gengni þeirra var hins vegar á kostn- að CDU, félaga þeirra í sam- steypustjórninni. Kosningakerfið í Þýskalandi býður kjósendum upp á að skipta atkvæði sínu. Margir kjós- enda CDU gerðu það í þeirri von að þannig gætu þeir bjargað stjórninni frá falli. Kosningarannsóknarteymið Wahlen í Mannheim sagði að á síð- ustu mínútu hefði orðið sveifla í þágu FDP. 80% kjósenda flokksins í Neðra-Saxlandi væru hlynnt CDU. Hver flokkur fyrir sig Merkel sagði að þessi niðurstaða sýndi að í kosningunum í haust þýddi ekki að vera með neinar æfingar: „Í baráttunni fyrir þingkosningarnar verður hver að berjast fyrir sig og fyrir sínum atkvæðum.“ Merkel nýtur mikilla vinsælda í Þýskalandi um þessar mundir og flokkur hennar mælist með yfir 40% fylgi í skoðanakönnunum. Þjóð- verjum þykir hún hafa gætt hags- muna Þýskalands vel í efnahags- kreppunni í Evrópu. Vinsældir skila hins vegar ekki alltaf sigri. David McAllister, fráfarandi forsætisráð- herra Neðra-Saxlands, var vel liðinn, en það dugði ekki til. Stephan Weil, andstæðingur McAllisters, var lítt þekktur þótt hann hefði verið borgarstjóri í Hann- over, höfuðborg Neðra-Saxlands, síð- an 2006. Peer Steinbrück, kanslaraefni SPD, hefur hins vegar átt erfitt upp- dráttar. Hann hefur þráfaldlega talað af sér og þykir mörgum hann hafa þegið ósæmilega háar greiðslur fyrir fyrirlestra. Úrslitin eru himnasend- ing fyrir Steinbrück. Sótt hefur verið að Philipp Rös- ler, fjármálaráðherra og formanni FDP, og hefði hann væntanlega þurft að segja af sér hefði flokk- urinn ekki náð inn á þingið í Neðra-Saxlandi. Í gær bauðst hann til að víkja, en helsti keppinautur hans um for- mannssætið, Rainer Brü- derle, ákvað að hrökkva frekar en að stökkva. Rös- ler tók áhættu og það borg- aði sig, en vandræði flokks- ins eru ekki úr sögunni hvað sem líður úrslitunum um helgina. „Sársaukafullur“ ósigur fyrir Merkel AFP Vonbrigði David McAllister, leiðtogi kristilegra demókrata í Neðra- Saxlandi, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á blaðamannafundi. 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ámeðan rík-isstjórninheldur áfram að sóa eigin tíma og annarra í óþurftarmál heldur áfram að molna undan efnahagslífinu hér á landi. Allur tími ráðherra og þingmanna hefur síðustu daga, vikur og mánuði farið í að ræða um stjórnarskrármál og Evr- ópusambandsmál þó að ljóst megi vera að hvort tveggja er í besta falli tímasóun. Íslend- ingar vilja ekki ganga í Evrópu- sambandið og frumvarp að nýrri stjórnarskrá er svo gallað að öllum, að minnsta kosti utan stjórnarliðsins, ber saman um að það getur aldrei orðið að stjórnarskrá fyrir Ísland á þeim tíma sem þingið hefur fram að kosningum. Ef ástand efnahagsmála væri gott og staðan í þjóðfélaginu al- mennt í lagi mætti ef til vill búa við tilgangslaust tal fram að kosningum. Ef ástandið í heil- brigðiskerfinu væri til að mynda þannig að stjórnvöld þyrftu engar áhyggjur að hafa af því og ef staðan á vinnu- markaði væri ásættanleg, þá mætti ef til vill hugsa sér að skaðlaust væri að þrefa um ekki neitt næstu vikur og mánuði. Nú hafa aðilar vinnumark- aðarins að vísu tekið sig til og leyst til skamms tíma þann vanda sem þar var brýnastur án þess að ræða það við stjórn- völd, enda vissu þeir að það yrði ekki til neins. Eftir stendur þó að atvinnuleysi er allt of mikið, „lausnir“ ríkisstjórnarinnar hafa aðeins verið plástrar og ástandið viðkvæmt eftir því. En á meðan eldar brenna víða um þjóðfélagið spilar ríkisstjórnin á sínar fölsku fiðlur og lætur sér fátt um finnast. Sérvisku- málin skulu fá alla athyglina, það sem mestu skiptir má sitja á hakanum. Þannig er ein- mitt um efnahags- málin sem eru ekki upp á marga fiska, ólíkt því sem spunamenn ríkis- stjórnarinnar halda að fólki. Hér mælist að vísu lítilsháttar hagvöxtur þessi misserin – miklu minni þó en átti að vera samkvæmt spám og ætti að vera samkvæmt öllu eðlilegu – en þessi hagvöxtur gefur því miður skakka mynd. Vísbendingar eru um að einka- neysla sé fallandi og þarf það ekki að koma á óvart því að neyslunni hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar verið haldið uppi með plástraaðferðinni og nú eru plástrarnir á þrotum. Allt hagkerfið mun vissulega finna fyrir því ef svo fer sem horfir að einkaneyslan dali, en ekki er síður áhyggjuefni hve lítil fjárfestingin er. Sú stað- reynd er vísbending um ranga efnahagsstefnu og að fólk hef- ur almennt ekki trú á að hér verði farsælt efnahags- umhverfi til framtíðar. Um leið er þetta vísbending um að at- vinnu- og efnahagslíf muni ná sér hægar á strik en ella hefði verið, því að fjárfesting er nauðsynleg undirstaða fram- leiðslu, atvinnuuppbyggingar og velmegunar. Væri allt með felldu hér á landi og ríkisstjórnin hefði áhuga á að bæta hag lands- manna í stað þess að þjóna sér- visku sinni væri nú unnið að því að laga undirstöður efnahags- lífsins svo að það mætti blómstra sem fyrst. Því miður er áherslan á sérviskuna og velferðin sem stjórnvöld kenna sig við aðeins pólitísk velferð ráðherranna og annarra sem deila sérviskuskoðunum þeirra. Almenningur fær að bíða fram á vor eða sumar eftir að hugað verði að hagsmunum hans. Á meðan eldar brenna spilar rík- isstjórnin á sínar fölsku fiðlur } Grundvallarmálin víkja enn fyrir sérviskunni Barack Obamasór forsetaeið sinn í dag. Hann hóf sitt fyrra kjör- tímabil sem kynd- ilberi mikilla breytinga og naut yfirburðatrausts fyrstu miss- erin í starfi. Það snarminnkaði þó þegar leið á og á tímabili töldust síðari forsetakosning- arnar tvísýnar. Forsetinn var þó endurkjörinn og mátti hann bærilega við úrslitin una og eins hitt að vígstaða hans í þinginu versnaði ekki. Hugsanlega mun það auð- velda Obama starfið á seinna kjörtímabilinu hve væntingar til verka hans hafa minnkað. Hann á mörgum spurn- ingum ósvarað um næstu skref. Eng- inn veit hvernig hann muni fást við efnahagserfiðleika ríkisins. Þátttaka Bandaríkjanna í að tryggja Afganistan gegn nýrri valdatöku talibana er óljós. Bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu og Asíu óttast að ein- angrunarhyggja muni ein- kenna stjórnmálalegar áherslur Obama næstu fjögur ár. Sá ótti er ekki fráleitur. Margt bendir til að Obama hallist að einangrunarhyggju á síðara kjörtímabili} Obama í seinni hálfleik U ndarleg mál leiða gjarnan af sér öfgar í umræðu. Fyrir hálfum mánuði setti Kastljós í loftið nokkurra daga fréttasyrpu þar sem miskaverk ógæfumanns gagnvart börnum voru dregin fram í dagsljósið. Var níðingurinn gripinn í landhelgi og svo fór að löggan stakk honum í steininn. Opinbera kerfið brást við með fyrirsjáanlegum hætti; setti á laggirnar starfshóp til að rannsaka mál- ið. Samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi hafa látið í sér heyra og athygli hefur vakið málflutningur samtakanna Blátt áfram sem auglýsa á samfélagsmiðlum að ef fækkað sé þeim tilvikum þar sem barn er eitt með full- orðnum dragir þú „… verulega úr hættunni á að barn verði fyrir kynferðislegri misnotkun“. Sem strákur í litlum bæ úti á landi fyrir þrjá- tíu árum sótti ég mikið til eldra fólks og þegar til baka er litið birtist mér ævintýraveröld. Víða voru vinir, barngott fólk, sem buðu krökkum í hverfinu upp á mjólk og kleinur. Hinir eldri sögðu mér sögur úr sinni æsku, ég fékk far með vörubílakörlum þegar þeir renndu upp í fjall eftir malarhlassi og aðra þekkti ég í röðum flugkappa sem leyfðu mér að fljóta með í lystireisur um loftin blá. Allt var þetta fólk traust og velviljað. Flest af því er nú látið en skilur eftir aðeins góðar minningar og því er ég óend- anlega þakklátur. Reynsla mín er sú að 90-95% þeirra sem á vegi okkar verða í lífinu séu ágætisfólk sem vill vel og gerir grein- armun á réttu og röngu. Kemur vel fram við aðra og leggur gott til samfélagsins. Myndi aldrei detta í hug að níðast á börnum eða öðr- um sér veikari. Því miður hefur umræða síð- ustu vikna samt haft þann undirtón að sam- vera barns og fullorðins bjóði hættunni heim. Jú, vissulega má færa fyrir slíku rök, en fram- setningin er hættuleg. Standa efni virkilega til þess að brot gegn börnum – þar sem örfáir fársjúkir einstaklingar eru gerendur – þýði al- mennt að milli ungmenna og fullorðinna skuli reisa girðingar og tilfinningalegt skilrúm? Viljum við slíkt? Jafnrétti kynjanna og sam- vera kynslóðanna hafa hingað til þótt gott mál. Ágætur félagi minn í fjölmiðlastétt hefur gjarnan á orði að í lífinu sé ekkert að óttast nema óttann. Þetta hljómar auðvitað eins og útúrsnúningur, en þó er sannleikskorn í þessu. Hryðju- verk í heiminum á síðasta áratug eða svo hafa gjarnan leitt af sér þá orðræðu að hræðsla megi ekki ná undirtök- unum, ella hafi illvirkjar sigrað. Ranglátum skuli refsað, svo við hin getum haldið út í daginn án þess að bera kvíð- boga. Undir þetta skal tekið. Hins vegar virðist því miður sem samtök, sem vinna sannarlega gott starf í þágu þol- enda kynferðisbrota, sæki sér súrefni til sóknar með glannalegri framsetningu á svokölluðum heilræðum. Gera það með því að ala á ótta og setja fullorðið fólk, sem sann- arlega vill vel, jafnvel í þann flokk að þar fari almenn af- brigðilegir andvaragestir. sbs@mbl.is Pistill Sigurður Bogi Sævarsson Afbrigðilegir andvaragestir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Úrslit kosninganna í Neðra- Saxlandi hafa einnig áhrif í landsmálapólitíkinni því að nú missa stjórnarflokkarnir meiri- hluta sinn í efri deild þingsins. Í fyrsta skipti síðan 1999 verður vinstri meirihluti í efri deildinni. 69 sæti eru í efri deildinni (Bundesrat). Þau skiptast milli sambandslandanna 16, sem mynda Þýskaland. Fjöldi sæta hvers sambandslands fer eftir íbúafjölda og getur verið allt frá þremur til sex. Vinstri flokkarnir voru með 30 sæti í efri deild- inni. Neðra-Saxland er næstfjölmenn- asta sam- bandslandið þannig að nú fá þeir sex sæti í viðbót og þar með meirihluta. Vinstri flokkarnir munu því geta gert Angelu Merkel kanslara lífið leitt. Meirihluti fallinn ÞRENGT AÐ STJÓRNINNI Kátur Úrslitin glöddu Steinbrück.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.