Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 ✝ Jóhann Vík-ingsson fæddist í Stykkishólmi 30. júní 1946. Hann lést á bráðadeild Land- spítalans 8. apríl 2013. Foreldrar hans voru Víkingur Jó- hannsson tón- skólastjóri, f. 28. júlí 1921, d. 15. nóvember 1985, og Sigurborg Skúladóttir bókari, f. 11. ágúst 1919. nýju Kristbjörgu Óladóttur, f. 2. marz 1950. Foreldrar hennar voru Óli Friðrik Sófus Runólfs- son frá Norðfirði, f. 16. nóv- ember 1920, d. 20. júní 2003, og Guðrún Gísladóttir, f. 27. des- ember 1926, d. 17. febrúar 2011. Jóhann ólst upp í Stykk- ishólmi og gekk í Mennta- skólann á Akureyri þar sem hann tók stúdentspróf frá stærðfræðideild 1966. Hann var viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Starfaði á Skattstof- unni í Reykjavík frá 1971 til 2008. Útför Jóhanns fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 19. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Systkini Jóhanns eru Guðrún f. 5. desember 1947, eiginmaður hennar er Viðar Vésteins- son, f. 23. sept- ember 1948, Skúli, f. 13. janúar 1949, eiginkona hans er Ingibjörg Kaldal, f. 27. maí 1949, Hall- dór, f. 5. júní 1957 og Ingvar, f. 22. júlí 1960. Jóhann kvæntist 1979 Guð- Jóhann bróðir minn er dáinn. Jóhann var stóri bróðir eins og stóri bróðir á að vera. Alltaf tilbú- inn að aðstoða litla bróður og koma honum út úr þeim vandræð- um sem hann hafði komið sér í. Ein af mínum fyrstu minningum var þegar við höfðum verið að leika okkur niðri á Litlubryggju í Hólminum að ég datt í sjóinn og var kippt upp. Það var þá Jóhann. Hann var þá sjö ára og ég fjög- urra og alveg ljóst að ég hefði drukknað ef ekki hefði komið til snarræði hans. Seinna bjargaði hann mér oft þar sem hættan var ekki jafn augljós. Persónueinkenni hans komu fram mjög snemma. Heiðarleiki, hugmyndaauðgi, umhyggja, hlé- drægni, skyldurækni. Það var alltaf gaman að vera þar sem Jó- hann var. Honum datt svo margt í hug og vildi framkvæma miklu meira en hægt var að koma við. Þá skipti engu máli hvort verið var úti eða inni. Það voru alltaf næg og skemmtileg verkefni í gangi. Hlédrægnin olli því að færri kynntust hæfileikum hans en ella. Hann vann við smíðar í leyfum á námsárunum í Tré- smiðju Stykkishólms og nýtti sér þá reynslu síðar á lífsleiðinni. Hann hannaði og smíðaði ým- islegt á heimili þeirra Guðnýjar og var gaman að sjá hvernig öllu var haganlega fyrir komið á þeirra fallega og hlýlega heimili. Þau hjón voru samhent um það eins og annað en gagnkvæm virð- ing og hlýja þeirra duldist engum sem til þekkti. Jóhann var barnlaus, en afar barngóður. Það kom skýrt fram bæði gagnvart systkinum hans og systkinabörnum. Börnin mín kunnu vel að meta það að Jóhann talaði alltaf við þau eins og annað fólk, af fullri virðingu, en aldrei neitt barnamál. Jóhann hafði yndi af því að hanna, finna lausnir og smíða enda laghentur vel. Þessi áhugi hélzt frá barnæsku og ævina á enda. Það bjuggust því flestir sem þekktu hann við því að hann legði fyrir sig einhverja starfsgrein á því sviði, líklegust þótti verkfræði, en það varð ekki heldur fór hann í viðskiptafræði. Hún lá vel fyrir honum eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Skipuleg, fumlaus vinnubrögð og afbragðs- gott minni nýttust vel í skattamál- unum, sem urðu hans ævistarf. Það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Hann kynnti sér málin til hlítar. Jóhann var heilsutæpur mörg undanfarin ár svo að andlát hans var ekki eins óvænt og ella, en höggið var samt sárt þegar það kom. Athafnaleysi hefði verið Jó- hanni mikil raun. Hann gat þrátt fyrir sjúkleika sinn sinnt ýmsum af sínum fjölmörgu áhugamálum til æviloka. Síðastliðið sumar byrjaði hann að setja myndir sem hann hafði skannað, og frásagnir inn á Facebook, aðallega um Stykkishólm og Hólmara. Þessi iðja varð mörgum til ánægju því að hann var mjög fróður og fús að miðla öðrum. Þær eru margar spurningarnar sem ég ætlaði að spyrja hann um fortíðina í Hólm- inum, sem verður nú ósvarað. Mér er þó efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt Jóhann fyrir stóra bróður. Skúli. Jóhanni mági mínum til 42 ára kynntist ég fyrst þegar við Skúli yngri bróðir hans fórum að draga okkur saman á haustmánuðum 1970. Jóhann var þá við nám í við- skiptafræði við Háskóla Íslands og bjó í góðu yfirlæti hjá móður- systur sinni á Njálsgötunni. Kom hann mér fyrir sjónir sem dag- farsprúður, skapgóður, fjölfróður maður og traustur vinur. Þegar við Skúli hófum búskap var hann tíður gestur í litlu kjallaraíbúðinni okkar á Háaleitisbraut. Á þeim árum kynntist ég því hve handlag- inn hann var og greiðvikinn eins og þegar hann hjálpaði Skúla við að smíða hjónarúmið okkar úr furuborðum, eins og mikið var í tísku á þeim árum. Vel skal vanda sem lengi skal standa og endur- nýjuðum við ekki þetta góða rúm fyrir en rúmum 30 árum síðar. Þeir bræður voru mjög samrýnd- ir og var gaman að hlusta á þá rifja upp æskuárin í Stykkishólmi. Opnaðist mér nýr heimur við að heyra þá hlusta á og ræða klass- íska tónlist, en áhuga á henni tóku þeir í arf frá bernskuheimilinu á Tangagötunni. Ég hafði alltaf haldið að meistari Bach væri þungur og erfiður að hlusta á, en ég sé enn Jóhann fyrir mér dansa gavotte á stofugólfinu hjá okkur við miðkafla úr svítu nr. 3 eftir Bach – já trúi því hver sem vill, Jóhann að dansa! Þá var ég fljót að skipta um skoðun. Að loknu námi hóf Jóhann störf hjá Skattstjóranum í Reykjavík, þar sem hann kynntist lífsföru- naut sínum Guðnýju Óladóttur. Samrýndari hjón eru vandfundin og áttu þau einstaklega hlýlegt og fallegt heimili, lengst af í Kríuhól- um og nú síðast í Hvassaleiti. Gagnkvæm virðing, væntum- þykja og hlýja hvort í garð annars var öllum ljós. Þau hjón höfðu gaman af að ferðast, bæði innan- lands og erlendis og var Danmörk oftar en ekki áfangastaðurinn er- lendis. Alltaf var Jóhann með myndavél á lofti, tók mikið af fal- legum myndum og hafði gaman af að segja ferðasögurnar þegar heim kom. Heilsuleysi háði Jóhanni síð- ustu áratugina, svo dró úr ferða- lögum. Guðný stóð alla tíð við hlið hans í blíðu og stríðu og hugsaði einstaklega vel um hann Jóa sinn fram á síðustu stund. Þrátt fyrir langvarandi veikindi kom hið skyndilega fráfall Jóhanns okkur öllum á óvart, enda enginn tilbú- inn undir slíkt þegar kallið kemur. Jóhanns verður sárt saknað, en fjölskyldan minnist með gleði og þökkum góðra samverustunda á síðustu vikum. Hvíl í friði, kæri mágur. Ingibjörg Kaldal (Inga). Það var haustið 1971 sem At- vinnurekstrardeild Skattstofu Reykjavíkur fékk heimild til að ráða nokkra viðskiptafræðinga til starfa í deildinni. Undirritaður var þá deildarstjóri nefndrar deildar skattstofunnar. Það var því mitt hlutverk að ráða þessa viðskiptafræðinga til starfa. Guð- laugur Þorvaldsson síðar háskóla- rektor var kunningi minn. Hann var þá prófessor við Viðskipta- deild Háskóla Íslands. Ég hafði samband við Guðlaug og bað hann að útvega okkur til starfa við- skiptafræðinga sem þá voru að út- skrifast um haustið. Ég tók fram að hann yrði að senda okkur sína bestu nemendur sem ekki væru búnir að ráða sig til annarra starfa. Guðlaugur brást vel við og sendi eina fjóra nýútskrifaða viðskipta- fræðinga sem ráðnir voru til starfa í deildinni. Allir reyndust þeir hin- ir bestu starfsmenn. Einn af þessum viðskiptafræð- ingum var Jóhann Víkingsson frá Stykkishólmi. Hann hugsaði sig nokkuð um áður en hann ákvað að ráða sig til starfa á skattstofunni. Að lokum tók hann ákvörðun og hóf sitt ævistarf á Skattstofunni í Reykjavík. Það kom fljótlega í ljós að þarna höfðum við fengið til starfa úrvalsmann. Voru honum fljótlega fengin til úrlausnar hin erfiðustu mál. Af nógu var að taka í þeim efnum. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Jóhann fyrir störf hans í deildinni. Þarna var maður sem alltaf var hægt að leita til ef erfið og flókin málefni voru til úr- lausnar. Ég tel að Jóhann hafi ver- ið einn allra færasti starfsmaður skattamálanna meðan ég starfaði á þeim vettvangi. Hann var lítt fyr- ir að sækjast eftir starfsframa eða gera kröfur. Hann mat meira að leysa verkefnin fljótt og vel af hendi. Hin síðari ár var mikið leit- að aðstoðar hans frá embætti rík- isskattstjóra og víðar ef leysa þurfti ýmis verkefni í þágu skatt- kerfisins. Um það leyti sem Jóhann hóf störf á skattstofunni var ráðin ung stúlka til starfa þar, Guðný Óla- dóttir. Hún var náfrænka Theo- dóru konu minnar. Þau Jóhann felldu hugi saman og gengu í hjónaband. Hjónaband þeirra var mjög farsælt og eftir því tekið hve samhent þau voru. Jóhann átti við mikil veikindi að stríða hin síðari ár. Hann bar sig samt ávallt vel og kveið ekki sínu skapadægri. Hann átti líka góðan lífsförunaut, sem stóð vel við hlið hans, þegar veik- indi hans voru sem erfiðust. Við Jóhann vorum báðir afkom- endur Þorbjarnar ríka á Lundum í Mýrasýslu. Svona geta atvikin leitt ættingja saman án þess þeir hafi hugmynd um fyrr en eftir langt samstarf. Jóhann var óvenjulega viðkynn- ingagóður og vinfastur samferða- maður. Ég held hann hafi ekki átt neinn óvildarmann jafnvel þótt hlutskipti hans væri að vinna að störfum sem ekki eru alltaf til að afla sér vinsælda. Ég þakka Jóhanni fyrir ánægjulegt samstarf og hjálpsemi hans og góða viðkynningu í fjölda ára. Ég og fjölskylda mín sendum Guðnýju, móður og öðrum að- standendum Jóhanns okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Þau hafa misst mikið og alltof snemma. En svona er þetta jarðlíf okkar. Ragnar Ólafsson. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Jói. Ég þakka þér inni- lega fyrir einstaka vináttu í gegn- um árin. Þú varst einstakur mað- ur, hjartahlýr, góður og skemmtilegur. Þín verður sárt saknað. Elsku Guðný mín, Sigur- borg og fjölskylda, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Anna Hansdóttir. Jóhann Víkingsson viðskipta- fræðingur hóf störf hjá Skatt- stjóranum í Reykjavík í október 1971 og starfaði þar til ársloka 2007 að hann lét af störfum vegna heilsubrests. Jóhann var lykil- maður á vettvangi skatta fram- kvæmdar og gegndi vandasömum störfum fyrir embættið og skatt- kerfið, en ekki var hann síður hinn góði félagi og vinur sem starfs- menn söknuðu daglegra samvista við þegar hann lét af störfum. Jó- hann var einstakur mannkosta- og hæfileikamaður og var þekk- ingu hans og glöggskyggni við brugðið. Málum þótti ekki vel ráð- ið nema leitað hefði verið álits hans og leiðsagnar og var Jóhann þannig mikill áhrifamaður um skattframkvæmd og túlkun skattalaga. Eins og títt er um gáfumenn var hann manna lítillát- astur í umgengni, en jafnframt skemmtilegur félagi, áhugaverð- ur samræðumaður og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Jóhann prýddu flestir þeir kostir sem telja má mönnum til tekna. Auk afburðagreindar var Jóhann ein- stakt prúðmenni, hjálpsamur og bóngóður, kurteis og tillitssamur og gætti þess vandlega að skyggja ekki á aðra með hæfileikum sínum sem hann fór vel með. Hann var manna rökfastastur en kom skoð- unum sínum hávaðalaust á fram- færi á yfirvegaðan hátt, en á hann var hlustað umfram aðra menn. Jóhann var jafnvígur á tölur sem texta og sá sem best greindi aðal- atriði hvers máls. Hann sinnti um árabil starfsmannafræðslu á nám- skeiðum Ríkisskattstjóra og starfaði jafnframt að ýmsum verkefnum fyrir embættið. Ber þar hæst framlag hans við und- irbúning og framkvæmd rafvæð- ingar atvinnurekstrarframtala. Jóhann var fagurkeri og lífs- nautnamaður fram í fingurgóma og mikill áhugamaður um tónlist og safnari á því sviði sem fleirum. Raunar var hann áhugamaður um hvers konar fróðleik, tækni og vís- indi og var vel lesinn á áhugamál sín. Gott var til hans að leita um upplýsingar og ráðgjöf því áhuga- svið hans var óvenjuvítt og þekk- ing yfirgripsmikil. Jóhann kunni manna best að meta góðan mat og vín og sérstaklega gamalt viskí, en var þó hófsmaður í þeim efn- um. Gaman var að borða með Jó- hanni og minnst er skemmtilegra ferða á veitingastaði borgarinnar í hádeginu á laugardögum þar sem menn fengu sér sína uppá- haldsrétti og Jóhann stundum buff tartar og malt eða pilsner með. Þrátt fyrir erfið veikindi síð- ari ár var Jóhann um flest gæfu- maður og ekki síst í einkalífi sínu. Hann fékk góðrar konu þar sem Guðný, fyrrverandi samstarfs- maður okkar er, en þau voru einkar samhent í lífsspili sínu. Jó- hann var skemmtilegur og ljúfur félagi, ráðhollur bæði viðskipta- mönnum og samstarfsmönnum og í öllu tilliti hins vænsti drengur. Hann var gjarnan miðdepill at- hygli meðal félaga sinna, veitandi á báðar hendur af þekkingar- brunni sínum, en hann var einnig góður hlustandi og þátttakandi í framlagi annarra. Samstarfs- menn þakka Jóhanni Víkingssyni vináttu og samfylgd í starfi og leik um leið og þeir færa Guðnýju, Sigurborgu móður hans, systkin- um og öðrum ættingjum og venslamönnum innilegar samúð- arkveðjur. Magnús Jóhannesson. Jóhann Víkingsson þræði. Með ólíkindum var starfs- þrek hans og dugnaður. Nú er fallinn frá maður, sem náði að lifa það að sjá ávexti verka sinna. Hann fór snögglega og í raun hefði verið óhugsandi að sjá Stefán Hermannsson verða verk- lausan mann í elli. Hugur okkar Margrétar er hjá Sigríði og öðrum aðstandendum sem eiga minningar um góðan dreng. Megi Stefán ganga á Guðs veg- um. Þórólfur Árnason. Við Stefán Hermannsson höfð- um þekkst lengi, en kunnings- skapur var þó aldrei mikill eða náinn, fyrr en leiðir okkar lágu saman að undirbúningi Tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík (TRH). Tónlistarhús hafði verið draumur manna í áratugi en lengst af fjarlægur draumur. Það var ekki fyrr en ríki og borg ákváðu sameiginlega að hefjast handa um byggingu slíks húss, sem jafnframt væri fullkomið ráðstefnuhús, sem hlutirnir fóru að gerast. Sett var á fót nefnd rík- is og borgar til þess að vinna fyrstu undirbúningsvinnu, svo sem tillögur að samkomulagi að- ila um fjármögnun og fram- kvæmdatilhögun. Stefán Her- mannsson, þáverandi borgarverkfræðingur, var einn fulltrúa borgarinnar í þeirri nefnd, sem ég veitti forystu. Nefndin vann mikið starf og framkvæmdastjóri hennar var Stefán Pétur Eggertssonar verk- fræðingur. Næsta skref var stofnun Aust- urhafnar ehf. í apríl 2003, en hlut- verk þess félags var að hrinda verkefninu í framkvæmd. Þegar ég var beðinn að taka að mér stjórnarformennsku í Austurhöfn létti það mér ákvörðun um að taka því boði, að fyrir lá að Reykjavíkurborg væri fús til að losa Stefán Hermannsson undan skyldum sínum sem borgarverk- fræðingur, ef um semdist við hann að gerast framkvæmda- stjóri hins nýja félags. Slíkir samningar tókust og Stefán hóf þegar störf að verkefnum Aust- urhafnar. Það kom strax í ljós hversu vel hafði hér tekist til. Stefán var afburða duglegur maður með mikla og ómetanlega reynslu af verklegum fram- kvæmdum og óbilandi áhuga á þessu verkefni. Með okkur tókst strax hin besta samvinna, sem ég verð alltaf þakklátur fyrir. Þau verkefni sem Austurhöfn tókst á við höfðu aldrei verið framkvæmd á Íslandi, enda af allt annarri stærðargráðu og allt annars eðlis heldur en það, sem við þekktum áður. Það er því ljóst að á herðum framkvæmdastjórans hvíldi mikil ábyrgð og mikla þekkingu þurfti til að samræma störf hinna ýmsu sérfræðinga sem að málinu komu. Eins og alkunnugt er var ákveðið að verkefnið yrði boðið út, sem einkaframkvæmd. Það var hlutverk Austurhafnar að setja þau skilyrði, sem gilda skyldu um gæði hússins og notk- unarmöguleika, svo og að taka ákvörðun um hvert þeirra tilboða, sem bárust eftir alþjóðlegt útboð, uppfyllti best þessi skilyrði. Afskiptum mínum að málum Austurhafnar lauk, þegar þessi ákvörðun hafði verið tekin, enda töldu menn að hlutverk Austur- hafnar yrði eftir það fyrst og fremst eftirlitshlutverk þótt ann- að kæmi á daginn. Þegar ég hætti sem formaður Austurhafnar tók Stefán Pétur Eggertsson við, en hann féll frá fyrr á þessu ári. Nú þegar Stefán Hermannsson er allur eru horfnir þeir menn, sem voru nánustu samstarfsmenn mínir þann tíma sem ég kom að málefnum TRH. Stefáns Hermannssonar mun ég alltaf minnast sem hins greinda og úrræðagóða fram- kvæmdamanns sem efldist við hverja raun. Hann var réttur maður á réttum stað og fyrir það hljóta allir þeir sem biðu eftir Hörpu að þakka. Fjölskyldu Stefáns Her- mannssonar sendum við Jóhanna innilegar samúðarkveðjur. Ólafur B. Thors. Að fá að kynnast Stefáni Her- mannsyni faglega og persónulega verð ég ætíð þakklát fyrir. Ég lít á það sem mikla gæfu að hafa feng- ið tækifæri til að vinna við tónlist- arhúsið Hörpu m.a. með Stefáni hjá Austurhöfn. Vinnustaðurinn var lítill, en erillinn mikill og verkefnið stórt. Stefán bjó yfir gríðarmikilli þekkingu, reynslu, áræðni og úthaldi. Vönduð vinnu- brögðin sem þar voru viðhöfð kunni ég vel að meta. Persónan Stefán var líka virðingarverð, þar fór maður sem sagði sína mein- ingu og kom hreint fram og helst án þess að fara í kringum hlutina. Stefán gerði það sem hann trúði á og trúði á það sem hann gerði og vann hann ætíð af heilindum að verkefninu. Hreinskilnina, heil- indin og þessa miklu sannfæringu kunni ég einnig vel að meta. Ég þakka fyrir góð kynni og votta fjölskyldu Stefáns mína dýpstu samúð. Ásdís Elva Guðmundsdóttir. Stefán Hermannsson var einn besti verkfræðingur Íslands. Hann hafði afburða minni, mikla þekkingu á mannvirkjum og gegnheilan áhuga á fagurfræði í mannvirkjagerð enda listamað- ur sjálfur. Hann hafði alltaf brennandi áhuga á brúargerð og þar krossuðust leiðir okkar oft. En í byrjun kynntist ég honum sem embættismanni sem hafði þor og dug til að taka skjótar ákvarðanir þegar á reyndi. Þegar ég kom til Íslands fyrir rúmum 35 árum og kom inn í hóp dugmikilla vísindamanna við rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins var mér sagt að rannsaka sprungur í húsum. Og nóg var af þeim. Og brátt var ljóst að við værum að fást við alvarlegan sjúkdóm í steypu á Íslandi, alkalívandamál- ið mikla. Þegar greiningin lá fyrir tóku embættismenn snöggar ákvarðanir, Sementsverksmiðjan breytti íslenska sementinu og Stefán Hermannsson og Þórður Þorbjarnarson sem fóru fyrir borgarverkfræðingsembættinu bönnuðu steypuefnið sem hafði valdið vandamálinu. Og mein- valdinum var eytt á einni nóttu. Þetta voru einkenni Stefáns sem embættismanns og fór í taugarn- ar á mörgum. Í dag yrði þetta áratuga þref milli lögfræðinga hagsmunaaðila og stjórnmála- manna og enginn þyrði að taka ákvörðun. Seinna lágu leiðir okkar saman aftur og aftur, ekki síst við að hanna brýrnar í Reykjavík. Í lok- in unnum við svo saman við hans síðasta verk, Hörpu, þar sem hann var framkvæmdastjóri Austurhafnar en ég hönnunar- stjóri ÍAV sem byggði Hörpu. ÍAV ákvað að gefa út bók um verkið og Stefán skrifaði einn kaflann í bókina. Rétt fyrir ótíma- bæran dauða hans sátum við og fórum yfir bókina en hann var þá þegar kominn með hugann við næstu bók sem við ætluðum að skrifa saman, bók um brýrnar í Reykjavík. Og nú kemst ég varla hjá því að skrifa þá bók því ég er viss um að Stefán fylgist með mér og er óþolinmóður að vanda. Og það er enginn vafi á því hverjum sú bók verður tileinkuð; Stefáni Hermannssyni, fyrrum borgarverkfræðingi. Ríkharður Kristjánsson, verkfræðingur. Stefán Hermannsson  Fleiri minningargreinar um Stefán Hermannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.