Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 10
Morgunblaðið/Dejo Draumar í morgunverð Litríka hótelið Ten Cate í Hollandi hlýtur að laða að sér litaglaða gesti. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Vatnstankurinn í Keflavík,sem eitt sinn trónaði ofanvið alla byggð, en er nú áútivistarsvæði við Vatns- holt, hefur lengi staðið ónotaður og til lítillar prýði fyrir íbúa í nágrenn- inu. Tankurinn sést víða að, enda um 400 fermetrar að stærð, og hefur því lengir verið eitt af kennileitum bæj- arins. Einn af toyistunum fékk auga- stað á vatnstankinum og fannst það kjörið verkefni fyrir hópinn, auk þess sem bærinn fengi nýtt kenni- leiti. „Vatnstankurinn er eins og vel hannaður strangi til að mála á,“ sagði Qooimmee, einn af íslensku toyistunum í samtali við blaðamann. Vatnstankur verður risastórt útilistaverk Gamli vatnstankurinn í Keflavík hefur verið hjúpaður segldúk og mikilli dulúð. Fáir vita hvað aðhafst er undir dúknum, enda verður tankurinn ekki afhjúpaður fyrr en á Ljósanótt. Listahópur sem kennir sig við toyisma er þarna að verki. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Skapandi Toyistarnir Qooimmee og Gihili eru hér að störfum. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Þrátt fyrir að margir hafi kvartað sér- staklega undan vætu í sumar getur rigningin, og þá sérstaklega hljóðið sem henni fylgir, verið einkar róandi. Mörgum finnst hljóðið einkar mel- ankólíst á meðan aðrir ná að einbeita sér betur með ómandi rigningarhljóð í bakgrunni. Á heimasíðunni rainymood.com er hægt að hlusta á rigningarhljóð klukkutímum saman en um ein og hálf milljón manns hefur „líkað“ við síðuna á fésbókinni. Einstaka tónlist- armenn hafa meira að segja hvatt aðdáendur sína til að hlusta á tónlist þeirra samhliða rignignarhljóðinu og á það að auka ánægjuna. Einstaka þruma vekur athygli hlustanda síð- unnar en slíkri hellidembu, eins og hlusta má á, fylgja gjarnan slík ósköp. Vefsíðan www.rainymood.com AFP Regn Mörgum þykir rigning einkar róandi, öðrum finnst hún bæta einbeitingu. Með rigninguna í bakgrunni Danshópurinn Dætur mun standa fyrir umræðukvöldi á Dansverkstæðinu í kvöld klukkan 21. Hópurinn, sem er skipaður þeim Elísabetu Birtu Sveins- dóttur, Önnu Kolfinnu Kuran, Höllu Þórðardóttur, Herdísi Stefánsdóttur og Hjördísi Gestsdóttur, er að vinna að sviðsverki sem styrkt er af Evrópu unga fólksins. Þær hvetja allar konur til að mæta í kvöld og ræða ýmis kven- leg tabú út frá persónulegum sögum og reynslu. Umræðurnar eru hluti af rannsóknarvinnu þeirra fyrir komandi verk en áætlað er að sýna verk í vinnslu á Reykjavík Dance Festival í lok ágúst. Stöllurnar munu bjóða við- stöddum upp á rauðvín og osta á þessu ljúfa umræðukvöldi. Endilega … … takið þátt í umræðu Morgunblaðið/Golli Kvöld Rauðvín, ostar og umræður. Dagskráin á skemmtistaðnum Fakt- orý verður með glæsilegasta móti um helgina en staðurinn mun hýsa stóran hluta Innipúkans. Bæði föstudags- og laugardagskvöldið verður þéttskipað en þetta er í fyrsta skiptið sem hátíðin er haldin á skemmtistaðnum. Helgin er auk þess næstsíðasta helgi staðarins en honum mun verða lokað eftir þá næstu. Innipúki undanfarinna ára hefur alfarið verið íslenskur og verður engin breyting á því í ár. Annað kvöld eru fimm tónlistaratriði á dagskrá en það eru tónlistarmenn- irnir Gísli Pálmi, Valdimar og Prins Póló sem munu láta ljós sitt skína auk hljómsveitanna Steed Lord og Skelks í bringu. Á Laugardaginn munu svo Botnleðja, Geiri Sæm, Ylja, Agent Fresco og Grísalappalísa halda uppi fjöri fram eftir nóttu. Aðgöngumiðar eru í formi armbanda en hægt er að nálgast passa á vef- síðunni midi.is. Innipúkadagskráin um helgina er flott Tónlistarveisla á Faktorý Morgunblaðið/Sigurgeir S. Rokk Agent Fresco er ein þeirra sveita sem munu spila á Faktorý um helgina. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.