Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Page 40
Svokallaðar Pipa- sokkabuxur. Aðdáendur Marimekko gleðjast eflaust yfirnýjustu tíðindunum en hátískufatnaðurfinnska hönnunarrisans er aftur fáanlegurá Íslandi. Það er finnska hönnunarbúðin Suomi Design á Laugavegi sem hefur tekið bæði fatnað og fylgi- hluti, töskur og hálsmen upp á sína arma. Satu Rämo, annar eigandi Suomi PRKL! Design, segir að ákveðið hafi verið að taka upp úr fyrstu kössunum í tilefni af Hönnunarmars. Auk Satu á Maarit Kaip- painen verslunina. Marimekko-fatalínan hefur ekki fengist á Íslandi um nokkurt skeið en nýja vor- og sumarlína þeirra er sérstaklega litaglöð og falleg og sniðin kvenleg. Auk þess verða klassísku Mari-randabolirnir til sölu, fyrir konur og karla. Marimekko var stofnað af Armi Ratia árið 1962 og varð strax að menningarlegu fyrirbæri sem flestir þekkja. Þess má geta að töluvert verður um að finnsk hönnun skjóti upp kollinum á Hönn- unarmars. HÖNNUNARMARS Marimekko aftur á Íslandi Kjólar úr vor- og sumarlínu Marimekko. ÁÐUR EN VIÐ VITUM AF VERÐUR ORÐIÐ NÓGU HEITT Í VEÐRI FYRIR BLÚSSUR, VESTI, ERMALAUST OG TOPPA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is F allegar blússur eru áberandi á vormánuðum. Um leið og við finnum að það er komið peysuveður má fara að huga að þynnri flíkum fyrir efri part lík- amans. Fallegar, dömulegar blússur eru móðins í vor, sérstaklega þær ermalausu. Þá eru töffaralegar skyrtur og blússur, eins og Noomi Rapace og Kate Middleton klæðast gjarnan, áberandi. Ekki skemmir að hafa þær einlitar, annaðhvort úr hreinni þykkri bómull eins og Rapace klæðist gjarnan eða einhverju loft- kenndara og léttara efni eins og hertogaynjan myndi velja sér. Efnin eru sum þó nokkuð gagnsæ, siffon og silki, púff- ermar dúkka upp og á litaspjaldinu eru til að mynda antík- blár, antíkbleikur, svartur og hvítur. Þá er ekki verra að rekast á vesti og blússur sem eru hnepptar að framan. Allra helst að nota belti með glansandi fínum blússum á há- tíðlegum kvöldum. Gullfalleg og óvenjuleg lita- samsetning frá danska tískuhús- inu Edith & Ella. Julien Fournie notaði mikið af siffoni og skemmtilegum léttum efnum í vorlínuna sína. Sérstaklega fallegt snið yfir axlirnar. Frönsk hönnun; meira púff og falleg rykking sem tekin er saman í veglega slaufu. Kate Middleton í antíkblárri blússu. TÍMI LÉTTRA FLÍKA Franski hönnuðurinn Alexis Mabille vill hafa blússurnar léttar í vor. Bundnar, með slaufum og eilítið gegnsæjar. 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 Föt og fylgihlutir Noomi Rapace er auðvitað slíkur töffari að hún fer frekar í sterkar bómullarskyrtur en róm- antískar blúndur. Það má líka. Blússandi sigling

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.