Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mikil eyðilegging varð í gífurlegri sprengingu í áburðarverksmiðju í bænum West í Texas í fyrrinótt og yfirvöld sögðu í gær að talið væri að fimm til fimmtán manns hefðu látið lífið. Óttast var þó að fleiri hefðu farist þar sem leit var ekki enn lok- ið á svæði þar sem tjónið var mest. Haft var eftir formanni almanna- varnanefndar bæjarins að allt að 70 manns kynnu að hafa beðið bana. Um 160 manns slösuðust af völd- um sprengingarinnar, nokkrir þeirra lífshættulega, og hjúkrunar- heimili og um 80 íbúðir eyðilögðust. Björgunarsveitir og lögreglumenn rýmdu um helming bæjarins. Eldar loguðu enn í bænum mörgum klukkustundum eftir sprenginguna og óttast var að önnur sprenging eða gasleki yrði í áburðarverksmiðj- unni. Um tíma var einnig talið að íbúunum gæti stafað hætta af eitur- gufum. Sjónarvottar sögðu að stór eld- hnöttur hefði myndast þegar sprengingin varð. „Það var eins og kjarnorkusprengja hefði sprungið,“ sagði Tommy Muska, bæjarstjóri West. „Eyðileggingin var gríðar- leg,“ hefur fréttavefur CNN eftir lögreglustjóranum Parnell McNam- ara. „Þetta er eins og stríðssvæði.“ Á meðal þeirra sem er saknað eru sex eða sjö slökkviliðsmenn sem fóru á staðinn. Um 130 manns voru á hjúkrunarheimilinu sem eyðilagð- ist en hermt var að margir þeirra hefðu verið fluttir þaðan skömmu áður en sprengingin varð vegna elds sem kviknað hefði í verksmiðj- unni. Sprengingin olli jarðskjálfta sem mældist 2,1 stig, að sögn banda- rískra jarðskjálftafræðinga. Sprengingarinnar varð vart í allt að 80 km fjarlægð frá áburðarverk- smiðjunni. Sprengihætta af áburðinum við mikinn hita Ekki var vitað í gær hvað olli sprengingunni. Embættismenn í bænum sögðu að talið væri að sprengingin hefði orðið vegna amm- oníaks. Í verksmiðjunni voru um 20 tonn af vatnsfríu ammoníaki, að sögn bandarískra fjölmiðla. Sprengihætta getur stafað af áburði, sem inniheldur ammúníum- nítrat, við meira en 290°C hita, t.a.m. af völdum eldingar eða bruna vegna rafmagnsneista. Sprenging getur þó ekki orðið í áburði, sem inniheldur ammúníumnítrat, nema hann sé geymdur í miklu magni á sama stað, að sögn fréttaveitunnar AFP. Sprengingar hafa orðið í áburðarverksmiðjum vegna ammúníumnítrats, til að mynda í Toulouse í Frakklandi árið 2001 í verksmiðju þar sem 300 tonn af efn- inu voru geymd. Þá fórust um 30 manns. Ammúníumnítrat hefur verið not- að í sprengjur, t.a.m. í sprengju- tilræðinu í miðborg Óslóar árið 2011. „Er eins og stríðssvæði“  Óttast er að mikið mannfall hafi orðið í sprengingu í áburðarverksmiðju í Texas  Tugir húsa eyði- lögðust og margra íbúa var enn saknað í gær  Talið er að sprengingin hafi orðið vegna ammoníaks 500 m West Sprengingin varð laust fyrir klukkan 20 að staðartíma á miðvikudag Sprenging í áburðar- verksmiðju í bænum West í Texas varð til þess að nálægar byggingar hrundu og eldar kviknuðu í öðrum Slökkviliðsmenn, sem voru sendir að verksmiðjunni, særðust þegar önnur sprenging varð, að sögn bandarískra fjölmiðla Rúður brotnuðu í allt að 300 m fjarlægð frá verksmiðjunni Hjúkrunar- fyrirtæki Sjúkrahús Skóli Skóli BANDARÍKIN TEXAS Waco Dallas Houston West MEXÍKÓ 20 km Sprenging í verksmiðju Verksmiðjan AFP Sprenging Lögreglumaður stöðvar bíl í grennd við West í Texas. Leitað í rústunum » Björgunarmenn leituðu í gær í rústum húsa sem eyði- lögðust í sprengingunni. Bandarísk yfirvöld sögðu að málið yrði rannsakað sem hugsanlegur glæpur þótt margt bendi til þess að sprengingin hafi orðið vegna ammoníaks. » Íbúar West eru um 2.800 og margir þeirra eru afkomendur Tékka sem fluttu búferlum til Texas seint á nítjándu öld. Skráning á joninaben@nordichealth.is og í síma 822 4844 Loksins! Heilsa, golf, sól og sæla í sumarfríinu Detox meðferð með Jónínu Ben íþrótta- fræðingi og Ívari Haukssyni einkaþjálfara og golfkennara. Þau hafa tekið höndum saman og bjóða nú lúxus heilsu- og golf- sumarfrí á Hótel Fairplay, Spáni. Meðferðin byggir á þekkingu og reynslu beggja og markmiðið er að slá tvær „kúlur“ í einu höggi. Við bjóðum upp á 10 daga meðferð, 1. júlí - 11. júlí. Þið bókið ferðalagið hjá Heimsferðum á sérstökum afslætti fyrir Heilsuhópinn og rúta nær í gesti á flugvöllinn. Flogið er til Malaga og gist á 5 stjörnu lúxus SPA golf-hóteli. Sjá heimasíðu hótelsins, www.facebook.com/FairplayHotel. Hér er gott tækifæri fyrir fólk að koma endurnært úr sumarfríinu sínu. Við getum því miður ekki tekið við börnum yngri en 16 ára. Heilsumatur eftir uppskrift Detoxlækna• Fyrirlestrar um hugarfar, mataræði, hreyfingu og næringu• Gönguferðir• Leikfimi• Slökun og öndunaræfingar• Sundleikfimi• Frjáls aðgangur að SPA deildinni, þar með talið Hammasböðum• (aukalega greitt fyrir nudd og aðrar líkamsmeðferðir)• Hóptímar í golfi fyrir byrjendur (ekki innifalið)• Einkatímar í golfi (ekki innifalið)• Ef menn kjósa að vera ekki í heilsufæði er það minnsta mál en• kostnaður bætist ofan á verðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.