Morgunblaðið - 03.04.2013, Side 26
Dögun, stjórnmálasamtök heimil-
anna er sameining minni framboða
Þessa dagana kalla
margir eftir því að litlu
framboðin sameinist.
Það upplýsist hér með
að það hefur verið gert.
Dögun, stjórnmála-
samtök um réttlæti,
sanngirni og lýðræði er
einmitt sameining ým-
issa framboða. Byggt er
á grunni Borgarahreyf-
ingarinnar. Þar ofan á
koma Hreyfingin og Frjálslyndi
flokkurinn. Auk þess ýmsir aðilar
sem koma inn í Dögun sem ein-
staklingar. Tveir fyrrverandi for-
menn í Hagsmunasamtökum heim-
ilanna, stjórnlagaráðsfulltrúi og
fleira fólk sem hefur sýnt vilja sinn
í verki fyrir betra Íslandi. Í þessu
samvinnuferli hefur verið rætt um
samstarf við flest þessi svokölluðu
litlu framboð og þeim boðið að vera
samferða. Fleiri hafa
ekki gengið til sam-
starfs.
Segjast verður
eins og er að halda
mætti að mörg
þeirra framboða sem
nú spretta upp eins
og gorkúlur hafi ein-
faldlega ljósritað ein-
hver skjöl úr stefnu
Dögunar. Það er gott
eitt um það að segja
að sótt sé í smiðju
Dögunar en það skil-
ur eftir spurninguna, hvers vegna
hinir sömu gátu ekki bara verið
með.
Dögun hefur lokið við framboðs-
lista sem eru fullmannaðir og til-
búnir. Samvinna við önnur framboð
verður því hér eftir aðeins möguleg
með annarskonar kosninga-
bandalagi og Dögun heldur þeim
möguleika opnum sem áður.
Að halda því fram að sameining
framboða eigi sér ekki stað er því
ekki rétt og að viljinn sé ekki til
staðar stenst ekki heldur. Sú stað-
hæfing er afsönnuð með þeirri
staðreynd að Dögun, stjórnmála-
samtök um réttlæti, sanngirni og
lýðræði er samvinnumiðað stjórn-
málaafl sem hefur einmitt sameinað
minni flokka og er stundum er kall-
að: Dögun, stjórnmálasamtök heim-
ilanna.
Eftir Baldvin
Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson
»Dögun er sameining
ýmissa framboða.
Byggt er á grunni Borg-
arahreyfingarinnar. Þar
ofan á koma Hreyfingin
og Frjálslyndi flokk-
urinn og fleiri.
Höfundur situr í framkvæmdaráði
Dögunar og skipar 4. sæti í Suðvest-
urkjördæmi.
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013
Vor og sumar 2013
Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 551 6646 Laura Ashley á Íslandi • Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15
Slæmt ástand í sam-
göngumálum Vestfirð-
inga er ekki í fréttum
á hverjum degi.
Ákvörðun sem tekin
var undir pólitísku yf-
irskini án samráðs við
heimamenn á sunnan-
verðum Vestfjörðum
um að færa Austur- og
Vestur-Barðastrand-
arsýslur undir emb-
ættið á Ísafirði vekur
spurningar um hvort það hefði
strax í upphafi átt að setja fyr-
irhuguð Dýrafjarðargöng í fyrsta
áfanga með jarðgöngunum milli
Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar
sem Alþingi samþykkti í febrúar
1999. Skammarlegt er að Einar K
Guðfinnsson skuli alltaf setja sig
upp á móti Dýrafjarðargöngum
sem ákveðið er að ráðast í að lokn-
um framkvæmdum við Norðfjarð-
argöng.
Á fundi sem haldinn var á Flat-
eyri sumarið 1999 spurði grein-
arhöfundur fyrrverandi þingmenn
Vestfirðinga hvort til greina kæmi
að flýta undirbúningsrannsóknum á
jarðgangagerð milli Álftafjarðar og
Skutulsfjarðar vegna slysahætt-
unnar í Súðavíkurhlíð. Þá létu þess-
ir landsbyggðarþingmenn sem þeir
heyrðu ekki spurninguna og vísuðu
henni norður og niður. Nýju jarð-
göngin milli Hnífsdals og Bolung-
arvíkur sem tekin voru í notkun 11
árum síðar kærðu þeir sig ekkert
um þegar öllum mínum spurn-
ingum var svarað með hroka og út-
úrsnúningi án þess að öryggi íbú-
anna á Ísafjarðarsvæðinu væri haft
í huga. Það er óþolandi og engum
bjóðandi að allar leiðir til og frá
höfuðstað Vestfjarða skuli lokast
dögum saman vegna snjóþyngsla,
snjóflóða- og grjóthruns sem eng-
inn sér fyrir.
Helsta samgönguæð íbúa sex
þéttbýlisstaða norðan Hrafnseyr-
arheiðar yfir vetrarmánuðina er
vegurinn um Kirkjubólshlíð, Súða-
víkurhlíð, inn Djúpið og um Stein-
grímsfjarðarheiði. Í Morgunblaðinu
26. janúar sl. ítrekaði Ólína Þor-
varðardóttir að á þessari leið væru
22 snjóflóðagil, sem er alltof mikið.
Ekki er útilokað að þessi tala geti
verið ennþá hærri án þess að þing-
menn Norðvesturkjördæmis og all-
ir íbúar fjórðungsins séu meðvit-
aðir um það. Á þessari leið féllu 20
snjóflóð í áramótaveðrinu. Með
veggöngum sem stytta vegalengd-
irnar til og frá Ísafirði hefði verið
fljótlegra að koma raforkumálum
Vestfirðinga í lag. Þá
hefði rafmagn ekki
þurft að fara af fjöl-
mörgum byggðum allt
frá nokkrum klukku-
stundum upp í fleiri
daga. Með tilkomu
vegganga sem hér eru
nefnd hefði hættu-
ástandið orðið mun
minna ef rétt hefði
verið brugðist við. En
því miður tók raf-
magnsleysið sinn toll.
Í kjölfarið var von-
laust fyrir viðgerð-
armenn að komast á milli staða
þegar vegir lokuðust vegna snjó-
flóða.
Tímabært er að allir þingmenn
Norðvesturkjördæmis flytji á Al-
þingi tillögu um að Súðavíkurgöng
verði sett hið snarasta inn á teikni-
borðið og samgönguáætlun á með-
an Norðfjarðargöng verða í vinnslu
næstu þrjú til fjögur árin. Brýnt er
að ákvörðun um útboð Dýrafjarð-
arganga liggi fyrir löngu áður en
framkvæmdum við Norðfjarð-
argöng lýkur. Í beinu framhaldi af
göngunum mili Dýrafjarðar og
Arnarfjarðar þarf líka að skoða
möguleika á jarðgöngum sem rjúfa
einangrun byggðanna norðan
Hrafnseyrarheiðar við sunn-
anverða Vestfirði. Á meðan biðlist-
ar eftir jarðgöngum lengjast skipt-
ir öllu máli að að komið verði upp
snjóflóðavörnum í Kirkjubólshlíð til
þess að öryggi Ísafjarðarflugvallar
sé tryggt vegna sjúkraflugsins.
Fyrsta skrefið til að bregðast við
þessu vandamáli er að allir þing-
menn Norðvesturkjördæmis setjist
niður og komi sér saman um hvern-
ing öllum þeim jarðgöngum sem
eru á samgönguáætlun verði for-
gangsraðað. Greinarhöfundur
sendir Ólínu Þorvarðardóttur skýr
skilaboð um að 3 km löng veggöng í
hlíðinni norðan Súðavíkur sem
kæmu út á snjóflóðasvæði í Arn-
ardal breyta engu. Fram kemur í
jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar
að utan gangamunnans sé snjó-
flóðahætta á þremur stöðum í daln-
um milli Kirkjubólshlíðar og Súða-
víkurhlíðar. Þar getur hún leynst á
enn fleiri stöðum en talið er. Nú
skal Ólína Þorvarðardóttir flytja á
Alþingi tillögu um að Súðavík-
urgöng komist inn á samgöngu-
áætlun hið snarasta. Fyrir löngu
hefði Ólína átt að fá í lið með sér
meira en 13 meðflutningsmenn til
að þessi samgöngubót verði að
veruleika. Setjum Súðavíkurgöng á
teikniborðið. Flýtum fram-
kvæmdum við Dýrafjarðargöng.
Súðavíkurgöng
strax á teikniborðið
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
» Á þessari leið féllu
20 snjóflóð í ára-
mótaveðrinu. Með veg-
göngum sem stytta
vegalengdirnar til og
frá Ísafirði hefði verið
fljótlegra að koma raf-
orkumálum Vestfirð-
inga í lag.
Guðmundur
Karl Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Skráðu þig
í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Nú geta
allir fengið
iPad-áskrift