Morgunblaðið - 03.04.2013, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Framtakssjóður Íslands hefur selt all-
an sinn hlut í Vodafone, 19,397%. Sölu-
verðið eru tæpir 2,3 milljarðar króna.
Framtakssjóðurinn var áður stærsti
hluthafinn í Vodafone.
Samkvæmt tilkynningu til Kauphall-
arinnar keypti Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins og undirdeildir hans
hluta af þeim bréfum sem Framtaks-
sjóðurinn seldi í gærmorgun en alls er
hlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna rík-
isins nú 12,49%. Alls seldi Framtaks-
sjóður Íslands rúmlega 66 milljónir
hluta í Vodafone og virðast stærstu við-
skiptin hafa verið á genginu 34,75.
Framtakssjóður Íslands
selur 20% í Vodafone
● Sjálfkjörið verður í stjórn Eimskipa-
félags Íslands en aðalfundur félagsins
verður haldinn í dag. Miklar breytingar
verða á stjórn félagsins og er Richard
Winston Mark d’Abo sá eini sem verður
áfram í stjórn.
Þau sem gefa kost á sér í stjórn Eim-
skips eru: Gunnar Karl Guðmundsson,
stjórnarformaður Afls sparisjóðs;
Helga Melkorka Óttarsdóttir, hæsta-
réttarlögmaður hjá Logos; Hrund Rúd-
olfsdóttir, mannauðsstjóri Marels, og
Víglundur Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður fjárfestingafélagsins Lindarflatar
ehf. Þau koma öll inn sem sjálfstæðir
stjórnarmenn, en Mark d’Abo er hlut-
hafi í The Yucaipa Companies, stærsta
hluthafanum í Eimskip.
Sjálfkjörið verður
í stjórn Eimskips
Eimskip Fjórir nýir stjórnarmenn
koma inn í stjórn félagsins í dag.
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Skuldir Skipta, sem er meðal annars
móðurfélag Símans, Skjásins og
Mílu, munu lækka um meira en helm-
ing nái tillögur um fjárhagslega end-
urskipulagningu félagsins fram að
ganga – úr 62 milljörðum króna í 27
milljarða. Kröfuhafar Skipta mega
eiga von á því að tapa um fjórðungi
krafna sinna.
Eftir samráð við helstu kröfuhafa
hefur stjórn Skipta lagt fram tillögu
um endurskipulagningu skulda fé-
lagsins. Lagt er til að stórum hluta
skulda þess verði breytt í hlutafé, að
því er fram kemur í tilkynningu til
Kauphallarinnar. Klakki ehf., sem er
beint eða óbeint eini hluthafi Skipta,
hefur veitt samþykki sitt fyrir end-
urskipulagningunni.
Vonast félagið til þess að allir
kröfuhafar vaxtaberandi skulda
Skipta, sem falla undir fjárhagslega
endurskipulagningu, muni sam-
þykkja tillöguna. „Við erum bjart-
sýnir og teljum að þetta muni ganga
eftir,“ segir Steinn Logi Björnsson,
forstjóri Skipta, í samtali við Morg-
unblaðið. Skipti eru stærsta fyrir-
tækjasamsteypan hérlendis sem hef-
ur ekki farið í gegnum fjárhagslega
endurskipulagningu frá hruni ís-
lenska bankakerfisins haustið 2008.
Fram kemur í tillögunum að fjár-
hagsleg endurskipulagning Skipta
hafi aðeins áhrif á Arion banka sem
lánveitanda félagsins og eigendur að
skuldabréfaflokki sem var útgefinn
árið 2006. Lagt er til að forgangslán
félagsins verði endurfjármögnuð að
fullu með annars vegar láni frá Arion
banka að fjárhæð 19 milljarðar króna
og hins vegar með útgáfu 8 milljarða
króna skuldabréfaflokks, eða annarri
fjármögnun. Jafnframt áformar
Skipti að endurgreiða hverjum og
einum kröfuhafa tvær milljónir í
reiðufé. Kemur sú greiðsla til lækk-
unar á höfuðstól viðkomandi kröfu.
Arctica Finance, sem er fjárhags-
legur ráðgjafi Skipta við endurskipu-
lagninguna, hefur metið endurheimt-
ur óveðtryggðra kröfuhafa sem
72,3% af uppreiknuðum höfuðstól
krafna. Peningagreiðslan eykur hins
vegar heimtur kröfuhafa allt upp í
78,7%. Upphafleg fjárhæð skulda-
bréfaflokksins var 14 milljarðar árið
2006 en í dag er höfuðstóll bréfsins
um 23 milljarðar króna. Vaxta-
greiðslur Skipta til eigenda bréfsins
á tímabilinu nema 8,4 milljörðum. Að
mati Arctica er virði þess hlutafjár
sem skuldabréfaeigendurnir fá nú í
sinn hlut 16,6 milljarðar króna. Með
öðrum orðum nemur sú fjárhæð sem
kröfuhafar fá greitt til baka af
skuldabréfinu, sem var upphaflega
14 milljarðar, alls um 25 milljörðum.
Eigendur skuldabréfaflokksins
eru stærstu lífeyrissjóðir landsins –
Lífeyrissjóður verslunarmanna, Líf-
eyrissjóður starfsmanna ríkisins,
Gildi lífeyrissjóður og Almenni lífeyr-
issjóðurinn – ásamt nokkrum minni
fagfjárfestum. Að því gefnu að kröfu-
hafar Skipta samþykki tillögu félags-
ins um fjárhagslega endurskipulagn-
ingu þá munu þessir aðilar verða
eigendur að meirihluta hlutafjár í
Skiptum. Steinn Logi segir að eign-
arhlutur Arion banka í félaginu yrði
hins vegar á bilinu 40% til 50%. Lík-
legt er þó að eigendahópurinn muni
taka talsverðum breytingum á næstu
árum, en stefnt er að því að skrá
Skipti á hlutabréfamarkað í fyrsta
lagi á næsta ári.
Mun hagstæðari vaxtakjör
Ljóst er að nái þessar tillögur að
endurskipulagningu á skuldum
Skipta fram að ganga, sem fastlega
má gera ráð fyrir, þá mun það marka
straumhvörf fyrir rekstrarhorfur fé-
lagsins. Þrátt fyrir að afkoma Skipta
hafi batnað talsvert á umliðnum ár-
um – rekstrarhagnaður fyrir afskrift-
ir og fjármagnsliði (EBITDA) var 8
milljarðar á síðasta ári samkvæmt
bráðabirgðauppgjöri – þá nemur
samanlagt tap félagsins á árunum
2010 til 2012 yfir 15 milljörðum
króna. Þungur fjármagnskostnaður
vegur þar þyngst.
Að sögn Steins Loga munu vaxta-
berandi skuldir samstæðunnar
lækka úr 62 milljörðum króna í 27
milljarða króna. Sé horft til þess að
rekstrarhagnaður félagsins var 8
milljarðar á liðnu ári þá mun slík
skuldalækkun þýða að mælikvarðinn
skuldir á móti EBITDA, sem er al-
gengur til að meta möguleika fyrir-
tækja til að ráða við greiðslubyrði af
áhvílandi lánum, lækki úr 8,1 í 3,3.
Sömuleiðis ættu vextir á lánum
Skipta að lækka nokkuð við fjárhags-
lega endurskipulagningu félagsins,
en verðtryggðir vextir á skuldabréfa-
flokknum sem var gefin út 2006 námu
til að mynda 6%. Steinn Logi getur
ekki upplýst um lánakjörin hjá Arion
banka, en segir að þau séu „mun hag-
stæðari.“
Lífeyrissjóðir og Arion
banki munu eignast Skipti
Tillaga að endurskipulagningu Skipta Skuldir lækki um meira en helming
Aðþrengd skuldastaða Nái tillaga að fjárhagslegri endurskipulagningu
Skipta fram að ganga lækka skuldir úr 62 milljörðum í 27 milljarða.
Endurskipulagning
» Eftir samráð við helstu
kröfuhafa hefur stjórn Skipta
lagt fram tillögu að fjárhags-
legri endurskipulagningu fé-
lagsins.
» Öllum skuldum kröfuhafa
verði breytt í hlutafé. Nái til-
lagan fram að ganga munu
stærstu lífeyrissjóðir landsins
og Arion banki eignast Skipti.
» Kröfuhafar Skipta tapa um
fjórðungi krafna sinna.
» Vaxtaberandi skuldir félags-
ins munu lækka úr 62 millj-
örðum í 27 milljarða króna.
Ráðstefna um framtíð
húsnæðislána á Íslandi
Setning
Höskuldur Ólafsson, formaður SFF.
Danska húsnæðislánakerfið
Karsten Beltoft, framkvæmdastjóri Realkreditforeningen.
Sjónarhorn ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Vandamál og valkostir á íslenska fasteignalánamarkaðnum
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, kynnir meginniðurstöður skýrslunnar
Nauðsyn eða val – verðtrygging, vextir og verðbólga á Íslandi.
Sjónarhorn ÍLS
Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs.
Umbætur á íslenska fasteignalánamarkaðnum
Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF.
Pallborðsumræður
Pallborðsumræður með formönnum stjórnmálaflokkana sem eiga
sæti á Alþingi. Auðbjörg Ólafsdóttir, hagfræðingur, stjórnar umræðum.
Fundarstjóri: Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ.
Skráning á ráðstefnuna fer fram á vef Samtaka fjármálafyrirtækja www.sff.is
Ráðstefna Alþýðusamband Íslands, Íbúðalánasjóðs og
Samtaka fjármálafyrirtækja um fasteignalán. Ráðstefnan
fer fram á Hilton Nordica þann 4. apríl 2013. Ráðstefnan
hefst 8:30 og stendur til 11:15.
Verslun Tunguhálsi 10
Opið mán.-fim. 8:00-17:30
fös. 8:00-17:00www.kemi.is
Mikið úrval af
smurolíum og smurefnum
fyrir allan iðnað