Morgunblaðið - 01.08.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.08.2013, Qupperneq 20
FRÉTTASKÝRING Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Þ að er aukinn áhugi á náminu og fleiri og fleiri sækja um,“ segir Krist- ín Hrönn Þráinsdóttir, fagstjóri Leiðsöguskól- ans, sem er eins árs starfsnám sem kennt er við Menntaskólann í Kópa- vogi. Leiðsöguskóli Íslands hefur útskrifað yfir 1.200 leiðsögumenn frá stofnun, en hann var sá fyrsti sem kenndi námið. „Yfir 100 manns hafa nú sótt um áður en fresturinn rann út, en síðan þá hafa fjölmargar umsóknir borist. Það eru ákveðnar forkröfur og síðan fer fólk í inntökupróf,“ segir Kristín sem segir miklar breytingar hafa verið á síðustu fimm árum. Þá var verið að taka inn nemendur alveg fram á haust sem er sjaldan gert nú vegna fjölda umsókna. Skólinn tekur inn um 70 nýnema á hverju ári. „Það er alveg forsenda fyrir því að stækka hópinn okkar,“ segir Kristín Hrönn. Fjölbreyttari tungumál Mikil áhersla er lögð á tungu- málanotkun í Leiðsöguskólanum, þar sem nemendur læra að segja frá því sem þau læra á sínu kjör- máli. Mikill nýr orðaforði er kennd- ur sem snýr sérstaklega að ferða- þjónustu. „Enska er alltaf vinsælust, en síðan hefur verið kennd spænska, danska, þýska, franska, ítalska, norska og sænska,“ segir Kristín en einnig er reynt að koma til móts við fólk sem sækir um önnur tungumál. Nemendur hafa til dæmis einnig sóst eftir námi í japönsku, rússnesku og finnsku. „Það er eftirsóknarvert að fá inn nemendur með fjölbreytt tungumál og ferðaþjónustan kallar á það,“ segir Kristín sem bætir við að með auknum ferðamannastraumi eykst krafa um fjölbreyttari tungumála- kunnáttu leiðsögumanna. Flug- félögin fljúga nú til mun fleiri landa en áður og mun því fjöldi tungu- mála aukast enn frekar. „Margir taka fleiri tungumál og eykur það atvinnumöguleika þeirra til muna.“ Áhugi á námi tengt ferðaþjón- ustu hefur aukist á síðustu árum. Háskóli Íslands býður upp á þriggja ára nám í ferðamálafræði sem og framhaldsnám, líkt og Há- skólinn á Hólum. Þá er Endur- menntun Háskóla Íslands með leið- sögunám á háskólastigi. Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferða- málafræði við HÍ, tekur undir að meiri áhugi sé á námi þessu tengdu. „Mikil fjölgun varð í námi í ferða- málafræði eftir 2008 og hefur það haldið stöðugt síðan. Nú byrja tæp- lega 100 nýnemar á hverju ári,“ segir Anna Dóra sem segir einnig fjölgun í framhaldsnáminu. „Þar er mikið val í boði hjá okkur, þó fólk geti líka sérhæft sig strax í grun- námi. Í framhaldsnáminu er námið sérsniðið að hverjum og einum,“ segir Anna Dóra sem bætir við að þar séu möguleikarnir nær enda- lausir. Fjölbreytt tækifæri „Við höfum heyrt af okkar nemendum í mjög spennandi störf- um eftir námið, ferðaþjónustan er svo fjölbreytt að fólk fær vinnu á ólíklegustu stöðum,“ segir Anna Dóra og nefnir allt frá vinnu á ferðaskrifstofum, verk- fræðistofum, í náttúruvernd- argeiranum, hjá ríki og sveitarfélögum og vinnu við Airwaves-tónlistarhátíðina „Það eru mjög fjölbreytt tæki- færi sem taka við eftir þetta nám hjá nemendunum þar sem ferðaþjónustan snertir svo marga anga atvinnu- lífsins.“ Aukinn áhugi á námi tengdu ferðaþjónustu Morgunblaðið/Kristinn Ferðamenn Mikil aukning hefur orðið síðustu ár í fjölda ferðamanna hér á landi allan ársins hring og einnig hefur aukist áhugi á námi því tengdu. 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Faxaflóahafn-ir hafa ávef sínum birt skýrslu um umfang sjávar- útvegs á athafna- svæði sínu í Reykjavík og á Akranesi. Athygli vekur hve umfang sjávar- útvegs er mikið á þessu svæði og hversu mörgum störfum greinin skilar þar af sér. Í Faxaflóahöfnum er um fimmtungur umsvifa sjávar- útvegs á landinu og sýnir það vel að höfuðborgarsvæðið er mikilvæg verstöð. Ekki er síð- ur athyglivert sem segir í skýrslunni að um það bil 70% af óbeinu framlagi sjávar- útvegsins verði til í Reykjavík, en með óbeina framlaginu er átt við margvíslega þjónustu við sjávarútveginn, sem fer að miklu leyti fram í gegnum fyr- irtæki í Reykjavík. Hagsmunir Reykjavíkur af því að sjávarútvegurinn í land- inu sé öflugur eru því ríkir og ótvíræðir. Þetta stangast á við sýn ýmissa sem tala gjarnan niður mikilvægi sjávarútvegs- ins, ekki síst fyrir höfuðborg- arsvæðið. Þetta er einnig sláandi þeg- ar haft er í huga hvernig nú- verandi borgaryf- irvöld brugðust við þegar vinstri stjórnin sótti ítrekað að þessari undir- stöðuatvinnugrein á síðasta kjör- tímabili. Sveit- arstjórnir um allt land sendu umsagnir til Alþingis vegna stórhættulegra lagafrumvarpa ríkisstjórnarinnar, en Reykja- vík dró lappirnar, skilaði um- sögn seint og tók frekar af- stöðu með ríkisstjórninni en þessari mikilvægu atvinnu- grein borgarinnar. Í umsögn borgarinnar sagði til að mynda að „aðeins um 1.000 manns“ hafi starfað við fiskveiðar í höfuðborginni og 800 í fiskiðnaði. Þessi fram- setning átti að draga úr mik- ilvægi greinarinnar fyrir höf- uðborgina og sýna fram á að óhætt væri að keyra skatta á sjávarútveginn upp úr öllu hófi. Eins og hér hefur áður verið bent á var þessi framsetning mikil fjarstæða og með hinni nýju skýrslu er enn frekar sýnt fram á hve fráleitt er af borgaryfirvöldum eða öðrum að gera lítið úr þýðingu sjáv- arútvegsins fyrir Reykjavík. Nú er enn betur staðfest hve mjög núverandi borgaryf- irvöld hafa vanmetið undirstöðugreinina} Sjávarútvegur í Reykjavíkurborg Í ritstjórnargreinsem birtist í blaðinu í gær var vikið að úttútnun eftirlitsiðnaðarins. Á sama tíma birt- ist á Moggavefnum frétt um að páfagauk hafi ver- ið bjargað með hjálp lyftara. Atvikið átti sér stað á athafna- svæði ritstjórnar og prent- smiðju Árvakurs. Síðdegis var birt áminning frá Vinnueftirlitinu um að mik- ilvægt væri að hafa „í huga að lyftarar, hjólaskóflur, kranar og önnur tæki séu ekki notuð til að lyfta fólki.“ Segir eft- irlitið að vert sé að vekja at- hygli í þessu sambandi á ákvæðum úr reglugerð um notkun tækja nr. 367/2006. Það er svo gert í tilkynningu Vinnueftirlitsins. Svo segir: „Og hins vegar reglugerð nr. 1005/2009 um vélar og tækni- legan búnað og viðeigandi staðla er lúta að gerð mann- karfa.“ Ekki er við hæfi að endur- taka hér eins og páfagaukur það sem sagt var um eftirlits- iðnaðinn á þessum stað síðast, enda er í þessu tiltekna máli augljóst að viðkomandi eftirlit hefur brugðist fljótt og vel við þeim atburðum sem urðu uppi í Hádeg- ismóum. Páfagaukurinn Sky var „hrakinn, kaldur og uppgef- inn“ þegar honum var bjargað með aðferðum sem þverbrutu staðla og reglugerð- ir. Auðvitað hefði mönnum á vettvangi átt að detta í hug að hringja í löglegan körfubíl, sem uppfyllti reglugerð nr. 1005/2009 og þó ekki síst „við- eigandi staðla er lúta að gerð mannkarfa“ (sem mun ekki vera fisktegund). Það er engin afsökun þótt einhver kynni að hafa haldið að einhvers staðar væru til reglugerðir og staðlar sem segðu til um að bjóða skyldi út þjónustu mann- körfubíla á Evrópska efna- hagssvæðinu og lægju við refs- ingar, ef út af væri brugðið. En það má páfagaukurinn Sky vita að þetta er ekki per- sónulega bundið við hann. Lengi vel a.m.k. var til reglu- gerð þar sem var ákveðið að niðurföll í hænsnabúum skyldu „að jafnaði“ vera á gólfi þar sem það væri lægst. Þarna vottaði sem sagt fyrir aðdáun- arverðu svigrúmi hjá eftirlits- iðnaðinum. Morgunblaðsmenn brutu bæði staðla og reglugerðir og biðjast forláts} Ólögmæt upplyfting Þ egar Samfylkingin komst á sínum tíma í ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokknum greip um sig áberandi mikil kæti meðal ráðherra Sam- fylkingar. Ósmekklegt væri að líkja gleðilátunum við það þegar kýrnar losna úr fjósinu og komast út í guðs græna náttúr- una þar sem þær leika við hvurn sinn fingur. Þess vegna skulum við einungis láta okkur nægja að segja að gleðilæti ráðherranna hafi verið umfangsmikil og áberandi. Það er víst mjög gaman að vera ráðherra! Svo hurfu þessir ráðherrar skyndilega og í ljós kom að þeir voru nær allir í útlöndum, í fríi eða á skemmtifundum með erlendum kollegum. Svipað virðist upp á teningnum nú. Ráð- herrar ríkisstjórnarinnar eru flestir horfnir út í góða veðrið. Einstaka ráðherrum bregður fyrir í stutt- um viðtölum en það er enginn sérstakur sannfæringa- tónn í málflutningi þeirra. Þeir virðast vera með hugann við annað en vinnuna, eins og hendir iðulega þegar menn eru í sumarfríi. Hér skal ekki skammast út í það að ráðherrar fari í sumarfrí eins og annað fólk. Aðalatriðið er að þeir skili sér úr sumarfríinu og taki til starfa. Það er ýmislegt sem þarf að gera eigi ekki að fara illa. Þá þurfa menn að vinna vel og lengi. Einn ráðherra virðist ekki hafa sérstaka þörf á löngu sumarfríi heldur einbeitir sér að vinnu sinni. Það er Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Hann er í erfiðu embætti þar sem mikið mæðir á hon- um og vill greinilega standa sig. Þess vegna stingur hann ekki af frá vaktinni. Hann mæt- ir í fjölmiðla og svarar fyrir sinn málaflokk. Hann er málefnalegur, yfirvegaður og velvilj- aður. Og ekki líklegur til að fara á taugum. Kristján Þór hefur ákveðið forskot á aðra ráðherra þegar kemur að vinnusemi og við- veru. Og það á við um ráðherra eins og aðrar vinnandi stéttir að menn hljóta að græða á því að vera sýnilegir. Vinnusemi er dyggð. Það virðist Kristján Þór vita. Það er sjálfsagt að óska nýrri ríkisstjórn blessunar og velfarnaðar. Þótt lítið hafi gerst á sumarþingi er engin ástæða til að ætla að ríkisstjórnin muni sjálfkrafa verða aðgerða- lítil í haust. Nýir ráðherrar hljóta að hafa metnað til að standa sig vel í vinnunni og verða vonandi allir frískir og fjörugir. Það má deila um það hvort þeir hafi þurft á sumarfríi að halda, en hver vill svo sem ekki komast í sólina á Ítalíu standi slíkt til boða? Nú þurfa ráðherrarnir að elta hinn duglega heilbrigð- isráðherra Kristján Þór og sýna af sér áberandi vinnu- semi og lifandi áhuga. Þeir ættu einnig að gæta þess að raða ekki einungis í kringum sig já-mönnum heldur ráð- færa sig við fólk sem kann að segja þeim til syndanna þegar þörf er á. Þá er mikilvægt fyrir ráðherra að hlusta. Það má nefnilega stundum heilmikið læra af hæfilegum skömmum. Síðasta ríkisstjórn hefði sannarlega grætt á því að hlusta. kolbrun@mbl.is Pistill Forskot Kristjáns Þórs Kolbrún Bergþórsdóttir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Nám tengt ferðaþjónustu er fjölbreytt og er oft bæði verk- legt og bóklegt. Í Leiðsöguskóla Íslands er boðið uppá ýmsa möguleika í náminu og velja nemendur sér kjörsvið. Nemendur hafa um að velja þrjú kjörsvið með mis- munandi leiðsögnum þar sem þeir fá að æfa sig í leiðsögn sem og að fá sjálf leiðsögn frá reynslumiklum leiðsögumönn- um. Valið er um almenna leið- sögn með hringferð um landið, gönguleiðsögn með fimm daga gönguferð með allt á bakinu eða afþreyingarleiðsögn með spennandi vett- vangsferðum. Nemendur skólans eru frá 21 árs til sjö- tugs og hafa mjög fjölbreytta menntun og reynslu að baki. Fjölbreyttir möguleikar NEMENDUR Á ÖLLUM ALDRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.