Morgunblaðið - 19.04.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.04.2013, Qupperneq 23
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hilmar Veigar Pétursson, fram- kvæmdastjóri tölvuleikjaframleið- andans CCP, segir að það sé afar erfitt að fá leyfi frá hinu opinbera til að erlendir starfsmenn fyrirtækisins fái að búa hér á landi, og nefndi dæmi af Bandaríkjamanni og öðrum frá S-Ameríku, sem standi fyrir utan Evrópska efnahagssvæðið. Hann segir að vegna skorts á tæknimenntuðu fólki hér á landi sé það mikilvægt fyrir tæknifyrirtæki að geta ráðið til sín erlenda starfs- krafta. Þeir þjálfi um leið aðra starfsmenn fyrirtækisins. Þekking þeirra hafi því margfeldisáhrif innan fyrirtækisins. Á sama tíma og Hilm- ar Veigar var að reyna að afla leyfa fyrir bandarískan hugbúnaðarsér- fræðing, flutti hann inn kórala, sem njóta verndar alþjóðasamfélagsins, í fiskabúr CCP án vandkvæða. „Það var erfiðara að flytja inn bandarísk- an hugbúnaðarsérfræðing til lands- ins en kórala,“ segir hann. Þetta kom fram á vel sóttu Nýsköpunarþingi á Grand Hótel í gær. Jón von Tetzchner sagði í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins í gær að meðal tækifæra Íslands væri að draga hingað til lands erlenda hugbúnaðarsérfræðinga vegna þess að landið sé heillandi og hann telur að margir hafi áhuga á að búa hér ef rétt verkefni bjóðast. „Ég gerði mik- ið af því þegar ég rak Opera að ráða hæft erlent starfsfólk sem flutti til Noregs – og það er miklu kaldara á veturna í Noregi en á Íslandi! Netið gerir það að verkum að það er hægt að byggja upp tæknifyrirtæki á heimsmælikvarða nánast hvar sem er.“ Að sögn Hilmars hefði CCP aldrei orðið að því fyrirtæki sem það er í dag ef margir af fyrstu starfsmönn- unum hefðu ekki áður unnið hjá OZ. Það hafi verið dýrmætur skóli og þeir fjármunir sem lagðir voru í það fyrirtæki hafi því ekki farið til spillis. Meðal þess sem hafi staðið fyrir- tækinu fyrir þrifum á upphafsárun- um var hve fáir hafi kunnað til verka. Glenda Napier, verkefnisstjóri hjá NGER, segir að fjöldi nýrra fyrir- tækja sem stofnuð eru á Íslandi sé í meðallagi. Aftur á móti vaxi íslensk fyrirtæki hægar en á hinum Norð- urlöndunum. Einungis 17% stækki það mikið að starfsmenn telji fleiri en 50 en til að mynda er þetta hlut- fall 48% í Finnlandi. Erfitt að flytja inn starfsmenn Ljósmynd/Arnaldur Nýsköpunarverðlaun Starfsmenn hátæknifyrirtækisins Völku voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna.  Framkvæmdastjóri CCP segir auðveldara að flytja inn kóral en að fá leyfi fyrir bandarískan starfs- mann til að flytja til Íslands  Íslensk sprotafyrirtæki vaxa mun hægar en þau á Norðurlöndunum FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 100%made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar Hátæknifyrirtækið Valka hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2013 sem afhent voru á Nýsköp- unarþingi í gær. Fyrirtækið sér- hæfir sig í hönnun á tækjum og hugbúnaði fyrir fiskvinnslu. Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku tók við verðlaununum úr hendi Stein- gríms J. Sigfússonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherra „Ég byrjaði nú bara einn í bíl- skúrnum og svo hefur þetta smám saman undið upp á sig og vörum og viðskiptavinum fjölg- að,“ sagði Helgi í samtali við mbl.is í gær. Valka var stofnuð árið 2003. Þar starfa 18 manns við tækja- hönnun, hugbúnaðargerð, fram- leiðslu og sölu. Öll samsetning á tækjum fer fram innanhúss en aðkeypt smíði er að mestu leyti unnin af íslenskum verktökum. Valka verð- launuð NÝSKÖPUNARVERÐLAUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.