Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 10
Ú t er komin hjá bókaforlag- inu Hólum bókin Undir hraun eftir Sigurð Guð- mundsson. Bókin fjallar um gosið í Eyjum árið 1973 – og er sagan sögð í máli og myndum. Í bók þessari sem er tæp- ar 200 bls. segir Sigurður, sem oftast hefur verið kenndur við húsið Há- eyri í Eyjum, sögu gossins eins og hún birtist honum. Margir skrásetj- arar og sögumenn hafa í tímans rás sótt sér efnivið í þessa einstæðu við- burði; þegar eldgos hófst við bæj- ardyrnar í fjölmennum kaupstað á dimmri vetrarnóttu – svo þúsundir lögðu á flótta. Hér segir Sigurður hins vegar frá málum út frá nokkuð persónulegri hlið. Ótrúleg viðbrögð „Fjallað er um gosið á annan hátt en áður hefur verið gert. Í bókinni er dregin upp raunsæ og mannleg mynd af gosinu í máli og myndum,“ segir í kynningu forleggara. Þar segir ennfremur: „Vestmannaeyjar voru kyrrlát eyja þar sem allt gekk sinn vana- gang og lífið gekk meðal annars út á að stofna fjölskyldu og koma yfir sig þaki. Á einni nóttu … breyttist allt. Bókin segir frá gosnóttinni, flótt- anum til meginlandsins og því risa- vaxna björgunarstarfi sem átti sér stað. Lesandinn fær einstaka innsýn í lífið í Eyjum, hvernig fólk sýndi ótrúleg viðbrögð, stillingu og æðru- leysi við afar sérstakar aðstæður.“ Til Eyja með Heklu Í bók sinni lýsir Sigurður meðal ann- ars því hvernig fyrstu dagarnir á fastalandinu liðu og því hvað Eyja- menn voru strax áfram um að kom- ast aftur til síns heima og bjarga verðmætum. Í fyrstu voru slíkum ferðum ýms- ar skorður. Síðan voru reglur rýmk- aðar og hópur fólks fékk að fara til Eyja. Var strandferðaskipið Hekla. gert út í leiðangur og var lagt upp frá Þorlákshöfn að kvöldi 25. janúar. Lýsir Sigurður ferðinni austur með ströndinni og segir að þegar Eyj- arnar nálgaðist hafi stórfengleg sjón blaðað við. Glóandi eldhnettir hafi svifið um loftið og miklar drunur heyrst. Heimaey hafi verið orðin kol- svört ásýndum. Áfallahjálp tíðkaðist ekki „Var í fyrstu ákveðið að þeir sem áttu heima í austurbænum yrðu látnir sitja fyrir. Þar var mesta hættan. Fólk sem átti heima næst eldstöðvunum gæti þá ef til vill bjargað einhverjum veðmætum áður en hús þeirra færu undir hraun. En allt fólkið var í raun og veru í sömu aðstöðu. Enginn vissi hvernig gosið myndi þróast. Allir þráðu að vitja eigna sinna,“ segir Sigurður sem í þessari ferð og náði að bjarga nokkru af búslóð sinni. „Þessi ferð til Eyja markaði upp- hafið að því að fólk fékk leyfi til að fara út í Eyjar. En það átti lengi vel eftir að ganga illa að öðlast þau leyfi. Á vissan hátt var jákvætt að fá að nálgast húsið sitt en á móti kom að þetta var hroðalegt andlegt áfall að horfa upp á alla framtíðardraumana hverfa á svipstundu,“ segir Sigurður sem bætir við að við þessar að- stæður hafi daprar hugsanir sótt á hugann. Nefnir í því sambandi að á þessum tíma hafi áfallahjálp ekki tíðkast og áfallastreituröskun hafi enginn heyrt talað um. Dýrmæt lífsreynsla Í bókinni fjallar Sigurður um gosið út frá mörgum þáttum, svo sem hjálparstarfi Rauða kross Íslands og því hvernig allir voru strax reiðu- búnir að leggja lið. Þannig hafi vél- smiðjan Héðin til dæmis boðið 1.000 Vestmannaeyingum í mat þegar til þeir komu úr flóttaförinni í Eyjum. Einnig er sagt frá þorrablóti sem haldið var í Eyjum 13. febrúar á sama tíma og gosið var í hámarki. Þá var verslun sem starfrækt var í Eyj- um allan gostímann, og þannig gat fólk fengið helstu nauðsynjar. Einnig segir frá einstæðri ferm- ingarathöfn í Skálholti vorið 1973, þar sem rúmlega 100 börn úr Eyjum voru fermd, það er stærstur hluti ár- gangsins 1959. Þá athöfn önnuðust þáverandi prestar í Eyjum; sr. Þor- steinn Lúther Jónsson og sr. Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup Ís- lands. Sigurður nefnir í lokaorðum bókar sinnar að hún sé engin tæmandi lýs- ing á þessum miklu atburðum. Margir hafi frá meiru að segja. „En eitt stendur eftir: Það var dýrmæt lífsreynsla að vinna með öllu þessu góða fólki á, oft og tíðum, mjög erfiðum stundum,“ eins og komist er að orði. sbs@mbl.is Á einni nóttu breyttist allt Hamfarir Húsin í Eyjum stóðu yfirgefin og iðnaðarmenn flykktust til Eyja og negldu járn fyrir fyrir glugga til að draga úr hættu af völdum elds og ösku. Í baksýn sést kraumandi Eldfellið. Vestmannaeyjar Bók Sigurðar Guð- mundssonar er fróðleg og áhugaverð og varpar á margan hátt nýju ljósi á þá miklu atburði sem gosið fyrir fjörutíu árum sannarlega var. Á vissan hátt var jákvætt að fá að nálgast húsið sitt en á móti kom að þetta var hroðalegt andlegt áfall að horfa upp á alla framtíð- ardraumana hverfa á svip- stundu. Undir hraun er bók eftir Sigurð Guðmundsson frá Háeyri. Raunsæ mynd af gosinu, flóttanum og björgunarstarfi. Stilling og æðruleysi. Innsýn í lífið í Eyjum 10 | MORGUNBLAÐIÐ Eins og nærri má geta reyndi mjög á fólk að sjá húsin sín hverfa undir gló- andi hraun. Sorg sótti að sumum. Sigurður Guðmundsson gerir í bók sinni að umfjöllunarefni, þegar Engilbert Þorbjörnsson sem átti hús sem stóð á horni Grænuhlíðar og Austurhlíðar flaggaði í hálfa stöng þegar það var komið undir þrítugan hamarinn. „Tveir laganna verðir komu fljótlega og sögðu honum að taka fánann niður. Hann neitaði því og sagðist vera að flagga vegna missis hússins og góðs nágrennis. Þeir sögðust myndu taka flaggið niður sjálfir ef hann gerði það ekki. Björgunarsveitarmenn sem voru á svæðinu fóru að fylgjast með og færðu sig nær Engilbert. Allir hugsuðu þeir það sama, við munum varna því að þeir taki niður fánann,“ segir Sig- urður og getur þess að lögreglumennirnir hafi við þessar að- stæður ákveðið að doka og haft samband við yfirmenn sína. Látið svo kyrrt liggja. „Þeir yfirgáfu síðan svæðið og björgunarmenn héldu áfram að bjarga úr húsum, áður en hraunið tortímdi þeim.“ Flaggaði í hálfa stöng þegar húsið fór undir hraun Lögreglumennirnir sneru við Ljósm/Reynir Guðsteinsson Höfnin Eldgosið lék Eyjarnar grátt í orðsins fyllstu merkingu. Með hraunkælingu tókst að verja lífæð bæjarins, höfnina, svo hún varð betri og öruggari en áður hafði verið. Aðgerðir Eyjafólk fékk að fara til síns heima og bjarga eigum sínum. Vörubíl- ar voru notaðir til flutninga og við háskalegar aðstæður var gott að geta slegið á létta strengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.