Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15 Þ að sem mest áhersla hefur verið lögð á hvað dag- skrána varðar er að dag- urinn verði táknrænn og að þetta minni á þessa ör- lagaríku nótt fyrir 40 árum,“ segir Kristín. „Við komum til með að ganga niður að höfn og förum þar líkast til um borð inn á bíladekkið á Herjólfi, nema veður bjóði upp á annað. Þar er heilmikið pláss og þar verður sett upp svið, fyrir tónlist og ávörp, og annað sem tilheyrir. En gangan er hugsuð sem mjög tákn- ræn – við byrjum upp frá í kirkjunni þar sem sóknarpresturinn setur dagskrá dagsins af stað og verður kirkjuklukkunum hringt við það til- efni. Svo verður lagt af stað frá kirkjunni með kyndla, og verður þá búið að slökkva á ljósunum í þessum hluta bæjarins. Gangan heldur svo hljóðlega sína leið niður að höfn, enda segja logarnir frá kyndlunum allt sem segja þarf.“ Að rifja upp atburðina Meðal þeirra sem minnast þessara atburða með Vestmanneyingum eru góðir gestir erlendis frá. „Bæði bandaríski og norski sendiherrann munu heiðra okkur með nærveru sinni og verða heiðursgestir okkar á þessum tímamótum. Það er afar ánægjulegt að þeir skyldu sjá sér fært að koma en þeir eru fulltrúar þjóða sem við eigum margt að þakka frá 1973. Þá ætlar biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, að flytja bænarorð í lok dagskrár í skipinu.“ Kristín bætir því við að á að minnsta kosti tveimur stöðum sé dagskrá seinna um kvöldið, þar sem fólk ætl- ar að setjast saman, borða eitthvað gott og njóta félagskapar og nær- veru. Þar verður leikin tónlist og ef- laust verða margar minningar rifj- aðar upp, eins og Kristín bendir á. „Alltaf þegar við höfum komið sam- an til að minnast þessara atburða þá er fólk í mjög ríkum mæli að rifja upp sögur. Það verður líka alltaf brýnna og brýnna eftir því sem árin líða, að halda saman öllum þessum sögum; hvernig var að vakna þessa nótt, hvað tók hver og einn með sér, hver fór með hvaða báti í land og svo framvegis. Bæði hafa þeir sem muna þennan dag gaman og gott af því að rifja hann upp, en um leið þá hafa börnin okkar gaman af því að heyra um þessa atburði.“ Ljósmyndasýning opnuð Annað sem Kristín nefnir af við- burðum dagsins er opnun viðamik- illar ljósmyndasýningar þar sem gosið í janúar 1973 er myndefnið. „Við höfum fengið ljósmyndir mjög við að, meðal annars frá ykkar mönnum á Morgunblaðinu, þeim Sigurgeiri Jónassyni og Kristni Benediktssyni, ásamt fleiri góðum mönnum. En það sem er svo merki- legt við myndirnar er að þær eru ekki bara af eldsumbrotunum held- ur ekki síður af fólkinu, þegar það er að fara um borð í báta, sumir að bera burtu húsgögn og tæma hús og þar fram eftir götunum. Myndirnar sýna hvernig þessi prósess birtist allur á ögurstundu.“ Sýningin verður opnuð á byggðasafninu í Vestmannaeyjum sem heitir Sagnheimar. „Þess má geta að heiðursgestirnir verða þar með okkur þegar við opnum þá sýn- ingu,“ bætir Kristín við. Allir deili sinni upplifun Sem fyrr segir finnst börnum í Eyj- um áhugavert að kynna sér gosið og söguna þar á bak við. Í aðdraganda 40 ára afmælisins hefur skólastarf grunnskólabarnanna tekið talsvert mið af því. „Það er búin að vera heil- mikil verkefnavinna hér í skólanum þar sem börnin hafa föndrað heil ósköp og það er alltaf gaman að sjá hlutina, í gegnum slíka föndurvinnu, með augum barnanna. Afrakstur þeirrar vinnu verður líka settur upp til sýnis ásamt ljósmyndum og öðru slíku. Það er að mínu mati mjög mik- ilvægt að allir hér í Eyjum deili sinni upplifun af þessum atburðum, með hvaða hætti sem það kann að vera. Ekki síst af því að í sumum tilfellum eru síðustu forvöð að heyra frásagn- irnar.“ Í því sambandi útskýrir Kristín að hún hafi verið rétt komin á unglingsaldurinn í janúar 1973, og muni því atburðina skýrt og vel, en foreldrar hennar séu hins vegar ekki lengur til frásagnar. Hélt að það væri komið stríð Kristín rifjar í framhaldinu upp sína fyrstu minningu af því þegar gosið hófst. Hún gerði sér að sögn ekki grein fyrir því strax að um elds- umbrot væri að ræða; þvert á móti hélt hún að þetta væri árás af mannavöldum. „Ég var heima ásamt pabba mínum og bræðrum, en mamma var í stuttri skemmtiferð í Reykjavík. Um nóttina vorum við vakin upp og þegar ég leit fyrst upp, þrettán ára gömul, hélt ég að það væri komið stríð. Eldgosið hefst jú þegar kalda stríðið stóð sem hæst og við höfðum einmitt verið að ræða það við matarborðið hvort Rússarnir færu kannski að ráðast á okkur,“ út- skýrir Kristín. „En mér létti mjög þegar ég gerði mér grein fyrir að um náttúruhamfarir var að ræða en ekki sprengingar af mannavöldum. Ein- hvern veginn fannst mér eins og við gætum frekar ráðið við slíkt því eld- gos vakti engan sérstakan ótta hjá mér, man ég.“ Kristín bendir á að meðal hennar fyrstu minninga sé Surtseyjargosið sem hófst réttum áratug áður, þegar hún sjálf var að- eins þriggja ára. „Fyrir okkur var Surtsey bara notalegur hluti af sunnudagsbíltúrnum, þar sem farið var á sæmilegan útsýnisstað og kannað hvernig Surtsey hefði það í dag,“ segir Kristín og kímir við. „Svo náttúruhamfarir var hugtak sem hafði ekki alveg jafn ógnvæn- legan blæ yfir sér í mínum huga á þessum tíma.“ Lágstemmd þakkargjörð Eins og gefur að skilja er ekki bein- línis um hátíðahöld að ræða þegar upphafs gossins er minnst enda hug- ur margra blendinn þegar aðfara- nótt 23. janúar 1973 er rifjuð upp. Kristín samsinnir þessu og bendir á að yfirskrift tímamótanna í Eyjum sé einfaldlega „þakkargjörð“. „Af því við vorum jú óskaplega heppin. Aðgerðirnar við að bjarga fólki í land gengu óskaplega vel, allir tóku höndum saman um að hjálpa þeim sem þess þurftu við og enginn fórst í hamförunum, blessunarlega. Í því sambandi má síst gleyma öllu því góða fólki sem tók á móti okkur Eyjamönnum þegar við komum í land. Þegar maður hugsar til þess í dag, að ef maður fengi fimm manna fjölskyldu inn á sig sem væri komin til að vera í nokkrar vikur, væri það ekki dálítið skrýtið? En það gekk yf- irleitt ákaflega vel fyrir sig.“ Engu að síður eru tilfinningarnar blendn- ar í huga Eyjamanna enda misstu margir húsið sitt í hamförunum. „Það var vitaskuld mörgum af- skaplega sár missir, en pabbi minn talaði alltaf um að mesti missirinn fyrir Vestmannaeyjar hafi verið allt það góða fólk sem kom aldrei aftur.“ Engu að síður er tilefnið til þakk- argjörðar ærið, að mati Kristínar, og minnir hún á sem er að staðsetning og lega gossprungunnar sem opn- aðist fyrir 40 árum er í raun sú eina sem var möguleg án þess að sprung- an opnaðist gegnum byggð. Að lokum minnir Kristín á að áhugasamir geta kynnt sér sögu gossins einfaldlega með því að skoða Eldfell, fjallið sem myndaðist í elds- umbrotunum, ásamt því að unnið er nú hörðum höndum að því að koma upp myndarlegu gosminjasafni sem mun heita Eldheimar eða Pompeii of the North. Það verður vonandi hægt að sýna stóran hluta þess í sumar þegar goslokin eru, hinn 5.-7. júlí. Þá er virkilega fagnað og gleði við völd enda ærið tilefni til hátíðahalda þá,“ segir Kristín Jóhannsdóttir að end- ingu. jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vestmannaeyjar Landslag Heimaeyjar breyttist svo um munaði við eldgosið 1973 og hraunjaðarinn minnir daglega á hvaða áhrif gosið hafði á byggðina. Í dag minnast Vestmanneyingar þess að 40 ár eru liðin frá gosinu mikla í Heimaey. Þessa sögulega at- burðar verður minnst með ýmsum hætti í Eyjum eins og Kristín Jóhannsdóttir menningarfulltrúi segir frá. Morgunblaðið/Golli Minningar „Það er að mínu mati mjög mikilvægt að allir hér í Eyjum deili sinni upplifun af þessum atburðum,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi. Alltaf þegar við höfum komið saman til að minn- ast þessara atburða þá er fólk í mjög ríkum mæli að rifja upp sögur. Það verður líka alltaf brýnna eftir því sem árin líða. Rifjum saman upp söguna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.