Morgunblaðið - 28.05.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 Reykjavíkurborg hefur boðað tilkynningarfundar í vikunni um aðalskipulag til ársins 2030. Aðal- skipulagið nýja á að taka við af eldra skipulagi sem náði til ársins 2024 og ef marka má frásagnir borgarinnar hefur mikil vinna verið lögð í þetta nýja aðalskipulag og ferlið verið mjög langt. Reyndar of langt, ef marka má gögn sem borgaryfirvöld birta á vef borgarinnar.    En þrátt fyrir langt og strangtferli er enn að finna ein risa- vaxin mistök í þeim drögum að að- alskipulagi sem kynnt verða.    Í drögunum er gert ráð fyrir aðReykjavíkurflugvelli verði lokað en allir hljóta að gera sér grein fyrir að ekki verður af því, enda enginn vilji til þess, hvorki meðal borgarbúa né annarra landsmanna.    Tiltölulega lítill hópur manna hef-ur um árabil haft það sem áhugamál að berjast gegn því að Reykjavíkurflugvöllur fái að vera á sínum stað og telja ýmist að hann eigi heima uppi á háheiði, úti á skerjum, í Keflavík eða jafnvel hvergi.    Þrátt fyrir mikinn áhuga þessahóps hefur stuðningur við hug- myndina ekkert vaxið og í kosningu sem fram fór í Reykjavík þegar um- ræðan stóð sem hæst var stuðning- urinn sáralítill. Og þá er eftir að spyrja aðra landsmenn sem þurfa að geta sótt þjónustu til höfuðborg- arinnar.    Hvers vegna er lagt upp með svogallaða forsendu að því sem kallað er aðalskipulag Reykjavíkur? Gölluð forsenda STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 2 snjókoma Akureyri 6 rigning Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 8 skúrir Ósló 16 skýjað Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 15 skýjað Helsinki 20 léttskýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 18 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 12 skýjað London 16 heiðskírt París 17 heiðskírt Amsterdam 16 heiðskírt Hamborg 15 skýjað Berlín 17 léttskýjað Vín 11 skýjað Moskva 17 skýjað Algarve 18 léttskýjað Madríd 16 skúrir Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 20 skýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 22 heiðskírt Winnipeg 15 alskýjað Montreal 17 léttskýjað New York 20 heiðskírt Chicago 14 alskýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:32 23:19 ÍSAFJÖRÐUR 2:57 24:04 SIGLUFJÖRÐUR 2:38 23:48 DJÚPIVOGUR 2:53 22:57 Handverksbakarí fyrir sælkera MOSFELLSBAKARÍ Daglega er bakað bakkelsi sem fá bragðlaukana til að kætast. Hjá okkur er hægt að fá þetta gamla og góða og einnig eitthvað nýtt og spennandi. Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is „Framkvæmdir munu hefjast strax að loknu útboði,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins fast- eignafélags, sem fer með eignarhald á húsinu Ofanleiti 2 í Reykjavík. Um helgina auglýsti Reginn eftir tilboðum í fyrsta og stærsta áfanga verksins en breyta á öllu húsnæðinu í skrifstofur fyrir verkfræðistofuna Verkís. Um er að ræða töluverðar breytingar að sögn Helga, en húsið hefur hingað til hýst skólastarf, fyrst Háskólann í Reykjavík og nú síðast skrifstofur ýmissa stofnana og sprotafyrirtækja. Keyptu eldra húsnæði Reginn keypti húsnæðið af félag- inu SVÍV, sem er sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskipta- menntun. Réttindi leigutaka munu haldast óbreytt en þrír aðilar eru með leigusamning til ársins 2015. Reginn hefur verið stórtækur á markaði með skrifstofu- og iðn- aðarhúsnæði undanfarin ár en Helgi segir markmiðið vera að auka tekju- og áhættudreifingu. Samhliða því að Verkís tók Of- anleitið á leigu festi Reginn kaup á fasteignafélögum sem hýsa núver- andi starfsemi Verkís, m.a. skrif- stofur þess í Ármúla 4. Ofanleiti 2 er 8.012 fermetrar að stærð og var vígt sem skólahús árið 2001. bmo@mbl.is Hundraða milljóna króna fjárfesting  Verkís flytur inn í fyrrverandi skólahús HR  Byrja á breytingum í júní Skóli Nýjar höfuðstöðvar Verkís verða að Ofanleiti 2, gamla HR. Á fundi borg- arfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í gær tók Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi við formennsku í borgarstjórn- arflokknum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem hefur tekið við embætti innanríkisráðherra. Að auki var á fundinum ákveðið að Kjartan Magnússon borg- arfulltrúi tæki sæti Hönnu Birnu í borgarráði og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi tæki sæti í stjórn Faxaflóahafna. Ás- laug María Friðriksdóttir vara- borgarfulltrúi mun síðar í sumar taka sæti Hönnu Birnu í borg- arstjórn. Júlíus Vífill oddviti sjálfstæðismanna Landvernd mun í dag afhenda for- sætisráðherra og umhverf- isráðherra umsagnir um ramma- áætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig verður þeim afhent áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkj- anaflokk rammaáætlunar. Afhendingin fer fram við Stjórn- arráðshúsið við Lækjartorg kl. 17.15. Afhenda umsagnir um rammaáætlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.