Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ Styrmir Gunnars- son og Magnús Finnson rifja upp eftirminnilega fréttavakt. 6 23.01.2013 23. janúar 2013 ELDGOS Í EYJUM 40 ÁR Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Auglýsingar Erling Adolf Ágústsson erling@mbl.is Forsíðumyndina tók Ólafur K. Magnússon Prentun Landsprent ehf. Reynir Guðsteinsson var í forystusveit Eyjamanna meðan á eldgosinu stóð. 14 Sigurður Guðmundsson – Siggi á Háeyri – hefur gefið út bók um eldgosið. 10 Viðlagasjóður gegndi lykil- hlutverki í aðgerðum vegna hamfaranna í Eyjum. 4 Kristín Jóhannsdóttir menn- ingarfulltrúi segir frá þakk- argjörð í Vestmannaeyjum. 15 Eldgosið í Heimaey kom Vestmanneyingum sem og landsmönnum öllum í opna skjöldu aðfaranótt 23. janúar 1973. Vissu heimamenn vart hvaðan á þá stóð veðrið og héldu margir að ýmist væri kviknað í ellegar stríð hafið þegar eldarnir vörp- uðu birtu sinni á bæinn um miðja nótt. Nátt- úruhamfarirnar voru að sönnu mikið áfall fyrir hina drífandi verstöð og blómlegu byggð sem í Vestmannaeyjum var, og svo er að þakka þeirri stillingu sem heimamenn sýndu á ögurstundu, hinum fumlausu handtökum sem höfð voru við brottflutningana og þeim samhug í verki sem fólk á fasta landinu sýndi að enn í dag er byggðin í Heimaey blómleg og verstöðin mikilvæg þjóð- arbúinu. Á margan hátt má segja að gosið í Heimaey hafi verið fyrsta prófið á almannavarna- kerfið og verður ekki annað sagt en að það hafi staðist þolraunina og um leið sannað gildi sitt. Um leið og vert er að þakka fyrir hversu vel tókst til við björgun og brottflutning, er rétt að óska Vestmanneyingum til hamingju með hversu vel byggð hefur dafnað á ný síðan áfallið dundi yf- ir. Landsmenn munu án alls vafa standa saman af sama myndarskap ef aftur þarf á að halda. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Heimaey Byggðin í Vestmannaeyjum er blómleg og bæjarstæðið fallegt. Áfallið var að sönnu mikið og óvíst um hríð hvernig færi fyrir byggðinni en hún dafnaði á ný að gosi loknu. Þegar jörðin opnaðist og eldi spjó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.