Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 Sjálfstæðisflokk- urinn leggur fram áhugaverðar tillögur um að auðvelda fyrstu íbúðarkaup með skattalegum sparnaði og um skattalegan afslátt fyrir þá sem vilja lækka lán sín með svokölluðum höf- uðstólsgreiðslum. Báðar tillögurnar marka tímamót. Sú fyrri gæti haft jákvæð áhrif á eiginfjármyndun íbúðakaupenda, alveg óháð því hvernig opinberu íbúðalánakerfi verður háttað í framtíðinni. Síðari tillagan er einnig góð því vart er hægt að hugsa sér einfaldari og áhrifaríkari aðgerð af hálfu rík- isins til skuldalækkunar yf- irskuldsettra heimila en skattfríð- indi til þeirra sem lækka skuldir sínar með höfuðstólsgreiðslum. Hitt er algjör óþarfi og raunar afar skaðlegt að hengja við þessar ágætu tillögur hugmynd um að nota eina frjálsa lífeyrissparn- aðinn til þess að greiða niður höf- uðstól lána. Þetta er okkar dýr- mætasti sparnaður. Honum er ætlað að tryggja okkur mann- sæmandi eftirlaun. Og hann er ekki aðfararhæfur þótt allar aðrar eignir okkar geti lent undir hamr- inum. Enginn sparnaður er jafn vel til þess fallinn að ná tilætl- uðum árangri og þessi séreign- arsparnaður. Verjum frjálsa lífeyrissparnaðinn! Verði þeirri leið haldið opinni að nota þessa séreign í eitthvað annað en lífeyrissparnað, er verið að dæma þá sem hana velja, og eru í flestum tilvikum hinir skuld- settustu, til fátæktar öll eft- irlaunaárin. Almannatryggingar og lífeyrissjóðir munu aðeins sjá okkur fyrir grunnlífeyri eða að hámarki um helmingi af fyrri tekjum í framtíðinni. Frjálsa líf- eyrissparnaðinum, séreignarsparn- aðinum, er ætlað að brúa bilið þannig að eftirlaunin verði sem næst því sem launa- tekjurnar voru og við getum haldið lífs- gæðum og reisn í ell- inni. Í ljósi þess hve illa lífeyrissjóðirnir standa eftir hrunið verðum við að verja frjálsa lífeyrissparn- aðinn með öllum til- tækum ráðum. Best að eyða viðhenginu Viðhengið vanhugsaða við hina ágætu tillögur Sjálfstæðisflokks- ins rímar illa við grundvall- arstefnu flokksins. Lífeyriskerfið byggist á langtímahugsun og stöðugleika og á að vera laust við hringl og pólitíska íhlutun. Þótt segja mætti að hver og einn ætti að vera frjáls að því að velja hvort hann greiðir niður húsnæð- islán eða leggur fyrir til eft- irlaunaára, þá er það val ekki frjálst. Sá sem sagar af greinina sem hann situr á gerir það ekki af fúsum og frjálsum vilja heldur oftast í fljótræði eða í hreinni neyð. Áður en lengra er haldið í kosn- ingabaráttunni ættu frambjóð- endur á D-listum að eyða við- henginu og halda sig við tillögurnar góðu sem miða að því að auðvelda fyrstu íbúðarkaup og lækka höfuðstól íbúðalána. Góðar D-tillögur en vont viðhengi Eftir Ingólf H. Ingólfsson Ingólfur H. Ingólfsson » Alger óþarfi er að hengja við þessar ágætu tillögur hug- mynd um að nota eina frjálsa lífeyrissparn- aðinn til þess að greiða niður höfuðstól lána. Höfundur er formaður stjórnar Sparnaðar ehf. Ljóst var eftir að forkurinn Páll Gísla- son, læknir og borg- arfulltrúi, og duglegir kollegar hans yfirgáfu sviðið að aldraðir áttu fáa pólitíska málsvara í flokkaflórunni. Nema að vera skyldi Jó- hönnu Sigurðardóttur þegar hún var félags- málaráðherra en það eltist af henni. Ísland er ríkt land af verðmætum gæðum sem getur veitt okkur allt sem við þurfum og meira til. Svo sem að fullnægja dekurmálum sér- sinna í lista- og menningarmálum og ýmislegt annað sem landsmenn hafa gert og haft gaman af, sem virðist abstrakt fyrir tilveruna. En líka ýmislegt sem var mjög gaman að byggja eða reisa, en síður en svo ánægjulegt að reka, s.s tónlist- arhöllina Hörpu. Við hjá Samtökum aldraðra eru mjög þakklát stjórnmálamönnum og -konum fyrir alla liðveislu við verkefni hagsmunasamtaka eldri borgara. Sem eru nú sem áður verkefni í varnar- og sóknarbarátta fyrir hóp, sem er búinn að leggja sitt af mörkum við að byggja upp menningar- og menntunarstyrk ís- lenskrar þjóðar, tæknivæða landið, frá ströndum til innstu dala og fjallatinda. Hefur líka tekið þátt í uppbyggingu heilbrigðiskerfis, al- mannatrygginga og margskonar tryggingasjóða sem við aldraðir eigum skilið að njóta af á ævikvöldi í stað eignarnáms og margskött- unar. Við viljum því þakka formanni Sjálfstæðisflokksins hans góðu grein í Morgunblaðinu 9. apríl sl. Þann veruleika sem nú blasir við eldri borgurum má skilgreina án flækju á eftirfarandi hátt: 1. Það er næsta ómögulegt fyrir alltof marga eldri borgara að ná framfærslu. 2. Það er næsta ómögulegt fyrir alltof marga eldri borgara að eiga fyrir lyfjum. 3. Það er næsta ómögulegt fyrir eldri borgara að eiga sparifé. 4. Það er næsta ómögulegt að vera vinnufús eldri borgari. 5. Það er næsta ómögulegt fyrir eldri borgara að eiga fyrir þjónustugjöldum sveitarfélaganna. 6. Það er næsta ómögulegt að fá pláss á dvalar- eða hjúkr- unarheimili fyrir eldri borgara. Hinn 1. júlí 2009 gerði félags- málaráðherra skyndibreytingar á lögum um almannatryggingar, þannig að lífeyrissjóðstekjur hefðu áhrif á útreikning grunnlífeyris og var frítekjumarkið sett við 214.602 kr. Auðfengnir milljarðar þar í rík- issjóð, enginn spurður, ekkert sam- ráð, bara rússnesk tilskipunar- aðferð valdstjórnar. Slíkir gerendur ættu að hafa vit á að skammast sín. Nú er svo komið að margir aldraðir Jónar og aldraðar Gunnur hafa 1,50 kr. af hverjum tíu í tekjur en ríkið hirðir 8,50 kr. Lof- að var að leiðrétta skerðingar innan þriggja ára en nú skulu það vera fimm ár, en löngu búið að leiðrétta ráðherra og þingmenn afturvirkt. Virðingarleysi við stöðu eldri borg- ara er hræðilegt. Mönnum getur ekki verið sjálfrátt sem þessu stjórna. Eiga aldraðir skilið skerðingar og margsköttun? Eftir Erling Garðar Jónasson » Við hjá Samtökum aldraðra eru mjög þakklát stjórnmála- mönnum og -konum fyrir alla liðveislu við verkefni hagsmuna- samtaka eldri borgara. Erling Garðar Jónasson Höfundur er formaður Samtaka aldraðra. Málefni tveggja þjóðfélagshópa hafa lengi verið mér afar hugleikin, málefni aldraðra og öryrkja. Í allri umræðunni sem nú fer fram um skuldamál heim- ilanna, verðtrygg- ingu, vexti og allt sem því fylgir finnst mér rödd þessara hópa hafa týnst. Ég þekki marga eldri borgara og, ef ég verð heppin, mun ég lifa það sjálf að komast í þann hóp. Sömu- leiðis á ég góða vini í hópi öryrkja og þó að enginn hafi áhuga á að fylla þann hóp er staðreyndin sú að það getur komið fyrir okkur öll að lenda í aðstæðum þar sem við þurfum að sækja okkur ör- orkubætur. Það er morgunljóst í mínum huga að á undanförnum árum hefur ekki verið hugað nógu vel að málefnum þessara hópa og stundum hefur virst sem núver- andi ríkisstjórn hafi talið eðlilegt og sjálfsagt að seilast eins djúpt og þeim þóknaðist í vasa þeirra. Eitt af mörgu sem mér líkar þegar litið er til stefnuskrár Sjálf- stæðisflokksins fyrir komandi kosningar er hvernig á að taka á málefnum aldraðra og öryrkja. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að eldri borgarar haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Flokkurinn er með á stefnuskrá sinni að eldri borgarar hafi, eins og aðrir, rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Það er sömuleiðis á stefnuskrá að endurskoða bætur almannatrygg- inga þannig að öllum verði tryggð- ar lágmarkstekjur til lífsvið- urværis. Sjálfstæðisfólk vill að eldri borgarar geti aflað sér at- vinnutekna án þess að lífeyr- isgreiðslur skerðist. Það er á stefnuskrá flokksins að þeim sem eru á örorku verði tryggt mót- framlag í séreignasparnað, tekju- tenging öryrkja við maka verði af- numin og að öryrkjar séu ekki hnepptir í fátæktargildru sökum skerðingar á bótum vegna tilfall- andi tekna. Jafnframt er á stefnu- skrá flokksins, og skiptir það mjög miklu máli, að kjaraskerðingin sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir í júlí 2009 verði afturkölluð án tafar. Eldra fólk, sem hef- ur í gegnum tíðina unnið heiðarlega vinnu og lagt sitt til sam- félagsins, á skilið það frelsi sem felst í því að geta eytt efri ár- unum án stöðugra peningaáhyggja. Hið sama gildir um ör- yrkja, það er sjálf- sagður réttur þeirra að geta lifað mannsæmandi lífi á örorkubótum. Það er enda ekki ósk neins að lenda í slysi eða veikjast þannig að starfsorka skerðist og þess vegna glórulaust að refsa fólki fyrir slík áföll. Það dylst engum, allra síst sjálfstæð- isfólki, að nauðsynlegt er að finna lausnir á skuldamálum heimilanna. Það sem þarf hins vegar að gera, um leið og þau mál eru leyst, er að sjá til þess að eldri borgarar og öryrkjar verði ekki látnir borga fyrir þær leiðréttingar í formi skerðinga á lífeyri og bótum, þess- ir hópar mega ekki við frekari kjaraskerðingum. Við verðum að fara að átta okkur á því að velflest náum við sem betur fer efri árum og velflest eigum við nákomna að sem fylla þann hóp í dag, ásamt því að öll getum við lent í áföllum sem hefta möguleika okkar til vinnu. Þess vegna er það okkar allra hagur að búa vel að eldri borgurum og öryrkjum og ég treysti Sjálfstæðisflokknum til að bæta kjör þessara hópa. Það er nefnilega misskilningur hjá þeim sem hugnast ekki íhaldið að halda því fram að flokkurinn sé aðeins fyrir þá ríku. Sjálfstæðis- flokkurinn er, hefur alltaf verið og mun alltaf vera fyrir landsmenn alla. Eldri borgarar, öryrkjar og lífskjör Eftir Sigríði Ólafsdóttur Sigríður Ólafsdóttir »… það er okkar allra hagur að búa vel að eldri borgurum og ör- yrkjum og ég treysti Sjálfstæðisflokknum til að bæta kjör þessara hópa. Höfundur er sauðfjárbóndi. EINFÖLD ÁKVÖRÐUN VELDU ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA Smiðjuvegi 68-70, Kópavogi  544 5000 Hjallahrauni 4, Hfj  565 2121 Rauðhellu 11, Hfj  568 2035 Fitjabraut 12, Njarðvík  421 1399 Eyrarvegi 33, Selfossi  482 2722www.solning.is Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkurHjólastillingarDekkjaverkstæði Bremsuklossar Peruskipti – UMBOÐSMENN UM LAND ALLT – Þú paSSaR HaNN VIÐ PÖSSUM ÞIG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.