Morgunblaðið - 28.05.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013
Nr Leggur Legglengd Vegalengd Leggtími Heildartími
km km mín.+S mín +S
1 Kjarvalsstaðir-Grýtubakki 6,9 6,9 9-57 9-57
2 Grýtubakki-Hjallavegur 5,6 12,5 7-54 17-51
3 Hjallavegur-Ásvallagata 5,5 18,0 7-27 25-18
Bið 1-0 26-18
4 Ásvallagata-Lambhóll 2,0 20,0 3-29 29-47
Bið 3-0 32-47
5 Lambhóll-Ásvalllagata 1,7 21,7 2-29 35-16
Bið 2-0
6 Ásvallagata-Vatnsstígur 3,3 25,0 5-21 40-37
Bið/benzin 7-0 47-37
7 Vatnsstígur-Aðalstöð 47,3 72,3 33-15 80-52
Geirfinnur Ein-
arsson fór að heiman
19. nóvember 1974,
síðan hefir ekkert til
hans spurst.
Ári eftir að hann
hvarf handtók lög-
regla nokkra ringlaða
unglinga sem eftir
langt varðhald og yfir-
heyrslur, sem oft hafa
verið taldar á jaðri lag-
anna, játuðu að hafa barið þennan
mann til bana. Til að hafa nú allt lög-
legt fóru tveir lögreglumenn í um-
deilda ökuferð þar sem þeir sönnuðu
að hægt var að fara frá Kjarvals-
stöðum til Keflavíkur á tæplega ein-
um og hálfum klukkutíma, með við-
komu á nokkrum stöðum. Nú hefir
verið gerð tafla yfir ferðalag lögregl-
unnar á R 1400 sem var á þessum
tíma kraftmikill Volvo. Þegar þessi
tafla er skoðuð kemur í ljós að vega-
lengdin sem farin er áður en lagt er
upp til Keflavíkur er nákvæmlega 25
kílómetrar. Leggtímar innan Reykja-
víkur enda allir á þriðja eða sjötta tug
sekúndna 57,54, 27,29, 29 og 21 sek-
únda. Leggurinn til Keflavíkur er far-
inn á 33 mín. og 15 sek.
Ungmennin sögðust hafa ekið leggi
1 og 2 á gömlum Land Rover sem ung
stúlka keyrði. Leggi 3 t.o.m. 6 ók
sama stúlka nú á VW-bjöllu. Á sjö-
unda legg keyrði starfsmaður Menn-
ingarsjóðs bjölluna. Sakborningar
báru að á undan bjöllunni hefði farið
Mercedes Benz. T 608, sem beið við
Aðalstöðina í Keflavík, þegar bjallan
kom þangað. Hámarks-
ökuhraði á M.B. Tran-
sporter er samkvæmt
upplýsingum framleið-
anda 92-94 km/klst.
Sjá töflu.
Heildarferðatími: 80-
52 mín. eða 1 klst. 20
mín. og 52 sek. Kjarvals-
staðir - Vatnstígur 42,61
mín. Aksturst. 36,61.
Meðalhraði 41,0 km/klst.
Vatnsstígur - Aðalstöð
40,26 mín. Aksturst.
33,26. Meðalhraði 85,5 km/klst.
Þegar Mercedes Benz transporter
er ekið hraðar en 70 km/klst. er svo
mikill hávaði inni í ekilshúsinu, að
ekki er viðlit að keyra hraðar.
Liðlega fimmtungur leiðarinnar,
frá Vatnsstíg til Keflavíkur liggur um
þéttbýli þar sem meðalhraði hefir
verið ca. 40 km/klst. Þá hafa farið 15
mín. í það að komast út úr þéttbýlinu.
Leggur 7 er 47,3 km, 10 km eru í
þéttbýli, eftir standa þá 37,3 km á
Reykjanesbraut. Meðalhraði á
Reykjanesbrautinni hefði þá þurft að
vera 122,6 km/klst. til að dæmið gengi
upp.
Tímataflan er unnin upp úr dóma-
safni Hæstaréttar fyrir árið 1980.
G---finnur
Eftir Gest
Gunnarsson
Gestur Gunnarsson
»Nú hefir verið gerð
tafla yfir ferðalag
lögreglunnar á R 1400
sem var á þessum tíma
kraftmikill Volvo.
Höfundur er tæknifræðingur.
Því miður erum við
mannskepnan svo
ófullkomin að við
höndlum ekki valdið
til langs tíma. Þessa
má sjá stað hvar-
vetna í samfélagi
okkar, hvort sem er í
stjórnmálum, op-
inberum stofnunum
eða hjá félagasam-
tökum. Þar sem ég
er þekktur Vals-
maður verð ég að
taka það skýrt fram
að þetta á ekki við þar, þar hefur
ávallt verið stjórnað með visku séra
Friðriks Friðrikssonar að leið-
arljósi. „Látið kappið aldrei bera
fegurðina ofurliði.“ Það mættu fleiri
taka það sér til fyrirmyndar.
Við þekkjum hinsvegar dæmin
þar sem kirkjunnar þjónar hafa
fallið fyrir valdinu og sú þöggun og
vinargreiðar sem þar hafa nú verið
opinberaðir eru til skammar. Sú
niðurlæging sem hinar ágætu kon-
ur sem brotið var á urðu fyrir, þeg-
ar enginn vildi hlusta á þær, og
þær gerðar tortryggilegar eru
merki um að það er stutt í það illa í
mannskepnunni. Maðurinn er jú
mesta „skepnan“ á jarðkringlunni,
þegar vald er annars vegar. Þúsund
ára saga sannar það. Þá er dæmið
um Landakotsskóla sorgarsaga.
Þar var líf ungra barna lagt í rúst
og þeir sem reyndu að opna fyrir
umræðuna voru gerðir tor-
tryggilegir og lagðir í einelti. Þegar
ég var ungur maður heyrði ég af
þessu, en ekkert var gert. Nú er ég
orðinn eldri maður og þá loksins
fær þetta fólk sem varð fyrir brot-
unum uppreisn æru. Það er eins og
Síðast þegar ég skrif-
aði um bresti valdhafa
nefndi ég þekkt dæmi
um Tíberíus keisara,
sem var maður fólksins
fyrstu ár valdatíðar
sinnar, og mátti ekkert
aumt sjá, og sagði að
fólk ætti rétt á að hafa
hvaða skoðanir sem því
sýndist. Síðustu ár
valdatíðar Tíberíusar
var hann orðinn gjörspilltur af vald-
inu og lét hálshöggva hvern þann
sem hann hafði spurnir af að væri
annarrar skoðunar en hann sjálfur.
þar sem markmiðin eru háleitust,
eins og hjá kirkju og skóla t.d., séu
aðstæður hættulegri, því enginn vill
trúa neinu illu upp á slíkar stofn-
anir. Næg eru dæmin, Kumb-
aravogur, Breiðavík, Bjarg á Sel-
tjarnarnesi. Eitt eftirminnilegasta
dæmið þar sem einstaklingur reis
upp og sagði hingað og ekki lengra
var „litli Landssímamaðurinn“ sem
var þó nógu stór til að velta vald-
höfum úr sessi. Við eigum að bera
virðingu fyrir fólki eins og „litla
Landssímamanninum“. Þar fór
maður sem hafði góða samvisku og
þor til að láta vita af afbrotum í
sínu umhverfi og segja satt, það
hefðu því miður ekki allir kjark til
þess. Við eigum aldrei að óttast
vald og hroka sem er alltof oft
fylgifiskur slakra stjórnenda. Einar
Benediktsson segir í Messunni á
Mosfelli við yfirvaldið: „Biskup eigi
óttast ég þig, á himnum er sá sem
ég óttast.“ Þetta er kjarni málsins,
prestur hafði sagt satt og hafði því
ekkert að óttast. Enginn skyldi
selja samvisku sína og taka þátt í
þöggun og einelti, ef við erum boð-
berar sannleikans er ekkert að ótt-
ast. Sá sem beitir rökum og segir
satt sigrar þann sem fer fram með
reiði og hroka. Reiðin er nauðvörn
hins seka manns, en staðfesta er
styrkur sannleikans. „Trúr skaltu
vera og tryggur í lund,“ sagði hinn
mikli andans maður og mannvinur
séra Friðrik Friðriksson. Einkum
eigum við að vera trú sjálfum okk-
ur, vera heiðarleg og segja sann-
leikann, þó hann kunni að vera
sumum beiskur. Séra Friðrik
kenndi mér margt, m.a. það að
maður á aldrei að hata nokkurn
mann, ég hef komist í gegnum lífið
án þess að sýna nokkrum manni
hatur, en verð að viðurkenna að
næst komst ég því að leggja hatur á
Steingrím J. vegna hins óréttláta
og ófyrirgefanlega landsdómsmáls,
sem Steingrímur J. og co. höfðuðu
gegn prúðmenninu Geir Haarde.
Steingrímur fer í gröfina með þá
skömm þegar þar að kemur, og
verður minnst fyrir þá illmennsku
sem hann sýndi í því máli.
Vald spillir
Eftir Ómar
Sigurðsson » „Biskup eigi óttast
ég þig, á himnum er
sá sem ég óttast.“
(E.B.)
Ómar Sigurðsson
Höfundur er skipstjóri.
Kæru landsmenn!
Gleymum ekki kær-
leikanum. Aflinu sem
við öll þráum að fá að
njóta. Aflinu sem að
mínu mati er það
áhrifaríkasta og dýr-
mætasta í þessum
heimi.
Kærleikurinn spyr
ekki um endurgjald
Kærleikurinn spyr ekki um eigin
hag og er ekki á eigin forsendum.
Hann segir ekki, þegar mér hentar,
þegar ég vil eða nenni og þá þegar
ég fæ sem mest út úr honum á móti.
Nei, kærleikurinn hlustar og sér.
Hann opnar hjarta sitt fyrir neyð
náungans, án þess að spyrja um rök
eða ástæður. Um leið og hann er
brottför úr sjálfinu leiðir hann til
djúprar sjálfsmeðvitundar. Hann
nær út fyrir öll hagsmunasamtök og
allar pólitískar samfylkingar.
Kærleikurinn er miskunnsamur,
ekki sjálfhverfur. Hann er um-
hyggja frá innstu hjartans rótum.
Hann uppörvar og hvetur, því hann
á uppsprettu í hinni tæru lind lífsins.
Hann breytir refsingu í fyrirgefn-
ingu, er fórnfús og spyr ekki um
endurgjald. Kærleikurinn kemur í
veg fyrir ósætti. Hann flytur frið,
leitar sátta, stuðlar að
gleði og veitir fögnuð.
Gleði og fögnuð sem
byggður er á djúpri al-
vöru sem leiðir til var-
anlegrar hamingju.
Hamingju sem um-
breytir hjörtum fólks
svo það snýr sér frá
ranglæti og óréttvísi inn
í eilíft ljós sannleikans.
Hann stuðlar þannig að
skilningi, er nærgætinn,
alúðlegur og hlýr.
Kærleikurinn er gjaf-
mildur og þakklátur. Hann veitir
hjörtunum frið. Eilífan frið, sem er
æðri mannlegum skilningi.
Kærleikurinn fer ekki í mann-
greinarálit og tekur sér ekki frí.
Hann er ekki aðeins falleg orð heldur
lætur hann verkin tala. Í kærleik-
anum er fólgin lausn, sigur og ólýs-
anlegur lækningamáttur.
Og gleymum ekki að enginn á
meiri kærleika en þann að leggja líf
sitt í sölurnar fyrir vini sína. Hvað þá
svo þeir fái lifað um eilífð. Það er
þaðan sem kjarni kærleikans er
sprottinn.
Málið er að þiggja kærleikann
Málið er að þiggja kærleikann,
meðtaka hann af þakklæti og lifa
honum. Með því að finna honum far-
veg, koma honum áfram svo fleiri fái
notið hans.
Kærleikurinn er tær, hann er
heill, honum fylgir sannleikur og
frelsi, umhyggja og umburðarlyndi,
von og traust, ábyrgð og agi.
Að vera til blessunar
Ef þú vilt njóta blessunar skaltu
leitast við að vera til blessunar. Upp-
örva og gleðja, styðja og hvetja og
bera þannig raunverulega um-
hyggju fyrir fólki. Þeir sem eru
sjálfselskir, sérhlífnir og sjálfum-
glaðir, sífellt neikvæðir, með allt á
hornum sér, verða einfaldlega ekki
til blessunar.
Taktu ákvörðun um að vera til
blessunar. En það kostar vissulega
bæði þolinmæði, úthald og aga. En
með því finnum við lífi okkar tilgang
sem veitir okkur varanlega
hamingju.
Gleymum ekki kærleikanum
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
»Kærleikurinn er ekki
á eigin forsendum.
Hann hlustar og sér,
opnar hjarta sitt fyrir
neyð náungans án þess
að spyrja um rök,
ástæður eða endur-
gjald.
Höfundur er ljóðskáld og
rithöfundur.
Skráðu þig
í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Nú geta
allir fengið
iPad-áskrift
Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar
Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki
A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is
Tæki til verklegra
framkvæmda
Stofnað 1957