Morgunblaðið - 19.04.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.04.2013, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 ✝ Óskar JóhannBjörnsson fæddist í Reykjavík 11. september 1955. Hann lést á heimili sínu 5. apríl 2013. Foreldrar hans eru Björn Jóhann Óskarsson, f. 1. ágúst 1931 í Reykjavík, og Erna Guðlaugsdóttir, f. 30. apríl 1932 í Vík í Mýrdal, d. 14. september 2009. Systkini Óskars eru: Guðlaugur Gunnar, f. 21. desember 1956, Guðmunda Rut, f. 19. mars 1965 og Sigurður Guðni, f. 21. júlí 1971. Óskar kvæntist 1978 Sesselju M. Jónasdóttur, f. 1955. Dætur þeirra eru 1) Aðalbjörg Katrín, f. 2. júní 1981, sambýlismaður hennar er Hákon Daði Hreins- son, f. 23 júní 1982, synir þeirra eru Hinrik Ingimar, f. 9. apríl á Bergi í Keflavík og fór ungur að hjálpa til á bifreiðaverkstæði föður síns sem hann rak á Berg- inu. 13 ára gamall fór hann í sveit að Giljum í Mýrdal og vann þar við almenn sveitastörf í þrjú sumur. Óskar var vinnumaður við tilraunabúið í Laugardælum í Hraungerðishreppi árin 1971- 1973. Hann lauk blikksmíðanámi 1979 hjá föðurbróður sínum Kristjáni Ingimundarsyni í Blikkver í Kópavogi, og lauk meistaraprófi í greininni 1986. Hann stofnaði Blikksmiðjuna Blikkver á Selfossi þar sem hann bjó og rak hana í fjögur ár eða til ársins 1981. Næstu árin fékkst Óskar við ýmis störf og rekstur í Reykjavík, m.a. við bílasölu, veitinga- og sjoppu- rekstur. Árið 2004 sneri hann sér aftur að iðn sinni og hóf störf hjá Stjörnublikk í Kópavogi við verkstjórn og lét af störfum þar mánuði fyrir andlát sitt. Hann var búsettur á Selfossi frá árinu 2005. Óskar Jóhann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, 19. apríl 2013, og hefst at- höfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar 2008, Haraldur Kristberg, f. 30. september 2009, og Kristófer Óskar, f. 23. desember 2011. 2) Erna Karen, f. 2. desember 1983, eig- inmaður hennar er Bjarki Rafn Krist- jánsson, f. 11. des- ember 1983, sonur þeirra er óskírður drengur, f. 28. jan- úar 2013. Óskar og Sesselja skildu. Óskar kvæntist 1991 Karenu Björnsdóttur, f. 1966, dóttir þeirra er Jóhanna Ósk, f. 14. apríl 1994, fyrir átti Karen, Sigríði K. Magnúsdóttur, f. 1988, Þau skildu. Óskar kvæntist 2006 Sigríði Haraldsdóttur, f. 5. októ- ber 1959, hennar börn eru Har- aldur, f. 1981, Hjalti, f. 1983 d. 2009, Guðrún Helga, f. 1986 og Magnús, f. 1993. Óskar ólst upp á Dvergasteini Í minningu ástkærs eiginmanns Guð, þú einn veist og þekkir það sem á hjarta mínu hvílir. Þú þekkir sorg mína, eirðarleysi, ugg og spurningar allar. Ég bið um styrk til að þiggja hvern dag úr hendi þinni. Ég bið ekki um svör við öllum spurningum mínum – aðeins um styrk til að komast gegnum þetta. Þakka þér allt gott og alla gleði sem þú gafst í Óskari mínum sem nú er horfinn. Hjálpa mér að halda fast í góðu minningarnar, og virða þá látnu með því að lifa í kærleika. Ég elska þig. Kveðja, þín elsku Sigríður (Sigga). Elsku pabbi minn Ég vil ekki trúa því að þú hafir þurft að kveðja þennan heim. Að þú sért farinn frá mér, Bjarka og litla afastráknum þínum. Mér þykir sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma og sárast þykir mér að öll afagullinn þín, fædd og ófædd, fái ekki tíma til að brasa eitthvað skemmtilegt með afa Óskari. En fyrst þú þurftir að kveðja núna þá mun ég halda minningu þinni lifandi og segja afagullunum þínum sögur af þér þannig að þau fái að kynnast því hversu yndislegur, ráðagóður og uppátækjasamur þú varst. Minningarnar með þér eru ótalmargar og eru æskuminning- arnar flestar ævintýralegar. Fýlaveiðar, ferðir í Vík, heim- sóknir á ótal sveitabæi með hey- skap og tilheyrandi, ferðalög í gamla Benz og síðar Dodda, að fara á hestbak á hestunum okkar góðu, útilegur í landinu okkar hjá Halakoti, vélsleðaferðir, fjór- hjólaferðir, ökuferðir þar sem þú leyfðir okkur að stýra og síðar keyra, þegar þú komst alltaf yfir Hellisheiðina á græna Benzanum þrátt fyrir mikla ófærð og sagðir síðan stoltur „þett’er Benz“ og þegar við fórum til Noregs og þú talaðir bara íslensku. Síðustu ár- in hefur þú verið okkur Bjarka ómetanleg hjálp. Þegar við keyptum húsið varst þú stoð okk- ar og stytta í að klára það, það var alveg sama hvort okkur vant- aði eina skrúfu eða heilan bíl – þú reddaðir því. Ef eitthvað var í ólagi með bílinn okkar – reddaðir þú því. Þú varst einstaklega ósér- hlífinn maður og sagðir alltaf að vandamálin væru til að leysa þau, enda leystir þú þau alltaf. Ég er svo þakklát fyrir að þú hafir verið með mér á brúðkaups- daginn minn og gengið inn kirkjugólfið með mér, svo stoltur. Þú varst svo spenntur þegar litli afastrákurinn þinn var að koma í heiminn, jafnvel þó að hann hafi verið sá fjórði í röðinni og auðvit- að varstu sá allra fyrsti til að líta hann augum fyrir utan foreldr- ana. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem pabba. Þú varst yndis- legur og varst aldrei feiminn við að segja að þér þætti vænt um mig. Þú kvaddir alltaf svo fallega, sagðist elska mig og baðst mig um að fara varlega og baðst Guð um að geyma mig, síðan baðstu fyrir kveðju til Bjarka og afa- stráksins. Ég, Bjarki og litli afastrákur munum öll sakna þín en jafn- framt halda minningu þinni lif- andi. Elsku pabbi þú varst algjör- lega ómetanlegur. Takk fyrir allt og hvíldu í friði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Erna Karen, Bjarki Rafn og litli afastrákurinn. Elsku besti pabbi, ég sakna þín og vildi mest af öllu að þú værir ekki farinn frá mér. En þú varst alltaf svo mikið fyrir að drífa þig og auðvitað ger- ir þú það líka núna. Það er sárt að hugsa að fá ekki að hitta þig aftur og láta þig taka utan um mig og segja mér hversu mikið þú elskir litlu stelpuna þína. Þú varst yndislegur maður og það mega allir taka þig til fyr- irmyndar hve hjálpsamur og já- kvæður þú varst. Þér var sama hvað öðrum fannst, þú sagðir bara að Guð skapaði þig svona og þú vildir ekkert breyta því, það fannst mér vera góður kostur í fari þínu. Þegar ég hugsa til þín þá hugsa ég um hversu góður pabbi þú varst. Ég minnist þess að þú varst alltaf til í að tala við mig um alla hluti og hjálpa mér með hvað sem er, þó þú vissir ekki alveg hvernig átti að laga hlutina þá „reddaðir“ þú því bara. Minningarnar eru svo ótal margar og dýrmætar. Ég mun geyma þær allt mitt líf. Þegar ég var lítil þá minnist ég þess að við vorum mjög mikið í ferðalögum og að skoða allt land- ið á húsbílnum okkar Dodda. Mér fannst gaman þegar þú varst að koma mér á óvart, t.d. komstu heim með lítinn hvolp einn dag- inn sem við nefndum Perlu. Svo þegar þú gafst mér bleikt og skrautlegt hjól þegar ég var 8 ára, mér fannst það flottasta hjól- ið í öllum heiminum. Ég bið þess að þú verðir alltaf með mér. Þú varst besti pabbi í heimi. Ég elska þig af öllu mínu hjarta. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Jóhanna Ósk. Árla morguns, föstudaginn 5. apríl, bárust mér þau erfiðustu tíðindi sem mér hafa borist hing- að til. Elsku besti pabbi minn er dáinn. Ég trúði þessu ekki og trúi varla enn, enda varstu hress og kátur á fimmtudeginum þegar ég kvaddi þig síðast. Þú hættir að vinna fyrir aðeins mánuði til að eyða meiri tíma með fjölskyld- unni. Við vorum svo heppin að fá þig til okkar nánast á hverjum morgni í mars til að kíkja á hann Kristófer Óskar, nafna þinn, sem þú ætlaðir að passa í apríl fyrir okkur. „Ég er í aðlögun,“ sagðir þú og voruð þið orðnir mestu mátar í dagmömmustarfi sem stóð allt of stutt. Við fengum þó öll að hitta þig mikið þína síðustu ævidaga, guð sé lof fyrir það. Alltaf varstu reiðbúinn til að hjálpa okkur og síðast en ekki síst á síðustu mánuðum þegar þú varst hjá okkur meira og minna alla daga að aðstoða okkur með húsið okkar og koma okkur öllum inn fyrir jól. Það er svo sannar- lega þér að þakka að það tókst. Þegar allt var svo yfirþyrmandi, ógerlegt og óhugsandi komst þú með drifkraftinn, þrautseigjuna og bjartsýnina sem hefur alltaf einkennt þig. „Þegar allir leggj- ast á eitt, þá gengur allt vel“. Þú varst á besta aldri, byrjað- ur að skipuleggja sumarið með ferðalögum og samverustundum með fjölskyldunni. Þrátt fyrir þetta mikla áfall sem fráfall þitt hefur á líf okkar er margt sem við megum vera þakklát fyrir. Við fengum að njóta margra sam- verustunda með ykkur Siggu síð- ustu ár. Ferðuðumst saman yfir sumartímann á Dodda og með tjaldvagninn í eftirdragi, ásamt mörgu fleiru. Þú unnir því að ferðast og þekktir margt fólk, bæjarheiti og örnefni. Við systur fórum oft til Víkur með þér, elsku pabbi. Þá var oft á tíðum stoppað á ýmsum bæjum á leiðinni og spurðir þú okkur út úr bæjarheitum og ör- nefnum sem á leið okkar urðu. Ég á margar góða minningar af góðum pabba. Þú varst alltaf svo barngóður og börn hændust að þér því þú varst alltaf að brasa eitthvað skemmtilegt. Þú varst ærslabelg- ur alla tíð, fjörugur og skemmti- legur og alltaf með ís eða gotterí í bílskúrnum. Mikið erum við þakklát fyrir það að þú fékkst að lifa það að verða afi. Þú varst svo góður afi. Strákarnir okkar sakna afa Ósk- ars svo mikið og spyrja um og tala um þig á hverjum degi. Eng- inn bjóst við því að spræki, hressi og lífsglaði afi Óskar væri að fara að kveðja okkur nærri, nærri strax. Því er svo erfitt að trúa og skilja þessi tíðindi. En við erum þakklát fyrir allar dýrmætu og góðu samverustundirnar sem við áttum saman. Strákarnir tala um fýlaveislurnar, pottaferðirnar, brasið í skúrnum, sveitaheim- sóknirnar til Gunna frænda, fjór- hjólið, bílana, fiskana, hænurnar og elsku húsbílinn hann Dodda, sem er að sjálfsögðu sá flottasti á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Við þökkum þér, elsku pabbi/ afi Óskar, fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og við þökkum þér fyrir að hafa kennt okkur öllum svo mikið. Við elskum þig, söknum þín og munum aldrei gleyma þér. Þín Aðalbjörg, Hákon, Hinrik Ingimar, Haraldur Krist- berg og Kristófer Óskar. Það er skrýtið þetta líf, maður gengur til náða að kvöldi og áætl- ar að næsti dagur muni verða svipaðir öðrum dögum, að maður hafi fólkið sitt til staðar og allt gangi sinn vanagang svona án þess að hugsa neitt sérstaklega út í það. Að fá símtal að nóttu um að hann stóri bróðir minn hafi kvatt þetta líf svo skyndilega, án nokkurs fyrirvara og svo allt of fljótt er þungt högg. Smátt og smátt áttar maður sig á að allt er breytt og ekkert verður eins og áður. Óskar var elstur af okkur systkinum og hafði mikla ábyrgð- artilfinningu fyrir okkur þeim yngri, hann var límið sem hélt okkur saman, hringdi reglulega til að fá fréttir af öllum og ef eitt- hvað bjátaði á einhvers staðar lét hann sig það varða og fylgdist vel með. Hann var óþreytandi að bjóða í veislur og matarboð við öll tækifæri og naut þess að stjana við okkur með svuntuna framan á sér og settist sjaldnast niður sjálfur. Ógleymanlegar eru fýlaveisl- urnar sem hann og Sigga héldu okkur systkinunum, börnum og barnabörnum okkar allra, honum leiddist ekki þegar ungviðið tók svo hraustlega til matar síns að ekki hafðist undan að laga á diskana, þá var hann kátur og svo var farið í bílskúrinn að sækja íspinna við mikinn fögnuð hjá þeim yngstu. Óskar var algjör barnakall og var ánægðastur þeg- ar hann var búinn að æsa liðið svo mikið upp að ekki heyrðist mannsins mál, þá var reynt að byrja á að róa þann elsta og gekk það misvel. Það var gaman að fylgjast með honum í afahlutverkinu og naut hann þess að dekstra alla afa- strákana sína með Siggu sína sér við hlið. Óskar var litríkur og stór persónuleiki, í hans huga voru ekki til nein vandamál aðeins lausnir, það þurfti bara að koma þeim í framkvæmd og það strax. Hann þoldi illa bölmóð og minnti mig oft á að við ættum að vera þakklát fyrir allt sem við hefðum, börnin okkar og fjölskylduna og talaði oft um hvað hann væri heppinn með allar stelpurnar sín- ar. Hann var svo stoltur af þeim og þakklátur fyrir hópinn sinn. Óskar brallaði og brasaði mikið í gegnum tíðina, alltaf nóg að gera og mikið framundan, og ekki fannst honum verra að fá systk- inabörnin lánuð í hinar ýmsu ferðir þegar þau voru yngri. Það var alltaf líf og fjör í kringum Óskar og orkan var endalaus. Ég var svo heppin að fara með hon- um hans síðustu ferð í Víkina á pálmasunnudag til að ná í húsbíl- inn hann Dodda úr vetrar- geymslu. Það var mikill hugur í honum að yfirfara Dodda gamla því stefnt var á ferðalög á kom- andi sumri líkt og fyrri sumur. Óskar var stór hluti af mínu lífi svo tómleikatilfinningin er mikil en ég er þakklát fyrir öll árin sem ég fékk með honum, þakklát fyrir að börnin mín og litli ömmustrák- urinn minn hann Aron Daði fengu að kynnast þessum magnaða frænda sínum sem lét sér svo annt um þau og náði að gera hversdagslega hluti að ævintýr- um í þeirra augum. Allt hefur sinn tíma og nú er komið að leið- arlokum hjá Óskari mínum. Ég kveð elskulegan bróður minn með söknuði og eftirsjá og bið góðan Guð að geyma hann og blessa minningu hans. Rut systir. Það hafa verið tómlegir dag- arnir eftir að Óskar mágur minn kvaddi þennan heim, hann var lit- rík persóna sem sagði skoðanir sínar umbúðalaust og talaði ekki í bakið á neinum. Undanfarna daga var það pólitíkin sem átti hug hans og var það bara fyrir hörð- ustu nagla að taka þátt í þeirri umræðu, þar var engum hlíft og þessir fj. kommúnistar fengu sitt sem ekki er hafandi eftir. Óskar var einstaklega barn- góður og bar mikla umhyggju fyrir og var stoltur af dætrum sínum, hann var svo heppinn að hafa eignast fjóra afastráka sem hann gat dekrað við og var alltaf að státa sig af og segja sögur af prinsunum sínum. Hann var alltaf að brasa eitthvað fyrir strákana sína og var búinn að búa til æv- intýraheim í garðinum í Lóurim- anum fyrir afastrákana sína. Hann fylgdist vel með systk- inabörnum og barnabörnum systkinanna, allir þekktu Óskar vel og þar sem Óskar frændi var þar var fjör og stundum kannski full mikið fyrir okkur hin. Að fara í fýl í Mýrdalinn á Dodda að hausti var fastur liður hjá Óskari og þá fóru systkina- börnin með og Óskar hugsaði fyr- ir öllu og passaði að allir væru saddir og sælir. Þessi elska var ekki mikið fyrir að drolla, hvað þá að sofa út, mað- ur var rétt búinn að nudda stír- urnar úr augunum þá var Óskar búinn að fara til Víkur í Mýrdal og kominn aftur og ekki komið hádegi. En alltaf hafði hann tíma fyrir þá sem þurftu á því að halda og bar hag annarra fyrir brjósti. Hann hringdi í Gunnar bróður sinn á hverjum degi, stundum oft á dag, til að athuga hvort allt væri í lagi og á laugardags- morgnum kom hann iðulega í morgunkaffi og færði okkur blöðin, stundum aðeins of snemma. Já, hann var hugmikill maður og átti það til að fara fram úr sér sem sannanlega gerðist nú með ótímabæru andláti og gott ef hann komst ekki í veðurbúnaðinn í efra og lét gamminn geisa því þennan dag komu mörg tilbrigði af veðri. Það er mikil eftirsjá að góðum dreng sem mátti ekkert aumt sjá og er ég þakklát fyrir okkar kynni og það má mikið vera ef ég kýs ekki Framsókn til að heiðra minningu mágs míns. Lífið er á meðan er, ég lafi hér – svo ég fer. Á meðan andann dreg, ég fer minn gleði veg, því lífið er – á meðan er. Upp, upp mín sál og allt mitt geð, ef lyft er skál – ég spila með. Ég hleyp mitt æviskeið, á meðan leið er greið, því lífið er, er, er, – á meðan er. Ef drottinn gæfi mér aðra ævi við allra hæfi – ég segði nei. Við hinsta dægur þá verð ég þægur, en þangað til – almáttugur! Allra dyr upp á gátt, sem aldrei fyrr, lifi hátt uns á mitt ævikvöld að lokum falla tjöld. Já lífið er, er, er – á meðan er. (Valdimar Skúlason.) Elsa Birna Björnsdóttir. Af hverju er lífið svona und- arlegt? af hverju er hann frændi minn dáinn? Svona er hægt að spyrja sig endalaust. Þegar andlát ber að þá fer maður að hugsa um allar liðnu stundirnar sem maður átti með viðkomandi. Við Óskar vorum saman í sveit að Giljum í Mýrdal fyrir svo ótal mörgum árum, það var ekki leiðinlegt að vera þar með honum, margt var brallað og saman þeystum við um á mótor- hjólinu hans, menjar eftir eina slíka ferð bar hann alltaf því við duttum og hann meiddist á hendi en við sögðum að hann hefði dott- ið við að fara með mjólkina upp í kæli því við vissum að ef við segð- um frá ferðalaginu okkar þá yrði hjólið tekið af honum. Við handmjólkuðum kýrnar í fjósinu og stundum kom fyrir að það var ekki alveg allt sem komst til skila af mjólkinni því við fór- um í mjólkurslag og sprautuðum hvort á annað. Svo var hlustað á lög unga fólksins yfir uppvaskinu á þriðju- dagskvöldum og þá átti Gunnar húsbóndi minn það til að setjast hjá okkur og syngja sálma okkur unglingunum til sárrar gremju, en hann hafði gaman af. Ég var meira að segja svo kræf að skrifa ástarbréf fyrir hönd Óskars og tjáði ást mína (hans) á einni blómarósinni í Vík. Það var nú allt saman fyrirgefið. Svo lágu leiðir sitt í hvora átt- ina um tíma, en eftir nokkur ár varð Óskar fjósamaður í Laug- ardælum þar sem Bergur var fjósameistari, við hittumst á böll- unum á Hvoli og Hellu og alltaf var jafn mikið líf og fjör í kring- um hann Óskar. Bergur hefur sagt mér að einu sinni þegar þeir komu af balli á Hvoli fór Óskar að sækja kýrnar út á tún, en kom svo ekki til baka og þegar að var gáð þá lá hann steinsofandi á milli þúfna. Svo liðu árin við búskap og barnauppeldi, og skiptunum fækkaði sem við hittumst en allt- af vissum við hvort um annað og enginn var duglegri en Óskar að sækja mannamót á vegum Guð- laugsættarinnar, hún mamma sagði þegar ég sagði henni að hann væri dáinn: „Ó hann Óskar Óskar Jóhann Björnsson Mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jakob bar aldrei kala til móður sinnar sem yfirgaf Jakob og föður hans. Hún fór til Am- eríku með eiginmanni sínum, tók Jakob Þór Jónsson ✝ Jakob Þór Jóns-son fæddist í Reykjavík 23. mars 1939. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykja- vík 21. mars 2013. Útför Jakobs Þórs fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 5. apríl 2013. með sér yngri hálf- bræður Jakobs, þá orðin barnshafandi að systur okkar. Mér þykir leitt að hafa ekki alist upp með Jakobi, hann var sannur bróðir minn og sýndi það vel þegar við höfð- um kynnst. James Albert Rolzitto. Hvíldu í friði. Blessuð sé minn- ing Kobba, bróður míns. Viktor Jóhannes Rolzitto.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.