Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ H raunjaðarinn hefur ekkert mjakast áfram hin síðustu dægur, enda hraunkæling stunduð af miklum krafti. Vatnsdælurnar bandarísku hafa reynst geysivel, segir í frétt í Morg- unblaðinu 8. apríl 1973. Kæling hraunsins er merkilegur þáttur í sögu Eyjagossins; aðgerð sem að óreyndu hefði mátt telja gagnslita en sannaði sig algjörlega. Hug- myndin kom frá Þorbirni Sig- urgeirssyni prófessor sem hafði gert tilraunir í þessa veru í Surts- eyjargosinu. Á Heimaey kom svo að eiginlegri eldskírn. Sprautað á fyrstu vikunum Byrjað var að sprauta á hraunið strax á fyrstu vikum þess. Nokkuð hamlaði aðgerð- um fyrst í stað hve fáar og afllit- ar dælur voru til staðar. Frá þessu segir Stefán Runólfsson fram- kvæmdastjóri í Eyjum í minn- ingabók sinni, Stebbi Run. Stefán bætir þar við að þegar farið var að dæla sjó beint af skipum á hraun sem vall fram við Skansinn, hafi menn séð árangurinn. Hafi þær aðgerðir komið að öllum líkindum í veg fyrir að hraun flæddi yfir sundið og lok- aði höfninni. Menn hafi því verið áfram um að fá fleiri dælur og snemma í mars hafi spurst að slíkar væru á lausu vestur í Bandaríkj- unum. Fyrirstaða í kerfinu Fyrirstaða var hins vegar í kerfinu og var látið að því liggja að innan ríkisstjórnar Ólafs Jóhannssonar, sem hafði á stefnuskránni að banda- ríski herinn færi út landi, væri and- staða við allt liðsinni Bandaríkja- manna. Það var ekki fyrr en 23. mars sem Viðlagasjóður þekktist boð bandarískra stjórnvalda um að þiggja dælur sem komu til landsins fáum dögum síðar. Og þær áttu svo sannarlega eftir að gera gagn. Stefán Runólfsson getur þess að í marsmánuði hafi verið kraftur goss- ins verið mikill og mikill fjöldi húsa farið undir hraun. Hinn 24. mars er til dæmis frá því greint að 64 hús farið undir hrun á átta klukku- stundum. – Dælurnar bandarísku voru svo komnar á fullt um mán- aðamót mars og apríl – og þær not- aðar til að sprauta milljónum lítra af sjó á hraunið úr plaströrum sem lágu þvers og kruss um bæinn. Var þeim þessum aðgerðum stýrt af Sveini Eiríkssyni, slökkviliðsstjóra á Keflavíkurflugvelli, sem í daglegu tali var nefndu Patton, eftir hinum röggsama hershöfðingja Banda- ríkjamanna í síðari heimsstyrjöld. Kólnar og storknar En hver var galdurinn á bak við hraunkælinguna? Í bók sinni, Eldar í Eyjum, lýsir Árni Johnsen, þá blaðamaður Morgunblaðsins, þess- ari jarðfræði svo, að ef „… blandað er saman vatni og glóandi hrauni kólnar það niður um 100 gráður og um leið og það byrjar að storkna gengur það hægar fram, stöðvast jafnvel eða hleðst upp. Glóandi massinn handan við kælda veginn er þá eins og í lokaðri tjörn en með tímanum kólnar niður á þeim stað,“ segir í bók Árna. Stefán Runólfsson lýsir hlutunum síðan þannig að þegar síðasta hraunfyllingin hafi komið úr gíg- potti Eldfells hafi kælingin verið búin að mynda sterka fyrirstöðu – svo glóandi elfan féll til suðausturs fram af Heimaey en hafði áður runnið að húsunum í bænum og valdið miklum skaða. sbs@mbl.is Glóandi hraunmassi í lokaðri tjörn Hraunkæling sannaði sig algjörlega og bjarg- að miklu. Sáraeinföld hugmynd og þjóðráð frá Þorbirni virkaði vel. Dælur frá Bandaríkj- unum komu að góðu gagni. Milliríkjadeila. Leiðslur Plaströr lágu um götur, en um þær var veitt sjó og honum sprautað á á hraunið með dælum frá Bandaríkjaher. Þetta hefti framgang hraunsins mjög. Ljósm/Reynir Guðsteinsson. Björgun Kapp var lagt á að kæling hraunsins kæmi í veg fyrir að rafstöðin í Eyjum færi undir hraun. Barist var til síðustu stundar en á endanum fór stöðin í súginn. Þorbjörn Sigurbjörnsson J arteikn hverskonar eru gjarnan nefnd í tengslum við nátt- úruhamfarir. Ýmsar slíkar sögur um eldgosið í Eyjum og fólki með sjötta skilningarvitið, eins og sagt er, fannst eitthvað liggja í loftinu. Einnig ber á hjátrú í þessu sambandi og sumum þykir eins og dæmin sanna að þegar miklir atburð- ir verða sannist því að jafnan skuli ganga hægt um gleðinnar dyr og fylgja æðri boðorðum. Botnlangar enda í jaðri hraunsins Frá Helgafellsbraut í Vest- mannaeyjum liggja nokkrar stuttar götur til austurs: botnlangar sem enda í jaðri hraunsins sem rann fram í gosinu 1973. Þetta eru Austurgerði, Gerðisbraut, Nýjabæjarbraut, Búa- staðabraut, Ásavegur, Kirkjubæj- arbraut og Austurvegur. Upphaflega náðu þessar götur lengra og í átt að Kirkjubæjunum svonefndu; hverfi fallegra sveitabæja sem fóru undir hraun strax á fyrstu sólarhringum gossins. Húsið Kirkjubæjarbraut 17 stend- ur undir hraunjaðrinum. Það var byggt árið 1957 af hjónunum Sigfúsi Johnsen og Kristínu Þorsteinsdóttur. Börn þeirra eru sex og hafa öll látið að sér kveða í þjóðlífinu; til að mynda Þorsteinn Ingi, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Árni, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, og Gylfi, forstjóri Eimskips. Þökurnar stóðu í þrjá daga Núverandi eigendur hússins Kirkju- bæjarbrautar 17 eru Helga Kolbeins, áfangastjóri Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, og Arnar Hjaltal- ín, formaður Drífanda – stéttarfélags. Helga sagði sögu hússins góða, sem þau Arnar keyptu árið 1993, í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum misserum. Rifjaði þar upp að Sigfús Johnsen hefði fengið þau ráð frá afa sínum að skera túnþökur í kross á grunnstæðinu og láta þær standa í þrjá daga áður en hafist yrði handa um framkvæmdir. „Þessum ráðum fylgdi Sigfús og trúði að vegna þessa hefðu eyðing- aröflin þyrmt húsinu sem hann byggði – á meðan húsin sem voru hér bæði ofan við og neðan fóru undir hraun. Þetta hús var svo grafið upp árið eftir gos og reyndist heillegt, þó að mikilla endurbóta væri þörf,“ sagði Helga í viðtalinu. Vatnsöflun með valmaþaki Húsið við Kirkjubæjarbraut er með valmaþaki. Allt þar til vatnsleiðsla of- an af fastalandinu árið 1968 var lögð til Eyja tók byggingarstíll þar jafnan mið af því að af þökunum væri hægt að safna rigningarvatni sem fór til daglegrar neyslu. sbs@mbl.is Túnþökur í kross og húsið bjargaðist Hjátrú og teikn tengjast gjarnan náttúruhamförum. Hús við Kirkjubæjarbraut slapp en það stendur við við hraunjaðar. Byggt af Sigfúsi Johnsen árið 1957. Reisulegt Kirkjubæjarbraut 17 er dæmigert fyrir byggingastíl fyrri ára í Eyjum. Valmaþak kom sé vel vegna vatnsöflunar, því engir brunnar eru í Eyjum. Vatnsveita í Eyjum kom fyrst árið 1968 og er vatnið er fengið úr uppsprettulind undir Eyjafjöllum. Fræðsla Saga hússins góða er rakin á skilti sem stendur úti við götuna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Pabbi trúði því að þetta hafi bjargað húsinu okkar þegar hin hrundu, enda ekki beitt sömu aðferðum þar,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar sagan af æskuheimili við Kirkjubæjarbraut í Eyjum er rifjuð upp. Hann segir að í gosinu hafi eitt horn hússins farið mun betur en önnur í gosinu. „Við Þorsteinn bróðir minn kunnum betri skýringar á því af hverju húsinu var þyrmt. Þetta var hornið sem við, tveggja og fjögurra ára, höfðum alltaf migið í meðan á byggingartíma stóð. Annars var húsið með mjög ramm- byggðan grunn, sem pabbi var alltaf stoltur af og það hef- ur eflaust haft mest að segja.“ Árni Sigfússon var með fluttur með sínu fólki upp á land þegar eldgosið í Eyjum hófst í janúar 1973 og var við nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Á handskóflunni á húsþökum „Það var sjálfhætt á nýju ári og farið til Eyja í björgunar- aðgerðir. Ég var fyrst að hjálpa ættingjum og bjarga verð- mætum. Afi minn Þorsteinn Þ. Víglundsson, fyrrverandi skólastjóri og sparisjóðsstjóri, vildi bjarga verðmætum Byggðasafns Vestmannaeyja og sparisjóðsins, á undan eigin búslóð, og við unnum við það,“ segir Árni og heldur áfram: „Síðar þegar hafin var formleg upp- bygging að sumri, hóf ég störf á hand- skóflunni á húsþökum en var svo ráð- inn sem aðstoðarmaður jarðfræðinganna. Fylgdist því vel með straumum og stefnum hraunmassans og ákvörðun og yfirlýsingu um goslok. Minn yfirmaður þar var Súlli frændi minn, Hlöðver Johnsen,“ segir Árni sem telur að goslokin hafa verið 29. júní - fjórum dögum fyrr en formlega er sagt. Á afmælisdegi Bíu. „Þegar kom að mati á lokum eldsgossins í Eyjum hafði Súlli sitt að segja. Þannig var að Bía, Sigríður Haralds- dóttir, eiginkona Súlla, en þau eru nú bæði látin, átti af- mæli 29. júní. Síðast hóstaði Eldfellið veiklulega þann 26, júní en þá höfðu jarðfræðingar verið að meta yfirlýsingu um lok gossins,“ segir Árni. „Við Súlli fórum með jarðfærðingunum upp í gíginn þann 29. júní, þar sem menn mældu og töldu ljóst að þessu væri lokið. Við Súlli vorum látnir sitja fjær gatinu, á meðan þeir skoðuðu aðstæður. Við sátum og biðum fregna. Sagði Súlli mér að það væri nú ánægjulegt ef gos- lokin yrðu yfirlýst á afmælisdegi Bíu sinnar, það er föstu- daginn 29. júní. Ég hef alltaf verið í þeirri trú að jarðfræð- ingar hafi samsinnt honum og lagt sína skoðun fram þann 29. júní, en síðan þurfti að fara yfir málið hjá Almanna- varnarnefnd, sem gaf út yfirlýsingu um goslok, þriðjudag- inn 3. júlí.“ sbs@mbl.is Eitt hornið á æskuheimilinu slapp betur en önnur. Árni Sigfússon vann við björgunaraðgerðir. Byggðasafn- ið á undan eigin búslóð. Var aðstoð- armaður jarðfræðinganna. Árni Sigfússon Rammbyggðir grunnar höfðu mikið að segja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.