Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 32

Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nýttu þér samskiptahæfileika þína til hins ýtrasta. Leitaðu ráða til að verja sjálfan þig og sinntu aðeins þeim sem hugur þinn stendur til. 20. apríl - 20. maí  Naut Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Reyndu að skapa sjálfum þér olnboga- rými. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það ber mikið á þér í dag, og þú ert því líklegt fórnarlamb þeirra sem þurfa að slá lán eða fá nýja vinnu. Vertu móttækileg(ur) fyrir nýjum upplifunum og aðferðum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur unnið vel að undanförnu og átt nú skilið að geta um frjálst höfuð strokið. Gleymdu samt ekki sjálfum þér því þú átt líka við þín vandamál að stríða. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér gæti tekist að leysa úr erfiðu fjár- hagslegu vandamáli í dag. Þér ætti að vera sama þó að þú þurfi að fara eftir rútínu þessa dagana. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Færni sem þú tileinkar þér, gerir þér auðveldara að auka tekjurnar fyrr en síðar. Gakktu eins og þú vitir hvert þú ert að fara. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú gætir hitt óvenjulegan einstakling í dag sem hefur allt annan bakgrunn en þú. Borgaðu þá reikninga sem þú getur og reyndu að ná yfirsýn yfir það sem upp á vant- ar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sporðdrekinn myndi gera hvað sem er fyrir ástvin sinn, vaða eld, glíma við björn o.fl. Samræður við vini einkennast af bjartsýni og hressileika. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú munt skilja hvenær þú ert að gera rétt af viðbrögðunum sem þú færð. Hafðu ekki áhyggjur af peningaeyðslu, eftir allt ferðu ekki með auðinn í gröfina. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú getur lært margt um sjálfa/n þig með því að skoða hvernig þú talar við aðra og bregst við því sem þeir segja. Leitaðu leiða til að breyta þessu með hjálp góðra manna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Allir hlutir þurfa sinn undirbúning og því er flas ekki til fagnaðar. Gættu þess bara að halda utan um þína nánustu eins og þeir gera um þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fiskurinn er alltaf að fá hugmyndir um nýja tekjumöguleika núna. Kannski ertu að eyða tíma í eitthvað sem þér er sama um. Pétur Stefánsson skrifarskemmtilegt og fróðlegt bréf á Leirinn, póstlista hagyrðinga: „Kristján Árnason smiður og skáld frá Skálá í Sléttuhlíð var mikill heimilisvinur frændfólks míns á Tjörnum í sömu sveit um árabil. Hann hafði spurnir af vísnahneigð minni og hafði samband við mig. Fór vel á með okkur og fljótlega fórum við að kveðast á og senda hvor öðr- um vísur og fyrriparta til að botna. Við vorum oft í símasambandi og spjölluðum um daginn og veginn. Hann leit oft við hjá mér þegar hann var læknaerindum í borginni, fékk sér kaffibolla og þáði stundum mat- arboð okkar hjóna. Kristján þótti mér góður og skemmtilegur maður. Skrýtið að hann skuli hafa tekið ein- hverskonar vísnaástfóstri við mig sem var tiltölulega nýbyrjaður að feta mig á hagyrðingabrautinni og kunni lítið og var stirðbusalegur í öllum yrkingum. Ég stend í þakk- arskuld við hann fyrir það.“ Pétur tíndi til nokkrar vísur, þar sem hann orti sjálfur fyrripartinn og Kristján botnaði. Hér er sýn- ishorn af þeim: Nú skal leggja á ljóðagand, láta hneggja gripinn. „Hugans eggja brugðinn brand þó blási hregg í svipinn.“ Skyldi bráðum dagur dóms dynja á þjáðum heimi, „og veröld gráðug hraða og hjóms hverfa smáð úr geimi?“ Flesta daga hug minn hefur heillað Skagafjörðurinn. „Græna haga gróður vefur, glymur bragarómurinn.“ Hans er lundin greypt í grjót, geðið sundurslitið. „Hefur undra argan þrjót óður hundur bitið?“ Hér skal aftur hefja ferð um hugartún og engi, „ef að pumpan endurgerð endist nógu lengi.“ Kristján var þá nýlega kominn úr hjartaaðgerð. Það er ljúft að leysa vind og lina iðra þrautir, „er geysa undir þandri þind þyrilstraumar blautir.“ Það er lífsins launabót, lesa og yrkja kvæði, „rækta hlyn af hugans rót og hafa til þess næði.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Pétri og Kristjáni, fyrripörtum og botnum Í klípu ÞANGAÐ SEM MAMMA ÞÍN FÓR MEÐ ÞIG. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „DOLLARINN HEFUR VERIÐ AÐ VEIKJAST ALLA VIKUNA. ERTU MEÐ HAMAR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sýna áhuga í verslunarferðunum. VARÚÐ H ÉG ER AÐ FARA Í BARDAGA VIÐ ATTILA HÚNA OG BLÓÐ- ÞYRSTU ÓÞOKKANA HANS. … ÞAÐ MUN FARA Í SÖGUBÆKURNAR! EN ÉG HUGSA AÐ ÉG STOPPI VIÐ Á KNÆPUNNI OG FÁI MÉR EINN BJÓR EÐA TVO OG KANNSKI HARÐSOÐIÐ EGG! ÞAÐ MUN ALLTAF VAXA AFTUR ÓDÝR HÁRGREIÐSLUSTOFA OH, ROSA FYNDIÐ!Víkverji er ekkert sérlega tækni-fælinn. Hann á til dæmis ráp- síma, ráptölvu og spjaldtölvu, bíl, eldavél og sjónvarp. Hann er hins vegar enn ekki kominn inn í heim þeirra, sem sækja sér bíómyndir og sjónvarpsefni út í óáþreifanlega sýndarheima, þótt það hljómi óneit- anlega þægilega. Víkverja er farið að líða eins og þessi staðreynd geri hann að tímaskekkju. Hann man þá tíð að svokallaðar vídeóleigur voru á hverju horni og lifðu iðulega tvö- földu lífi sem sjoppur líka. Vídeó- leigunum hefur fækkað smám sam- an. Ein stóð á horni Bræðraborgar- stígs og Holtsgötu. Nú er þar íbúð. Önnur var á Hofsvallagötunni og hefur ugglaust dregið viðskiptavini að úr ýmsum hverfum borgarinnar vegna þess að miðar með réttum lottótölum höfðu grunsamlega oft verið keyptir þar. Nú er þar íbúð. Fyrst hélt Víkverji að þetta væri vegna þess að keðjur væru að taka völdin, en nú eru þær líka horfnar. Víkverji hugðist nýlega fara í eina slíka, sem kenndi sig við höll. Í glugganum mátti sjá leifar af göml- um útstillingum. Reyndar kom í ljós að henni hafði verið lokað í fyrra þannig að ekki var Víkverji alveg með á nótunum. x x x Vídeóleigan hefur þó ekki alvegsungið sitt síðasta. Á Dalbraut er Laugarásvídeó, mögnuð leiga þar sem finna má allt milli himins og jarðar. Galdurinn við leiguna er sá að þar eru ekki bara nýjustu mynd- irnar beint af vinsældalistunum. Þar má finna Hitchcock og Kuro- sawa, Fellini og Woody Allen, Berg- mann og Fassbinder, gamalt og nýtt. Þar er harðhausahorn og gamanmyndarekki, myndir flokk- aðar eftir leikurum eða leikstjórum. x x x Þá mun Aðalvídeóleigan viðKlapparstíg enn vera við góða heilsu, þótt nokkuð sé síðan Vík- verji lagði leið sína þangað. Víd- eóleigur á borð við þessar eru mikið þing. Þar er hægt að leigja gömul gullkorn og dusta rykið af minn- ingum um gott bíó, þótt reyndar séu sumar myndir þannig að þær eru best geymdar í minningunni. víkverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn er ber byrðar vor- ar dag eftir dag, Guð er hjálpráð vort. (Sálmarnir 68:20.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.