Morgunblaðið - 03.04.2013, Side 19

Morgunblaðið - 03.04.2013, Side 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Buyers Laboratory (BLI) er sjálfstætt starfandi ráðgjafafyrirtæki á prentmarkaði og viðurkennir árlega þá framleiðendur sem skarað hafa fram úr. Tólf af fimmtán A3 fjölnotatækjum Konica Minolta voru útnefndar bestu vélar í sínum flokki árið 2012, fleiri en frá nokkrum öðrum framleiðanda. Þessi árangur er ástæða þess að BLI hefur nú veitt Konica Minolta viðurkenninguna A3 MFP Line of the Year, þriðja árið í röð. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki Stuttar fréttir ... verður upp á í útboðum fjórðungsins, og má búast við að þeir muni verða at- kvæðamiklir í útboðum á þeim flokk- um fram á mitt ár. Alls er fyrirhugað að gefa út ríkis- bréf fyrir 90 ma.kr. á yfirstandandi ári. Sakir þess hversu RIKB13-gjald- daginn í maí er stór má gera ráð fyrir að útgáfan á öðrum fjórðungi verði nær efri mörkum áætlunar Lána- mála,“ segir orðrétt í Morgunkorni. Ríkisbréf fyrir 15-30 milljarða kr.  Svipuð útgáfa ríkisbréfa áætluð og á fyrsta fjórðungi Morgunblaðið/Ómar Ríkisbréf Líklega verður útgáfa ríkisbréfa á öðrum ársfjórðungi svipuð og þeim fyrsta, um 30 milljarðar króna, samkvæmt greiningu Íslandsbanka. Útgáfa ríkisbréfa á öðrum ársfjórð- ungi verður með sambærilegum hætti og var á fyrsta fjórðungi ársins, og gæti vel farið svo að tveir þriðju hlutar útgáfu ársins líti dagsins ljós fyrir júnílok, samkvæmt því sem seg- ir í Morgunkorni greiningar Íslands- banka í gær. Þar kemur fram að þetta megi ráða af ársfjórðungsáætlun Lánamála rík- isins fyrir annan ársfjórðung. Sam- kvæmt henni sé áætlað að gefa út rík- isbréf fyrir 15-30 ma.kr. á tímabilinu. Þegar hafa verið gefin út ríkisbréf fyrir 31,3 ma.kr. að nafnverði það sem af er ári. Þar af voru gefin út óverð- tryggð ríkisbréf fyrir 30 ma.kr. í al- mennum útboðum og í gjaldeyrisút- boðum voru seld verðtryggð RIKS33-bréf fyrir 1,3 ma.kr. „Á öðrum ársfjórðungi verður haldið áfram að byggja upp RIKB15- flokkinn sem hleypt var af stokkunum í marsmánuði. Einnig er ráðgert að gefa út í löngu ríkisbréfaflokkunum RIKB22 og RIKB31. Er það einnig framhald á útgáfu fyrsta fjórðungs, en þá voru gefin út bréf fyrir 9,7 ma.kr. í fyrrnefnda flokknum og fyrir 10,2 ma.kr. í þeim síðarnefnda. Líkt og fyrri daginn má eiga von á að er- lendir aðilar verði atkvæðamiklir í kaupum á stutta flokknum, þ.e. RIKB15, ef ekki í útboðum þá á eft- irmarkaði. Erlendir fjárfestar áttu í febrúarlok þrjá fjórðu hluta af RIKB13-flokknum sem er á gjald- daga í maí næstkomandi, en líklega verður eigendum slíkra bréfa boðið upp á að skipta þeim fyrir ný ríkisbréf í útboðum fjórðungsins. Hins vegar eru lífeyrissjóðir langstærstu eigend- ur lengri flokkanna tveggja sem boðið Atvinnuleysi mælist nú 12% á evrusvæðinu og hefur aldrei ver- ið meira frá stofnun mynt- bandalags Evr- ópu árið 1999. Það þýðir að yfir 19 milljónir íbúa í ríkjunum 17 eru án atvinnu. Innan Evrópu- sambandsins mældist atvinnu- leysið 10,9% í febrúar en var 10,8% í janúar. Það þýðir að 26,34 millj- ónir íbúa ríkjanna 27 eru án at- vinnu. Atvinnuleysið var mest á Spáni eða 26,2% í febrúar og 17,5% í ná- grannaríkinu Portúgal. Atvinnu- leysið var minnst í Austurríki, 4,8% og 5,4% í Þýskalandi. Atvinnuleysi er gríðarlega mikið meðal ungs fólks í Evrópu en sam- kvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, var það 23,9% meðal fólks yngri en 25 ára á evrusvæðinu en 23,5% innan ESB. Á Spáni er atvinnuleysi meðal ungs fólks 55,7%, 38,2% í Portúgal og 37,8% á Ítalíu. Samkvæmt upp- lýsingum frá Grikklandi voru 58,4% ungmenna án atvinnu í desember. Mesta at- vinnuleysi frá 1999 Spánn Mótmælt í Madríd.  Verst á Spáni                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.+/ +01., +,+.2+ ,+., ,+.+3, +0.40/ +-5.+2 +.-+42 +03.0+ +20.5/ +,-.32 +01.// +,+.01 ,+.,/, ,+.,53 +4.53, +-5.2+ +.-,-3 +02.-/ +20.2 ,+1.,--2 +,-.13 +00.+, +,,.,- ,+.-,3 ,+.,// +4.540 +-5.01 +.-,1- +02.4+ +20.43 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Útlán þriggja stærstu bankanna - Landsbankans, Arion banka og Íslands- banka - til viðskiptavina jukust um 1,4% á síðasta ári. Yfir sama tímabil hækkaði vísitala neysluverðs um 4,2% og hagvöxtur á liðnu ári mældist 1,6% samkvæmt bráðabirgðamælingu Hag- stofunnar. Hvort sem leiðrétt er fyrir verðlagsáhrifum eða vexti hagkerfisins þá drógust útlán bankanna saman að raunvirði. Þetta kemur fram í greiningu Arion banka, en samdrátturinn mældist 3% þegar leiðrétt er fyrir verðbólgu. Þá kemur fram að heildarútlán í árs- lok 2012 mældust 105% af vergri landsframleiðslu þess árs. Til sam- anburðar voru útlán bankanna í lok árs 2011 samtals 108% af landsframleiðslu. Útlán banka á raunvirði minnka milli ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.