Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 39
17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 V enjuleg mánudagskvöld hjá húsmæðrum í 108 eru yfirleitt með einföldu og fábrotnu sniði. Oftast eru þau notuð til að næra andlega og líkamlega heilsu og sinna vísitölulífinu af mikilli alúð. Sortera sokka og svona … Það sem svona hús- mæður óttast þó mest í lífinu er að tilveran verði eins og í kvik- myndinni Groundhog Day. Það var því þungu fargi af húsmóð- urinni létt þegar hún frétti að henni stæði til boða að hitta tískuhönnuðinn Marc Jacobs í Lundúnum. Hjartað tók nokkur auka- slög, sem gerist nú ekki oft hjá svona yfirveguðum og prúðum mið- aldra konum, og hugurinn reikaði með tryllingi aftur í tímann. Hús- móðirin hefur nefnilega oft lent í þeirri djöfullegu stöðu að þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en hún rennir kortinu í gegn í verslunum tískuhönnuðarins. Á slíkum augnablikum hefur hún spurt sig mjög erfiðra spurninga á borð við hvort lífshamingja hennar myndi raunverulega aukast um 27% ef hún eignaðist nýjan Marc Jacobs- kjól eða hvort þetta væru allt upp til hópa hreinrækt- aðar gerviþarfir. Á einhverjum tíma- punkti hefur skrattinn á öxlinni, sem segir húsmóð- urinni reglulega að lifa í núinu og að lífið sé allt of stutt fyrir ljóta og van- sniðna kjóla, tekið völdin. Þegar horft er til baka er alveg hægt að færa rök fyrir því að lífsham- ingjan hafi auk- ist, það er alla- vega ennþá verið að nota góssið af 403 Bleecker Street … Þegar hjartað var farið að slá eðlilega á ný jókst hjartslátt- urinn aftur þeg- ar hún áttaði sig á því að hún ætti náttúrlega ekkert til að fara í. Það væri dálítið glatað að hitta MJ og klæðast kjól úr ódýrari línunni, Marc by Marc Jacobs, frá 2009 eða vera í einhverju afar ótískulegu, óspennandi, ósjarmerandi og hrein- lega hallærislegu. Og svo rann mánudagskvöldið upp og húsmóðirin hitti Marc Jacobs. Hann var í náttfötum, en hún í svörtum vönduðum kjól, lakkskóm frá ítölsku tískuhúsi og með neon- belti úr Lindex. Í boðinu voru þekktir blaðamenn víðsvegar að úr heiminum, aðallega Norðurlönd- unum og Bretlandi. Að labba inn í partíið var eins og að labba inn á tískusýningu. Allar hafa blaðakonurnar ákveðið að vera í sínu fín- asta pússi og varð því ekki þverfótað fyrir konum í jólafötum. Sumar voru í pallíettum frá toppi til táar, aðrar í magabolum og enn aðrar í samfestingum með fjaðraskrauti. Flestar áttu þær það sam- eiginlegt að vera með lúxus-töskur frá þekktustu tískuhúsum heims. Það virðist ekkert vera að breytast þótt töskuflotinn sé kannski að- eins að eldast … Það var dásamlegt að horfa yfir hópinn og sjá alla þessa tísku- dýrð. Það er nefnilega fátt jafnsjarmerandi og konur sem eru ánægðar með sig og vita að þær eru alveg með þetta. Konur sem fíla sig vel, sama hvernig þær eru til fara, glóa eins og demantar og sjálfstraustið eykst um 58% eða meira. Konur sem hafa sjálfstraust eru líklegri til að láta drauma sína rætast og verða þar af leiðandi hamingjusamari … martamaria@mbl.is Sjálfstraustið og hamingjan … Þessi skart- aði stórri Prada-tösku. MMJ og MJ í Lundúnum. Rauð Marc Ja- cobs-taska og tvílitar buxur, hvítar að fram- an og svartar að aftan. Vor og sumar 2013 Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 551 6646 Laura Ashley á Íslandi Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.