Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 Vegna mikils fjölda greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Hámarkslengd greina er 3.000 slög með bilum. Er þetta gert svo efnið verði að- gengilegra og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar Mikilvægt er að benda á alvarlegan misskilning, sem fram kemur hjá formanni Framsóknarflokksins, Sig- mundi Davíð, í viðtali Morg- unblaðsins við hann þann 13.4. Sigmundur segir: „Það sama gildir um verðtrygg- inguna og mynt- körfulánin að slíkir afleiðu- samningar eru ekki eðlilegt lána- fyrirkomulag á neytendamarkaði“. Villan hér er sú, að með verð- tryggingu er miðað við meðalverðlag hér á landi, en með myntkörfuláni er miðað við vegið verðlag í öðrum löndum, þ.e. eitthvað sem við Íslend- ingar höfum lítið um að segja. Vera kann að Sigmundur hafi hér í huga ummæli annarra um afleiðusamn- inga. Ummæli þar sem verðtrygging er borin saman við afleiðusamninga og jafnvel talin ólögleg. Í stuttu máli eru slík ummæli bull, nema merking hugtaksins „afleiðusamningar“ sé gerð ómerkileg. Merkingin felur venjulega í sér áhættu samnings. Það er einmitt fólgið í verðtrygg- ingu, að þar er áhættan lágmörkuð. Verðgildi endurgreiðslu er bundið við meðalverðgildi í viðkomandi efnahagskerfi. Afleiðusamningur felur í sér viðmið við mat verðmæta í öðru efnahagsumhverfi en því eigin. Þess vegna felur hann í sér spákaup- mennsku. Hins vegar eru til fleiri tegundir áhættu. Óverðtryggt lán með föstum vöxtum og til margra ára er mjög áhættusamt. Ef verð- bólga verður mun meiri en umsamd- ir vextir, þá fæst mikill gróði, en stórt tap ef verðbólgan verður mun minni. Ekki verður vikið hér að ýmsum álitaefnum í hugsun Sigmundar. Ég vil þó benda á eina villu til viðbótar. Lífeyrissjóðir eiga ekki að miða ávöxtunarkröfu sína við með- alávöxtun undanfarinna ára, heldur við raunhæfar væntingar næstu ára- tugi. Við getum enn búist við góðum hagvexti víða um lönd og framfarir í vísindum geta enn orðið miklar. HALLDÓR I. ELÍASSON, stærðfræðingur. Verðtrygging Frá Halldóri I. Elíassyni Halldór I. Elíasson Framundan eru einar mikilvægustu kosningar sem fram hafa farið í tugi ára. Það er undir okkur kjósendum komið hvort við ætlum að horfa til bjartari tíma. Það er undir okkur komið að kjósa flokka sem við treystum til að byggja upp okkar góða samfélag, með lægri sköttum, ábyrgari ríkisfjármálum og velferð fyrir alla. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem lagt hefur fram trausta og ábyrga stefnu í öllum helstu málaflokkum. Síð- ustu fjögur ár höfum við Íslendingar setið uppi með verstu ríkisstjórn í sögu landsins. Fráfar- andi ríkisstjórn ætlaði sér ekki aðeins að „taka til“ eins og forsvarsmenn hennar komust svo oft að orði, heldur ætlaði hún sér að breyta öllum grund- vallaratriðum þjóðfélagsins. Henni tókst að hækka skatta og gjöld og búa þannig til bæði flókið og ógegnsætt skattkerfi sem bitnað hefur á öllum heimilum landsins. Henni tókst að draga pólitíska andstæðinga fyrir dómstóla og henni tókst að hægja verulega á atvinnulífinu og þar með tækifærum al- mennings á vinnumarkaði. Henni tókst lítið annað og kannski sem betur fer. En nú blasa bjartari tímar við. Við getum sent vinstriflokkana í frí með því að greiða Sjálfstæð- isflokknum atkvæði okkar. Það er eina leiðin til að koma í veg fyrir að annarri vinstristjórn takist að halda áfram að kljúfa samfélagið í herðar niður með hverju deilumálinu á fætur öðru. Á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins úti um allt land má finna fólk sem sótt hefur umboð til þeirra rúmlega 20 þúsund einstaklinga sem tóku þátt í prófkjörum flokksins á liðnum vetri. Enginn flokkur býður landsmönnum upp á jafn lýðræðislega og öfluga þátt- töku til að velja frambjóðendur sína. Allt þetta fólk er tilbúið að láta til sín taka á komandi kjörtímabili og það er hlutverk okkar að tryggja því brautargengi. Valið er í raun sáraeinfalt, áframhald- andi vinstristjórn þar sem búið er að möndla saman nokkrum vinstriflokkum með tilheyrandi klækjastjórnmálum, málamiðlunum um allt og ekkert og áframhaldandi deilum í samfélaginu – eða traust ríkisstjórn leidd af Sjálfstæð- isflokknum. Það liggur í augum uppi að seinni kost- urinn er fýsilegri og þjóðin þarf á því að halda að við horfum fram á veginn. Það þarf að efla atvinnulífið og gefa því aukið svigrúm til vaxtar og tækifæra. Það þarf að lækka skatta til hagsbóta fyrir öll heimili landsins. Það þarf að taka ríkisfjármálin traustum tökum þannig að hægt verði að byggja hér upp réttlátt samfélag. Það þarf að fjölga tækifærum til menntunar og vel- ferðar. Allt eru þetta forgangsmál og umfram allt þá eru þetta forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, hefur sýnt það og sannað á liðnum árum að hann er málefnalegur, sanngjarn og umfram allt hæfur til að leiða næstu ríkisstjórn. Við þurfum að tryggja honum og því öfluga fólki sem skipar fram- boðslista flokksins atkvæði okkar, þjóðinni til heilla. Komum í veg fyrir vinstristjórn – valið er einfalt Eftir Eirík Finn Greipsson Eiríkur Finnur Greipsson Höfundur er tæknifræðingur. Í aðdraganda alþingiskosninga má heyra ýmsar vangaveltur og hugleiðingar um efnahagsmál og árangur ríkisstjórn- arinnar á síðasta kjörtímabili. Á þeim tímapunkti er ekki úr vegi að fara yfir nokkur mál og skýra á greinargóðan hátt frá þeim. Vissuð þið að hagvöxtur er á uppleið í ís- lensku samfélagi? Á síðasta ári var hag- vöxtur 2,2% sem er sami hagvöxtur og var í Bandaríkjunum en talsvert meiri hag- vöxtur en helstu samanburðarlönd okkar geta státað sig af um þessi misseri. Sam- dráttur varð í Danmörku, Bretlandi og Finnlandi. Hagvaxtarspáin fyrir árið 2013 er 2,1% sem er helm- ingi meiri hagvöxtur en spáð er fyrir helstu við- skiptalönd Íslands. Síðan er áætlað að kippur muni koma í hagvöxtinn skv. spám og stefnir í 3,5% hag- vöxt árið 2014 og 3,9% hagvöxt árið 2015. Vissuð þið að verðbólga hefur minnkað umtalsvert frá hruni. Hún er nú einungis þriðjungur af því sem hún var á árinu 2009. Verðbólgan var á síðasta ári 5,2% en nýjustu tölur segja að hún sé nú um 3,9%. Seðlabankinn spáir því svo fyrir 2013 að verðbólgan verði 3,8%, 2,8% árið 2014 og fyrir 2015 verði hún 2,5%. Spár gefa því til kynna að verðbólgan sé á nið- urleið en mjög erfitt er að spá um slíkt vegna gjald- miðilsins og gengisþróunar. Krónan er því óvissu- þátturinn sem er ekkert nýtt í sögu lands og þjóðar. Ennfremur er áhugavert að benda á að skuldatrygg- ingaálag á ríkissjóð hefur ekki verið jafnlágt frá miðju ári 2008 eða áður en hrunið átti sér stað. Minnkandi atvinnuleysi – aukinn kaupmáttur Vissuð þið að atvinnuleysi fer minnkandi á Íslandi? Atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming frá hruni. Atvinnuleysi á síðasta ári var 5,8% og sam- kvæmt nýjustu tölum er atvinnuleysi um 5,5%. Horf- urnar eru jákvæðar en spáð er 4,8% atvinnuleysi á þessu ári en síðan 4,3% árið 2014 og 4,2% atvinnu- leysi árið 2015. Hér hefur átak á borð við ungt fólk til athafna, atvinna með stuðningi og liðsstyrkur skipt miklu máli fyrir fólk til að koma undir sig fótunum á ný og finna sér farveg á vinnumarkaðnum. Atvinnuleysi er því á niðurleið og er talsvert minna atvinnuleysi hér á landi en það sem helstu sam- anburðarlönd okkar glíma við. Starfandi fólki hefur svo haldið áfram að fjölga en fjölgunin á síðasta ársfjórðungi er mesta fjölgun á fjórðungi frá því á sama fjórðungi árið 2007. Fleiri starfandi konur eru á vinnumarkaði núna en voru fyrir hrun. Atvinnulausum ein- staklingum hefur fækkað um meira en 10.000 manns síðan ríkisstjórnin tók við völdum í maí 2012. Skv. Hagstofunni voru í maí 2009 20.600 atvinnulausir og um 11,2% mælt atvinnuleysi. En í desember 2012 voru 10.100 atvinnulausir og um 5% mælt atvinnuleysi. Á sama tíma er mjög áhugavert að skoða mannfjöldatölur frá Hagstofunni en þar kemur fram að árið 2009 voru 319.368 landsmenn skráðir hér á landi. Um ára- mótin 2012/2013 voru landsmenn 321.857 þannig að sögur um gríðarlegan landflótta eru orðum auknar. Vissulega hefur ungt fólk lagt land undir fót í auknum mæli vegna aðstæðna en full ástæða er til bjartsýni til endurkomu þess eftir því sem íslenskt efnahagslíf styrkir sig í sessi. Vissuð þið að kaupmáttur hefur aukist og þannig hafa landsmenn fengið auknar ráðstöfunartekjur? Kaupmáttur hefur aukist tvö ár í röð og sé tímabilið 2008-2010 borið saman við 2009-2011 sést að ráðstöf- unartekjur heimila hafa hækkað meira en neysluút- gjöld þeirra. Þannig hefur skattastefna ríkis- stjórnarinnar jafnað kjör landsmanna og þeim tekjulægri hlíft á kostnað þeirra tekjuhærri. Fjárlagahallinn að hverfa Vissuð þið að ríkisfjármálin hafa stórbatnað á yf- irstandandi kjörtímabili og ótrúlegur árangur náðst við erfiðar aðstæður? Árið 2008 nam halli ríkissjóðs 216 milljörðum króna og á síðustu árum hefur hann farið hratt lækkandi. Á síðasta ár var ríkishallinn 21 milljarður kr. og á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að hann verði innan við 3,7 milljarðar króna. Þannig má gera sér raunhæfar væntingar um að á næstu árum verði ríkissjóður rekinn með afgangi og þá verði mögulegt að lækka skuldir og afborganir ríkissjóðs hratt niður. Við jafnaðarmenn eru stoltir af árangrinum en um leið raunsæir og fyrstir allra til að viðurkenna að enn er mikið verk óunnið. Við erum ekki sáttir við stöð- una eins og hún er nú og bjóðum einu raunhæfu leið- ina áfram en óttumst yfirboð óábyrgra stjórn- málaflokka í kosningaham sem tefla í tvísýnu árangrinum sem þjóðin hefur náð á erfiðum tímum. Gleymum því ekki 27. apríl þegar við veljum þá flokka sem við teljum best til þess fallna að leiða landið næstu fjögur ár. Árangur í efnahagsmálum Eftir Ólaf Inga Guðmundsson Ólafur Ingi Guðmundsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. 251658240 V i n n i n g a s k r á 51. útdráttur 18. apríl 2013 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 1 7 4 1 2 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 3 4 5 5 5 5 8 2 7 4 6 0 3 1 2 7 3 6 4 1 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 461 8789 13941 31116 36453 66122 8741 13191 16559 31562 36890 68328 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 9 5 1 8 4 7 2 2 4 0 8 9 3 4 9 4 3 4 2 4 3 9 5 0 4 1 6 6 4 5 8 0 7 0 7 2 6 9 6 6 8 8 8 3 2 5 7 7 3 3 6 3 7 3 4 2 8 8 6 5 3 1 8 3 6 4 7 5 7 7 1 6 4 4 1 4 0 9 1 2 0 7 4 2 6 0 6 9 3 7 1 9 6 4 3 4 3 8 5 5 6 0 7 6 6 0 0 5 7 1 9 0 6 1 5 3 2 1 3 1 1 9 2 7 0 2 1 3 8 1 6 3 4 4 7 5 4 5 8 0 4 1 6 6 0 5 7 7 4 2 5 7 1 6 1 4 1 3 5 8 2 2 7 0 9 8 4 0 3 5 4 4 6 9 3 1 5 8 2 3 4 6 6 0 8 2 7 4 5 6 5 2 8 2 2 1 4 6 7 7 2 8 2 6 9 4 0 5 5 5 4 7 2 5 5 6 0 2 7 8 6 6 2 1 9 7 5 1 1 0 5 9 6 7 1 8 1 0 9 3 0 9 1 9 4 0 8 2 2 4 8 3 4 9 6 0 9 5 9 6 8 3 4 2 7 6 5 2 9 6 8 6 4 1 8 1 2 1 3 2 6 4 4 4 1 5 3 7 4 8 8 7 4 6 1 4 5 9 6 9 0 1 2 7 6 7 3 5 7 2 9 4 1 9 4 9 3 3 2 6 4 7 4 2 1 4 6 4 9 3 9 8 6 1 5 8 5 6 9 1 1 5 7 7 1 5 8 7 9 8 6 2 1 0 5 2 3 2 8 8 2 4 2 1 6 2 4 9 8 7 9 6 1 8 2 9 7 0 1 3 4 7 8 2 9 9 V i n n i n g u r Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 1 4 3 9 8 4 3 2 0 3 2 8 2 8 4 9 0 3 8 0 0 9 4 7 4 6 2 5 9 8 1 5 7 2 3 1 4 5 5 8 1 0 2 3 4 2 0 6 1 2 2 8 4 9 9 3 8 0 5 3 4 8 2 0 8 6 0 5 7 5 7 2 3 1 5 1 0 8 5 1 0 4 5 9 2 0 6 3 2 2 8 7 2 5 3 8 1 2 1 4 8 3 4 1 6 1 2 3 5 7 2 3 7 4 1 1 0 9 1 0 8 5 5 2 0 7 4 7 2 8 8 9 0 3 8 2 1 3 4 9 6 4 9 6 1 5 0 4 7 2 6 3 5 1 4 5 4 1 0 9 9 9 2 0 9 3 7 2 9 0 1 7 3 8 3 2 7 5 0 4 8 3 6 1 6 4 9 7 3 0 1 0 1 4 7 0 1 2 5 6 8 2 1 2 9 9 2 9 4 9 0 3 9 0 3 7 5 0 5 5 5 6 2 7 5 3 7 3 2 5 3 2 2 8 9 1 2 9 6 6 2 1 5 5 8 2 9 5 0 5 3 9 5 7 6 5 0 7 5 8 6 2 8 3 5 7 3 3 6 1 2 4 2 1 1 3 5 7 8 2 1 6 8 1 2 9 7 2 4 3 9 6 0 0 5 1 8 0 3 6 2 9 0 6 7 3 7 3 6 2 6 9 2 1 3 9 2 9 2 1 8 3 6 2 9 9 6 4 4 0 1 5 9 5 2 1 5 7 6 3 0 4 1 7 4 0 1 1 3 1 3 8 1 3 9 4 2 2 1 8 7 9 3 0 4 1 1 4 0 5 3 9 5 2 3 1 8 6 3 4 2 9 7 4 7 0 0 3 5 8 2 1 4 1 1 3 2 1 9 2 7 3 0 4 2 1 4 0 9 9 4 5 2 5 3 3 6 3 6 1 0 7 4 8 2 8 3 8 0 3 1 4 6 7 2 2 2 2 2 8 3 0 5 4 6 4 1 1 6 7 5 2 7 3 2 6 3 6 5 7 7 4 8 4 2 4 0 0 3 1 4 6 9 1 2 2 7 2 3 3 0 5 8 8 4 1 3 3 3 5 2 8 1 3 6 4 1 7 5 7 5 0 3 0 4 0 4 1 1 4 8 9 9 2 2 8 5 4 3 0 7 1 4 4 1 6 8 1 5 2 8 4 7 6 4 6 5 6 7 6 1 8 2 4 2 1 1 1 5 0 1 2 2 3 0 0 9 3 1 8 9 6 4 2 4 8 2 5 2 9 9 7 6 4 6 6 7 7 6 6 0 2 4 8 2 6 1 5 4 9 3 2 3 2 0 2 3 2 0 6 0 4 2 7 5 0 5 3 0 5 5 6 4 7 4 4 7 6 7 5 9 4 8 3 5 1 5 5 6 0 2 3 3 5 0 3 3 1 2 8 4 2 8 5 1 5 3 6 0 2 6 5 0 7 4 7 6 8 9 6 5 1 0 1 1 5 6 1 2 2 3 5 0 5 3 3 4 2 1 4 2 9 3 9 5 5 2 0 8 6 6 0 2 9 7 7 1 2 0 5 1 9 1 1 5 7 3 6 2 4 0 4 5 3 4 0 4 6 4 3 2 4 1 5 5 2 2 6 6 6 0 5 2 7 8 2 7 5 5 5 4 3 1 6 1 3 4 2 4 5 3 2 3 4 6 6 9 4 3 4 5 0 5 5 3 6 4 6 6 6 8 2 7 8 4 1 8 5 5 5 3 1 7 8 3 3 2 4 7 1 1 3 5 1 2 5 4 3 8 8 0 5 5 8 7 9 6 7 3 6 7 7 8 5 3 6 5 8 6 6 1 7 9 0 5 2 5 1 6 5 3 5 3 1 8 4 4 1 8 4 5 5 9 2 8 6 7 5 0 0 7 8 7 0 9 6 2 9 7 1 7 9 2 0 2 5 2 7 1 3 5 6 7 4 4 4 3 1 2 5 6 4 3 3 6 7 5 8 4 7 9 2 1 2 6 8 2 9 1 7 9 3 1 2 5 2 8 0 3 5 7 4 2 4 4 4 6 6 5 6 7 4 4 6 7 6 9 5 7 9 3 1 3 7 3 0 1 1 8 0 1 9 2 5 5 5 4 3 5 7 9 3 4 4 7 8 7 5 7 1 7 9 6 7 7 7 6 7 9 5 4 5 7 5 6 7 1 8 6 0 4 2 5 9 6 9 3 5 8 7 1 4 5 7 0 0 5 7 4 1 7 6 8 3 2 4 7 9 5 5 4 7 6 2 5 1 8 7 1 6 2 6 4 3 2 3 5 9 5 3 4 5 7 8 5 5 7 7 4 3 6 8 8 6 6 7 9 7 3 1 8 7 6 1 2 6 7 9 3 3 6 0 9 1 4 6 0 6 1 5 7 7 5 0 6 9 0 1 8 8 2 2 5 1 8 8 3 4 2 7 0 0 2 3 6 3 1 4 4 6 0 9 1 5 7 9 1 8 7 0 3 5 5 8 6 4 4 1 9 1 4 2 2 7 6 0 4 3 7 2 5 4 4 6 9 1 2 5 7 9 5 6 7 0 3 6 8 8 8 2 4 1 9 2 0 6 2 7 8 5 8 3 7 4 6 1 4 6 9 3 0 5 9 1 4 6 7 1 5 7 2 9 5 9 1 1 9 4 2 4 2 8 0 5 0 3 7 7 3 2 4 7 0 9 3 5 9 3 7 8 7 2 2 6 1 Næsti útdráttur fer fram 26. apríl 2012 Heimasíða á Interneti: www.das.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.