Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 23
17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Þ etta ráðleggur alltént breska dag- blaðið The Guardian lesendum sín- um í grein á dögunum. Af tíu ráð- um til að lengja lífið er þetta efst á blaði, að flytja til Japan. Að sögn blaðsins lifa Japanir lengur en annað fólk og það sem meira er, þeir eru upp til hópa eldhressir alveg fram í andlát- ið. Japanskar konur verða ekki bara allra kerlinga elstar, heldur halda þær heilsunni lengur en aðrar konur, í 75,5 ár að með- altali. Japanskir karlar eru sprækir fram yfir sjötíu ára afmælið, meðan breskir karl- ar geta gert ráð fyrir að tapa heilsunni við 67 ára markið. Raunar kemur fram í grein- inni að heilsa Breta sé verri en gengur og gerist í flestum öðrum Evrópulöndum og lífslíkurnar minni. Í greininni er vitnað til orða Kenji Shibuya prófessors í Lancet, þar sem hann segir langlífi og góða heilsu landa sinna snúast um hugarfar. Japanir hugsi almennt vel um sig, borði skynsamlega og fari reglulega í læknisskoðun. Annað ráðið sem The Guardian gefur lesendum sínum hafi þeir löngun til að bæta heilsu sína og lífslíkur er að láta mæla blóðþrýstinginn. Fjölmargir þættir hafi áhrif á hann, svo sem erfðir, stress, ofþyngd, hreyfingarleysi, reykingar, drykkja og Guð má vita hvað. Hár blóðþrýstingur mun vera helsta skýringin á því að Evr- ópubúar falla frá í blóma lífsins. Meiri fræ, minna brennivín Þriðja ráðið er að borða meira af fræjum og hnetum, ekki er nóg af fylla belginn bara af ávöxtum. Talið er ógerlegt að verða of þungur á slíku mataræði. Fjórða ráðið sem The Guardian gefur les- endum sínum er að stilla áfengisdrykkju í hóf. Óhófleg áfengisdrykkja hefur ekki bara vond áhrif á lifrina heldur gerir fólk alls- konar vitleysu undir áhrifum áfengis, hefur til að mynda mun meiri tilhneigingu til að valda sér skaða en þegar það er allsgáð. Hnýtið á ykkur hlaupaskóna, segir blaðið í fimmta lagi. Hver maður þarf að hreyfa sig að lágmarki í hálfa þriðju klukkustund á viku. Gott er að blanda æfingunum, hlaupa, hjóla, synda, lyfta. Og auðvitað spila fótbolta. Það er allra meina bót. The Guardian hvetur fólk, í sjötta lagi, til að drepa í sígarettunni. Það segir sig svo sem sjálft, reykingar draga ekki aðeins úr lífslíkum fólks heldur eru allar líkur á því að þær komi til með að valda fólki þjáningum áður en það deyr. Í sjöunda lagi er fólk hvatt til að halda sig fjarri spítölum. Hægt sé að næla í all- an andskotann þar, auk þess sem auðvelt sé að slasa sig á spítölum. Ekki er víst að Íslendingar myndu skrifa upp á þetta. Slakaðu á! Slakaðu á! Þannig hljómar áttunda ráð The Guardian til þeirra sem vilja lengja líf sitt og vellíðan. Að dómi blaðsins eru Bretar almennt of stressaðir og stress hefur aldrei þótt gott fyrir heilsuna. Vísað er til rann- sókna sem segja að stressið sé mun minna á Spáni. Allir þangað! Þar er líka meiri sól. Í níunda lagi er lesendum The Guardian ráðlagt að taka lestina. Öryggið sé mun meira þar en í bíl. Þannig eru bílslys fimmta stærsta skýringin á ótímabærum andlátum í Bretlandi á eftir hjartasjúkdóm- um, sjálfsvígum, skorpulifur og brjósta- krabbameini. Fleiri Bretar deyja í bíl- slysum en vegna fíkniefnaneyslu. The Guardian lýkur umfjöllun sinni á sama hátt og hún hófst, með því að hvetja lesendur til að flytja búferlum. Að þessu sinni lætur það nægja að eggja fólk til að flytja frá Norður-Englandi og suður á bóg- inn. Ástæðan er einföld: Þeir sem búa í Norður-Englandi eru nefnilega 20% líklegri til að hrökkva upp af fyrir 75 ára aldur en íbúar Suður-Englands. Hvernig má auka lífslíkurnar? HVAÐ ÞARFT ÞÚ, LESANDI GÓÐUR, AÐ GERA VILJIRÐU LENGJA LÍF ÞITT? SVARIÐ ER EINFALT: FLYTJA TIL JAPAN. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mun öruggara er að ferðast með lest en bíl. Fleiri Bretar deyja í bílslysum en vegna fíkniefnaneyslu. Brýnt er að fylgjast vel með blóðþrýstingnum. Of hár blóðþrýstingur er rót alls kyns leiðinda. Japanir hreyfa sig mikið og ekki er verra að vera í sérhönnuðum vélmennaklæðum ́á meðan. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.