Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 11

Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11 E N N E M M / S ÍA / N M 5 11 4 2 islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Sérfræðingar í sparnaði í þínu útibúi Kveðja frá starfsfólki Íslandsbanka í Vestmannaeyjum V estmannaeyjar eru ævintýraheimur. Strax eftir eldgosið árið 1973 urðu þær vinsæll áfangastaður ferðamanna, enda margt forvitnilegt að sjá í kjölfar þessara miklu náttúruhamfara. Og svo koma nýjar kynslóðir; fólk sem langar að kynna sér sögusvið atburðanna en einnig koma til Eyja; þar sem er glaðvært mannlíf og gaman að koma. Í atvinnuháttum í Eyjum hverfist allt um fisk, þetta er ein stærsta verstöð landsins og sjávarútvegur skilar miklum tekjum. Sigling Herjólfs úr Landeyjahöfn til Eyja tekur rétt um hálftíma. Tilkoma hafnarinnar nýju hefur breytt miklu; mun fleiri sækja til Eyja nú en áður og staðurinn er kominn í þjóð- braut, ef svo má segja Gott er að gefa sér að minnsta kosti einn dag í Eyjaferð - og jafnvel lengri tíma. Skoða óvenjulega náttúru, t.d. hraunið sem vall fram fyrir fjörutíu árum. Svo er líka fjöldi áhuga- verðra sögustaða í Eyjum – og afþreying við allra hæfi. sbs@mbl.is Ævintýraheimur í Eyjum Vestmannaeyjar eru vinsælar meðal ferðamanna. Hálftíma sigl- ing í annan heim. Glaðvært mannlíf og gaman að koma. Ein helsta verstöð landsins. Náttúra, sögustaðir og afþreying. Ferjan Herjólfur, sem hér kemur fyrir klettinn, er aðeins hálftíma að sigla milli lands og Eyja. Kaupstaður Hreinsun og endurreisn í Eyjum að gosi loknu var nokkurra ára verkefni. Þegar því starfi lauk var hins vegar bráðfallegur bær risinn úr öskustó, rétt eins og fuglinn Fönix gerði í sögunni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hraun Um þriðjungur húsa í Eyjum eyðilagðist í gosinu. Svo að segja allur austurhluti Heimaeyjar fór undir hraunið sem horft er yfir frá Eldfelli. Fjær sést til Elliðaeyjar og Bjarnareyjar sem er til hægri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.