Morgunblaðið - 01.08.2013, Page 26

Morgunblaðið - 01.08.2013, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 ✝ Magnús Gunn-ar Jónsson, bóndi í Ási I í Hegranesi, fæddist á Sauðárkróki 17.3. 1943. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 22. júlí 2013. Magnús var son- ur hjónanna Jóns Sigurjónssonar frá Bessastöðum í Sæ- mundarhlíð, f. 16.6. 1896, d. 3.7. 1974, og Lovísu Guðmunds- dóttur frá Ási, f. 7.9. 1904, d. 19.2. 1988. Magnús var næst- yngstur tíu systkyna en þau eru: Hilmar, f. 1927, d. 1992, Ás- mundur, f. 1928, Björgvin, f. 1929, d. 2000, Sigurður, f. 1931, Ingimar, f. 1932, d. 1962, Ólafur, f. 1934, d. 1991, Jóhanna, f. 1939, Þórunn, f. 1941, og Sig- urlaug, f. 1947. Magnús kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðríði Valtýsdóttur frá Bröttuhlíð í Svartárdal 8.7. 1978. Foreldrar Guðríðar voru Valtýr Guðmundsson frá Bröttuhlíð og Ingibjörg Bald- vinsdóttir frá Dæli. Börn Magn- úsar og Guðríðar eru 1) Inga Vala, f. 22.12. 1977, hennar maður er Sigursteinn Ingvars- son frá Göngustöðum í Svarf- anir og naut þess að hlýða á góða söngmenn. Hann söng í kirkjukór Rípurkirkju og fór á seinni árum að syngja með Kór eldri borgara á Sauðárkróki en veikindi hans settu þar strik í reikninginn. Magnús var hóg- vær og heimakær og sinnti bú- skapnum af samviskusemi og dugnaði. Hann var natinn við skepnur og var umhugað um velferð þeirra. Hann byggði nýtt íbúðarhús í Ási 1977 og flutti þá úr gamla húsinu en bygging þess hófst árið 1881. Eftir að gamli bærinn hafði staðið auður í nokkur ár kom upp hugmynd um að varðveita hann og flytja á Byggðasafnið í Glaumbæ. Magnús var mjög hlynntur því og gaf ásamt konu sinn húsið til Byggðasafnsins og þangað var það flutt vorið 1991. Magnús var hestamaður og hafði mikinn áhuga á að bæta hrossakyn sitt sem er lang- ræktað. Hann sinnti því áhuga- máli af ástríðu og hross hans voru í fremstu röð. Um það vitna Vaka frá Ási sem hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og Sleipnisbikarhafinn Þokki frá Garði sem var undan Moldu frá Ási. Magnús sótti hesta- mannamót og naut þess að sjá góð hross og hitta aðra hesta- menn og ræða um hross og hrossakynbætur. Þar var hann á heimavelli. Magnús verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag, 1. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 14. aðardal. Þau eru búsett á Akureyri og börn þeirra eru Margrét Mist, Sara Lind, Magnús Máni og Ísak Már. 2) Jón Gunnar, f. 20.1. 1980, búsettur í Ási og 3) Óskar Ingi, f. 21.2. 1987, hans unnusta er Krist- jana S. Pálsdóttir úr Reykjavík og eru þau búsett á Sauðárkróki. Þeirra dóttir er Nadía Lind. Magnús gekk í barnaskóla í Hróarsdal á uppvaxtarárum sín- um. Hann fór snemma að sinna búi foreldra sinna. Jón, faðir Magnúsar, varð snemma astma- veikur og þáttur Magnúsar í bú- störfunum því mikill. Hann sinnti búinu í Ási með Ólafi bróður sínum frá 1963-1973 er Ólafur flutti til Sauðárkróks og eftir að faðir þeirra lést 1974 tók Magnús alfarið við búrekstr- inum. Í Ási var mikið tónlistar- uppeldi en Jón í Ási, faðir Magn- úsar, spilaði á orgel og var kirkjuorganisti til fjölda ára. Systkinin voru alin upp við söng og bjuggu að því alla tíð. Magn- ús var söngvinn og hafði bjarta og háa tenórrödd. Hann hlustaði mikið á söng, sótti söngskemmt- Elsku Maggi minn, nú er kom- ið að síðustu kveðjustundinni. Ég vissi að hverju stefndi en var ekki tilbúin að missa þig. Við áttum eftir að gera svo margt saman. Það var mér mikils virði að geta verið hjá þér og stutt þig í þessari baráttu. Þú sýndir mikinn kraft og dugnað í veikindum þínum og 14. júní var þín síðasta ferð upp í hesthús að skoða og marka fol- öldin. Þessi minning og margar fleiri munu lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt elsku Maggi minn. Ég mun ávallt elska þig. Hvíl þú í friði. Þín, Guðríður (Guja). Elsku pabbi minn. Ég er ekki enn búinn að átta mig á að þú sért farinn frá okkur. Undanfarnar vikur hafa liðið svo hratt að mað- ur náði ekki að átta sig á að þegar þessum bardaga lyki þá værir þú horfinn okkur að eilífu. Þú sýndir svo mikinn kraft í þessu stríði. Við sem vorum við hlið þér reyndum að styðja þig eins og hægt var. Í dag finnst mér svo skrítið að hugsa til þess að lífið eigi eftir að halda áfram. Að sjá að fuglarnir halda áfram að syngja, grasið heldur áfram að grænka, sólin rís og sólin sest. Í mínum heimi er allt orðið svo hljótt. Mér finnst líkt og ekkert geti orðið eins aft- ur. Heimurinn er fátækari án þín. Ég veit samt að það á eftir að birta til, að tárin eiga eftir að hætta að renna. Þá hugsa ég með gleði í hjarta til allra minning- anna sem ég á. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Takk fyrir allt elsku pabbi og hvíl þú í friði. Þinn sonur, Jón Gunnar. Elsku pabbi, ég trúi því ekki ennþá að þú sért búinn að kveðja þennan heim og það er rosalega sárt að hugsa til þess en þetta er búið að vera mjög erfiður tími frá því að þú veiktist. Svo nú er bara að líta til baka og hugsa um allar þær góðu stundir sem við áttum sem eru margar. Bara það að fá að alast upp í sveit er það besta og maður á eftir að sakna þess að hitta þig ekki þar. Þá varstu mjög góður pabbi og afi. En nú ertu kominn á annan stað og ég vona að þér líki það vel. Þú átt eftir að skemmta þér þar með söng og gleði. En ég á eftir að sakna þín mjög mjög mikið. Dökkur skuggi á daginn fellur, dimmir yfir landsbyggðina. Köldum hljómi klukkan gellur, kveðjustund er milli vina. Fallinn dómur æðri anda, aðstandendur setur hljóða. Kunningjarnir klökkir standa, komið skarð í hópinn góða. Gangan með þér æviárin okkur líður seint úr minni. Við sem fellum tregatárin trúum varla brottför þinni. Þína leið til ljóssins bjarta lýsi drottins verndarkraftur. Með kærleiksorð í klökku hjarta kveðjumst núna, sjáumst aftur. (Hákon Aðalsteinsson.) Hvíldu í friði. Þinn sonur Óskar Ingi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku pabbi minn. Þín er sárt saknað en nú er komið að síðustu kveðjustund. Eftir að hafa gengið með þér í gegnum þína hetjulegu baráttu síðastliðið eitt og hálft ár, farið með þér í hverja einustu lyfjameðferð og hitt með þér alla læknana gerði ég mér orðið grein fyrir því sem koma skyldi. Ég var samt aldrei tilbúin að missa þig, þig sem áttir eftir að gera svo margt með mér. Eftir sit ég og hugsa um liðna tíð og allar stund- irnar sem ég átti með þér, elsku pabbi minn. Það var yndislegt að alast upp í sveitinni hjá ykkur mömmu. Á mínum yngri árum gekk ég með þér í öll verk í sveitinni og þú kenndir mér og sýndir hvernig best væri að gera hlutina. Hesta- mennskan var okkar helsta áhugamál og hún sameinaði okk- ur. Á mínum yngri árum keyrðir þú mér á öll reiðnámskeið og þær keppnir sem ég vildi taka þátt í og gafst mér góð ráð og sýndir mér mikinn stuðning. Við stunduðum tamningar og þjálfun saman, fór- um mörg ár saman í göngur, rák- um hross á afrétt og ræddum um ræktun, kynbætur og stóðhesta. Við vorum nú ekki alltaf sammála en virtum skoðanir hvort annars og þetta gekk alltaf svo vel. Þessar minningar lifa í hjarta mér um ókomna tíð. Þú varst svo góður faðir, vinur og afi. Börnin mín eiga margar og góðar minn- ingar um þig sem mér þykir vænt um. Elsku pabbi, við söknum þín mikið og vildum að samveru- stundir okkar hefðu verið fleiri. Við verðum að muna allar góðu stundirnar og trúa að þú sért allt- af með okkur. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjörtum okkar og minning um einstakan mann og yndislegan föður mun lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég skal vaka í nótt, meðan svanirnir sofa, meðan sólargeislar fela sig bláfjöllin við. Yfir dalnum er hljótt og nú dimmir í kofa. Inn í draumheima svíf þú hinn ljúfasta frið. Létt um vorgróna hlíð sveipast þokubönd þýð. Yfir þögulum skógi er næturró blíð. Ég skal vaka í nótt, meðan húmið er hljótt. Ég skal halda um þig vörð, meðan sefur þú rótt. (Jónas Tryggvason.) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn og hvíl þú í friði. Þín dóttir Inga Vala. Elsku besti afi minn. Nú ertu kominn til Guðs og ég veit að þér líður vel þar. Þú varst alltaf svo glaður þegar við komum í sveitina til ykkar ömmu. Við fór- um í fjósið með ykkur og síðan fórstu oft með okkur á fjórhjólinu heim. Þú gafst mér líka folald sem hefur stækkað mikið. Ég man líka þegar þú fórst að kíkja í netið og stundum komstu ríðandi heim með marga fiska sem amma eld- aði svo handa okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ég geymi svo margar svona minningar um þig og ég mun aldr- ei gleyma þér. Hvíldu í friði elsku afi minn. Þín afastelpa, Margrét Mist. Í dag kveðjum við Magga afa í Ási í síðasta sinn. Ég hefði viljað fá að kynnast þér betur en ég veit að ég fæ að kynnast þér í gegnum allar minningarnar og sögurnar af þér þegar ég eldist. Ég skal passa Guju ömmu fyrir þig elsku afi. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson) Hvíldu í friði. Guð geymi þig engillinn okkar. Nadía Lind Óskarsdóttir. Elsku afi. Vonandi líður þér nú vel á himnum hjá Guði. Mikið var nú alltaf gaman að koma í sveit- ina og vera hjá ykkur ömmu. Þú varst alltaf að brasa í hestum og það var gaman að taka þátt í því með þér og sjá þig á hestbaki. Þú gafst okkur folöld og í dag eigum við fallegar merar sem þú hefur gefið okkur. Það var líka notalegt að skríða uppí ruggustólinn til þín og horfa á fótboltann með þér. Stundum sofnuðum við þar. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Takk fyrir elsku afi að vera svona góður við okkur. Láttu þér líða vel. Þín afabörn, Sara Lind, Magnús Máni og Ísak Már. Elsku tengdafaðir minn, Magnús Gunnar Jónsson, nú þeg- ar leiðir skiljast er margs að minnast og margar hugljúfar minningar sem flögra um hug- ann. Fyrst og fremst þó minning um ástríkan afa sem barnabörn- unum þótti gaman að heimsækja í sveitina og skríða uppí fangið á þér eftir viðburðaríkan dag í sveitinni. Þú varst maður verka og ekki alltaf mikilla orða, handa- bandið þétt og hlýtt og vinnusam- ar hendurnar stórar og þykkar. Þú hafðir yndi af sveitinni þinni og náttúrunni. Ég dáðist alltaf sérstaklega af kraftinum í þér þegar farið var í göngur og eljunni við að príla á eftir kindum lengst inn í dalbotnum oft í mis- jöfnum veðrum. Þegar hrossa- stóðinu var smalað var ekki óal- gengt að sjá þig koma með það til réttar ríðandi fyrir stóðinu á fal- legum gæðingi. Já, hestarnir voru þitt líf og yndi og áttirðu ávallt góða reiðhesta og fastir lið- ir hjá fjölskyldu minni var að koma í sveitina til að marka fol- öldin á vorin og flokka stóðið. Þótti okkur það alltaf spennandi og ekki síst þar sem þú hafðir gefið börnunum okkar fjórum fol- öld sem spennandi var að sjá hvernig komið höfðu undan vetri. Þá man ég hvað okkur þótti gam- an þegar við tókum þátt í að reka stóðið á fjall í upphafi sumars, þá varstu í essinu þínu. Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. – Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. (Einar Benediktsson) Það er erfitt að sætta sig við að missa þig á þann hátt sem raunin varð. Mér fannst ég alltaf vera að kynnast þér betur og betur þó vissulega hafi veikindi þín haft þar eitthvað að segja þar sem þú dvaldist oft hjá okkur vegna þeirra. Kynntist ég þinni hlýju og góðu nærveru og ekki síst um- hyggju þinni fyrir afabörnunum þínum sem þú sýndir ávallt skiln- ing og ástúð. Þú varst góður afi. Fyrir ekki löngu síðan sagði mér maður sem sér og skynjar meira en fólk flest að „alltaf þeg- ar hann Magnús er nálægt fylltist herbergið af gleði og söng“. Ég trúi því að nú sért þú með þína björtu og fallegu tenórrödd kom- inn í þennan glaðværa hóp en söngur og tónlist var jú eitt af því sem þú hafðir unun af. Þessi trú mín hjálpar mér í sorginni yfir að hafa misst þig. Takk fyrir allar fallegu minn- ingarnar sem ég á um þig. Hvíl í friði og söng. Þinn tengdasonur, Sigursteinn. Það eru tæp fimmtíu ár síðan ég var fyrst sendur fimm ára gamall í sveit í Ás. Þar bjuggu amma og afi ásamt Magnúsi og Ólafi föðurbræðrum mínum og hjá þeim átti ég eftir að dvelja fjölmörg sumur. Á þeim tíma var allt með gamla laginu í Ási. Íbúð- arhúsið var stórt og mikið en gamalt, útihúsin voru torfhús og hestar voru enn notaðir til ýmissa verka þó að vélarnar bættust við ein af annarri. Afi var ekki heilsu- hraustur og búverkin því að mestu í höndum Magnúsar og Ólafs og Lovísu ömmu auðvitað sem var fyrst á fætur á morgnana og seinust í rúmið á kvöldin. Ein- hverra hluta vegna hændist ég strax að Magnúsi, það var gott að vera í návist hans og tengsl okkar héldust alla tíð. Þeir bræður voru ákveðnir í að byggja upp í Ási og ný útihús tóku við af gömlu torf- kofunum, túnin stækkuðu og vél- unum fjölgaði. Ólafur flutti til Sauðárkróks 1973 en Magnús hélt sínu striki við uppbygg- inguna. Magnús var glöggur á fé og vissi hvaða lamb tilheyrði hverri rollu með því að líta á í sviphend- ingu. Í öllum bílferðum með Magnúsi horfði hann minnst fram á veginn, hann var alltaf að skima eftir skepnum og með ólík- indum að hann skyldi aldrei keyra út af. Hestamennskan var hans ástríða, hann fór vel að hrossum en var kröfuharður. Í Ási voru þau mörg og þegar rekið var til réttar til að marka og raka af var líf og fjör. Þá var spáð og spek- úlerað í folöldum og trippum og ganglagið metið. Magnús byrjaði að þjálfa hlaupahesta og í ófá skipti unnu þeir hlaupin á kapp- reiðum Léttfeta á Fluguskeiði. Áherslan á kynbótahrossin var þó mest og þar ber hæst árangur heiðursverðlaunahryssunnar Vöku frá Ási. Hún og afkomend- ur hennar skiluðu Magnúsi mörgum verðlaunum á kynbóta- vellinum og einnig í flokki alhliða gæðinga hjá Léttfeta. Magnús vildi dugleg og öflug alhliða ganghross og í göngunum sem hann fór í áratugum saman réðu hrossin hans við það sem önnur hross gáfust upp á. Þau voru óteljandi skiptin sem við riðum saman til að vitja um silunganetin. Ekkert tók því fram að fara ríðandi um eylendið í Ási. Straumniður, fuglasöngur og hófatök spiluðu þá undir söng Magnúsar en hann var alinn upp við söng og hafði háa og bjarta tenórrödd. Oft fengu hrossin að teygja sig í þeim ferðum og ólg- uðu af fjöri. Magnús var hlédrægur að eðl- isfari og ekkert að trana sér fram. Hann var óhemju duglegur og vildi láta hlutina ganga og þá gat kappið oft yfirtekið lipurðina við verkin. Hann byggði nýtt íbúðarhús í Ási 1977 og gamli bærinn stóð eftir það auður fram til 1991 er hann gaf hann Byggða- safninu í Glaumbæ til varðveislu. Magnús giftist Guðríði Valtýs- dóttur frá Brattahlíð og hún var honum mikil stoð og stytta. Það var mjög ánægjulegt að heim- sækja þau og fylgjast með fram- förunum. Magnús og Guðríður voru ætíð samhent í búskapnum og nutu aðstoðar barna sinna er þau stálpuðust. Barnabörnin eru fimm og missir fjölskyldunnar við fráfall Magnúsar er mikill. Ég og fjölskylda mín vottum þeim samúð okkar og þökkum alla vin- semdina. Magnúsi frænda færi ég innilegar þakkir fyrir sam- skiptin. Sumrin í Ási gleymast aldrei. Guðmundur Ó. Ásmundsson. Magnús Gunnar Jónsson ✝ Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI BENEDIKT AÐALSTEINSSON, Sniðgötu 3, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð mánudaginn 29. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 7. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Jónas Heiðdal Helgason, Sigríður Stefanía Stefánsdóttir, Jón Aðalsteinn Helgason, Guðrún Kristjánsdóttir, Sigfús Valtýr Helgason, Guðlaug Bára Helgadóttir, Þórunn Helga Helgadóttir, Jakob Sævar Stefánsson, Benedikt Helgason, Lína Björg Sigurgísladóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.