Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 H elga Thorberg er ein þeirra fjöl- mörgu Íslendinga sem flutt hafa til Noregs en þar hefur hún búið frá árinu 2011. Í mörg ár rak Helga blómabúðina Blómálfinn við Vesturgötu og margir muna einnig eftir henni úr útvarpsþáttunum Á tali ásamt Eddu Björgvinsdóttur, en Helga er menntuð leikkona. Síðustu ár í lífi Helgu hafa ein- kennst af miklum breytingum. Árið 2009 hætti hún rekstri blómabúðarinnar og fór til Dóm- iníska lýðveldsins þar sem hún bjó í níu mánuði. Þar kynntist hún manni sínum, Cesar Zapata Garcia, og skrifaði bókina Loks- ins sexbomba á sextugsaldri um dvöl sína í landinu. Helga er komin aftur til blómanna og nú í Osló þar sem hún vinnur í fram- leiðsludeild í blómabúðinni Stor- gatans Blomsterhandel sem er virtasta blómabúð Noregs. „Þetta er blómabúð sem er þekkt fyrir gæði og þar ríkir mikil fag- mennska og blómaþekking enda vinna þar meistarar í faginu,“ segir Helga. „Sem lítill blómálfur frá Íslandi er það mikill heiður fyrir mig að vinna með svo miklu fagfólki. Það er ákaflega gaman á mínum efri árum að enda á toppnum í toppbúð.“ Í sjálfskipaðri útlegð Af hverju ákvaðst þú að setjast að í Noregi? „Ég hef verið hér í Noregi síð- an 2011 en áður en það gerðist stóð til að setjast að á Spáni. Ég, sem hef alltaf verið bjartsýn og til í allt, lét eldri son minn tala mig inn á það að reka veit- ingastað í litlu sætu þorpi á Spáni. Ég sagði við hann: Finndu staðinn og mamma kemur. Hann fann staðinn og hóf reksturinn og svo kom mamma, nýgift með manninn. Eins og allir vita er eitt aðalatriði í veitingahúsa- rekstri að vera með góðan kokk. Við bjuggum ekki að því láni. Það var einfaldlega ekki hægt að tjónka við kokkinn sem tók reglubundin æðisköst í eldhúsinu. Ég var aðstoðarkonan í eldhúsinu og taldi mig beinlínis vera í hættu í hvert sinn sem kokkurinn fór að henda pottum í vaskinn. Hann átti líka til að leggjast í gólfið meðan gestirnir biðu eftir matnum. Hann var stöðugt að hóta því að fara og svo fór að við hjálpuðum honum út. Við keyptum síðan far undir kokk frá London og honum var skilað dag- inn eftir. Næsti vildi breyta staðnum í ítalskt veitingahús. Þar sem enginn kokkur fannst var ekkert annað að gera en að loka staðnum og horfa í aðra átt. Þá hugsaði ég með mér: Konan sem vann hjá mér í blómabúðinni fór til Noregs. Er Noregur ekki bara málið? Ég fékk strax vinnu í blómabúð. Svo ég pakkaði ofan í ferðatösku og við hjónin fórum til Bergen sem ég hafði heyrt að væri fallegur staður. Ég komst fljótlega að því að það er ekki hægt að búa í Bergen því þar er stöðug rigning. Við fluttum því til Oslóar.“ Hvernig kanntu við þig í Nor- egi? „Ef mig langaði heim þá væri ég heima. Ég er í sjálfskipaðri útlegð. Það var ekki valkostur að lifa á Íslandi. Það er búið að fara ömurlega með íslenska þjóð og ég læt ekki fara illa með mig. Skuldir heimilanna eru að sliga landsmenn en stjórnmálamenn láta eins og ekkert sé. Eins og ástandið er þá er ekkert heim að sækja. Ætli það taki ekki tíu ár frá hruni þar til ástandið heima lagast. Þá verð ég komin á eft- irlaun og fer kannski heim en mun örugglega ekki setjast í ruggustól.“ Osló er dýr borg. Geturðu lifað góðu lífi þar? „Verðlagið er þannig að maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta, hakan fer niður og maður gapir. Til að lifa þarf maður að hafa góðar tekjur og launakjör eru talsvert betri hér en heima. Maðurinn minn er að læra norsku og fær smálaun við það. Ég reyni að hjálpa honum eftir bestu getu en það flækir málið að hann talar spænsku sem ég er ekki altalandi á. Meðan maðurinn minn hefur ekki fulla vinnu fæ ég skattafslátt vegna hans sem er 20.000 krónur ís- lenskar. Ekki er það nú mikill peningur. Þegar sú tíð kemur að hann fær vinnu þá munum við hafa það ágætt því hér er vinna vel launuð.“ Ást við fyrstu sýn Þú ert lærð leikkona og þið Edda Björgvinsdóttir slóguð ræki- lega í gegn á sínum tíma með útvarpsþáttunum Á tali og þið skrifuðuð handritið að sjónvarps- þáttunum Fastir liðir. Af hverju tókstu blómin fram yfir leik- og handritsferil? „Listamenn þurfa að vera knúnir áfram af brennandi þörf. Ég hafði ekki þessa brennandi þörf þegar kom að leiklistinni. Leiklistin var bara eitt af mörgu sem ég vildi gera. Í fimmtán ár hef ég unnið með blóm. Það er fegurðin og sköpunin í blómunum sem heillar mig. En blómin eru harður húsbóndi.“ Þú rakst blómabúð í mörg ár og nú vinnurðu í blómabúð. Sakn- arðu þess að vera atvinnurek- andi? „Nei, þegar ég er búin að ein- hverju þá er það eins og að loka bók. Það er búið, hvort sem um er að ræða hjónaband eða blóma- búð.“ Já, talandi um hjónaband. Víkj- um þá aðeins að einkalífi þínu. „Í vinnunni var ég spurð hvort ég væri gift og mér brá þegar ég heyrði mig segja að ég væri þrígift. Ég var nítján ára þegar ég gifti mig fyrst og það hjóna- band stóð ekki lengi. Ég gifti mig reyndar í stuttum kjól vegna þess að ég vissi að hjónabandið myndi ekki endast. Hjónaband númer tvö stóð nokkuð lengi. Ég á tvo syni, hvorn úr sínu hjóna- bandinu, fyrri og seinni heims- styrjöld. Svo kom maður númer þrjú frá Dóminíska lýðveldinu.“ Þú fórst til Dóminíska lýðveld- isins. Það er kannski ekki stað- urinn sem kemur fyrst upp í hugann þegar maður íhugar að fara burt. „Ég fór þangað árið 2009. Ég vissi að ég yrði að standa upp og fara. Koma hreyfingu á kerl- inguna. Blómabúðin gekk vel og það hefði verið vandræðalaust að halda þeim rekstri áfram. En mér leiddist og fannst vanta krydd í tilveruna. Ég fór til Dóminíska lýðveldisins til að finna út hvað ég vildi í lífinu og hvað mig langaði til að gera. Þar hitti ég manninn minn. Af minni hálfu var það ást við fyrstu sýn. Þegar hann heilsaði mér og ég horfði í þessi brúnu augu fall- eraðist ég. Ég varð óskaplega hrifin af þessum manni og bað englana mína um að gefa mér hann. Ég trúi á engla. Hópur af englum hefur alltaf passað mig og verndað.“ Af hverju ekki að vera með honum áfram í Dóminíska lýð- veldinu? „Það eru engin tækifæri í Dóminíska lýðveldinu og ég skrif- aði bókina Loksins sexbomba á sextugsaldri vegna þess að ég varð að finna mér eitthvað að gera.“ Þetta var persónuleg bók um þína eigin reynslu. Þú ert alveg óhrædd við að deila reynslu þinni. „Ég hef alltaf gefið af sjálfri mér og finnst sjálfsagt að deila reynslu minni. Eftir að ég kynnt- ist manninum mínum sem er frá þessu fjarlæga landi finn ég að fólki finnst ég lifa spennandi lífi, það er fullt af forvitni og vill fá að fylgjast með. En uppistaðan í lífi mínu er nú samt, eins og hjá flestum, ansi hversdagsleg; vinna, borða og sofa.“ Eruð þið hjónin hamingjusöm? „Ég játa að þetta hefur verið brösótt. Fyrir það fyrsta er það litarhátturinn. Ég er hvít og hann er svartur. Ég get ekki sagt að ég hafi fundið fyrir for- Þægilegt að búa í ferðatösku BLÓMÁLFURINN HELGA THORBERG FLUTTI TIL NOREGS ÁRIÐ 2011 OG VINNUR NÚ Í ÞEKKTUSTU BLÓMABÚÐINNI Í OSLÓ. Í VIÐTALI RÆÐIR HÚN UM NÝTT LÍF, BREYTINGAR OG HJÓNABANDIÐ MEÐ MANNI FRÁ DÓMINÍSKA LÝÐVELDINU. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * „Ég er í sjálfskipaðri útlegð. Það varekki valkostur að lifa á Íslandi. Þaðer búið að fara ömurlega með íslenska þjóð og ég læt ekki fara illa með mig.“ Svipmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.