Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ U ppbyggingin í Eyjum eftir gos gekk ótrúlega vel. Ástæður þessa eru marg- ar en sú veigamesta er líklega sú að fólk átti al- laf vonina. Það hafði ekki síður áhrif að stjórnvöld voru afdráttarlaus. Gripu strax til aðgerða og komu málum svo fyrir að nánast strax voru tiltækir fjármunir vegna björgunaraðgerða og síðar end- urreisnar,“ segir Arnar Sig- urmundsson í Vestmannaeyjum. Veltuskattur í Viðlagasjóð Margir hafa lýst upplifun sinni af upphafi eldgossins í Vestmanna- eyjum; atburðum sem eiga sér fáar hliðstæður í sögunni. Á dimmri jan- úarnóttu hófst eldgos í útjaðri Vest- mannaeyjabæjar, þannig að þús- undir manns flúðu heimili sín og flúðu með fiskibátum upp á fasta- landið. Aðeins björgunarmenn og þeir sem höfðu nauðsynlegum skyldum að gegna voru áfram í Eyj- um. Arnar Sigurmundsson, sem þjóð- in þekkir vel af vettvangi atvinnu- lífsins, var meðal þeirra sem flúðu gosið. Kom þó fljótlega til starfa hjá Viðlagasjóði og tók svo við starfi framkvæmdastjóra sjóðsins í Eyj- um haustið 1973. Forsaga Viðlagasjóðs er sú að 7. febrúar 1973 var frumvarp til laga um sjóðinn samþykkt á Alþingi. Út- færslan var sáraeinföld, söluskattur var hækkaður og lagt á viðlagagjald á aðstöðugjaldsstofn, hvorttveggja tímabundið og viðbótin sérstaklega eyrnamerkt Eyjum. „Það var ágætur gangur í efna- hagslífinu á þessum tíma, aflabrögð voru góð og því skilaði þessi veltu- skattur sér fljótt inn í Viðlagasjóð- inn auk þess sem aðrir fjármunir bárust bæði innanlands og frá út- löndum,“ segir Arnar. „Vestmannaeyjar skulu rísa“ „Strax á öðrum degi gossins var opnuð í Hafnarbúðum einskonar bækistöð fyrir Vestmanneyinga. Þar var komið upp upplýsinga- miðstöð fyrir stjórnsýsluna og Vest- mannaeyjabæ. þarna gat fólk fengið að borða, fengið upplýsingar, borið saman bækur sínar við aðra og svo framvegis. Þarna var deiglan,“ segir Arnar sem fyrstu dagana í febrúar fékk það hlutverk í Hafnarbúðum að hóa saman hópi Eyjafólks í sjón- varpssal. Stjórnvöld höfðu þá verið sökuð um að bregðast ekki nægi- lega skjótt við né grípa ekki til nauðsynlegra aðgerða. Ákvað Sjón- varpið því að gefa almenningi og ráðamönnum kost á skoðanaskipt- um um málið. „Eðlilega var fólk í tilfinningalegu uppnámi við þessar aðstæður og sumum nokkuð heitt í hamsi. Hart var sótt að Ólafi Jóhannessyni for- sætisráðherra sem þarna sat fyrir svörum og mælti síðan hin fleygu orð: Vestmannaeyjar skulu rísa. Þessi yfirlýsing var í raun vendi- punktur í málinu svo uppgjöf að hálfu stjórnvalda kom ekki til greina eftir þetta,“ segir Arnar. Keyptu hús fyrir flóttafjölskyldur Vestmanneyingar settu sig víða niður fyrst eftir gosið. Flestir voru á Reykjavíkursvæðinu, margir á Suðurnesjum og fjölmargir í byggð- unum fyrir austan fjall. „Allt árið 1972 hafði fiskast mjög vel en í rauninni misstu fyrirtækin í Eyjum af árinu 1973. Á þessum tíma voru gerðir út um 100 bátar héðan úr Eyjum sem meðan á gosinu stóð var róið frá Þorlákshöfn, Grindavík, Keflavík og Reykjavík svo einhverjir staðir séu nefndir,“ segir Arnar sem var kom- inn út til Eyja í byrjun mars 1973 til að sinna þar störfum á vegum Við- lagasjóðs. Alls urðu 1.349 fjölskyldur að yf- irgefa heimili sín vegna eldgossins. Nauðsynlegt var að útvega þessu fólki húsnæði og svo þau mál gengju skjótt fyrir sig voru keypt 479 tilbúin einingahús auk 60 svo- kallaðra telescopehúsa frá Norð- urlöndunum. Þau voru sett niður á tuttugu stöðum á landinu; fjöldi svo- nefndra Viðlagasjóðshúsa er til dæmis við Keilufell í Breiðholtinu í Reykjavík, allmörg eru í Keflavík, Kópavogi, Þorlákshöfn, Grindavík, Mosfellsbæ, og við þrjár götur á Selfossi eru húsin af þessari gerð- inni. Einnig keypti sjóðurinn íbúðir í fjölbýlishúsum á höfuðborg- arsvæðinu. Allt var þetta nauðsynlegt því alls fóru á fjórða hundrað hús undir hraun eða gjall í eldgosinu; eða nærri þriðjungur húsa í bænum. Vegna þess skaða voru eigendum greiddar bætur frá Viðlagasjóði sem einnig annaðist umsýslu vegna hreinsunarstarfs sem hófst strax eftir eldgosið og uppgræðslu á Heimaey fram til 1976. Loðnubræðslan gaf skilaboð „Mér er eftirminnilegt frá þessum tíma að þrátt fyrir eldgos játuðu stjórnendur fiskmjölsverksmiðj- unnar í Eyjum sig ekki sigraða. Eldgosið var á fullum dampi í lok febrúar og eldsúlurnar stigu hátt til himins og niðri við höfn mátti sjá reykinn frá loðnubræðslunni. Í því fólust kannski ákveðin skilaboð,“ segir Arnar. Hann bætir við að marsmánuður hafi verið erfitt tímabil; þá hafi þungi gossins verið mikill og fjöldi húsa farið undir elfur hraunsins. Þegar komið var svo fram á vorið fór kraftur gossins að dvína og 3. júlí 1973 lýsti Almannavarnanefnd því yfir að eldgosinu væri lokið. „Já, í rauninni gekk uppbygg- ingin ótrúlega vel. Fyrir gos bjuggu hér í Eyjum um 5.200 manns og af þeim sneru um 3.400 til baka. Sumir sem komu til baka, fundu sig ekki í gjörbreyttu umhverfi og fóru aft- ur,“ segir Arnar. Hann bætir við að fyrstu misserin eftir gos hafi tals- vert flutt af fjölskyldum til Eyja af fastalandinu. Mörgum hafi einfald- lega þótt staðurinn spennandi – og raunar hafi landsbyggðin almennt lokkað marga á þessum tíma. Þar hafi verið næg atvinnutækifæri og uppgrip við sjávarsíðuna sem hafi haldist alveg fram yfir 1990. Eftir það hafi íbúum í Eyjum fækkað og var fjöldinn kominn niður í rúm 4.000 fyrir sex árum. Í dag búa í Eyjum um 4.200 manns. Staðan er sterkari en áður Í dag segir Arnar að staðan í Eyj- um sé talsvert sterkari nú en á und- anförnum árum. Komi þar til ágæt- ur gangur í sjávarútvegi, greiðari samgöngur með tilkomu Land- eyjahafnar og vaxandi ferða- mannastraumur. Helstu ógnir sem steðja að sjávarbyggðum eins og Vestmannaeyjum nú, felist í aðgerð- um stjórnvalda sem hafi margfaldað veiðigjald á útgerðina og vilji breyta fiskveiðistjórnunarkerfi. Gangi slíkt eftir muni það hafa gríðarleg áhrif á afkomu fólks og fyrirtækja í sjáv- arbyggðum um allt land. sbs@mbl.is Alltaf var von og stjórnvöld afdráttarlaus Ljósm/Reynir Guðsteinsson Hreinsun Tekið var til óspillra málanna strax eftir gosið og nokkura vikna vikurlagi sem lá yfir bænum mokað burt. Unnið var að því hreinunarstarfi allt fram á árið 1976. Einnig var sáð í auðnina í þeim tilgangi að hefta vikurfok og tjón af þess völdum. Morgunblaðið/Kristinn Reykjavík Við Keilufell í Breiðholti er fjöldi Viðlagasjóðshúsa, enda þurfi í snarheitum að útvega Eyjamönnum á vergangi þak yfir höfuðið. Á vegum sjóðsins voru einnig reist hús til dæmis í Kópavogi, Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Selfossi. Ljósm/Reynir Guðsteinsson Eldur Alls fóru á fjórða hundrað hús undir hraun eða gjall í eldgosinu í Eyjum - eða nærri þriðjungur húsa í bænum. Morgunblaðið/Eggert Heimaslóð Uppbyggingin gekk vel fyrir segir Arnar Sigurmundsson. Hann stýrði Viðlagasjóði, en á hans vegum var unnið að björgunarstarfi og síðar endurreisn. Alls 1.349 fjölskyldur yfirgáfu heimili sín vegna eld- gossins í Eyjum. Viðlagasjóður hafði mikilvægu hlutverki í aðgerðum vegna hamfaranna og var Arnar Sigurmundsson í forystuhlutverki. Eldsúlurnar stigu hátt til himins og niðri við höfn mátti sjá reykinn frá loðnu- bræðslunni. Í því fólust kannski ákveðin skilaboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.