Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 7

Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 7
Hver hefði trúað því í upphafi hamfar- anna í Eyjum í janúar 1973 að loðnu yrði landað þar og hún brædd um miðjan febrúar, þegar gos var í fullum gangi og eldi og brennisteini rigndi yfir byggðina? Fiskimjölsverksmiðjan í Eyjun var í eigu Vinnslustöðvarinnar og Fiskiðjunnar. Stjórn Viðlagasjóðs mælti fyrir um að tæki og tól verksmiðjunnar yrðu flutt frá Eyjum en eigendur fyrirtækisins höfn- uðu því algjörlega og komust upp með það. Þáverandi framkvæmdastjóri Fiski- mjölverksmiðjunnar, Þorsteinn Sigurðs- son, vildi frekar láta starfsmenn sína sinna björgunarstörfum í bænum, gæta eigna fyrirtækisins og vera reiðubúna til að koma rekstrinum í gang á nýjan leik þegar færi gæfist. Það færi kom fyrr en nokkurn óraði fyrir því 16. febrúar, innan við einum mánuði frá upphafi gossins, fékk Þórkatla frá Grindavík á sig brotsjó skammt frá Eyjum og leitaði hafnar þar með fullfermi af loðnu. Stjórn Viðlagasjóðs var í Vestmanna- eyjum einmitt þennan dag. Haraldur Gíslason, þáverandi skrifstofustjóri Fiski- mjölsverksmiðjunnar og núverandi starfs- maður og hluthafi í Vinnslustöðinni, gekk á fund stjórnarinnar og sagði fyrir- tæki sitt vilja taka við loðnu úr Þórkötlu til bræðslu. Halli Gísla lýsir viðbrögðum viðmælenda sinna þannig: „Fát kom á Viðlagasjóðsmenn og svipurinn á þeim benti helst til þess að þeir teldu mig vera orðinn gjörsamlega galinn! Til allrar hamingju var þarna einn stjórnarmaður sem ég þekkti og hafði átt mikil og góð samskipti við: Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíu- félagsins hf. Hann taldi rétt að „gefa okkur séns“ og lagði til að við fengjum heimild til að gangsetja bræðsluna. Aðrir stjórnarmenn féllust á það. Þá var eftir að fá vinnsluleyfi hjá stjórn- völdum fyrir sunnan og það gat orðið öllu þyngri þraut en að sannfæra stjórnarmenn Viðlagasjóðs. Þá datt mér í hug að hringja í vin minn, Þórð Þorbjarnarson, þáverandi forstjóra Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Viti menn: Þórður sá til þess að við fengjum vinnsluleyfi í hvelli og hefur líklega ekki farið alveg eftir ströngustu fyrirmælum í bókinni við þá stjórn- sýslu. Þar með var fyrstu hindrunum rutt úr vegi og við gangsettum vélar í Fiskimjölsverksmiðjunni. Enn eitt lánið í óláninu var reyndar það að við höfðum áður byggt yfir 5.000 tonna þróarrými og gátum þannig geymt hráefnið án þess að yfir það rigndi ösku og vikri. Skemmst er frá að segja að við fórum að vinna úr loðnufarminum og tókum síðan á móti loðnu úr mörgum fleiri bátum næstu daga og vikur. Við bræddum alls 22.000 tonn og héldum uppi sam- felldri vinnu í um einn mánuð að undanskildu stuttu stoppi sem stafaði af því að rafveita bæjarins eyðilagðist og dísilvél Vinnslustöðvarinnar var þá notuð til að framleiða tímabundið raforku fyrir bæjarkerfið.“ Fréttir um að farið væri að bræða loðnu í Eyjum virkuðu sem vítamíns- sprauta á mannskapinn, bæði í Eyjum og á Eyjamenn hvar svo sem þeir voru niður komnir á landinu. Gúanóbrælan varð tákn um líf eftir gos en sumarið áður höfðu konur í Eyjum safnað undirskrift- um gegn brælunni sem yfir bæinn lagði frá Fiskimjölsverksmiðjunni! Halli Gísla hét því í febrúar 1973 að raka sig ekki fyrr en búið væri að selja og flytja frá Eyjum allar afurðir loðn- unnar úr Þórkötlu og bátunum sem á eftir komu. Hann hringdi í fasta viðskiptavini í nokkrum Evrópuríkjum og þeir vildu kaupa. Þeim þótti reyndar miklum tíð- indum sæta að fiskimjöl væri framleitt nánast undir hlíðum þessa eld- og ösku- spúandi fjalls sem var daglegur gestur á sjónvarpsskjám heimsbyggðarinnar. Loðnuafurðirnar seldust og skeggið hans Halla óx villt. Þegar síðasta mjöl- farminum hafði verið skipað út í júní gat hann loksins skorið skeggið. Raksturinn sá var táknrænn sigur yfir grimmum nátt- úruöflum, þrátt fyrir allt. Starfsemi Vinnslustöðvarinnar var lömuð meira en þriðjung ársins 1973 eftir að gosið hófst. Viðlagasjóður fyrirskipaði að fiskvinnsluvélar og tæki yrðu flutt til Reykjavíkur og óvissan ein ríkti um hvað við tæki. Sighvati Bjarnasyni, þáverandi forstjóra Vinnslustöðvarinnar, mislíkaði þróun mála og í apríl 1973 fékk hann stjórn félagsins til að stöðva frekara nið- urrif og flutning véla og tækja frá Eyjum í andstöðu við stjórn Viðlagasjóðs. Sighvatur og stjórnarmenn fóru í stað- inn að undirbúa að flytja tæki og tól aftur heim og taka í gagnið. Strax í maí 1973 var farið að huga að því að taka á móti fiski til vinnslu í Vinnslustöðinni. Í fyrstu var eingöngu tekið við fiski til söltunar en eiginleg fiskvinnsla hófst mánudaginn 22. október 1973, réttum níu mánuðum eftir upphaf gossins. Landað var alls um tíu tonnum úr Danska Pétri VE, Skuld VE og Hrauney VE. Aflinn var vélflakaður fyrir hádegi og vinna hófst í pökkunarsal eftir hádegi. Þar voru 15 stúlkur að störfum og mikil ánægja ríkti með þessi kaflaskil. Hjónin Sighvatur Bjarnason forstjóri og Guðmunda Torfadóttir fluttu heiman frá sér í verbúðir Vinnslustöðvarinnar og bjuggu þar mestallt gostímabilið. Það var táknræn ákvörðun og undirstrikaði hug þeirra til þess verkefnis að fá hjólin til að snúast á nýjan leik eins fljótt og auðið væri. Í verbúðunum bjuggu líka þeir sem unnu að því að bjarga verðmætum og ryðja vikri af húsum Vinnslustöðvarinn- ar. Mitt í öllu mótlætinu var saman komið þarna harðsnúið lið með óbilandi trú á að Vestmannaeyjar ættu sér framtíð sem ver- stöð og blómleg byggð. Rokkdrottningin Shady Owens fór til Eyja haustið 1973 til að vinna í fiski og taka þátt í að hreinsa bæinn af ösku. Þær voru vinkonur Shady og Júlía P. Ander- sen innanhússarkitekt, dóttir Emils M. Andersens sem gerði út Júlíu og Danska Pétur frá Vestmannaeyjum. Vinkonurnar voru fyrst saman í Eyjabergi en skiptu svo liði. Shady fór til Vinnslustöðvarinnar en Júlía til Ísfélagsins og þangað fór Shady líka síðar. Shady Owens var fyrir löngu orðin þjóðþekktur poppari. Hún byrjaði feril sinn í Óðmönnum, fór þaðan í Hljóma, tók þátt í að stofna Trúbrot 1969 og söng síðast í Náttúru. Í afmælisblaði Vinnslu- stöðvarinnar 2006 var haft eftir Shady að dvölin í Eyjum eftir gos væri í meira lagi eftirminnileg, bæði mikil vinna og talsvert djamm. Hún hugsaði dreymandi til þessara mánaða í Eyjum: “We had so much fun ...“ Táknrænn sigur yfir náttúruöflum og Halli Gísla skar sitt skegg AUGLÝSING ... og svona leit kappinn út 30. maí 1973. Í júní fór mjölið úr landi og skeggið fauk. Halli Gísla við björgunarstörf snemma á gostímanum ... Shady Owens í Vinnsló haustið 1973. 19. mars 1973. Brætt af krafti í Fiskimjölsverksmiðjunni. Gosið í rénun. Forstjórinn flutti í verbúðirnar Úr rokki í fisk og ösku Þessi síða er unnin og greidd af Vinnslustöðinni hf., samantekt úr blaði sem félagið gaf út í desember 2006 í tilefni sextugsafmælis síns. Sigurgeir Jónasson tók mynd- irnar. Hann segir það hafa verið ógleymanlega stund þegar bræðsla hófst á ný í Fiskimjölsverksmiðjunni: „Kaflaskil urðu í gosinu þegar Fiskimjölsverksmiðjan sendi landsmönnum öllum skýr skilaboð: Við gefumst aldrei upp! Ég veit um heimamenn sem hættu þá við að flytja frá Eyjum og aðra sem ákváðu að snúa aftur heim til að taka þátt í uppbyggingu að hamförum loknum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.