Morgunblaðið - 01.08.2013, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013
✝ Anna Magn-úsdóttir fædd-
ist í Hvammi í
Vestur-Eyjafjalla-
hreppi 6. maí
1944. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Lundi á
Hellu 23. júlí
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Sigurjónsson frá
Hvammi, f. 10.3. 1914, d. 1.9.
2010, og Sigríður Jóna Jóns-
dóttir, f. 28.2. 1917, dáin 8.5.
1981. Systkini Önnu eru; Ein-
ar, f. 13.6. 1939, Jón Ingi. f.
21.9. 1940, d. 8.4. 1967,
Tryggvi Þór, f. 7.11. 1941,
Sigríður, f. 19.2. 1943, Sig-
urjón, f. 20.9. 1945, og Hugi, f.
26.9. 1949. Anna giftist 29.12.
1968 Kristni Eyjólfssyni, f.
24.2. 1942, d. 13.11. 1996.
Hvammi í Vestur-Eyja-
fjallahreppi. Hún byrjaði ung
að nema píanóleik og lærði
meðal annars hjá Páli Ísólfs-
syni í Tónlistarskóla Reykja-
víkur. Anna var fyrsti nem-
andi sem lauk 8. stigi í
píanóleik frá Tónlistarskóla
Rangæinga. Lengst af starf-
aði Anna sem organisti við
Ásólfsskálakirkju, Odda-
kirkju og Skarðskirkju. Jafn-
framt kenndi hún við Tónlist-
arskóla Rangæinga um langt
árabil og var virkur þátttak-
andi í tónlistarlífi Rang-
æinga. Tónlistin var hennar
helsta áhugamál og naut hún
þeirrar gæfu að geta gert
það að sínu ævistarfi. Hún
var einnig virkur meðlimur í
Oddfellow-reglunni á Sel-
fossi.
Síðustu árin dvaldi Anna á
hjúkrunar- og dvalarheim-
ilinu Lundi á Hellu og naut
þar einstakrar umönnunar
starfsfólks og ánægjulegrar
samvista með heimilisfólki.
Útför Önnu fer fram frá
Oddakirkju í dag, 1. ágúst
2013, og hefst athöfnin kl. 14.
Hann var sonur
Eyjólfs Ágústs-
sonar, f. 9.1.
1918, d. 30.3.
1997, og Guð-
rúnar Sigríðar
Kristinsdóttur, f.
9.12. 1921, d.
24.5. 2009.
Börn Önnu og
Kristins eru; Lóa
Rún, f. 17.10.
1965, maki Örn
Þórðarson, börn Anna Kristín
Baldvinsdóttir og Assa Arn-
ardóttir, barnabarn Karl Þór-
isson, Inga Jóna, f. 8.10.
1966, maki Guðjón Sigurðs-
son, barn Kristinn Reyr Þórð-
arson, og Eyjólfur, f. 18.6.
1976, maki Dagrún Viðars-
dóttir, börn Telma Björg Eyj-
ólfsdóttir og Kristinn Viðar
Eyjólfsson.
Anna var fædd og uppalin í
Í dag kveð ég með miklum
söknuði hana tengdamóður
mína. Við Anna vorum miklar
vinkonur og áttum margar góð-
ar stundir saman. Anna hafði
mikla ánægju af söng og tónlist
og naut þess mikið. Anna mín,
þú varst mikil hetja í mínum
augum og varst alltaf jafn dug-
leg og jákvæð þó að þér liði
ekki alltaf vel. Elsku Anna mín,
ég er svo glöð að hafa kynnst
þér og átt allar þessar dýrmætu
stundir með þér. Ég vona að
þér líði vel þar sem þú ert núna
með honum Kristni þínum. Ég
veit þú munt fylgjast með okk-
ur og passa. Nú kveð ég þig í
bili, elsku Anna mín og vonandi
hittumst við aftur í fyllingu tím-
ans.
Kveðustundir eru mér slæmar,
með sanni eru þær.
Mér sárnar þig að kveðja
því þú er mér svo kær.
Allt annað vil ég gera
en að þurfa að kveðja þig,
ég læt oft sem þú sért nærri
það er smá huggun fyrir mig.
Þegar ég horfi á eftir þér fara
þá verð ég svo rosa sár,
ég get ekki þig kvatt
án þess að komi tár.
Alltaf er þó gaman
þig að sækja á ný
en kveðjustundirnar slæmu
eru þó ei fyrir bí.
Þessi slæma hringrás
er komin til að vera um stund.
Ég get þó ekki beðið eftir að komst
aftur á þinn fund.
Guð verði með þér.
Þín
Dagrún.
Elsku amma Anna. Amman
mín sem var mér alltaf svo góð,
svo mikið krútt. Hún var svo lítil
og sæt með ljósar krullur og
risastórt hjarta. Alltaf hlæjandi,
í það minnsta brosandi. Ef ein-
hvern vantaði hjálparhönd eða
öxl til að gráta á þá var amma
mætt með opinn faðminn.
Við vorum alltaf svo góðar
vinkonur ég og amma. Við gát-
um talað um allt. Hlegið saman,
grátið saman. Hún var bara
amma mín, sem ég gat alltaf
komið til og fengið að kúra hjá
ef mér leið þannig. Maður tek-
ur svona hlutum sem sjálfsögð-
um, eða ég gerði það að
minnsta kosti, þangað til fyrir
tæpum fjórum árum en þá
ákvað stóra fallega hjartað
hennar ömmu að hætta að slá í
smástund. Eftir þetta breytt-
ust hlutirnir mikið. Amma var
flutt á sjúkraheimilið Lund á
Hellu og var þar þangað til yf-
ir lauk.
Ég á svo erfitt með að sætta
mig við það að þú sért farin en
ég veit að síðustu ár hafa verið
strembin og ósanngjörn. Það
gerir þetta allt aðeins bæri-
legra, að vita að þú sért komin
til afa Kidda á betri stað.
Dásamlegan stað. Áhyggju-
lausan stað. Þar sem þú getur
loksins verið þú sjálf. Laus við
öll óþægindi og verki.
Elsku amma mín, þín er og
verður sárt saknað.
Ég elska þig að eilífu.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr.)
Anna Kristín
Baldvinsdóttir.
Okkur langar að minnast
Önnu föðursystur okkar með
fáeinum orðum.
Það var mikill samgangur í
gegnum tíðina á milli hjónanna
Önnu og Kristins og foreldra
okkar á meðan við systur vor-
um að alast upp. Það voru ófáar
stundirnar í eldhúsinu á Drafn-
arsandinum, oftar en ekki spil-
uðum við krakkarnir veiðimann
við Kristin á meðan Anna og
mamma spjölluðu saman. Það
var ævinlega stutt í bros og
hlátur.
Gleði og léttleiki var iðulega
þar sem Anna var stödd og fólk
sóttist eftir að vera í kringum
hana í afmælum og á manna-
mótum. Það kom ósjaldan fyrir
að hún spilaði og stjórnaði söng
í þeim aðstæðum.
Ekki er hægt að sleppa því
að minnast á carmen-rúllurnar
sem ávallt voru til taks og þær
voru ófáar veislugreiðslurnar
sem Anna leysti af hendi með
bros á vör fyrir fjölskyldu og
vini.
Yngsta systirin fór á sínum
yngri árum í píanókennslu til
Önnu og það var ekki að spyrja
að því að þótt nemandinn hefði
nú stundum gleymt að æfa sig
heima sýndi kennarinn alltaf
einstaka þolinmæði og hjarta-
hlýju sem ekki er öllum gefið.
Þegar Anna veiktist fyrir
nokkrum árum tók hún því
áfalli af æðruleysi og jákvæðni.
Eftir sem áður var hún hress
og kát þegar hún var heimsótt
og bauð upp á súkkulaði og
spjall eins og henni var lagið.
Eftir standa minningar um
yndislega frænku.
Elsku Lóa, Inga, Eyjólfur og
fjölskyldur, innilegar samúðar-
kveðjur.
Björk, Sigríður og Sigrún.
Fyrir rúmum 40 árum stóð
Anna vinkona mín á hlaðinu í
Hvammi á Landi böðuð sól og
sumri, brosandi með Kristin
frænda minn og tvær feimnar
litlar frænkur mínar sér við
hlið, þau voru að flytja í Norð-
urbæinn og þeirra hafði verið
beðið með eftirvæntingu, þetta
var líka í fyrsta skipti sem ég
hitti Önnu.
Hún var falleg og hún var
hógvær og hafði þessa ljúf-
mannlegu framkomu sem ein-
kenndi hana alltaf og það varð
mér til gæfu að við mynduðum
strax vinasamband sem hélst
upp frá því. Þessi vinátta
breyttist aldrei í tíma og fjar-
lægð, Anna var gjafmild og
veitti mér hlutdeild í lífi sínu,
sorgum og gleði, ég tengdist
líka börnunum hennar, frænd-
systkinum mínum Lóu Rún,
Ingu Jónu og Eyjólfi sem hafa
nú misst svo ótrúlega mikið.
Minningarnar um tíma sem
setið var fram á nótt í Norð-
urbænum í Hvammi hlegið og
sagðar draugasögur gleymast
mér ekki, og ég gat líka leitaði
líka til þeirra þegar ég þurfti að
tala við einhvern og þau reynd-
ust mér vel. Eftir að fjölskyldan
flutti á Hellu og Eyjólfur litli
var fæddur kom ég og settist
upp hjá þeim í lengri eða
skemmri tíma og minningarnar
þaðan ylja mér nú sérstaklega
af því að þessir tímar voru oft-
ast fullir glettni og gleði.
Stundum spilaði hún fyrir okk-
ur á píanóið en hún var af-
bragðspíanisti og bæði vann við
að spila við kirkjuathafnir og
önnur tilefni en aðallega var
hún kennari við tónlistarskól-
anum á Hellu. Anna kynnti mig
svo fyrir systkinum sínum sem
eru einstakt fólk og mikil ljúf-
menni og þar var mikil sýnleg
ást og væntumþykja og stuðn-
ingur við Önnu, hafa þau ávallt
sýnt mér vináttu sem ég er afar
þakklát fyrir.
En Anna fór líka í gegnum
sínar orrahríðir og stóð þær af
sér, en sorgir eins og að missa
ungan bróður sinn, móður og
eiginmann alltof ung var eitt-
hvað sem hún bar alltaf með
sér. Hún missti frelsi sitt að
mörgu leyti eftir alvarleg veik-
indi fyrir þremur árum og var
eftir það bundin við hjólastól og
það var henni afar þungbært og
þessi sjálfstæða kona sætti sig
aldrei við það, en hún Anna
kvartaði ekki oft. Og við létum
það þó ekki aftra okkur í að
skjótast nokkrar ferðir á hjóla-
stólnum um nágrennið og niður
brattar brekkur meira að segja,
þegar við þurftum að skreppa í
búð og þá var mikið hlegið og
gert grín.
Einstakt samband var milli
Önnu og Kristins frænda míns
og einstakt var samband Önnu
við börnin sín þrjú sem hafa
endurgoldið henni með ást og
umhyggju með því að standa
við hlið hennar í erfiðum veik-
indum og mikil sorg ríkir hjá
barnabörnum og barnabarna-
barni hennar en hún tók mikinn
þátt í þeirra lífi.
Anna var vinamörg og átti
marga aðdáendur í þeim og
fjölskyldu og tengdafjölskyldu
sinni og það mun taka tíma að
venjast lífi án Önnu vinkonu
minnar frá Hvammi undir
Eyjafjöllum.
Helga Ásgeirsdóttir.
Anna Magnúsdóttir hafði
verið starfandi organisti við
Oddakirkju um árabil þegar við
hjónin settumst að í Odda á
Rangárvöllum með börnin okk-
ar sumarið 1991, fyrir 22 árum.
Áttum við þar prýðilegt sam-
starf í rúmt ár, uns Anna dró
Anna
Magnúsdóttir
Elsku amma, þú varst
alltaf svo yndisleg og góð
við okkur. Við höfðum mjög
gaman af að spila saman.
Það er svo sárt að þurfa að
kveðja þig elsku amma
okkar.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Guð geymi þig.
Þín
Telma Björg og
Kristinn Viðar.
✝ Ólöf SigurrósÓlafsdóttir
fæddist í Brimnes-
gerði við Fáskrúðs-
fjörð 21. febrúar
1910. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 16. júlí
2013. Hún var dótt-
ir Ólafs Finnboga-
sonar bónda í
Brimnesgerði og
Sigríðar Ingibjarg-
ar Bjarnadóttur húsfreyju og
var Sigurrós yngst 11 systkina.
Tvær elstu stúlkurnar dóu um
eins árs aldur úr barnaveiki og
var einn hálfbróðir samfeðra.
Öll eru systkinin látin. Nöfn
þeirra eru: Ólöf Sigurrós, f. 28.
nóvember 1890, d. 9. júní 1907;
Jón Emil, f. 27. febrúar 1893, d.
24. júlí 1982; María Ragnhildur,
f. 16. febrúar 1892, d. 12. sept-
ember 1980; Lovísa, f. 4. janúar
1896, d. 22. ágúst 1918; Anna
Sigríður, f. 23. febrúar 1898, d.
19. maí 1980; Bjarni Ásgeir, f.
18. apríl 1903, d. 19. febrúar
innanlands en einng sendu þær
fatasendingar til Afríku. Sig-
urrós starfaði um tíma hjá
Rauða krossinum sem heim-
sóknarvinur á sjúkrahúsum.
Hinn 14. maí 1941 giftist
Sigurrós Þórði E. Halldórssyni
lögregluþjóni og skildu þau árið
1945. Hinn 22. september 1951
giftist Sigrurrós Guðmundi Ing-
ólfi Guðjónssyni kennara og síð-
ar skólastjóra Æfingaskóla
Kennaraháskóla Íslands. Hann
lést 22. apríl 1971. Guðmundur
átti tvo syni frá fyrra hjóna-
bandi, Pál Svavar Schiöth, f. 27.
janúar 1932, kennara við Kenn-
araháskóla Íslands, og Helga, f.
25. október 1936, myndlistar-
mann og forstöðumann í Lands-
banka Íslands. Helgi lést 30.
nóvember 1984. Eiginkona
Svavars er Rósa Guðmunds-
dóttir og eiginkona Helga var
Hrafnhildur Thoroddsen sem
lést 25. júní síðastliðinn. Barna-
börn Guðmundar eru sjö, þar af
eitt látið, barnabarnabörn eru
18, þar af tvö látin og barna-
barnabarnabörn eru tvö. Sig-
urrós var þeim sem amma,
langamma og langalangamma.
Útför Sigurrósar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 1.
ágúst 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
1933; Elínborg Pál-
ína, f. 14. júní 1906,
d. 9. júní 1998; Sig-
urður, f. 9. nóv-
ember 1907, d. 18.
nóvember 1930;
Ólafur Ágúst, f. 14.
ágúst 1899, d. 13.
maí 1972.
Sigurrós kom til
Reykjavíkur árið
1931. Hún mennt-
aði sig í skrifstofu-
störfum og bókhaldi, starfaði
hjá mági sínum Guðmundi Jóns-
syni að Hvanneyri þar sem
hann var skólastjóri Bænda-
skólans. Þar kenndi Sigurrós
bókhald og sá um búreikninga
ásamt fleiru. Hún starfaði hjá
Vélasjóði ríkisins sem bókari og
gjaldkeri. Sigurrós starfaði
einnig hjá Mæðrastyrksnefnd
og vann mikið starf hjá systra-
félaginu Alfa, en í því félagi
störfuðu trúsystur hennar úr
Aðventistasöfnuðinum. Þær
sinntu góðgerðarmálum, að-
stoðuðu þá sem minna máttu sín
Elsku amma Sigurrós.
Nú þegar komið er að leið-
arlokum, minnumst við allra
góðu stundanna sem við áttum
saman í gegnum árin. Þú varst
svo ótrúlega hraust fram eftir
öllum aldri og naust lífsins í hví-
vetna, fórst á tónleika, í utan-
landsferðir og áttir góðar stundir
með ættingjum og vinum. Þú
nýttir tímann þinn vel. Það var
alltaf gaman að heimsækja þig á
Neshagann og oftar en ekki
hljómaði þar smitandi hlátur
þinn.
Við þökkum samfylgdina og
vitum að nú ertu loksins búin að
hitta hann Guðmund þinn. Hvíl í
friði.
Steinar, Thelma, Anna,
Sóley og Viktor.
Amma Sigurrós var orðin 103
ára þegar hún lést. Hún var
seinni kona afa míns og var alla
tíð mjög hress og kát og glöð
kona. Ég kynntist henni vel þeg-
ar ég var rétt rúmlega tvítug og
gekk í háskólann. Það var mjög
heppilegt að hún amma bjó rétt
hjá skólanum, Neshaginn í
göngufæri og fór ég oftar en ekki
til hennar í hádeginu. Þar fékk ég
dýrindis hádegisverð og stundum
lagði ég mig í sófanum inni í stofu
á eftir, henni fannst alveg nauð-
synlegt að ég fengi smá kríu.
Þetta voru mjög notalegar stund-
ir. Amma Sigurrós ferðaðist mik-
ið og var alltaf með á nótunum.
Hún hugsaði vel um sál og líkama
og vildi vera fín fram á síðasta
dag. Hún var góð kona og hugs-
aði um þá sem minna máttu sín í
gegnum sitt trúfélag. Hún vann
mikið að góðgerðarmálum en var
ekki að láta það mikið uppi. Síð-
ustu sex árin bjó hún á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni þar sem
henni leið mjög vel og var alltaf
jafn gott að koma til hennar í
heimsókn.
Nú er komið að leiðarlokum og
þakka ég og mín fjölskylda
ömmu Sigurrósu samfylgdina.
Nú ertu komin til hans afa sem
þú hefur saknað svo lengi. Hvíl í
friði.
Drífa Jenný og fjölskylda.
Sárt er mér að kveðja hana
frænku mína, eins og ég kallaði
Sigurrósu jafnan, þó vissulega
hafi ég notið hennar lengur en al-
mennt gerist í ljósi þess háa ald-
urs, sem hún náði. En hér sann-
ast eftirfarandi kviðlingur
burtséð frá löngun manns:
„ Margvísleg er manlífs önn,
misjöfn kjör að hreppa.
En undan hvassri tímans tönn
tekst engum að sleppa.“
(J.Hj.J.)
Þetta er víst staðreyndin, sem
allir verða að sætta sig við.
Sigurrós var hin mesta mann-
kosta kona. Hún lét sig mannleg
mál miklu skipta og mátti ekkert
aumt sjá. Þetta kom einkar vel
fram í starfi hennar við Systra-
félagð Alfa, sem hún veitti for-
stöðu um tíma. Þar deildi hún út
miklu magni fatnaðar og mat-
fanga – einkum fyrir jólin.
Á skólaárum mínum vann ég
mikið að þessu með henni. Ekki
var henni heimalandið þó nóg, því
þegar ég var síðar við störf í Afr-
íku tók ég á móti stórum sekkj-
um af fatnaði handa Afríkubúun-
um, og ekki var þörfin minni þar.
Sanntrúuð var Sigurrós, vina-
föst, traust og hreinlynd í öllum
samskiptum. Hún unni fagurri
tónlist, var gædd hárri sópran-
rödd og söng í kór Aðventkirkj-
unnar árum saman.
Þegar ég heimsótti hana, þar
sem hún lá, sungum við alltaf –
og alltaf tvíraddað. Gæti ég ekki
farið en hringt sagði hún í
miðjum samræðum: „Eigum við
ekki að taka lagið?“ Auðvitað tók-
um við lagið – tvíraddað í símann.
Þannig var hún sísyngjandi söng-
fugl. En nú er hvíldin fengin eftir
„langan“ og farsælan ævidag.
Kæru ástvinir. Meðtakið kærar
samúðar- og vinakveðjur frá okk-
ur Sólveigu og fjölskyldu okkar.
Jón Hjörleifur Jónsson.
Kær móðursystir er látin,
sofnaði frá þessum heimi aðfara-
nótt 16. júlí sl. á Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni, en þar hefur hún
dvalið síðustu árin og notið frá-
bærrar umönnunar.
Sigurrós fæddist í Brimnes-
gerði við Fáskrúðsfjörð 21. febr-
úar 1910 og var yngst 11 systk-
ina sem öll eru látin. Þau
fæddust á árunum 1890-1910 og
hún því 103 ára er hún lést.
Sigurrós var vel ern fram und-
ir það síðasta, tók m.a. á móti 100
gestum á 100 ára afmælinu í
samkomusal Sólstúnsheimilisins
og söng með Jóni Hjörleifi af
glæsibrag svo unun var á að
hlýða. Söngur og tónlist var
hennar líf og yndi og sótti hún
m.a. söngstundir í Stangarhyl
hjá Félagi eldri borgara í
Reykjavík ásamt elskulegri vin-
konu sinni Bergdísi Kristjáns-
dóttur sem var Rauða kross vin-
ur hennar mörg síðustu árin.
Söngstundunum stjórna þeir
Helgi Seljan og Sigurður Jóns-
son af mikilli snilld. Þeir komu
ekki að tómum kofunum hjá Sig-
urrósu hvað texta og tónlist
snerti, það kunni hún allt og bet-
ur en flestir.
Hún var mikið á Hvanneyri
hjá systur sinni Ragnhildi og
Guðmundi, bæði til að hjálpa til
með strákana sem þá voru ungir
að árum og sjálfsagt talsvert fyr-
irferðarmiklir, en einnig vann
hún við bókhald hjá Búreikn-
ingaskrifstofu ríkisins sem faðir
okkar veitti forstöðu á árunum
1936 til 1947.
Þar kemur tónlistin einnig við
sögu því Sigurrós hafði lært að
Ólöf Sigurrós
Ólafsdóttir