Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Side 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Side 50
Ég er ekki meðvirk HÚN ER FREMSTA FAGMANNESKJA ÞJÓÐARINNAR Í TÍSKU. SUMIR HRÆÐAST LINDU BJÖRG ÁRNADÓTTUR OG FLESTIR LEGGJAVIÐ HLUSTIR ÞEGAR HÚN LJÁIR MÁLS Á EINHVERJU. HVORT SEM ÞAÐ ERU KJÓLAR Í EUROVISION, LOPAPEYSA Á ALÞINGI EÐA KYNÞOKKI KVENNA SEM HÚN SEGIRVALDATÆKI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Þ að að ég sé hreinskilin og orði hlutina eins og þeir eru var mikils metinn kostur hjá vinnuveitendum mínum í Frakklandi. Þegar ég kom heim til Ís- lands fann ég fljótt að fólki fannst þessi hreinskilni ekki í lagi. En meðvirkni funkerar ekki í neinu fagi, engum viðskiptum né samskiptum. Sagan um nýju fötin keisarans er frægasta sagan um þetta efni,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fata- og textílhönnuður. Þótt fagfólk og fagurkerar hafi fyrir löngu spottað Lindu sem mikilsháttar hönnuð gerði Linda nokkuð skemmtilegt árið 2010. Hún fangaði athygli þeirra sem jafnan velta ekki fyrir sér þeim heimi. Til upprifjunar er Linda konan sem setti allt á hliðina þegar hún sendi Evu Maríu Jónsdóttur sjónvarpskonu bréf eftir úr- slitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins. Í bréfinu sagði Linda að kjólar kynnanna; Evu Maríu Jónsdóttur og Ragnhildar Stein- unnar, væru þeir ljótustu sem hún hefði séð séð í sjónvarpinu. Bréfið rataði í fjölmiðla og þar eftir hefur ekki aðeins verið fylgst með því sem Linda skapar heldur jafnframt öllu því sem hún færir opinberlega í tal. Í framhaldi bréfsins sagði Linda í viðtölum að RÚV bæri þá ábyrgð gagnvart íslenskum sjónlistum að það yrði að sýna það besta sem væri í gangi hverju sinni. Þann dag heimsóttu um 10.000 manns hennar persónulegu heimasíðu og ljóst var að í Lindu bjó stórskemmtilegur og óbanginn þjóðfélagsrýnir. Þetta óvenjulega mál náði svo langt að komast í aprílgabb Fréttablaðsins og Spaugstofuna. En þetta sagði ýmislegt um hvernig Linda fer sjaldnast eins og köttur í kringum heitan graut. Enda segir hún það ekkert nema virðingarleysi ef fag- mennska sé ekki álitin mikilvæg þótt efnið heiti „tíska“. Áður en við ræðum lopapeysumálið mikla á Alþingi, Evr- óvisjón, kennsluaðferðir Lindu og fleira skemmtilegt ætlum við rétt lauslega að renna yfir ferilinn sem er flottur. Hún hefur bæði menntað sig í fatahönnun og textílhönnun. Útskrifaðist árið 1995 úr textílhönnunardeild MHÍ með hæstu einkunn fyr- ir lokaverkefni. Tveimur árum síðar útskrifaðist hún sem fata- hönnuður úr Parísarskólanum Studio Bercot. Hún var snemma farin að vinna til verðlauna. Fyrstu verðlaun í SIFA, Smirnoff fashion awards tvö ár í röð. Búningahönnun fyrir leikhús er meðal verkefna og hún hefur skapað línur undir eigin hönn- unarmerki, meðal annars hið vinsæla merki SVO og síðar Scintilla þar sem hún hefur unnið mikið með textíl í heim- ilisvörum. Hún hefur unnið fyrir franska hönnuðinn Martine Sitbon, snyrtivörufyrirtækið Shiseido, unnið í verkefnum fyrir Jil Sendor, Hugo Boss og Sergio Rossi svo eitthvað sé nefnt. Þá vann hún að umgjörð myndbanda fyrir Gus Gus-hópinn, Björk og Sigur Rós. Með nýlegri verkefnum utan fagstjóra- starfsins í LHÍ voru raunveruleikaþættirnir Hannað fyrir Ís- land. Linda hefur útskrifað um 120 fatahönnuði. Mikil og víð- feðm reynsla verður því ekki af henni skafin. Skiljanlega hefur hún skoðanir á öllu því sem tengist hennar fagi. „Ég vissi snemma að áhugi minn lægi þarna. Heima var ég hvött til að læra eitthvað praktískara svo ég beið aðeins með að fara af stað. Ég fór í Myndlista- og hand- íðaskólann en ég get ekki sagt að á þessum tímum hafi fólk verið bjartsýnt á að hægt væri að hafa lifibrauð af hönnun. Það hefur ótrúlega margt breyst. Hluti af viðhorfinu gagnavart fatahönnun var að þetta væri ekki eiginlegt fag. Að þetta snérist um persónu- legan smekk og það væri ekki til neitt faglegt mat á hönnun. Ég og við uppi í Listaháskóla höfum algerlega tekið þá stefnu að tala aldrei þannig. Það er til faglegt mat á fagurfræði. Fólki verður stundum heitt í hamsi þegar nefnt er að það sé til eitt- hvað sem heitir góður smekkur og það sé fólk í tískubrans- anum sem í raun og veru hafi mikla þekkingu og skilning á því. Þetta fólk fær mjög góð störf út um allan heim. Fólk á erfitt með að kyngja að sumir eru einfaldlega með betra auga fyrir þessu en aðrir.“ Linda segir að þó hafi orðið stórkostleg breyting á orðræð- unni um hönnun. „Fatahönnun getur búið til peninga – fjölda- framleidda vöru – nýsköpun í iðnaði. Um leið og allir gera sér grein fyrir þessu verður almennt farið að taka mark á þessum heimi.“ Linda mælist til þess að fólk horfi til Frakklands. Þá liggi þetta strax í augum uppi. Bara hjá samsteypunni sem á Louis Vuitton, LVHM, starfi jafnmargir og 2/3 hlutar íslensku þjóðarinnar, 200.000 manns. Það grínist enginn með þetta fag þar. „Þetta er ekkert „kerlingarhobbí“ eins og gjarnan er talað um þetta fag hér. Ég nota þetta orð og sumir fá áfall yfir því en svona er þetta bara.“ Sumir hræðast Lindu Hefurðu alltaf verið svona? Eða var það námið úti sem þjálfaði þig í að viðra skoðanir þínar geiglaus? „Ég held að ég hafi allt- af verið svona. Í dag er ég í þannig stöðu að ég fæ að njóta þess. Fólki er farið að finnast það skemmtilegt að ég hafi skoðanir og vill heyra hvað ég hef að segja. Ég upplifði það reyndar fyrst úti, í skólanum og í starfi mínu þar eftir námið. Það var svo gaman. Allir vildu vita hvað mér fyndist um eitthvað.“ Linda segir það ekki gott fyrir greinina að fólk sé jákvætt bara til að styggja ekki eða særa. „Ef ég samþykki að einhver flík sé falleg án þess að innistæða sé fyrir því og hún fer í verslanir er það á endanum þannig að hún selst ekki. Kennarar bresku listaháskólanna, sem eru þeir bestu í heiminum, færa skoðanir sínar í búning sem getur valdið hneykslun. Það kom hingað kennari frá Cent- ral St. Martins að dæma lokaverkefni og hún sagði til dæmis að flík hefði verið þannig að það mætti halda að einhver hefði ælt á hana. En til að geta verið gagnrýninn þarftu líka að hafa húmor. Það hafði mikil áhrif á mig að vera með kennara á borð við þennan sem henti verkefnum stundum beint í ruslið.“ En eru krakkarnir í LHÍ þá ekkert hræddir við kennarann Lindu? „Það koma árgangar sem eru pínu hræddari við mig * „Mér finnst meðvirktfólk ofboðslega leið-inlegt. Ef fólk þarf endilega alltaf að segja nákvæmlega það sem ég held að það ætli að segja þá þarf það ekki einu sinni að segja það“ Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.