Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 Sú ákvörðun hóps áhrifamanna innanVinstri grænna að ganga úr flokknumog stofna til nýs framboðs undir yfir- skriftinni Regnboginn breytir landslaginu á vinstri jaðrinum. Rótin að því er ályktun landsfundar VG á nýliðnum landsfundi að ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið. Það segir sína sögu um hversu um- deilt málið var, að 83 voru því fylgjandi, en 72 vildu samþykkja fyrri álykt- un um að leggja í dóm þjóð- arinnar hvort framhald yrði á viðræðunum. Eftir landsfundinn komu „villikettirnir“ saman, hópur sem dregur nafn sitt af yfir- lýsingu Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra um að of langan tíma tæki að ná saman meiri- hluta á Alþingi – það væri eins og að smala köttum. Í hópnum voru Atli Gíslason, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Bjarni Harðarson og Jón Bjarnason, sem öll hafa setið á þingi, Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur af Vatnsleysuströnd og Baldvin H. Sigurðsson í Flugkaffinu á Akureyri sem var bæjarfulltrúi VG á Akureyri. „Þú sérð í hendi þér að þetta er framboð vinnandi manna, því þarna eru tveir kaffibar- þjónar,“ segir Bjarni sem rekur bókakaffihús á Selfossi. „Þú kemst ekki nær hinni vinnandi stétt, því hafnarverkamenn eru orðnir mjög fágætir.“ Framsóknarkommar Fullveldismálin eru aflvaki í framboðinu, að sögn Bjarna. „En einnig spilar inn í skoð- anakönnun í Sunnlenska fréttablaðinu á Sel- fossi, sem ég rak í gamla daga en á ekki leng- ur, en þar kom fram sterk áskorun á mig að fara í framboð. Sambærilegar áskoranir hefur félagi minn, Jón Bjarnason, fengið í sínu kjör- dæmi.“ En ekki var dustað rykið af hugmyndum um framboð fyrr en stefnu flokksins var snúið við á landsfundi Vinstri grænna. „Þó að reynt sé að láta líta út fyrir að ekkert hafi hafi gerst, þá var hægfara breyting á stefnu flokksins endanlega staðfest þarna. Það getur enginn flokkur haft það á stefnuskrá sinni að klára aðildarferli að ESB nema sá sem hefur ESB á sinni stefnuskrá.“ Bjarni segir að framboðsvinnan hafi gengið hratt og sé enn að skýrast. „Framboð í öllum kjördæmum er ekki í hendi fyrr en við getum kynnt oddvita til leiks og við höfum væntingar um að það gangi eftir. En þegar er ljóst að við bjóðum fram í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Það er liður í okkar stefnu. Það eru ekki bara þeir sem minna mega sín í sam- félaginu sem hafa farið illa út úr samdrætt- inum, heldur einnig byggðirnar sem minna mega sín. Þeim hefur blætt mikið og gengið hefur verið freklega í að skera af þeim op- inbera þjónustu.“ Bjarni segir ljóst að hluti kjósenda sem vilji stöðva aðlögunarferlið að ESB eigi sér ekki raunhæfan farveg í þeirri flóru sem fyrir ligg- ur. „Það er misjafnlega heil brú yfir til gömlu ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar,“ segir hann. „Ég hef sagt fyrir mig, þó að það sé ekki heiti sem allir tileinka sér, að við vorum stundum kallaðir framsókn- arkommar, en eigum ekkert alltof greiða leið inn í Framsókn eins hægri sinnuð og hún er orðin núna.“ En fleiri hafa gengið til liðs við hreyf- inguna, að sögn Bjarna, bæði róttækt vinstri fólk og fólk sem er ekkert endilega til vinstri en aðhyllist sömu gildi. „Margt er óunnið í málefnum þeirra sem verst fóru út úr hruninu. Mér finnst gleymast í þeirri umræðu að sú lífskjaraskerðing sem hérna varð fól í sér alvarlegan forsendubrest fyrir þá lægst launuðu og stóra hópa sem eru með annars- konar tekjur, örorku eða ellilífeyri, og hafa ekki lengur möguleika á að framfleyta sér. Það er alvarlegasta pólitíska úrlausnarefnið sem við þurfum að glíma við.“ Stórfurðuleg framkoma Vænta má frekari tíðinda af framboðsmálum Regnbogans á þriðjudag. Ljóst er að Bjarni og Guðmundur leiða framboðið á Suðurlandi, Jón í Norðvesturkjördæmi og Baldvin og Þor- steinn í Norðausturkjördæmi. Áður dró Þor- steinn sig út af lista Vinstri grænna. „Baldvin hafði samband við mig og sagði mér frá þess- um þreifingum,“ segir hann. „Ég hafði lengi verið ansi óánægður, einkum með það hvernig vinstri grænir afgreiddu Evrópumálin á síð- asta fundi. Þegar Baldvin sagði mér hverjir stæðu á bak við framboðið, sá ég að þetta voru þeir menn sem ég hafði verið samstíga á meðan þeir voru í VG. Mér fannst þetta því rökrétt miðað við mína pólitísku afstöðu.“ Hann segir ágreininginn snúast um fleira en Evrópumálin. „Ég var ósáttur við hvernig tekið var á málefnum Sparisjóðs Keflavíkur og Sjóvár, umhverfismálin á Bakka, olíu- vinnsluna í Norður-Íshafi og að því hafi verið gefið undir fótinn að leggja sæstreng. Það er alls ekki í samræmi við stefnu flokksins og stórfurðuleg framkoma. Og að sækja í Sam- fylkinguna, sem ég treysti engan veginn. Ég held það geti verið heillavænlegra fyrir að starfa með Framsókn og jafnvel sjálfstæðis- mönnum, ekki síst í ljósi Evrópustefnunnar.“ Morgunblaðið/Ómar Upp úr sýður hjá Vinstri grænum vegna ESB Steingrímur J. Sigfússon afhenti Jóni Bjarnasyni lyklavöldin að ráðuneytum landbúnaðar- og sjávarútvegs í upphafi kjörtímabilsins og tók við lyklunum undir lok þess. Skyldu þeir hafa lyklaskipti á ný? Morgunblaðið/Árni Sæberg STEFNUBREYTING VINSTRI GRÆNNA Í EVRÓPUMÁLUM Á SÍÐASTA LANDSFUNDI FLOKKSINS VAR KORNIÐ SEM FYLLTI MÆLINN. NÚ ERU KOMIN FRAM TVÖ KLOFNINGSFRAMBOÐ, REGNBOGINN OG ALÞÝÐUFYLKINGIN. * „Þegar þessi lest er komin af stað veit maður ekki hvert hún fermeð okkur. Mér finnst því rétt að taka teinana í sundur strax.“Þorsteinn Bergsson um aðildarumsóknina að ESB. ÞjóðmálPÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is „Við teljum það mikið þjóðþrifamál ef við get- um félagsvætt fjármálakerfið og aðra innviði samfélagsins,“ segir Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar. „Með fé- lagsvæðingu meinum við andstæðuna við markaðsvæðingu, að þetta sé rekið sem opinber þjónusta.“ Vésteinn og Þorvaldur Þorvaldsson, sem er formaður Alþýðufylkingarinnar, hafa sagt sig úr Vinstri grænum og ætla að bjóða fram til þings. Í stefnu flokksins felst að „félagsvæða“ fjármálakerfið. „Við viljum að fólk og fyrirtæki geti fengið slíka þjónustu án þess að borga okurvexti eða borga oft fyrir heimili sín,“ segir Vésteinn. „Einnig að mennta- og heilbrigðiskerfið séu félagslegir innviðir samfélagsins og hið op- inbera reki það sjálft, en ekki í samstarfi við einkaaðila sem vilja taka gróða út úr kerfinu.“ Lagt er upp með að lífeyriskerfið verði eitt opinbert gegnumstreymiskerfi. „Ef það safn- ast upp sjóðir, þá þurfa þeir alltaf að vera í formi okurvaxta á lánum ellegar arðráns í gegnum fjárfestingar í fyrirtækjum. Og vegna hinnar innbyggðu kreppu kapitalísks hag- kerfis þá eru þessi sjóðir dæmdir til að tapast að miklu leyti, því það koma allavega tvær fjármálakreppur á hverri meðalstarfsævi.“ Alþýðufylkingin er andvíg aðild að ESB. Sjávarútvegs- og landbúnaðarmál vega þó ekki þyngst, heldur að þar sé markaðshyggja beinlínis stjórnarskrárbundin. Vésteinn segir íslensku stjórnarskrána ekki hindra félags- væðinguna. „Það má fara ýmsar leiðir, til dæmis getur ríkið stofnað banka.“ Spurður hvort stofnendurnir eigi rætur í marx-lenínisma, segir Vésteinn að það fari eft- ir því hvernig skilja megi orðin. „Flokkurinn lætur sig almannahagsmuni mestu varða. Þetta er ekki marx-lenínískur flokkur og ekki með slíka stefnuskrá,“ segir hann. „Ég get al- veg kallað mig það, en það þýðir ekki að ég sé fylgjandi vinnubúðasósíalisma eða endurreisn Sovétríkjanna, heldur er ég marx-lenínisti í já- kvæðri merkingu þess orðs. En ég myndi fyrst og fremst kalla mig sósíalista.“ Þorvaldur Þorvaldsson Vésteinn Valgarðsson Vilja félagsvæða samfélagið Þorsteinn Bergsson er annar á lista Regnbogans í Norðausturkjördæmi. Og víst er að hann mun setja svip á þingveislurnar komist hann inn, því þar er allt í bundnu máli. Þorvaldur Þorvaldsson og Vésteinn Valgarðsson eru raunar einnig hagyrðingar. Ný- verið setti Þorsteinn saman brag eftir kunnu lagi, Raunasögu úr sjávarþorpi, en sneri honum upp á Evrópusam- bandið. Viðlagið hljóðar svona: Þar ríkja Þjóðverjar þar fiska Spánverjar þar kvarta Stórbretar þar svindla Rúmenar þeir kreista Hellena og hunsa Pólverja það tapa allir þar og einnig við. EVRÓPU- SAMBANDSBRAGUR Bjarni Harðarson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.