Morgunblaðið - 28.05.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.05.2013, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 Kvikmyndahátíðinni í Cannes lauk í fyrradag með verðlaunaafhendingu og hlaut íslenska stuttmyndin Hvalfjörður, eftir leikstjórann Guð- mund Arnar Guðmundsson sem jafnframt skrifaði handrit mynd- arinnar og var einn framleiðenda, sérstök dómnefndarverðlaun en hún var ein níu mynda sem valdar voru í aðalkeppni stuttmynda hátíð- arinnar en alls voru 3.500 stutt- myndir frá 132 löndum sendar inn til keppni. Árangurinn er því glæsi- legur hjá Guðmundi og öðrum sem að myndinni komu. „Þetta opnar margar dyr og er ákveðinn gæða- stimpill,“ sagði Anton Máni Svans- son, einn framleiðenda mynd- arinnar, í samtali við blaðamann mbl.is í fyrrakvöld eftir verðlauna- afhendingu en meðframleiðendur að myndinni eru Sagafilm, Danirnir Darin Mailand-Mercado og Jacob Oliver Krarup og leikstjórinn Rún- ar Rúnarsson. Aðalverðlaun hátíðarinnar, Gull- pálmann, hlaut franska kvikmyndin La Vie d’Adele eða Blue is the Warmest Colour í enskri þýðingu, eftir leikstjórann Abdellatif Kec- hiche. Hún segir af ástum tveggja lesbía og hefur m.a. vakið athygli fyrir það að kynlífsatriðin í henni eru ekki leikin heldur raunveruleg. Dómnefnd hátíðarinnar fór þá óvenjulegu leið að veita bæði leik- stjóranum og aðalleikkonum mynd- arinnar, Adele Exarchopoulos og Leu Seydoux, verðlaunin. Verðlaun fyrir bestu leikstjórn hlaut Mexíkó- inn Amat Escalante fyrir kvik- myndina Heli. Grand Prix- verðlaunin, þau sem veitt eru fyrir næstbestu myndina að mati dóm- nefndar, hlutu hinir bandarísku Co- en-bræður, Joel og Ethan, fyrir kvikmyndina Inside Llewyn Davis og dómnefndarverðlaunin hlaut kvikmyndin Like Father Like Son eftir Hirokazu Koreeda. Verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki hlutu leikkonan Berenice Bejo fyrir leik sinn í The Past og Bruce Dern fyrir leik sinn í Nebraska. Verðlaun fyrir besta handritið hlaut Jia Zhangke fyrir handrit myndarinnar A Touch of Sin. Besta stuttmyndin þótti Safe eftir suðurkóreska leik- stjórann Moon Byoung-Gon. Hvalfjörður hlaut dóm- nefndarverðlaun í Cannes  La Vie d’Adele hlaut aðalverðlaunin, Gullpálmann Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hæstánægð Aðstandendur Hvalfjarðar í Cannes, f.v. Rúnar Rúnarsson, Rakel Tanja Bjarnadóttir, Gunnar Auðunn Jóhannsson, Guðmundur Arnar Guðmundsson, Anders Skov, Kristín Helga Einarsdóttir og Anton Máni Svansson. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kossaflens Aðalleikkonur og leik- stjóri La Vie d’Adele fagna Gull- pálmanum með viðeigandi hætti. Háskólakórinn er á hringferð um landið í tilefni af 40 ára afmæli sínu og heldur í kvöld kl. 20.30 tón- leika í Eskifjarðarkirkju. Á morg- un syngur kórinn í Reykjahlíð- arkirkju í Mývatnssveit og hefjast þeir tónleikar kl. 21.30. Stjórnandi kórsins er Gunnsteinn Ólafsson og er aðgangur að tónleikunum ókeypis. Háskólakórinn á ferð um landið Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp Mary Poppins (Stóra sviðið) Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Fös 7/6 kl. 19:00 Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Lau 8/6 kl. 19:00 Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 31/5 kl. 19:00 Sun 9/6 kl. 13:00 Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Lau 1/6 kl. 13:00 Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 6/6 kl. 19:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu! Gullregn (Stóra sviðið) Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Allra síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Núna! (Litla sviðið) Þri 28/5 kl. 20:00 Þri 4/6 kl. 20:00 lokas Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu. Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið) Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00 Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00 Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar. Tengdó (Litla sviðið) Fös 31/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Fös 7/6 kl. 20:00 lokas Grímusýning síðasta leikárs. Allra síðustu sýningar. Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið) Þri 28/5 kl. 20:00 lokas Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Mary Poppins – HHHHH – MLÞ, Ftíminn Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Fös 7/6 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30 Fös 31/5 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30 Sun 9/6 kl. 19:30 Sun 2/6 kl. 19:30 Fim 13/6 kl. 19:30 "Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið Kvennafræðarinn (Kassinn) Fös 31/5 kl. 19:30 Fim 6/6 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Brjálæðislega góð sýning! Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 2/6 kl. 14:00 Sun 9/6 kl. 14:00 Lokas. Síðustu sýningar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 1/6 kl. 13:30 Lau 8/6 kl. 13:30 Lau 1/6 kl. 15:00 Lau 8/6 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka! Patch Adams - fyrirlestur (Stóra sviðið) Fim 6/6 kl. 19:30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.