Morgunblaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 93. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Ásdís Rán í búlgarska sjónvarpinu 2. Gripin glóðvolg hér og í Noregi 3. Andlát: Vilhjálmur Óli Valsson 4. Hópum vísað frá landinu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Danski framleiðandinn Morten Kaufmann og kanadísk/ameríski framleiðandinn Christopher Soos verða meðframleiðendur á nýjustu mynd Marteins Thorssonar, Bankster. Morten á að baki myndir á borð við Jagten, Submarino og Voksne mennesker og hefur verið tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna. Soos hlaut Emmy-verðlaunin fyrir „Anvil: The Story of Anvil“. Hann verður jafn- framt tökumaður myndarinnar eins og í fleiri myndum Marteins. Handritið er skrifað af Guðmundi Óskarssyni og Marteini en það er byggt á verðlaunabók Guðmundar. Þeir eru íslenskir framleiðendur myndarinnar ásamt Ragnheiði Er- lingsdóttur. Nú fara fram leikara- prufur og eru leikarar á aldrinum 20- 30 ára hvattir til að senda inn mynd- bönd af sér fyrir aðalhlutverk Hörpu og Markúsar. Nánari upplýsingar fást á www.tenderlee.com eða með pósti á netfangið: info@tenderlee.com. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikaraprufur standa yfir fyrir Bankster  Í aprílgabbi Baggalúts var í boði „alhliða dekur- og dúllerísferð“ til Norður-Kóreu. Ekki var legið á því að þetta væri aprílgabb og til hæginda- auka voru leiðbeiningar fyrir les- endur um hvernig þeir ættu að hlaupa 1. apríl. Var þeim m.a. uppá- lagt að setja mynd af hinum ástsæla leiðtoga Kim Jong-un á fésbókarsíðu íslensks stjórn- málaflokks að eigin vali. Og að hlaupa hringi í kringum Hall- grímskirkju og syngja „Ég á líf“ af öllum lífs- og sálarkröftum. Alhliða dekurferð til Norður-Kóreu Á fimmtudag Hæg norðlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum á S-verðu landinu, annars skýjað að mestu og stöku él. Hiti 3 til 8 stig á S- og V-landi yfir daginn, annars um frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg austlæg eða breytileg átt og skúrir. Bjartviðri á N- og A-landi, en stöku skúrir eða jafnvel él. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast SV-til. VEÐUR Það var boðið upp á há- spennuleik þegar Snæfell og Stjarnan áttust við í fyrsta undanúrslitaleik lið- anna í Dominos-deild karla í körfuknattleik í Stykkis- hólmi í gærkvöld. Snæfell- ingar höfðu betur, 91:90, og braust út mikill fögnuður í Fjósinu þegar leiktíminn rann út. Annar leikur lið- anna fer fram í Ásgarði í Garðabæ á föstudags- kvöldið. »3 Eins stigs sigur Snæfellinga Björgvin Páll Gústavsson, landsliðs- markvörður í handknattleik, segir að Ísland eigi mjög erfiðan leik fyrir höndum gegn góðu liði Slóvena í und- ankeppni Evrópumótsins í Maribor í kvöld. „En við erum þannig týpur í þessu landsliði að við njótum okkar best þegar allir eru á móti okkur,“ segir Björgvin. »2 Njótum okkar best þeg- ar allir eru á móti okkur Undanúrslitin í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik hefjast í kvöld með tveimur leikjum. Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur taka á móti Val í Keflavík og Snæfell fær KR í heimsókn í Stykkishólm. Keflavík hafnaði í efsta sæti deildarinnar, Snæfell varð í öðru sæti, KR í þriðja sæti og Valur í því fjórða. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. »4 Undanúrslitin hefjast í kvöld hjá konunum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Reykjanesið er bæði fallegt og fjöl- breytilegt, það gleymist stundum að það er ekki bara hraunflákar eins og það sem maður sér út um bílrúð- una á Reykjanesbrautinni,“ segir Ellert Grétarsson ljósmyndari sem nýlega hlaut heimsathygli fyrir mynd sína af norðurljósum. „Mynd- ina tók ég hérna á Reykjanesinu, ég tek flestar mínar myndir á því svæði.“ Ellert hefur tekið fjölda mynda og myndskeiða á Reykjanesskag- anum. Hluta af þessu myndefni setti hann saman í myndskeið á vefnum youtube.com undir heitinu „Reykjanesskagi – Ruslatunna Rammaáætlunar“. Ellert segir að nafnið sé vísun í þegar Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur stóð við Grænavatn í Krýsuvík og blöskraði svo umgengnin að hann sagði vatnið notað eins og ruslatunnu. Í myndskeiðinu deilir Ellert hart á að samkvæmt rammaáætlun um orkunýtingu hafi meira og minna allir nýtingarkostir á svæðinu verið settir í framkvæmdaflokk eða bið- flokk, og einungis þrír af 19 í vernd- unarflokk. „Svo virðist sem Reykjanesið hafi verið notað sem pólitísk skiptimynt og gefið eftir að virkja það meira og minna allt en vernda þá frekar önn- ur svæði á hálendinu,“ segir Ellert. Reykjanesið fallegur landshluti Ellert segir miður hvað fáir geri sér grein fyrir þeirri náttúrufegurð sem Reykjanesskaginn búi yfir. „Meðal fallegra útivistarsvæða eru Krýsuvík, sem er fólkvangur og eitt vinsælasta útivistarsvæðið í nágrenni við þéttbýlasta svæði landsins. Þarna er líka Trölladyngja og Eld- vörp, tíu kílómetra löng gígaröð. Það þarf að fara alla leið upp í Lakagíga til að finna sam- bærilegar jarðmyndanir og Eld- vörpin. Og þetta er nánast í bæj- arhlaðinu. En þarna stendur því miður til að virkja. Ég er búinn að ljósmynda skagann í bak og fyrir undanfarin sex ár og fólk er hissa að sjá hvað náttúran hérna er fal- leg. Hér er til dæmis eini staðurinn í heiminum þar sem fyrirbærið út- hafshryggur gengur á land með sýnilegum ummerkjum og þær jarðmyndanir sem fylgja því bjóða upp á mikil tækifæri í ferðaþjón- ustu, meira að segja í næsta ná- grenni við alþjóðaflugvöll. Svo má ekki gleyma því að Reykjanesið er inngangurinn að landinu okkar og það fyrsta sem fólk sér á Íslandi. Við verðum að fara vel með það,“ segir Ellert. Reykjanesið gleymd perla  Ellert myndar náttúruperlur á Reykjanesinu Ljósmynd/Ellert Grétarsson Norðurljós Ljósmynd Ellerts vakti heimsathygli eftir að hún var birt á facebook-síðu National Geographic. „Það má kalla þetta landkynningu í mínu boði,“ segir Ellert. „Þegar ég gáði í morgun höfðu tæplega 80.000 manns lækað við myndina og búið var að dreifa henni kringum 23.000 sinnum. Myndin er tekin á Reykjanesinu þegar norðurljósin voru hvað virkust, ég hef aldrei séð svona norðurljós. Þetta dansaði alveg og stóð lengi yfir. Ég skoðaði aðeins ummælin við myndina á netinu og þau voru flest á þá leið að fólk vildi fara til Íslands að sjá norðurljósin með eigin augum. Ég sá hjá Ferðamálastofu að 83% ferðamanna koma til lands- ins til að sjá óspillta náttúru og við verðum að nýta okkur þetta, en jafnframt að vernda þetta því fólk kemur hingað til að upplifa ósnortna náttúru en ekki stöðvarhús, borholur og háspennulínur,“ segir Ellert. „Aldrei séð svona norðurljós“ 80.000 MANNS LÍKAR VIÐ NORÐURLJÓSAMYND ELLERTS Ellert Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.