Morgunblaðið - 28.05.2013, Blaðsíða 26
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Útsölustaðir: Bústoð Keflavík, Bjarg Akranesi
Íslensk hönnun og framleiðsla
A81
Hönnuðir: Atli Jensen og
Kristinn Guðmundsson
Verð frá: 27.800,-
www.facebook.com/solohusgogn
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega
hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun.
WWW.PAPCO.IS
FIÐURMJÚK FÍFA
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013
Framgangur réttvís-
innar á Íslandi var
hugsaður sem verk
stjórnsýslunnar svo
koma mætti í veg fyrir
refsiaðgerðir ein-
staklinga gegn þeim
sem gerðust brotlegir
við réttindi annarra. Í
framhaldi af því var
komið á stofn lögreglu
og síðar embætti rík-
issaksóknara.
Áttu þessi embætti að taka til rann-
sóknar kærur er bærust um meint
misferli eða brot á lögum gegn þegn-
um samfélagsins og skipti þá ekki máli
hver lögbrjóturinn væri. Þetta átti að
koma í veg fyrir einkarefsingar aðila
eins og tíðkuðust á Sturlungaöld og
slíkum tímaskeiðum og átti að leiða til
þess að þeir sem lög voru brotin á
fengju mál sín leiðrétt.
Þróunin hefur verið sú að embætti
lögreglu og ríkissaksóknara eru orðin
nokkurs konar skúringadeildir fyrir
stjórnsýsluna. Þ.e. að kærur sem ber-
ast til embættanna um lögbrot þeirra
sem skipa æðri stöður í samfélaginu
eru allar afgreiddar með því fororði að
ekki sé um ásetningsbrot að ræða af
hálfu aðila og því sé það ekki í verka-
hring þessara embætta að rannsaka
málin.
Lögbrot af hálfu stjórnsýsluaðila
fást ekki rannsökuð þótt um sé að
ræða brot á lögum er leiða til þess að
eignir er skipta milljónum króna að
verðmæti séu hafðar af fólki. Slíkar
kærur eru afgreiddar af embætti Rík-
issaksóknara með þeim orðum að ekki
hafi verið um ásetningsbrot að ræða af
hálfu stjórnsýsluaðila. Leiðrétting
slíkra mála fæst ekki heldur og er
reynt af stjórnvöldum og þar með Rík-
issaksóknara að þagga málin niður
með neitun um að sinna lögmætum
kærum.
Ríkissaksóknari er að koma í veg
fyrir að þegnarnir njóti ákvæða stjórn-
arskrárinnar um að allir skuli vera
jafnir gagnvart lögum með því að
hylma yfir lögbrot sem framin hafa
verið. Með vísan til fréttar í Frétta-
blaðinu frá 22. júní 2007 (en fréttin frá
1977) þar sem ríkissaksóknari Banda-
ríkjanna hlaut fangelsisdóm (var sett-
ur í fangelsi) fyrir að hindra framgang
réttvísinnar. Því má segja að ólíkt höf-
umst vér að á Íslandi í málefnum rétt-
lætis.
Því er spurningin hvort með því
framferði ríkissaksóknara að taka þátt
í samsæri með að hindra framgang
réttvísinnar og hylma yfir lögbrot þá
sé af hálfu embættisins verið að fram-
vísa refsiréttinum til einstaklinga er
orðið hafa fyrir valdníðslu af hálfu
stjórnsýslunnar, hins þrískipta valds,
og þeir (einstaklingarnir) hafi því ótak-
markað vald til að ná fram leiðrétt-
ingum sinna mála (með notkun refsi-
réttar) gegn þeim er brutu lögin?
Með slíku framferði af hálfu rík-
issaksóknara að framvísa refsiréttinn
til einstaklinga er íslenskt samfélag
komið mörg hundruð árum aftar í
tímatali voru hvað varðar
friðsamleg samskipti
þegnanna. Auk þess sem
refsingar eða beiting við-
urlaga verður háð geð-
þótta hvers þess sem fær
slíkt vald í hendur.
Fyrr á öldum voru al-
geng vígaferli til refs-
ingar þeim sem taldir
voru hafa brotið á rétti
annars manns.
Framferði skúr-
ingadeildarinnar í ís-
lensku stjórnkerfi, sem
kallast ríkissaksóknari,
við að hvítþvo lögbrot embættis-
manna, sem hafa brotið á réttindum
þegnanna af völdum mistaka að mati
Ríkissaksóknara, en mistökin fást ekki
leiðrétt þótt skýrar sannanir séu fyrir
ranglætinu og lögbrotinu, þá er emb-
ætti ríkissaksóknara komið í þá stöðu
að hylma yfir lögbrot. Samkvæmt
ákvæðum í íslenskum lögum er yf-
irhylming lögbrota saknæmt athæfi.
Embættismaður, þ.e ríkissaksókn-
ari, er því orðinn lögbrjótur og er þá
erfitt að sjá að hinn almenni þegn
landsins sé skyldugur að fara að lög-
um í landinu þegar æðstu menn
stjórnsýslunnar þurfa þess ekki.
Því er spurning hvort embætti rík-
issaksóknara sé ófært um að sinna
öðrum málum en því að ákæra úti-
gangsmann fyrir að stela blóðmör-
skepp til að seðja hungur sitt eins og
frægt varð hér fyrir nokkrum árum.
Fyrir hendi eru upplýsingar um
þjófnað á rúmri milljón króna af
bankabókum sem kært var til emb-
ættis Ríkissaksóknara fyrir nokkrum
árum. Þeir sem fyrirskipuðu þann
þjófnað voru ráðherrar samkvæmt því
sem fram kom í skýrslum lögregl-
unnar er rannsakaði málin. Af hálfu
embættis ríkissaksóknara var neitað
um að aðhafast neitt í málunum. Skúr-
ingardeildin á fullu að hreinsa (hvít-
skúra) valdamenn þjóðarinnar.
Ríkissaksóknari hefur neitað um
rannsókn á meintum lögbrotum af
hálfu dómara, sem notuðu fölsuð gögn
og fóru með hrein ósannindi í dóms-
orðum, við uppkvaðningu sinna dóma
(utanlagadóma) og þar með brotið
mannréttindi á þolendum ut-
anlagadómanna. Þar var skúr-
ingadeild hins íslenska ríkis enn í sínu
fullveldi við yfirhylmingu á lögbrotum.
Þar sem undirritaður er þolandi
lögbrota dómara með fölsuðu skjölin
(skriflegar sannanir um að skjölin eru
fölsuð) og hefur ekki fengið lögmæta
afgreiðslu skúringadeildar rík-
issaksóknara og leiðréttingu á ut-
anlagadómum er refsivaldið í höndum
undirritaðs. Hvort aðferð sem notuð
var á Sturlungaöld verði notuð við
refsingar kemur í ljós.
Eftir Kristján S.
Guðmundsson
Kristján
Guðmundsson
» Yfirhylming af hálfu
ríkissaksóknara á
lögbrotum æðstu manna
hins íslenska ríkis.
Höfundur er fv. skipstjóri.
Íslenskt réttarfar
Í laugardagsblaði Moggans birt-
ist ansi mögnuð grein eftir Mar-
gréti Kristmannsdóttur og Andr-
és Magnússon sem eru talsmenn
Samtaka verslunar og þjónustu.
Þau byrja á því að taka Guðna
Ágústsson í gegn og kenna hon-
um um að við íslenskir neytendur
greiðum eitt hæsta verð í heimi
fyrir búvörur en skrifa ekkert
um það hvað það er nauðsynlegt
fyrir okkur sem eyþjóð að geta
treyst á eigin framleiðslu búvara,
um þetta er skrifað í 1. lið grein-
ar þeirra Margrétar og Andrésar.
Annar liður greinar þeirra er svo
ótrúlegur að ég varð að lesa hann
tvisvar til að trúa því sem ég var
að lesa. Þar taka þau undir með
Guðna að það séu of margir fer-
metrar lagðir undir versl-
unarhúsnæði sem leiðir klárlega
til hærra vöruverðs. En hverjum
er um að kenna? Þar eru söku-
dólgarnir skipulagsyfirvöld sveit-
arfélaganna og gráðugir bygging-
arverktakar sem bera ábyrgð á
því t.d. að það eru nokkrar mat-
vöruverslanir á nánast sama
blettinum úti á Granda í alltof
mörgum fermetrum, þökk sé
byggingarverktökum. Ég hélt að
þeir sem reka verslunarfyrirtæki
létu ekki aðra, t.d. bygging-
arverktaka, segja sér fyrir verk-
um og hvernig eigi að reka fyr-
irtæki sín. En getur ekki verið að
hátt matarverð hér í verslunum
liggi í of hárri verðlagningu hjá
verslunareigendum? Ég las það
t.d. um starfsemi Haga hf. sem
segja að meginstarfsemi þeirra
sé á sviði matvöru að hagnaður
þeirra á síðasta rekstrarári hafi
verið tæpir fjórir milljarðar fyrir
skatta. Það er að sjálfsögðu gott
fyrir Hagaeigendur. Ég held að
„varðmenn“ Samtaka verslunar
og þjónustu ættu að hætta að
kasta steinum úr glerhúsi og líta
í eigin barm. Matarinnkaup hjá
íslenskum heimilum snúast ekki
eingöngu um íslenskar landbún-
aðarvörur, sem eru reyndar með
þeim bestu í heimi.
EINAR PÉTURSSON,
byggingarverktaki.
Glerhús Margrétar
og Andrésar
Frá Einari Péturssyni
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru send-
ar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn "Senda inn grein" er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.