Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, segir að baráttan gegn
hryðjuverkamönnum í Norður--
Afríku og á Sahel-svæðinu í Vestur-
Afríku geti tekið mörg ár, jafnvel
áratugi.
Cameron hvatti til þess að bar-
áttan gegn hryðjuverkamönnunum
yrði hert eftir gíslatöku íslamista í
gasvinnslustöð í Alsír. Skýrt var frá
því í gær að 37 erlendir gíslar og
alsírskur verkamaður lægju í valn-
um eftir gíslatökuna og árásir
alsírskra sérsveitarmanna til að
bjarga gíslunum. Fimm erlendra
gísla til viðbótar er enn saknað. Er-
lendu gíslarnir eru frá Bretlandi,
Bandaríkjunum, Japan, Noregi,
Rúmeníu, Malasíu og Filippseyjum.
Abdelmalek Sellal, forsætisráð-
herra Alsírs, sagði að 29 mannræn-
ingjanna hefðu beðið bana og þrír
verið teknir til fanga. Þeir hefðu
komið frá Malí og á meðal þeirra
væri einn Kanadamaður og þrír
Alsíringar, auk íslamista frá Egypta-
landi, Túnis, Malí, Nígeríu og
Máritaníu.
Rakið til upplausnar-
ástandsins í Malí
Breskir embættismenn sögðu
að brugðist yrði við uppgangi vopn-
aðra hreyfinga íslamista í Alsír, Malí
og fleiri Afríkulöndum með því m.a.
að styrkja stjórnvöld í heimshlutan-
um til að stuðla að pólitískum
stöðugleika og efla efnahag land-
anna. Þeir vöruðu þó við því að Bret-
ar kynnu einnig að þurfa að beita
hervaldi vegna hættunnar sem staf-
aði af hryðjuverkamönnum í þessum
heimshluta, að sögn breska dag-
blaðsins Financial Times.
Leyniþjónustur vestrænna
ríkja hafa varað við því í nokkur ár
að vopnaðir hópar íslamista hafi sótt
í sig veðrið í norðan- og vestanverðri
Afríku eftir að þjarmað hafi verið að
þeim í löndum á borð við Afganistan
og Pakistan.
Að sögn breska dagblaðsins The
Telegraph telja bresk stjórnvöld að
upplausnarástandið í Malí sé ein af
meginástæðum þess að vopnaðir
hópar íslamista hafi sótt í sig veðrið í
Afríkuríkjunum. Frakkar hafa sent
hersveitir til að aðstoða stjórnarher
Malí í baráttunni við íslamista sem
hafa náð norðurhluta landsins á sitt
vald.
Nokkrir fréttaskýrendur telja
að fall einsræðisstjórnar Muammars
Gaddafis í Líbíu hafi stuðlað að upp-
lausnarástandinu í Malí og eigi sinn
þátt í því að íslamistar hafi sótt í sig
veðrið í heimshlutanum. Hópar, sem
börðust í Líbíu, hafi dreifst um
Afríkuríkin með vopn sem voru áður
í eigu einræðisstjórnar Gaddafis eða
bandamanna hennar.
Cameron sagði að Bretar
myndu beita sér fyrir því að baráttan
gegn hryðjuverkamönnum í Norður-
og Vestur-Afríku yrði á meðal for-
gangsverkefna G8-hópsins, samtaka
átta af stærstu efnahagsveldum
heims. Bretar fara fyrir G8-hópnum
í ár. William Hague, utanríkis-
ráðherra Bretlands, sagði að vanda-
málið yrði ekki leyst með því einu að
beita hervaldi. Það væri einnig
„blekking“ að halda að Bretland
gæti komið í veg fyrir hryðjuverka-
starfsemi í Vestur-Afríku. „Það er
engin fullkomin lausn á vandanum,“
sagði hann í viðtali við breska ríkis-
útvarpið.
Hreyfing illræmds hryðju-
verkaforingja og íslamista, Mokht-
ars Belmokhtars, lýsti gíslatökunni í
gasvinnslustöðinni á hendur sér.
Brynjar Lia, sérfræðingur í barátt-
unni gegn hryðjuverkum hjá rann-
sóknastofnun norska hersins, telur
að árásin kunni að vera liður í um-
fangsmikilli herferð íslamista gegn
vestrænum fyrirtækjum í Norður-
og Vestur-Afríku. „Ég tel enga
ástæðu til að ætla að þetta sé síðasta
árás þeirra,“ hefur fréttavefur
norska ríkisútvarpsins eftir Lia.
Forstjóri olíufyrirtækisins
Statoil sagði að fimm Norðmanna,
sem störfuðu í gasvinnslustöðinni í
Alsír, væri saknað.
AFP
Mannskæð gíslataka Líkkistur
fluttar í gasvinnslustöðina í Alsír.
Baráttan gæti tekið
mörg ár eða áratugi
Bretar boða aðgerðir gegn íslamistum sem hafa sótt í sig
veðrið í Afríku 38 gíslar létu lífið í Alsír og fimm er saknað
Hugðust sprengja
gasvinnslustöðina
» Forsætisráðherra Alsírs
sagði í gær að nauðsynlegt
hefði verið að fyrirskipa sér-
sveitum alsírska hersins að
gera árás á gasvinnslustöðina
til að bjarga gíslunum vegna
þess að mannræningjarnir
hefðu ætlað að sprengja hana í
loft upp.
» „Hryðjuverkamennirnir
skutu einnig nokkra gíslanna í
höfuðið, tóku þá af lífi,“ sagði
forsætisráðherrann, Abdel-
malek Sellal.
Vega-, lesta- og flugsamgöngur röskuðust vegna mikillar snjókomu víða í
Evrópu í gær. Til að mynda þurfti að aflýsa um fjórðungi alls farþegaflugs
frá Frankfurt-flugvelli, stærsta flugvelli Þýskalands, og einni af hverjum
tíu flugferðum frá Heathrow, stærsta flugvelli Evrópu. Tafir urðu einnig á
flugferðum frá flugvöllum Parísarborgar. Lestasamgöngur fóru úr skorð-
um og fjölmörg slys voru rakin til vetrarveðursins, t.a.m. meira en 1.000
slys í suðvestanverðu Þýskalandi. Starfsmaður Douai-bæjar í Norður-
Frakklandi mokar hér snjó af gangstétt.
AFP
Snjór raskaði samgöngum
í öllum stær›um
á hagstæ›u ver›i.
Afar au›velt í
uppsetningu
þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335
caruso.is · caruso@caruso.is
við Erum líka á facebook
Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi
Lifandi tónlist
um helgar
Rómantískur og hlýlegur
veitingastaður á þremur
hæðum í miðbæ Reykjavíkur
Á föstudags- og laugardagskvöldum
töfrar hinn frábæri klassíski gítarleikari
Símon H. Ívarsson fram fallegar perlur
tónlistarsögunnar.
Njóttu þess að borða góðan mat
og hlíða á töfrandi tóna í hlýlegu
umhverfi. Hjá okkur er notalegt í
skammdeginu.