Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 23
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hilmar Veigar Pétursson, fram- kvæmdastjóri tölvuleikjaframleið- andans CCP, segir að það sé afar erfitt að fá leyfi frá hinu opinbera til að erlendir starfsmenn fyrirtækisins fái að búa hér á landi, og nefndi dæmi af Bandaríkjamanni og öðrum frá S-Ameríku, sem standi fyrir utan Evrópska efnahagssvæðið. Hann segir að vegna skorts á tæknimenntuðu fólki hér á landi sé það mikilvægt fyrir tæknifyrirtæki að geta ráðið til sín erlenda starfs- krafta. Þeir þjálfi um leið aðra starfsmenn fyrirtækisins. Þekking þeirra hafi því margfeldisáhrif innan fyrirtækisins. Á sama tíma og Hilm- ar Veigar var að reyna að afla leyfa fyrir bandarískan hugbúnaðarsér- fræðing, flutti hann inn kórala, sem njóta verndar alþjóðasamfélagsins, í fiskabúr CCP án vandkvæða. „Það var erfiðara að flytja inn bandarísk- an hugbúnaðarsérfræðing til lands- ins en kórala,“ segir hann. Þetta kom fram á vel sóttu Nýsköpunarþingi á Grand Hótel í gær. Jón von Tetzchner sagði í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins í gær að meðal tækifæra Íslands væri að draga hingað til lands erlenda hugbúnaðarsérfræðinga vegna þess að landið sé heillandi og hann telur að margir hafi áhuga á að búa hér ef rétt verkefni bjóðast. „Ég gerði mik- ið af því þegar ég rak Opera að ráða hæft erlent starfsfólk sem flutti til Noregs – og það er miklu kaldara á veturna í Noregi en á Íslandi! Netið gerir það að verkum að það er hægt að byggja upp tæknifyrirtæki á heimsmælikvarða nánast hvar sem er.“ Að sögn Hilmars hefði CCP aldrei orðið að því fyrirtæki sem það er í dag ef margir af fyrstu starfsmönn- unum hefðu ekki áður unnið hjá OZ. Það hafi verið dýrmætur skóli og þeir fjármunir sem lagðir voru í það fyrirtæki hafi því ekki farið til spillis. Meðal þess sem hafi staðið fyrir- tækinu fyrir þrifum á upphafsárun- um var hve fáir hafi kunnað til verka. Glenda Napier, verkefnisstjóri hjá NGER, segir að fjöldi nýrra fyrir- tækja sem stofnuð eru á Íslandi sé í meðallagi. Aftur á móti vaxi íslensk fyrirtæki hægar en á hinum Norð- urlöndunum. Einungis 17% stækki það mikið að starfsmenn telji fleiri en 50 en til að mynda er þetta hlut- fall 48% í Finnlandi. Erfitt að flytja inn starfsmenn Ljósmynd/Arnaldur Nýsköpunarverðlaun Starfsmenn hátæknifyrirtækisins Völku voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna.  Framkvæmdastjóri CCP segir auðveldara að flytja inn kóral en að fá leyfi fyrir bandarískan starfs- mann til að flytja til Íslands  Íslensk sprotafyrirtæki vaxa mun hægar en þau á Norðurlöndunum FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 100%made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar Hátæknifyrirtækið Valka hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2013 sem afhent voru á Nýsköp- unarþingi í gær. Fyrirtækið sér- hæfir sig í hönnun á tækjum og hugbúnaði fyrir fiskvinnslu. Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku tók við verðlaununum úr hendi Stein- gríms J. Sigfússonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherra „Ég byrjaði nú bara einn í bíl- skúrnum og svo hefur þetta smám saman undið upp á sig og vörum og viðskiptavinum fjölg- að,“ sagði Helgi í samtali við mbl.is í gær. Valka var stofnuð árið 2003. Þar starfa 18 manns við tækja- hönnun, hugbúnaðargerð, fram- leiðslu og sölu. Öll samsetning á tækjum fer fram innanhúss en aðkeypt smíði er að mestu leyti unnin af íslenskum verktökum. Valka verð- launuð NÝSKÖPUNARVERÐLAUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.