Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 8
Þrátt fyrir að stjórnarskrármálið hafi veriðáberandi í pólitískri umræðu undanfariðveit almenningur hversu óskynsamlegt er að reyna að klára slíkt mál á síðustu dögum þessa þings og þessarar ríkisstjórnar. Fyrir stóran hluta þingheims virðist þetta þó vera brýnasta viðfangsefnið. Svo brýnt að margir þingmenn hafa með mikilli tilfinningu lýst því hvernig þetta mál hefur tekið á og í síðustu viku sögðu einstaka þingmenn að vegna þess fyndu þau fyrir mikilli sorg í hjarta. Nú ber auðvitað að harma sorg þessara þing- manna. En fyrir þá sem ekki sitja í sölum hins háa Alþingis en takast á við viðfangsefni hins daglega lífs á öðrum vígstöðvum, stafar sorgin í hjartanu af öðrum ástæðum. Margar þeirra geta stjórnvöld auðvitað ekki leyst en með því að einbeita sér að því sem helst brennur á al- menningi geta þau samt klárlega minnkað sorgir margra. Það er brýnt að forgangsraða öðruvísi en gert hefur verið. Bætt afkoma almennings er aðalatriðið og í þágu hans verður að forgangs- raða á næstu árum. Komandi kosningar snúast fyrst og fremst um það að hér verði hægt að búast við meiru en að komast af frá degi til dags, frá mánuði til mánaðar. Þessar kosningar snúast þannig um algjör grundvallaratriði og einmitt þess vegna eru þær svo mikilvægar. Að undanförnu hef ég átt þess kost að hitta margt fólk um allt land til að ræða stjórnmál. Þau samtöl hafa styrkt mig í þeirri trú að lausnir komandi kjörtímabils snúist einkum um þrennt. Í fyrsta lagi að hefja markvissar skattalækkanir með áherslu á að þær gagnist sem best launþegum og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi þarf að viðurkenna þann forsendubrest sem varð með hruni bank- anna og bregðast með raunhæfum hætti við slæmri skuldastöðu of margra heimila. Og í þriðja lagi þarf að sækja fram á öllum sviðum atvinnulífs, með afnámi gjaldeyrishafta, einka- framtaki, rýmri löggjöf um erlendar fjárfest- ingar, nýsköpun og því að draga úr ríkisaf- skiptum og miðstýringu. Þetta eru brýnustu viðfangsefnin. Þau verða best leyst af stjórnmálamönnum sem trúa á fólkið og af fólki sem trúir á framtíð- ina, landið og tækifærin. Lausnirnar munu tryggja að færri finna fyrir sorg í hjarta og þingmenn munu ekki kvarta undan slíkri til- finningu – nema vegna brýnna viðfangsefna sem raunverulega kalla á sorg fólksins í land- inu. Með sorg í hjarta * Það er brýnt að for-gangsraða öðruvísi engert hefur verið. Bætt afkoma almennings er aðalatriðið og í þágu hans verður að forgangsraða á næstu árum. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Hanna Birna Kristjánsdóttir hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is Magnús Hall- dórsson frétta- maður sagðist á Facebook ekki hættur á Stöð 2, heldur ætlaði að vinna til 1. júní. „1. júní er það hálf- maraþon við Mývatn klukkan 13:00 og síðan Völsungur – Þróttur á Húsavíkurvelli klukkan 16:00. Ég verð að ná tímamarkmiðinu upp á 1:50 til þess að geta náð leiknum. Nánast ómannleg pressa.“ Andri Snær Magnason rit- höfundur segir að Lagarfljót hafi ekki verið eyðilagt óvart, „heldur vís- vitandi af spilltum stjórnmála- mönnum sem virtu ekki leikreglur samfélagsins, virtu ekki faglega ferla og þoldu ekki upplýsta umræðu“. Andri Snær óttast að það sama kunni að gerast í lífríki Mývatns og spyr: „Hvernig haga menn sér nærri slíkri perlu – er von á næstu dánartilkynningu eftir 10 ár: Mý- vatn er dautt?“ Höskuldur Þór- hallsson alþing- ismaður nefnir að um daginn hafi hann sagt við sin sinn að ár og dagar væru síðan hann fékk flensu. „Eins og við manninn mælt var ég kom- inn með pest daginn eftir. Jafnaði mig á u.þ.b. viku. Eftir stutta ferð til útlanda hefur mér nú slegið niður og er kominn með lungnabólgu. Þurfti að kalla inn varamann sem mun án efa standa sig vel. Og svo hrundi tölvan líka. Set hana einnig á sýklalyf.“ Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbít- ur, hugsar heim til Akureyrar þegar hann skrifaði á Fa- cebook: Er Kristjáns bakarí ekki á facebook? það þarf MJÚKAR kringlur til Rvk. Sveinn Andri Sveinsson hæsta- réttarlögmaður veltir vöngum: Hinn argentíski Lionel Messi gerði út um vonir Ítala að vinna meist- aradeildina og argentískur páfi heldur messu á Péturstorgi í Róm. Tilviljun? Já. AF NETINU Íslandsvinirnir í Iron Maiden syrgja nú fyrr- verandi trymbil þessa ástsæla breska málm- bands, Clive Burr, sem sálaðist í svefni í vik- unni. Burr, sem var 56 ára, hafði glímt við MS-sjúkdóminn um langt skeið. Burr gekk til liðs við Iron Maiden árið 1979 og lék inn á fyrstu þrjár breiðskífur sveitarinnar, Iron Maiden, Killers og The Number of the Beast, áður en Nicko McBrain leysti hann af hólmi. „Þetta eru hörmuleg tíðindi. Clive var gam- all vinur okkar allra, drengur góður og stór- brotinn trymbill sem var betri en enginn þegar við vorum að stíga okkar fyrstu skref,“ sagði Steve Harris, leiðtogi Iron Maiden. Clive heitinn Burr, annar frá hægri, á góðri stund með gömlu félögunum í Iron Maiden. Iron Maiden syrgir trymbil Gleðin er mikil hjá lands- liðsmarkvörðunum í hand- og fótbolta. Hannes Þ. Halldórsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, og Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í hand- bolta, brosa út að eyrum þessa dagana, enda barnalán hjá báðum. Unnusta Hannesar, Halla Jónsdóttir, ól þeim stúlku sem var 53 sentimetrar og vó 4,1 kíló eða rúmar 16 merkur. Þegar íþróttaunnendur voru búnir að gleðjast af þeim frétt- um bárust gleðifréttir af lands- liðsmarkverðinum í handbolta en Björgvin og Karen Einarsdóttir kona hans eiga von á barni í ágústmánuði. Þau munu flytja búferlum í sumar því hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við þýska félagið Bergischer og fer þangað frá Magdeburg að þessu tímabili loknu. Það er því gleði hjá landsliðinu bæði í hand- og fótbolta. Hannes Þ. Halldórsson eignaðist sitt fyrsta barn í vikunni. Morgunblaðið/Golli Vettvangur Landsliðsbörn Björgvin Páll á von á sínu fyrsta barni í ágúst. Morgunblaðið/Golli 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.