Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 13
Mannlaust bandarískt loftfar af gerðinni Predator eða rándýr stendur hlaðið eldflaug á flugbraut herflugvallarins í Kandahar í Afgan- istan. Bandaríkjastjórn hefur notað slíkar vélar til þess að ráða grunaða hryðjuverkamenn af dög- um og mætir sú aðferð í baráttunni við hryðjuverk vaxandi gagnrýni. AFP Qaeda í Pakistan, Jemen og víðar. Ýmsar getgátur hafa verið um mannfall í þessum árásum. Í febr- úar sagði Lindsey Graham, öld- ungadeildarþingmaður repúblikana, að 4,700 manns hefðu fallið í árás- unum og óbreyttir borgarar hefðu verið þar á meðal. „Stundum verður saklaust fólk fyrir árásunum,“ sagði Graham, sem er harður stuðningsmaður árásanna, á Rótarífundi í Wash- ington. „Mér er meinilla við það, en við eigum í stríði og við höfum fellt nokkra mjög háttsetta félaga í Al- Qaeda.“ Ein umdeildasta árásin var gerð í Jemen 2011. Þar féllu Anwar al- Awlaiki og Samir Khan. Báðir voru bandarískir ríkisborgarar og hvor- ugur hafði verið sakaður um glæp. Minnisblaði lekið Í byrjun febrúar birti sjónvarps- stöðin NBC minnisblað úr dóms- málaráðuneytinu þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að löglegt sé að fella bandaríska ríkisborgara, sem talið sé að séu háttsettir í valda- kerfi Al-Qaeda, jafnvel þótt ekkert bendi til þess að þeir séu að leggja á ráðin um hryðjuverk. Í minnisblaðinu segir að „upp- lýstur, háttsettur“ embættismaður geti ákveðið hvort af einstaklingi, sem ráðast eigi á, „stafi yfirvofandi ógn um árás“ vegna þess að hann hafi „nýlega“ tekið þátt í slíku at- hæfi og engin gögn liggi fyrir um að hann hafi fordæmt það eða sagt sig frá því. Í minnisblaðinu segir einnig að það verði að vera ógerlegt að handtaka manninn eigi að fella hann, en fullnægjandi skilyrði fyrir því sé að handtaka valdi bandarísk- um útsendurum „óþarfa hættu“. Minnisblaðið er 16 síður og ber yfirskriftina „Lagagrundvöllur ban- vænna aðgerða á hendur bandarísk- um ríkisborgara sem er háttsetur aðgerðaforingi hjá Al-Qaeda eða skyldu afli“. Þetta minnisblað þykir minna á annað minnisblað, sem John Yoo, sem starfaði í dómsmálaráðuneyt- inu í tíð Bush, skrifaði á sínum tíma þess efnis að harkalegar aðferðir við yfirheyrslur væru löglegar. „Ég held að lekinn á minnis- blaðinu veki menn af svefni,“ sagði Christopher Anders, lagalegur ráðunautur ACLU, og bætti við að margir hefðu ekki vænst þessa af Obama. „Undanfarnir dagar hafa verið eins og afturhvarf til valda- tíma Bush.“ Um miðjan febrúar sagði Obama að Bandaríkjamenn þyrftu meira en sín orð til að fá fullvissu um að hann væri ekki að misnota vald sitt með því að beita ómönnuðum loft- förum. „Ég er ekki þeirrar hyggju að forsetinn hafi vald til þess að gera það sem honum eða henni sýnist þegar þeim sýnist í dulbún- ingi baráttu gegn hryðjuverkum,“ sagði hann. Í Hvíta húsinu ríkir aft- ur á móti enginn vafi um réttmæti leynistríðsins. „Við gerum þessar árásir vegna þess að þær eru nauð- synlegar til að draga úr viðvarandi, raunverulegum ógnum, stöðva ráða- brugg, koma í veg fyrir árásir í framtíðinni og, enn og aftur, að bjarga bandarískum mannslífum,“ sagði Jay Carney, talsmaður forset- ans, þegar minnisblaðið var birt. „Þessar árásir eru löglegar, þær eru siðlegar og þær eru skyn- samlegar.“ 17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI www.gengurvel.is PRO•STAMINUS ÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN Pissar þú oft á nóttunni? Er bunan orðin kraftlítil? PRO•STAMINUS er spennandi nýjung sem er fyrst og fremst ætluð karlmönnum sem hafa einkenni góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli sem getur valdið vandræðum við þvaglát. PRO•STAMINUS fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða P R E N T U N .IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.