Morgunblaðið - 01.08.2013, Page 25

Morgunblaðið - 01.08.2013, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 ✝ Petrína JónaElíasdóttir fæddist í Skógum í Mosdal Arnarfirði 27. ágúst 1914. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 20. júlí 2013. Petrína Jóna var dóttir hjónanna Hallfríðar Stein- unnar Jónsdóttur, f. 25. ágúst 1883, d. 22. júní 1976, og Elíasar Júlíusar Ele- sussonar, f. 30. júlí 1878, d. 27. september 1960. Bræður henn- ar voru: Elías Ottó, f. 1904, d. 1907. Jón Ottó, f. 1908, d. 1913. Haraldur, f. 1910, d. 1944. Eig- inmaður Petrínu var Indriði Jónsson, skósmiður frá Pat- reksfirði, f. 9. júlí 1915, d. 30. apríl 1998. Dóttir þeirra er Hallveig Elín, f. 13. desember 1952. Maður hennar er Ólafur Kristinsson, f. 2. september 1944, og eiga þau þrjú börn, Lóu Björk, f. 27. maí 1976, Lilju Petru, f. 23. maí 1978, og Kristin Má, f. 18. ágúst 1984. Lilja Petra er í sambúð með Guðjóni Karli Traustasyni, f. 30. október 1978, en sonur þeirra er Ólafur Trausti, f. 5. júlí 2004. Fóst- ursonur þeirra er Steingrímur Guðni Pétursson, f. 12. nóvember 1942. Sambýliskona hans er Sigríður Jóns- dóttir Lepore, f. 12. febrúar 1951. Börn hans eru Erla Hafdís, f. 8. mars 1965, Hilmar, f. 18. ágúst 1967, Albert Indriði, f. 16. júlí 1969, og Sæþór, f. 31. júlí 1974. Petrína var við nám í hús- mæðraskólanum á Ísafirði 1933-1934. Hún fluttist ásamt fjölskyldu sinni frá Patreksfirði til Kópavogs 1955 og starfaði í mörg ár í ORA. Árið 1972 flutt- ist fjölskyldan til Reykjavíkur að Háaleitisbraut 16 og starfaði Petrína hjá Þjóðleikhúsinu til 75 ára aldurs. Útför Petrínu fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík í dag, 1. ágúst 2013, og hefst at- höfnin kl. 15. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín elsku góða mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflst við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss brjóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærustu blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Árni Helgason.) Elsku mamma mín. Takk fyrir allt. Guð geymi þig. Þín dóttir, Hallveig. Á kveðjustund er mér ljúft að minnast tengdamóður minnar, Petrínu Jónu Elíasdóttur, með ör- fáum orðum. Kynni okkar Petrínu hófust fyrir um 39 árum, þegar konan mín, Hallveig Elín Indriða- dóttir, kynnti mig fyrir móður sinni og föður. Frá þeim tíma hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hluti af fjölskyldu þeirra Petrínu og Indriða og fengið að kynnast umhyggju þeirra og hlý- hug. Þegar börn okkar Hallveigar komu svo í heiminn tengdust þau öll þrjú ömmu sinni og afa sterk- um böndum. Petrína var dugmikil húsmóðir sem gaman var að heimsækja. Yfir kaffibolla í eld- húsinu á Háaleitisbraut 16 var margt skrafað og mikið hlegið enda Petrína glaðlynd að eðlisfari. Stálminnug var hún og kunni frá mörgu að segja og þá ekki síst þegar rætt var um gömlu góðu dagana sem hún átti að Skógum í Mosdal við Arnarfjörð. Við hjónin áttum þess kost að ferðast með Petrínu og Indriða um Ísland ásamt börnum okkar og njóta samvista með þeim, sem var okkur ómetanlegt. Síðustu árin dvaldi Petrína á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund deild V-2 og naut þar frá- bærrar umönnunar starfsfólks. Eru þeim færðar bestu þakkir. Guð geymi Petrínu Jónu Elías- dóttur og blessi minningu hennar. Ólafur Kristinsson. Elsku amma mín er fallin frá eftir langa og gæfuríka ævi. Amma var einstök kona sem ég á með þúsundir minninga sem aldr- ei gleymast. Þrátt fyrir háan ald- ur og vaxandi heilsubrest undir lokin hélt hún ætíð sínu jafnar- geði, skýrleika, gáfum og elsku- legheitum. Hún kvartaði aldrei þó að þrek og þol væri á bak og burt og þegar sjónin brást henni lét hún sér það nægja að hlusta á hljóðbækur nánast allan daginn. Bækur voru ætíð hennar mesta áhugamál og þeim safnaði hún af mikilli ástríðu. Hún lærði bók- band og batt inn flestar bækur sem hún komst yfir. Best þótti henni að komast á fornbókasölu og grafa upp gamla bók sem helst þurfti að lappa aðeins upp á sem hún svo gerði af mikilli kostgæfni þannig að hún varð sem ný. Amma var af þeirri kynslóð sem nýtti allt og það gerði hún af mik- illi list. Allt var á einhvern hátt nógu gott og nýtilegt og fór hún vel með alla hluti. Snyrtimennska var henni mikils virði og hlutirnir áttu að vera á sínum stað, þannig var það best. Það var alltaf gott að koma til ömmu hvort sem var á Háaleit- isbrautina eða í Skammadal og nú síðast á Grund. Það var gott að leita til hennar og ræða við hana um það sem brann á manni og fá hennar hlið á málunum. Hún gaf góð ráð og reyndi iðulega að milda málin ef þannig lá á manni og sjá það jákvæða. Hún var glögg að sjá kosti fólks og kunni vel að meta trygglyndi og heiðarleika. Hún hafði frá miklu að segja og alltaf var jafn gaman að heyra hana tala um gamla tímann og þá sérstaklega sögur frá gamla tím- anum og hennar æskuslóðum. Minningarnar frá Skammadal eru margar og góðar en þangað fengum við systur oft að koma með ömmu og afa á sumrin. Þar upplifði maður áhyggjulaust líf í litlum sælureit sem amma og afi höfðu komið sér upp. Fallegur lít- ill kofi sem var hitaður upp með olíukyndingu, smá eldhússkot með gaseldavél, stofa sem breytt- ist í svefnherbergi á kvöldin og endalaus ævintýri utandyra. Þarna leiddist okkur aldrei og liðu dagarnir hratt og örugglega. Þeg- ar ekki var verið að stússast í kartöflugarðinum var amma yfir- leitt inni að baka pönnukökur eða leggja kapal og afi að dytta að. En einnig var oft mikill gestagangur hjá þeim enda alltaf vinsælt að koma í heimsókn til þeirra. Ætíð voru miklar kræsingar á borðum og aldrei fór maður frá þeim án þess að vera búin að smakka á nokkrum tegundum af heimabök- uðum brauðum, smákökum og alls kyns kruðeríi. Það var margt sem amma tók sér fyrir hendur og eftir hana liggur fjöldinn allur af ýmiskonar handverki en þó þykir mér sér- staklega vænt um lampann sem hún gerði í Þorraseli fyrir nokkr- um árum. Hann mun lýsa upp eld- húsgluggann minn um ókomin ár og minna mig á eina bestu ömmu sem hægt var að hugsa sér. Ég er þakklát ömmu fyrir allt það sem hún hefur kennt mér og mun ætíð sakna hennar. Ég kveð hana nú eins og hún kvaddi alltaf. Guð geymi þig elsku amma mín. Þín Lilja Petra Ólafsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þínir ömmustrákar, Kristinn Már og Ólaf- ur Trausti. Það var kyrrt í veðri og rign- ingarúðinn mildur þegar nóttin rann upp og amma kvaddi okkur. Tilvist hennar var dýrmæt, gef- andi og mikilvæg fyrir alla sem henni voru nánir, allt til enda. Amma var grandvör og vönduð í orðum. Hún hafði sérstakan hæfileika til að greina og koma auga á góða eiginleika í fari ann- arra. Trygglyndi var þar efst á blaði. Þegar amma sagði að ein- hver væri „svolítið sérstakur“ boðaði það gott fyrir hinn sama. Amma var góður hlustandi, bráð- greind og fróð kona. Hún var hreinskiptin og sjálfri sér sam- kvæm en umfram allt mild og kærleiksrík. Þannig bar maður alltaf mikla virðingu fyrir hennar niðurstöðu í hverju sem maður bar undir hana. Við systkinin átt- um því láni að fagna að fá að vera mikið í kringum ömmu og afa sem börn. Allir góðu og ljúfu tímarnir með þeim frá; Háaleitisbrautinni, ferðum um landið og Þjóðleikhús- inu, eru gersemar sem við varð- veitum vandlega út lífið. Þau áttu lítinn sælureit og sumarkofa í Skammadal. Þaðan eigum við margar af björtustu minningum bernskunnar, en í þessu litla koti lágum við með þeim í einni flat- sæng á nóttunni. Þá hjúfraði mað- ur sig gjarnan að ömmu, starði upp í loftið og taldi kvista með henni. Ilmur af olíulömpum og pönnukökum mun alltaf vekja með mér tilfinningu um öryggi og áhyggjuleysi tímanna sem við átt- um þar. Amma var alla tíð kona sem bjó yfir stakri vinnugleði. Hún var snör í snúningum, útsjónarsöm, listræn og fórst allt einstaklega vel úr hendi sem hún sem hún kom nálægt. Lengst af man ég best eftir ömmu að bardúsa í eld- húsinu, við garðyrkju í Skamma- dalnum, við saumvélina, handa- vinnu eða bókbandið. Þá var hún alltaf með sérstakt bros á vör, annasama brosið sitt. Amma var allt til enda með óbrigðult minni. Hún var hætt að komast ferða sinna en hélt samt áfram að styðja við okkur og fylgdist náið með hversdagslegum hlutum í lífi okk- ar. Hún hætti aldrei að gefa af sér, staðnaði aldrei og bjó yfir sterkum lífsvilja. Bækur voru alla tíð hennar „ástríða“ eins og hún lýsti því sjálf en undir lokin voru hljóðbækur hálmstráið hennar. Hún hafði góða frásagnargáfu, hvort sem hún var að lýsa aðstæð- um og fólki úr sveitinni sinni eða að segja frá einhverri bókinni sem hún var að lesa. Þá var sem at- burðir lifnuðu við fyrir hugskot- um manns. Ég gleymi aldrei sögunni sem amma sagði mér af fyrstu kynn- um hennar og afa. Þá ákváðu hún og vinkona hennar að bregða sér á ball til Þingeyrar. Þær komu með báti frá Arnarfirði, sólarlagið var svo fallegt og hafið spegilslétt. „Þegar við nálgumst bryggjuna sé ég mann standa þar í hvítum fötum með hendur í vösum. Ég man hvað mér fannst hann flott- ur,“ sagði amma dreymin á svip. Elsku amma. Ég trúi því að núna siglir þú að nýrri strönd þar sem „nöldrið“ þitt bíður þín á fal- legri bryggju. Eftir sitjum við og finnst tilveran svo tóm án þín. Mamma hefur misst mikið. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir að dvelja svona lengi hjá okkur og fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Minningarnar um þig munu ætíð standa með mér. Lóa Björk Ólafsdóttir. Petrína Jóna Elíasdóttir sig í hlé frá því starfi. Frá fyrsta degi til hins síðasta var sú samvinna með miklum ágæt- um. Anna sinnti organistastarf- inu og þjálfun kirkjukórsins af mikilli samviskusemi, og lék við kirkjulegar athafnir af látleysi og prýði. Þá varð mér ljóst, það sem ég raunar hafði fundið áð- ur, og löngum síðar, hvernig organistinn skilar hugarfari sinu og innri manni að nokkru leyti í gegnum túlkun sína á því sem hann leikur hverju sinni. Samkvæmt því bar Anna sjálfa sig fram í tónlistinni sem lif- andi vitnisburð einlægni, feg- urðar og ljúflyndis. Anna varð mér mikilvæg hjálparhella þar sem ég var að fóta mig á nýjum slóðum. Af henni varð ég vísari margs sem að góðu gagni kom í þjónust- unni, og hún reyndist mér, og okkur hjónum báðum, góður fé- lagi og vinur, sem alltaf var gott að leita til. Við Jóhanna áttum því láni að fagna að börnin okkar öll, þau Tinna, Hrafnkell og Ásgerður, nutu um skeið tilsagnar Önnu sem píanókennara við Tónlistar- skóla Rangæinga. Hvert þeirra um sig naut góðs af ágætri kennslu hennar, en þau hlutu ekki síður sinn skerf af góðvild hennar og örlæti innan sem ut- an kennslustofunnar. Þegar Anna er kvödd af heimi eftir langa sjúkdóms- þraut, sem þó bugaði ekki geislandi góðvild hennar og hjartalag, þökkum við hjónin henni samstarfið og áralanga vináttu við fjölskyldu okkar. Áreynslulaust uppfyllti Anna í lífi sínu hvatningarorð postul- ans úr Filippíbréfinu: „ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum“. (Fil. 4:5). Guð blessi minningu hennar, og veiti ást- vinum hennar huggun og frið. Sigurður Jónsson. Í dag, hinn 1. ágúst 2013, kveðjum við í Odda á Rang- árvöllum Önnu Magnúsdóttur frá Hvammi undir Eyjafjöllum. Hún verður lögð til hvílu í Skarði á Landi við hlið manns- ins síns, Kristins Eyjólfssonar frá Hvammi á Landi, sem hún missti fyrir 17 árum. Anna var þannig gerð að öll- um sem kynntust henni þótti vænt um hana. Hún var fædd skemmtileg og var það alla ævi. Það geislaði frá henni lífsgleðin og ljúfmennskan. Allt, sem hún fékkst við var gjört með hind. Það var söngur og gleði þar sem Anna var. Hún var mús- íkölsk í besta lagi og leyfði öðr- um að njóta þess með sér, var alltaf tilbúin að gleðja sam- ferðamenn sína með fögrum hljómum. Hún hafði fallega söngrödd, hún stjórnaði kórum, var kirkjuorganisti, píanóleik- ari, gítarleikari og tónlistar- kennari. Fyrir þremur árum varð hún fyrir miklu áfalli. Svo hart var að henni sótt, að henni var ekki hugað líf um skeið, en allt í einu, þegar vonir höfðu slokkn- að, opnaði Anna augun. Þá birti til í huga okkar. Síðan biðum við milli vonar og ótta eftir bata, sem ekki kom. Við sökn- um hennar sárt, félagar hennar, sem unnum saman nokkur haust á bakka Ytri-Rangár. Hún var með okkur í „slúttn- efndinni“, sem kallaði saman samverkamenn og vini frá ár- unum milli 1950 og 1960 til minninga- og gleðifunda haust- in 1995, 2005 og 2011. Anna lagði gott til allra mála, var til- lögu- og ráðagóð. Ytri-Rangá er einhver fegursta á landsins og sú gjöfulasta. Hún tekur sí- fellda gleðispretti á leið sinni frá Rangárbotnum til Ártúna og þaðan út Hólsá til sjávar. Straumlygn er hún, spegilslétt og tær þegar hún rennur framhjá Hellu og þar speglar hún himinblámann í augum sín- um. Þessi yndislega og fagra á minnir okkur á Önnu í Hvammi. Blessuð veri minning hennar. Góðar vættir huggi og styrki alla þá, sem áttu þess kost að kynnast henni og gleðjast með henni. Dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar. „Slúttnefndin“: Albert á Úlfsstöðum, Guðmar í Meiri- Tungu, Lóa á Árbæ, Sigga á Núpi, Siggi í Seli, Tommi í Hamrahól og Siggi í Hemlu. Sigurður Sigurðarson.  Fleiri minningargreinar um Önnu Magnúsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. spila á píanó eða orgel og hélt þeirri iðju sinni áfram. Átti hún án efa mestan þátt í grunnnámi Ólafs bróður okkar á nikku og píanó en hann var farinn að leika á böllum hjá nemendum skólans 10 til 12 ára gamall og varð síðar framherji í tónlistar- iðkun í Borgarfjarðarhéraði og kirkjuorgelleikari til dánardæg- urs. Þau systkinin Sigurrós, Ellý, Jón, Ragnhildur og Anna héldu vel saman og gættu þess að fjöl- skyldurnar hittust reglulega með afkomendum og hafa þau tengsl haldið æ síðan okkur til mikillar gleði. Guðmundur Í. Guðjónsson og Sigurrós gengu í hjónaband 1951 og það var unun að sjá hve hlýtt var á milli þeirra alla tíð. Mikill harmur var að henni kveðinn er hann lést langt um aldur fram. Afkomendur Guð- mundar hafa sýnt Sigurrósu ein- staka ræktarsemi alla tíð með Hrafnhildi Maríu tengdadóttur Sigurrósar í fararbroddi, en hún lést 25. júní sl. Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda og annarra ástvina Sigurrósar frá fjölskyldum okk- ar. Ásgeir Guðmundsson. Háöldruð heiðurskona er til hinztu hvíldar lögð eftir langan og farsælan ævidag. Hún var aldursforseti á söngvökunni okkar og það fór alltaf gleðiklið- ur um salinn þegar hún Bergdís birtist með hana Sigurrós okkar og fólk fylgdist með af aðdáun hvernig hún söng sinni hreim- þýðu raust hvert lagið á fætur öðru, þó sjón hamlaði að hún gæti lesið textana, til þess sá hið ótrúlega minni hennar. Hún sagði okkur að söngur og ljóð hefðu alltaf verið hennar yndi og það fengum við svo sannarlega staðfest. Ung fluttist hún frá bernskustöðvunum austur á Fá- skrúðsfirði, en minni hennar á fjörð og fólk undravert. Eftir að hún flutti í Sóltún fórum við þangað ásamt fleira góðu fólki og hún fagnaði sannarlega og söng með okkur með sinni fallegu, hreinu söngrödd. Okkur er einn- ig í fersku minni þegar hún átti aldarafmæli og sýndi þar reisn og þokka eins og alltaf. Þar sló hún á létta strengi eins og svo oft og flott var hún og fín eins og alltaf og Sigurður gat ekki stillt sig og spurði, um leið og hann notfærði sér hennar eigin orð um sjálfa sig: Almættið hennar ævikvöld blessi, svo unı́ún vel sínum hag. En trúið þið því að „pjattrófa“ þessi sé þetta gömul í dag? Og þá hló hún sínum glitrandi fallega hlátri, því þetta kunni hún að meta. Við minnumst hennar í þökk fyrir að hafa svo lengi átt með okkur samfylgd í söngnum og biðjum henni blessunar á braut- um eilífðarinnar, en hún átti þessa sönnu og heitu trú. Bless- uð sé minning heiðurskonunnar og aldursforseta söngvökunnar okkar. Helgi Seljan og Sigurður Jónsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN Þ. JENSSON, Kirkjubraut 7, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 23. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. ágúst kl. 14.00. Vilborg Helga Kristinsdóttir, Steinar Berg Sævarsson, Kristinn Jens Kristinsson, Hrannar Freyr Kristinsson, Mikael Máni Steinarsson, Marvin Darri Steinarsson, Elsa Maren Steinarsdóttir, Aron Ingi Kristinsson, Halldór Óli Hrannarsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.