Morgunblaðið - 03.04.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.04.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013 Nýlega var undirritaður nýr sam- starfssamningur milli Hagkaups og Bandalags íslenskra skáta til þriggja ára um gagnkvæm við- skipti. Hagkaup hefur verið dyggur samstarfsaðili skátanna um nokk- urra ára skeið. Jafnframt vildi Hagkaup þakka fyrir góð viðskipti á liðnu ári og styrkti því Bandalag íslenskra skáta um eina milljón króna. Samningurinn felur meðal annars í sér að efla matarúthlutun á Landsmóti skáta sem er einn af stærstu viðburðum skátahreyfing- arinnar á Íslandi. „Með slíkum styrk getur Bandalag íslenskra skáta stuðlað að eflingu skáta- starfs í landinu, meðal annars með þeirri öflugu viðburðadagskrá sem skátarnir standa fyrir,“ segir í til- kynningu frá Bandalagi íslenskra skáta. Hagkaup styrkti skátana um milljón Bændasamtök Íslands halda opinn hádegisfund í Bændahöllinni mið- vikudaginn 3. apríl kl. 12.00-13.30 í salnum Heklu á Hótel Sögu. Fundarefnið er sú áhætta sem felst í innflutningi á hráu kjöti til landsins. Erindi flytja Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Til- raunastöð Háskóla Íslands á Keld- um, og Karl G. Kristinsson, prófess- or og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. Umræður verða í lok erinda. Allir áhugasamir eru velkomnir á fundinn en hádegis- hressing verður í boði bænda, segir í tilkynningu. Ræða áhættu af inn- flutningi á hráu kjöti Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 3. apríl kl. 15.15-16.00 mun Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytja erindi sitt „Sveppur á fléttu ofan, fléttuháðir sveppir og fjölbreytni þeirra“. Sagt verður frá fléttuháðum sveppum og þróunarsögu þeirra auk þess sem sérstök grein verður gerð fyrir íslenskum tegundum af fléttuháðum sveppum en hérlendis þekkjast nú 146 tegundir þessara sérstöku lífvera. Hrafnaþing er haldið í húsi Náttúrufræðistofn- unar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ. Allir eru velkomnir. Fléttuháðir sveppir og fjölbreytni þeirra STUTT Vilt þú létta á líkamanum eftir páskaveislurnar? Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Lifandi markaður, Lyf og heilsa, Lyfja, Apótekið, Apótekarinn, Lyfjaborg, Siglufjarðarapótek, Lyfjaval, Reykjavíkur apótek, Apótek vesturlands, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Árbæjarapótek, Akureyrarapótek, Garðsapótek, Heilsuver, Græni hlekkurinn, Góð heilsa gulli betri, Urðarapótek, Austurbæjar apótek, Melabúðin, Rima apótek og Blómaval. Safinn er unninn úr lífrænt ræktuðum birkilaufum: • Losar bjúg úr líkamanum • Léttir á liðamótum • Losar óæskileg efni úr líkamanum • Styrkir neglur, hár og húðina • Gott að blanda safann með vatni, má drekka óblandaðnn • Íslenskar leiðbeiningar Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is Þá er holt og gott að drekka Birkisafann frá Weleda Síðan 1921facebook.com weleda ísland PÁLL ÓSKAR OG MÓNIKA EYÞÓR INGI ANDREA GYLFADÓTTIR LAY LOW ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR STYRKTAR- OG SAMSTÖÐUTÓNLEIKAR STÍGAMÓTA FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK 4. APRÍL KL. 20:00 Miðasala á midi.is og í verslunum Brims, Laugavegi og Kringlunni. Allur ágóði rennur til Stígamóta. 2.500 KR. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þeir hafa ekki talað við mig en eru víst að bera víurnar í hann. Mér finnst það heldur snemmt, þetta er gríðarlega efnileg kind og mig lang- ar til að nota hana aðeins lengur,“ segir Bjarney S. Hermundsdóttir, bóndi í Tunguseli á Langanesi. Hrúturinn Ósi í Tunguseli er besti hrútur landsins, samkvæmt nið- urstöðum afkvæmarannsókna síð- asta haust. Marinó Jóhannsson og Bjarney búa félagsbúi með Ævari syni sín- um. Þau eru með á níunda hundrað fjár á fóðrum. Rannsóknarmiðstöð landbún- aðarins birti nýlega niðurstöður af- kvæmarannsókna hrúta frá síðasta hausti. Aðeins voru tekin með í yf- irlitið bú þar sem átta eða fleiri hrút- ar voru í samanburði. Gefnar eru einkunnir fyrir mælingar á kjöti, bæði á lifandi afkæmum og sam- kvæmt upplýsingum frá slát- urhúsum. Ósi í Tunguseli stóð efstur í þessum samanburði, fékk 165 í heildareinkunn. Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur segir að Ósi hafi haft mikla yfirburði þegar bak- vöðvi var metinn og þar með það kjöt sem gripirnir gefa. Ósi gefur 32,7 mm bakvöðva á meðan með- altalið úr rannsókninni er 29,4. Þetta segir Eyjólfur að séu meiri yfirburð- ir en sést hafi. Lömbin undan Ósa séu bæði vel gerð og kjötið fitulítið. Áhugi á sæðingastöðvum Eyjólfur segir að Ósi sé til skoð- unar við val hrúta inn á sæðing- arstöðvar og telur að hann eigi möguleika á því. Ósi er tveggja vetra og var keyptur frá Flögu í Þistilfirði. Hann er sonarsonur Kveiks sem á mikil ítök í sauðfjárstofninum. „Hann er mér mjög kær,“ segir Bjarney um þá hugmynd að láta Ósa á sæð- ingastöð. Hún segir að Ósi sé gull- moli fyrir ræktunarstarfið og hún vilji helst fá nothæfan hrút undan honum, áður en hún láti hann fara. „Ég bað feðgana á Flögu um hrút fyrir þremur árum. Þeir sögðust þá ekki eiga neinn nógu góðan fyrir mig. Svo hringdu þeir þegar Ósi kom og báðu mig að sækja hann,“ segir Bjarney. Hún segir að þeir hafi látið sig hafa besta lambið og sýnt með því vináttu og góðan hug. Hún telji sig verða að leita álits Flögubænda, áður en hún láti hrútinn frá sér. Gullmoli fyrir ræktunarstarfið  Hrúturinn Ósi með yfirburði  Eig- andinn vill helst halda í hann lengur Vel vaxinn Ósi er mikið notaður í Tunguseli. Gæti hann átt von á sextíu af- kvæmum á næstunni. Fleiri afburðahrútar eru á bænum. Marinó í Tunguseli telur að sauðfjárbændur ættu að taka meiri þátt í markaðssetningu afurðanna. Nefnir hann sauða- kjöt sem dæmi um það. Þær fá- einu veturgömlu kindur sem fari í sláturhúsið séu allar teknar heim enda viti bændur hvað kjötið af þeim er mikið lostæti. Leggur hann til að eitt af- urðasölufyrirtæki geri tilraun með að hvetja bændur til að setja á léttustu lömbin á hausti til að hefja framleiðslu á sauða- kjöti. Þetta sé dýrari fram- leiðsla fyrir bændur og því þurfi að greiða þeim hærra verð fyrir kjötið. Síðan mætti prófa að markaðssetja kjötið á ýmsa vegu, léttreykja það og salta. Hvetur til sölu á sauðakjöti AUKIN FJÖLBREYTNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.