Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 17
gerðum var lokið fyrir miðnætti. Deilur höfðu lengi staðið yfir um fyrirhugaðar framkvæmdir í Mý- vatnssveit og Laxárdal. Ekkert var rætt við heimamenn en fyrirhugaðir voru gífurlegir vatnaflutningar, m.a. átti að veita Skjálfandafljóti austur og búa til miðlunarlón í Mývatns- sveit, heldur stærra en Mývatn. Stíflan við Miðkvísl hefði orsakað svo mikla vatnsborðshækkun að sögn, að byggð í Laxárdal hefði far- ið í eyði. Þegar ekkert var gert með mótmæli heimamanna – sem ótt- uðust ekki síst að viðkvæmt lífríki Laxár og Mývatns skaðaðist veru- lega til frambúðar – var ákveðið að grípa til örþrifaráða. „Fólki fannst ekki síðra að nota sprengiefni frá þeim sjálfum!“ segir einn viðmælenda í myndinni, Hólm- fríður Jónsdóttir frá Arnarvatni. Áður en gripið var til sprengi- efnis hafði ýmislegt verið reynt til að mótmæla. Meðal annars fór fjöl- menn bílalest frá Húsavík til Ak- ureyrar til þess að afhenda bæj- arstjóranum þar formleg mótmæli vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Svo fór að fallið var frá hinum stórtæku virkjanahugmyndum þannig að breytingar við Mývatn urðu engar en rennslisvirkjun mun neðar í ánni byggð í staðinn. Dóm hlutu 63, sem fyrr segir, en mun fleiri kváðust bera ábyrgð á verknaðinum og voru mörg dæmi um að menn reyndu að fá sig sjálfa sig kærða! „Ég man ekki eftir nein- um í sveitinni sem voru andvígir að- gerðum við stífluna. Æði margir komust reyndar ekki á staðinn, voru uppteknir, og urðu sárir yfir því að fá ekki að vera með!“ segir Ásmundur á Hofsstöðum við Morg- unblaðið, en bróðir hans var Guð- mundur, einn sprengjumannanna. „Blessuð sértu áin mín“ Hólmfríður Jónsdóttir, sem áður er nefnd, er systurdóttir Eysteins á Arnarvatni Sigurðssonar, stjórn- armanns í Landeigendafélaginu. Vert er að geta þess að Eysteinn átti forláta Bedford-bíl sem fór fyrir bílalestinni frá Húsavík til Akureyr- ar í mótmælaferðinni frægu. Á hann var fest skilti með áletruninni Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða. Ýmis ættjarðarlög voru sungin við Miðkvísl að kvöldi 25. ágúst 1970, t.d. Blessuð sértu sveitin mín, eftir Sigurð Jónsson, föður Ey- steins. Reyndar var kvæðið sungið í tveimur útgáfum; bæði þeirri hefð- bundnu og einnig sem Blessuð sértu áin mín. Kvikmyndin Hvellur verður frumsýnd í Bíó Paradís í Reykjavík á morgun. Leikstjóri er Grímur Há- konarson en myndin er framleidd af Sigurði Gísla Pálmasyni og Hönnu Björk Valsdóttur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hvellur Arngrímur Geirsson „sprengjumaður“ annar frá vinstri á fremsta bekk á forsýningunni í Skjólbrekku. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 Bræðurnir á Hofsstöðum, Ás- mundur og Guðmundur Jóns- synir, komu báðir við sögu kvöldið eftirminnilega við Mið- kvísl. „Ég missti af mesta gamn- inu,“ segir Ásmundur og glottir í samtali við blaðamann, „vegna þess að ég var á dráttarvélinni minni neðan við stífluna. En Guðmundur var í stærra hlut- verki.“ Guðmundur, sem er nýlátinn, var einn þeirra þriggja sem sprengdu stífluna. „Honum hefur stundum verið eignuð spreng- ingin þótt aðrir hafi verið með honum,“ segir Ásmundur. Guðmundur stundaði minka- veiðar og hafði þess vegna leyfi til að sprengja með dínamíti; það var stundum eina leiðin til að ná dýrunum út úr gjótum í hrauninu. Guðmundur kunni því vel með sprengiefni að fara. Ásmundur var alsæll með myndina. „Ég er mjög ánægður með hana. Mér finnst hafa tekist alveg ljómandi vel til,“ segir hann. Töluvert er rætt við þá bræður báða í myndinni. Og atburðirnir eru honum að sjálf- sögðu mjög minnisstæðir. „Það var góður andi í hópnum, allir áhugasamir og skemmtu sér vel. Bæði karlar og konur, þær voru ekki síður harðar en þeir.“ Ásmundur segir kvöldið eft- irminnilegt en einnig næsta dag. „Þá komu lögreglumenn að kynna sér málið, ég fór og sýndi þeim hvar við höfðum tekið bæði dínamítið og hvellhett- urnar. Hvort tveggja var geymt í hellum, hvort á sínum staðnum. Þetta hafði verið þarna lengi vegna þess að þegar klakastíflur komu í ána voru þær stundum sprengdar til að losna við þær,“ segir Ásmundur. „Missti af mesta gamninu“ ÁSMUNDUR JÓNSSON Á HOFSSTÖÐUM Ásmundur Jónsson „Myndin gerir enga tilraun til að vera heimild um Laxárdeiluna í heild, en mér finnst hún góð sem heimild um viðhorf heima- manna í deilunni,“ sagði Kári Þorgrímsson í Garði. Hann er sonur hjónanna Jakobínu Sig- urðardóttur og Starra, sem var einn forystumanna þeirra sem börðust fyrir verndun náttúru Mývatns.. „Ég var ekki við Mið- kvísl enda ekki nema ellefu ára gamall þegar þetta gerðist. Tengsl mín við Laxárdeiluna voru í gegnum pabba, sem var í stjórn Landeigendafélagsins.“ Kári segir kvikmyndagerð- arfólkið hafa viljað tala við af- komanda fólks sem stóð í eld- línunni og segir töluvert frá. „Þetta voru uppreisnartímar; hipparnir voru upp á sitt besta og vopnaðar skæruliðahreyf- ingar víða. Mannkynið var í upp- reisnarhug gegn ríkisvaldi og ríkjandi gildum og hér í Mý- vatnssveit bættist Laxárdeilan við!“ Hann man vel nóttina eftir sprenginguna. „Þá tóku þeir af okkur rafmagnið um tíma; sendu okkur kveðju...“ „Þeir sendu okkur kveðju...“ KÁRI SONUR STARRA Í GARÐI Kári Þorgrímsson FÆST Í NÆSTA APÓTEKI HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Á FRÁBÆRU VERÐI. ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI. HLÚÐU AÐ VIÐKVÆMRI HÚÐ Í FROSTINU Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt lögum VR gerir Uppstillinganefnd tillögu um skipan í trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda erindi á netfangið uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12 á hádegi þann 1. febrúar nk. Uppstillinganefnd stillir upp lista til trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið eins og mögulegt er hvað varðar aldur, kyn og störf félagsmanna. Einnig verður litið til félagsaðildar og starfa fyrir félagið. Hlutverk trúnaðarráðs VR er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins svo sem við gerð kjarasamninga og stærri framkvæmda. Uppstillinganefnd VR Viltu leggja þitt af mörkum í starfi VR?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.