Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 6
Morgunblaðið/Þorkell
Fækkun Minna var brotist inn 2012.
Í ársskýrslu lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu fyrir árið 2012 er
getið fjölmargra mála sem rötuðu
inn á borð lögreglunnar. Á fyrri
hluta ársins kom til rannsóknar
sérstakt mál en lögreglunni barst
kæra eftir að menn höfðu hótað að
menga matvæli hjá ónefndum fram-
leiðanda. Hótunin var tekin mjög
alvarlega, en með henni fylgdu sýni
sem voru menguð með hættulegum
efnum.
Þeir sem stóðu að baki hótuninni
voru handteknir er þeir ætluðu að
sækja lausnargjaldið, en þeir
kröfðu framleiðandann um 10 millj-
ónir króna.
Árið 2012 var tiltölulega gott ár
að mati lögreglustjórans og vó það
þungt að innbrotum fækkaði í um-
dæminu. Í ársskýrslunni kemur
fram að um 4.500 þjófnaðarbrot
voru tilkynnt til lögreglunnar, þar
af voru innbrot um 1.000. Ágætlega
gekk að upplýsa flest mál, þökk sé
ábendingum sem bárust frá borg-
urum.
Margar húsleitir voru gerðar í
tengslum við rannsóknir mála og
oft náðist að leggja hald á þýfi. Þá
hefur viðvera lögreglunnar á sam-
skiptavefnum Facebook reynst vel
og upplýsingar sem henni eru veitt-
ar þaðan hafa oft og tíðum hjálpað
við rannsókn ýmissa mála auk þess
sem myndbirtingar hafa einnig skil-
að miklum árangri. Þá er það full-
yrt að í ýmsum tilvikum hefðu mál
ekki verið upplýst án tilkomu Face-
book. mariamargret@mbl.is
Hótuðu að menga matvæli
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013
Í DAG
OG
4FALDIR
VILDARPUNKTAR
ICELANDAIR
ALLA HELGINA!
(1.–5. ÁGÚST)
Dæmi: 10.000 kr. áfylling
gefur 600 Vildarpunkta.
-10KR.
ELD
SNE
YTIS
AFS
LÁT
TUR
MEÐ
OLÍS
-LYK
LINU
M, S
TAÐ
GRE
IÐSL
U-
OG
TVE
NNU
KOR
TI O
LÍS
Til að safna Vildarpunktum Icelandair með Olís-lyklinum
þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair korti,
American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís.
Einnig er hægt að safna punktum með Sagakorti.
Nánari upplýsingar um vildarkerfi Olís eru á
olis.is/vidskiptakort/vildarkerfi
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nokkrar bílaleigur leigja út gamla
bíla gegn lægra gjaldi en gildir um
nýlega bíla. Fram kom í bílablaði
Morgunblaðsins á þriðjudag að sum-
ir gömlu bílaleigubílarnir séu hrein-
lega ekki boðlegir, að sögn Páls
Heiðars Haukssonar á Patreksfirði.
Vilja herða eftirlit með bílunum
Kröfur til ástands bílaleigubíla
eru sambærilegar við kröfur til ann-
arra bíla, það er að þeir hafi staðist
árlega skoðun, að sögn Bergþórs
Karlssonar, formanns bílaleigu-
nefndar Samtaka ferðaþjónustunnar
(SAF) og framkvæmdastjóra Bíla-
leigu Akureyrar, Höldurs.
„Ég persónulega vil sjá einhver
takmörk gagnvart bílaleigubílum.
Ég tel það ekki vera aðgangshindrun
að krefjast þess að bílaleigubílar séu
t.d. ekki eldri en tíu ára,“ sagði Berg-
þór. Hann sagði þetta hafa verið
rætt innan bílaleigunefndarinnar.
„Við höfum rætt við Umferðar-
stofu og ráðuneytin um stífari reglur
varðandi bílaleigubíla. Við höfum
kallað eftir því að gerðar séu skyndi-
skoðanir á bílaleigubílum og eftirlit
aukið. Bíll getur hafa verið skoðaður
fyrir ári en samt margt verið að hon-
um,“ sagði Bergþór. Þrír úr bíla-
leigunefnd SAF fóru á fund stærstu
tryggingafélaganna og hvöttu þau til
að fylgjast betur með bílum sem ver-
ið er að leigja út. Til þess þurfi þau
að fara á staðinn og skoða bílaleigu-
bílana með eigin augum.
Bergþór sagði að ódýrar bílaleigur
þurfi að vera til og sumir sem leigi út
gamla bíla standi sig vel. „Svo eru
þeir sem er nákvæmlega sama. Þeir
tjalda bara til einnar nætur og ætla
að ná sér í tekjur. Þeir hafa kannski
ekki stórar áhyggjur af orðsporinu
sem þeir skapa sér eða ferðaþjónust-
unni í landinu með því að koma illa
fram við viðskiptavini,“ sagði Berg-
þór. Hann sagði mörg dæmi um að
leigutakar bílaleigubíla þurfi að bíða
einn dag eða lengur vegna bilunar.
Grófasta dæmið var af leigutaka sem
var búinn að bíða í þrjá daga austur á
fjörðum á meðan bíllinn var í við-
gerð. Bílaleigan var hætt að svara
þegar maðurinn hringdi. Hann leigði
nýlegan bíl á annarri leigu til að
halda áfram.
Bergþór sagði að Samtök ferða-
þjónustunnar séu byrjuð að kort-
leggja bílaleigumarkaðinn og sam-
setningu hans. Tæplega 150 aðilar
eru með leyfi til að leigja út bíla hér á
landi.
Bergþór sagði engin áhöld vera
um það hver eigi að borga viðgerð ef
bílaleigubíll bili, það sé bílaleigan.
Öðru máli gegnir ef bíllinn verður
fyrir skemmdum. Venjulega eru við-
gerðarverkstæðin fengin til að skera
úr um hvort um skemmd eða bilun er
að ræða. Bergþór taldi það vera hlut-
verk bílaleiganna að gera slík mál
upp við viðskiptavinina, en ekki hlut-
verk verkstæðanna.
Samkvæmt skyldum leigusala,
sem kveðið er á um í reglugerð, ber
leigusala að afhenda leigutaka sam-
bærilegan bíl svo fljótt sem auðið er
Vilja aukið
eftirlit með
bílaleigubílum
Bilanir gamalla bílaleigubíla hafa
raskað ferðaáætlunum ferðamanna
Skoðun Bílaleigubílar fara
í skoðun einu sinni á ári.
Ekkert útlit er fyrir að mikil mannekla verði á frístunda-
heimilum landsins í vetur. Að sögn Guðrúnar Péturs-
dóttur, skólastjóra Kársnesskóla í Kópavogi, er nýbúið
að auglýsa eftir starfsmönnum en eins og er vanti einn til
tvo starfsmenn á dægradvöl skólans fyrir komandi vet-
ur. „Það hefur ekki verið mannekla í skólanum hjá okkur
og við höfum alltaf auglýst á þessum tíma ef það hefur
vantað,“ segir Guðrún sem bendir á að ávallt sé mikil eft-
irspurn eftir dægradvöl. Spurð að því hversu margir
krakkar fari í dægradvöl hjá skólanum segir hún þá vera
í kringum eitt hundrað talsins.
Bryndís Baldursdóttir, forstöðukona Frístundar við
Brekkuskóla á Akureyri, segir enga manneklu vera þar á
bæ og að mjög vel hafi gengið að ráða starfsfólk fyrir
veturinn. „Flestir sem eru að vinna hjá okkur eru í öðr-
um störfum á morgnana og halda svo bara áfram í frí-
stundinni, eru þá stuðningsfulltrúar eða skólaliðar,“ seg-
ir Bryndís sem bendir á að um eitt hundrað krakkar séu í
Frístund við skólann.
„Það hefur bara gengið nokkuð vel, þetta er yfirleitt
sama fólkið hjá mér,“ segir Selma Björk Jónsdóttir, um-
sjónamaður Skólavistunar Sunnulækjarskóla á Selfossi,
spurð að því hvernig gengið hefur að ráða starfsfólk fyrir
komandi vetur. Að sögn Selmu voru um 80 nemendur á
skrá hjá skólavistun skólans síðasta vetur.
Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg rennur
umsóknarfresturinn um störf á frístundaheimilum út 5.
ágúst, og 11. ágúst í einhverjum tilfellum. Því sé ómögu-
legt að segja til um hvort mannekla sé yfirvofandi eða
ekki. skulih@mbl.is
Ekki útlit fyrir manneklu
Vel gengur að manna frístundaheimili víða um land
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frístundaheimili Börn að leik á frístundaheimili.