Morgunblaðið - 28.05.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef gras sprettur ekki sérstaklega vel það sem eftir er sumars lenda margir bændur norðanlands og austan í vandræðum í haust og gætu þurft að fækka gripum. Margir hafa orðið fyr- ir miklu fjárhagslegu tjóni vegna kals í túnum og enn hefur ekki verið hægt að meta ástand gróðurs í öllum sveit- um. Heildartjónið gæti hlaupið á hundruðum milljóna. Ráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hafa þegar skoðað tún bæja í sveitum Skaga- fjarðar, Eyjafjarðar og Þingeyjar- sýslna. Ekki hefur þó verið hægt að skoða tún í öllum sveitum vegna þess að snjór liggur enn yfir. Kal er víða mikið en misjafnt á milli sveita og bæja. Ingvar Björnsson, jarðrækt- arráðunautur á Akureyri, segir að á mörgum bæjum séu 70-80% af öllum túnum kalin. Eiríkur Loftsson á Sauðárkróki telur að þar sem ástand- ið er verst séu 80% túna viðkomandi bæjar ónýt. Óvíst um bætur Bjargráðasjóðs Ljóst er að tjón bænda á þeim bú- jörðum sem verst hafa farið út úr kal- inu er gífurlegt. Meðalkúabú er með 50-60 hektara tún. Ef 35 hektarar eru ónýtir eins og dæmi eru um kostar það bóndann að minnsta kosti fimm milljónir að endurrækta túnin. Til viðbótar gæti komið uppskerutjón því ekki er öruggt að grænfóður nýrækt- anna skili jafnmiklu fóðri í haust og túnin hefðu annars gert. Bjargráðasjóður bætir tjón sem verður vegna kals, eftir því sem fjár- munir hans hrökkva til. Árni Snæ- björnsson framkvæmdastjóri segir að ráðunautar skoði túnin nú í vor og síðan verði tjónið metið í nóvember þegar fyrir liggur hver uppskeran hefur orðið. Árni tekur fram að Bjargráðasjóður megi ekki greiða meira en til sé í almennu deildinni og viðurkennir að sjóðurinn sé ekki stöndugur eftir tvö erfiðleikaár. Mið- að við stöðuna í dag eru því ekki líkur á að sjóðurinn ráði við að bæta nema lítinn hluta tjónsins, nema sérstakt fjármagn verði veitt í sjóðinn eins og gert var vegna erfiðleika í kjölfar eld- gosanna á Suðurlandi. Gætu þurft að draga saman Í Skagafirði er mesta kalið á svæð- inu frá Hegranesi og í Óslandshlíð. Ráðunautar gera ráð fyrir að skemmdir séu einnig í hluta Fljót- anna en það hefur ekki verið hægt að kanna enn sem komið er. Í Eyjafirði er ástandið verst í Öxnadal og Hörgárdal. Enn er óljóst með stöðuna við utanverðan fjörðinn, á Árskógsströnd og Svarfaðardal. Þá virðist vera verulegt kal í allri Suður- Þingeyjarsýslu. Töluvert kal er á ákveðnu svæði í Vopnafirði og í út- sveitum Fljótsdalshéraðs. Ráðunaut- ar hafa enn ekki skoðað aðstæður þar. Bændur eru víða að verða heylaus- ir enda var ekki mikil uppskera síð- asta sumar vegna þurrka og sums staðar kal árið þar á undan. Heyi hef- ur verið miðlað á milli bæja og flutt í stórum stíl frá öðrum héruðum. Ingvar Björnsson reiknar með að einhverjir bændur þurfi að draga úr ásetningi eða tryggja sér hey utan svæðis með tilheyrandi kostnaði. Þá sé ekki útilokað að einhverjir taki þann kost að bregða búi. Eiríkur Loftsson segir að bændur gætu þurft að draga saman í bú- rekstri nema sumarið verði þeim mun betra og gömlu túnin nái að jafna sig og skila einhverri uppskeru og græn- fóður spretti vel í kölnu túnunum sem nú er verið að plægja og sá í. Tjón hleypur á hundruðum milljóna  Tún á stórum svæðum norðanlands og austan ónýt vegna kals  Dæmi um að 70-80% túna séu kalin  Endurræktun 35 ha kostar bóndann að minnsta kosti fimm milljónir kr. og óvíst um uppskeru í haust Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Plægt Bændur á kalsvæðunum eru byrjaðir að plægja og endurrækta til að reyna að fá einhverja uppskeru í sumar. Sums staðar er þó klaki enn í jörðu. „Þetta er ekki glæsilegt hjá mér, túnin eru stórskemmd. Að minnsta kosti 50-60% tún- anna hér heima eru ónýt og er verið að plægja þau upp,“ seg- ir Þorsteinn Axelsson, bóndi á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Hann segir að gróðurinn í nýlegum túnum með sáðgresi hafi lognast út af. Grösin séu visnuð. Einstaka grænn topp- ur standi upp úr. Þetta segir Þorsteinn að séu bestu túnin. Allra elstu túnin komi betur út, gamla góða íslenska snar- rótin standi sig. Þorsteinn segir að ráðu- nautur hafi skoðað túnin. Flest nýrri túnin séu það illa kalin að ekkert annað sé að gera en að snúa þeim við, plægja og endurrækta. Verk- taki er byrjaður að vinna í því. „Það verður öðruvísi að fóðra næsta vetur, ef maður fær þá uppskeru. Það er ekki nóg að hafa grænfóður, maður verður að hafa grófara fóður líka,“ segir Þorsteinn. Hann er með á sjöunda tug kúa í fjósi og kindur að auki. Þorsteinn segir of snemmt að segja til um næsta vetur en eins og staðan sé núna gæti hann þurft að fara var- lega í ásetning og jafnvel draga eitthvað saman í bú- skapnum. Það gæti þó bjarg- ast í góðu sumri. Gæti þurft að draga saman ÓVISSA MEÐ FÓÐURÖFLUN Um 205 þúsund Íslendingar horfðu á Eurovision keppn- ina 2013 á einhverjum tímapunkti. Áhorfstölur sýna að áhugi fyrir keppninni er gríðarlega mikill. Áhorfið var mest úrslitakvöldið þar sem uppsafnað áhorf var 85,8% hjá 12-80 ára fólki, samkvæmt nýrri könnun Capacent. Meðaláhorf á mínútu var 71,7%, sem jafngildir því að 171 þúsund manns hafi að meðaltali verið með tækið stillt á keppnina, til samanburðar við 67% árið 2012. Í fyrra horfðu 156 þúsund manns á keppnina að meðaltali. Áhorfið öll kvöld keppninnar var heldur meira í ár en í fyrra. Heldur færri horfðu þó á undanúrslitin nú en þá. Meðaláhorf á þriðjudagskvöldinu var 46,6% en á fimmtudagskvöld, þegar framlag Íslands var flutt í fyrra skiptið, var það 58,9%. Í fyrra horfðu 67,3% á fyrri undanúrslitin og 52,4% á þau seinni. Í Eurovision-vikunni var fjórða mesta áhorfið hjá RÚV, á eftir Eurovisi- on-úrslitakvöldunum þremur, á Hraðfréttir, en það var 30,1%. sunnasaem@mbl.is Fleiri horfðu á Eurovision nú en í fyrra Eyþór Ingi Fulltrúi Íslands í keppninni. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Flestir lífeyrissjóðir sem eiga aðild að Landssamtökum lífeyrissjóða (LL) hafa samþykkt tillögu sem sett var fram í viljayfirlýsingu ráðherra- nefndar fráfarandi ríkisstjórnar og LL um skuldaniðurfellingu láns- veðshóps, að sögn Þóreyjar S. Þórð- ardóttur, framkvæmdastjóra Lands- samtaka lífeyrissjóða. „Allir stærstu lífeyrissjóðirnir eru búnir að taka af- stöðu til viljayfirlýsingarinnar og samþykkja það sem fram kemur í henni,“ segir Þórey en Landssamtök lífeyrissjóðanna fóru með umboð fyrir hönd sjóðanna í viðræðum við stjórnvöld. Málið á herðum þingsins Viljayfirlýsingin var sett fram með fyrirvara um samkomulag stjórna viðkomandi lífeyrissjóða. Að sögn Þóreyjar er málið því komið á herðar Alþingis sem þarf að sam- þykkja fjárveitingu af hálfu ríksis- ins. „Væntanlega þarf þetta að fara inn í fjárlög eftir formlega afgreiðslu á þinginu, en við höfum ekkert heyrt frá nýjum stjórnvöldum. Þess hlýtur að mega vænta,“ segir Þórey. Í umræddri viljayfirlýsingu segir að tilgangur hennar sé að jafna stöðu þeirra sem tóku lánsveð í fast- eign hjá þriðja aðila við lántöku til kaupa á eigin fasteign. Stefnt er að því í viljayfirlýsingunni fella niður skuldir á lánum þesa hóps niður að 110% af markaðsvirði fasteignar. Í fréttatilkynningu frá ráðuneyt- inu, sem birt var samhliða viljayfir- lýsingunni, segir að skuldbindingar ríkissjóðs vegna þessa muni nema um þremur milljörðum króna og að ríkissjóður beri 88% af kostnaði. Líf- eyrissjóðirnir muni hins vegar bera um 12% af kostnaði vegna afskrifta. Lýstu ekki andstöðu Þá segir að þrjú skilyrði séu sett af hálfu LL. Í fyrsta lagi að rík- issjóður afli sér lagalegra heimilda til þess að hefja aðgerðir. Í öðru lagi að samráð verði haft við Samkeppn- iseftirlitið, Fjármálaeftirlitið og Eft- irlitsstofnun EFTA um lögmæti að- gerðanna og í þriðja lagi að stjórnir viðeigandi lífeyrissjóða staðfesti samkomulagið, sem þeir hafa nú flestir gert. Í viljayfirlýsingunni, sem kynnt var 23. apríl, segir jafnframt að efni hennar hafi verið kynnt formönnum stærstu stjórnmálaflokkanna. „For- ráðamenn Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks lýstu sig ekki mótfallna þessari lausn þegar þetta var borið undir Bjarna Benediktsson og Sig- mund Davíð Gunnlaugsson,“ segir Þórey. Lífeyrissjóðir sam- þykkja viljayfirlýsingu  Fyrsta skrefið að skuldaniðurfellingu skv. viljayfirlýsingu Reykjavík Samkvæmt úttekt eru um 2.000 heimili sem tóku lánsveð til fast- eignakaupa með neikvæða eignastöðu umfram 110% af virði fasteignar. SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.